Umferðin sem birtist - og hvernig hún hvarf

Auglýsing

Hvenær mega borg­ar­búar eiga von á að það verði bætt við götum og akreinum svo það verði hægt að kom­ast hraðar og taf­ar­laust milli staða? Hvenær verður bætt við akrein á Hring­braut­inni og hugað að mis­lægum gatna­mótum við Hofs­valla­götu? Er ekki kom­inn tími til að Langa­hlíðin fá hækk­aðan hámarks­hrað­ann svo fólk þurfi ekki að sil­ast gegnum Hlíð­arn­ar? Ætti ekki sjá til þess að Halls­veg­ur­inn í Graf­ar­vogi geti breyst í almenni­lega hrað­braut gegnum hverfið með mis­lægum gatna­mótum við Gull­in­brú og Vík­ur­veg? Má ekki reikna með að hraða­hindr­an­irnar verði teknar af Rofa­bænum bráð­lega?

Þetta eru allt spurn­ingar sem vakna hjá mér þegar ég velti fyrir mér val­kostum við þá stefnu sem rekin er í umferð­ar­málum í Reykja­vík­ur­borg í dag. Svarið við öllum nema fyrstu er: Þegar við ákveðum það. Svarið við fyrstu spurn­ing­unni er: Aldrei. (Von­and­i).

Hugsum um umferð

Hugs­ana­líkan fyrri tíma um umferð­ar­mál tóku mið af véla­verk­fræð­inni. Litið var á umferð sem straum eða rennsli og göt­urnar sem lagnir fyrir það rennsli. Til að meta fjár­fest­ing­ar­þörf­ina var svo búið til líkan sem segir til um hvernig rennslið muni þró­ast og hvar þyrfti að bæta við lögnum til að anna því. Þetta var auð­vitað mjög lógískt á sínum tíma og eðli­legur upp­haf­s­punktur fyrir sam­fé­lag þar sem almenn bíla­um­ferð er ný af nál­inni.

Auglýsing

Þetta hugs­ana­líkan hefur gengið sér til húðar og hefur raunar fært mörgum borgum í heim­inum ómældar hörm­ungar og eyði­legg­ingu sem á sér vart hlið­stæður nema á stríðs­tím­um. Áhuga­samir geta hafið leit sína með því að finna grein­ina um „Hig­hway revolts“ á Wikipediu og unnið sig þaðan í þekk­ing­ar­leit. Aðal­skipu­lag Reykja­víkur frá 1962 tók mið af þeim hugs­un­ar­hætti að spá fyrir um umferð, anna eft­ir­spurn­inni með réttum fram­kvæmdum og njóta svo. Það skipu­lag má segja að hafi staðið í grund­vall­ar­at­riðum frá því það var sam­þykkt og  til árs­ins 2013 þegar núgild­andi aðal­skipu­lag 2010-2030 tók gild­i.  Stór verk­efni á Íslandi eiga það til að tefj­ast og þvæl­ast mikið og fyrir það getum við þakkað að við eigum ennþá mið­borg­ina okkar óskemmda af þess­ari stefnu­mörk­un. Til upp­rifj­unar þá stóð til að leggja hrað­braut gegnum Grjóta­þorpið og jafna það við jörðu svo tengj­ast mætti upp­hækk­aðri hrað­braut við Geirs­götu sem sjá má minjar um ofan á Toll­hús­inu.

Mark­aðs­torg hreyf­an­leik­ans

Í þessum hugs­ana­lík­önum fyrri tíma voru gerð þau mis­tök að horft var fram­hjá að bílar hafa ekki sjálf­stæðan vilja. Bílum er ekið af fólki. Fólk hegðar sér ekki eins og vél­ar. Það er tengd ályktun að umferð er efna­hags­legt fyr­ir­bæri miklu frekar en verk­fræði­legt. Umferð sem fyr­ir­bæri lík­ist miklu meira hegðun á mark­aði þar sem fram­boð og eft­ir­spurn stýrir verði. Það er fram­boð af plássi á veg­unum og það er eft­ir­spurn eftir ferðum á veg­in­um. Gjald­eyr­ir­inn á þessu mark­aðs­torgi er tím­inn. Ef það er mikið fram­boð en lítil eft­ir­spurn er verðið lágt. Ef eft­ir­spurnin eykst og fram­boðið gerir það ekki þá hækkar verð­ið. Gott og vel, er þá ekki bara að auka við fram­boðið til að ná réttu verði?

Fram­kölluð eft­ir­spurn (e. Ind­uced dem­and) er það sem setur þá lausn því miður í upp­nám. Aukið fram­boð lækkar verðið og það skapar á móti aukna eft­ir­spurn. Upp­runi auk­innar eft­ir­spurnar getur verið að ein­hverjir flytji til ferða­tím­ann sinn: fari á háanna­tíma frekar en aðeins fyrr eða seinna líkt og þeir gerðu áður. Ein­hverjir sjá frekar vit í að keyra frekar en hjóla eða labba þegar ástandið er orðið svona fín­t.  Ein­hverjir breyta leiða­vali sínu. Svo ekur fólk  ein­fald­lega fleiri ferðir ef það er þægi­legt að aka; ferðir sem það hefði sleppt áður, hnýtt saman við aðrar ferð­ir, ákveðið að sinna erindi frekar utan háanna­tíma og ýmis­legt fleira. 

Þyrftum að rífa áfanga­stað­inn til að byggja leið­ina

Hið gagn­stæða ger­ist líka. Við það að fram­boðið á umferð­ar­rými sé fjar­lægt „hverf­ur“ umferð. Um þetta eru til fjöldi dæma frá borgum víða um heim og er ítar­lega gerð grein fyrir í skýrslu ráð­gjafa­nefndar breskra sam­göngu­yf­ir­valda frá 1994 . Stórum götum er lok­að, smá rugl­ingur verður meðan fólk er enn að með­taka breyt­ing­una og að lokum virð­ist umferðin hafa gufað upp.  Fólk fann sér aðrar leiðir til að sinna sam­göngu­þörfum sínum en að aka akkúrat þessa götu á akkúrat sama tíma og margir aðr­ir.

Sem sagt: við getum byggt mis­læg gatna­mót og akreinar fyrir alla pen­ing­ana í borg­ar­sjóði en umferðin mun alltaf vaxa í brók­ina sem henni var snið­in. Það er eng­inn enda­punktur þar sem umferðin vex ekki meira því eft­ir­spurnin á vin­sæl­ustu tímum dags­ins verður alltaf það mikil það þyrfti að rífa það sem við viljum nálg­ast til að koma umferð­inni fyr­ir. Bara bíla­stæða­þörf svo mik­illar umferðar myndi éta upp ómælt pláss. Við þyrftum að rífa áfanga­stað­inn til að geta kom­ist að hon­um.

Eru nú enn ótaldir ýmsir fylgi­fiskar bíla­um­ferð­ar, hávaði, loft­mengun og slys. En ég sagði í upp­hafi að von­andi verði aldrei sú staða að við getum ekið óhindrað um á háanna­tíma. Hví ekki að fagna slíkum lúx­us? Því mér vit­an­lega er slíkt ástand bara þar sem efna­hags­lífið er í dvala, fólk hefur ekk­ert út að sækja og kærir sig ekki um að heim­sækja lyk­il­staði í borg­ar­inn­ar. 

Höf­undur er verk­fræð­ingur og full­trúi Sam­fylk­ing­ar­innar í umhverf­is- og skipu­lags­ráði Reykja­vík­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None