Miklu fleiri ferðamenn – Falin loftlagsmál?

Greinin er byggð á ræðum við þingumræðu um fjárlög 2017.

Auglýsing

Ferða­þjón­ust­an, sem er stærst atvinnu­greina nú orðið og gildasta líf­lína íslensks hag­kerfis und­an­farin ár, stendur fyrir miklum tekj­um. Tekjur rík­is­ins munu vera metnar á 60–70 millj­arða kr. Hvort það er nákvæm­lega rétt veit ég ekki, en í Fram­kvæmda­sjóð ferða­manna­staða átti að setja u.þ.b. 2 millj­arða kr. sem er að mínu mati, og í hlut­falli við þessa upp­hæð, óeðli­lega lágt fram­lag. Gjaldið eða fram­lagið hefur verið lækkað um 600 millj­óna kr. en hefði þurft að hækka um a.m.k. 1 millj­arð kr. ofan á hinar tvær, ef vel væri. For­mað­ur­ fjár­laga­nefnd­ar ­kennir um mis­tökum og er eftir því beðið að leið­rétt­ing komi í ljós. Aukið fé í Fram­kvæmda­sjóð­inn frá 2016 hefur ekki nýst af mörgum ástæðum sem hafa þegar komið fram. Þar hefur t.d. víða staðið á fram­lögum sveit­ar­fé­laga sem eiga að leggja fram sinn skerf. Sum þeirra eru ekki það burðug að þau hafi í raun nægt fé til mót­fram­laga. Skipu­lags­mál hafa reynst flókin oft og tíðum og það fé sem var sett í sjóð­inn frá rík­is­inu kom seint fram. Hvað sem öllu þessu líður er alveg ljóst að mjög margir staðir utan þjóð­garða eru bók­staf­lega í sárum, sumir mjög miklum, og þar þarf að fram­kvæma bráða­við­gerðir og tryggja snar­bætt, stýrt aðgengi með t.d. stíg­um, útsýn­is­stöð­um, og stað­bundnum lok­unum innan svæða eða með ítölu.

Aukin fram­lög til þjóð­garða, en ónóg til land­vörslu 

Eitt og annað er jákvætt í fjár­laga­frum­varp­inu og því sem fylgir, t.d. fram­lög til þjóð­garðsmið­stöðva, og Vatna­jök­uls­þjóð­garð­ur, stærstur allra, fær þó nokkuð fé til fram­kvæmda. Hann hefur í heild þolað umferð betur á mörgum stöðum en minni þjóð­garð­arn­ir, eins þótt ein­staka staðir innan hans séu komnir að þol­mörk­um. Þjóð­garð­inn Snæ­fells­jökul og Þjóð­garð­inn á Þing­völlum eru miklu minni og orðnir mun skemmd­ari en sá stóri við Vatna­jök­ul. Báðir þurfa miklu meira fé, nokkur ár í röð, en látið er af hendi rakna. Eins þarf veru­lega aukið fé í land­vörslu í þjóð­görð­unum og á frið­uðum svæð­um. Í því sam­bandi er mjög brýnt að end­ur­skoða sem allra fyrst hlut­verk og vald­svið land­varða, bæði rík­is­ráð­inna og starfs­menn ferða­fé­laga. Við vitum að nú hafa land­verðir aðeins leyfi til þess að beina orðum til fólks og biðja um eitt og ann­að, en þeir hafa ekki vald­svið til að skipa fyrir eða vald­svið sem er í ætt við lög­reglu. Á því þarf auð­vitað að gera brag­ar­bót með umræð­um, lögum og reglu­gerð­um, auk þess að setja meira fé til land­vörslu á mjög mörgum stöð­u­m. 

Auglýsing

Sjálf­bærni og þol­mörk

Menn­ing­ar- og nátt­úr­u­nytjar geta ekki gengið upp án vernd­un­ar minja og alls umhverfis og til þess greina menn þol­mörk, jafnt félags­leg sem nátt­úru­leg, og jafnt fyrir afmark­aða staði sem svæði og loks fyrir landið í heild. Við viljum flest að atvinna sé fjöl­breytt en ekki að aðeins þrjár greinar beri upp lang­mest af henni, hvað þá ein atvinnu­grein; ferða­þjón­usta. Við viljum flest að sjálf­bærni sé við­mið í ferða­þjón­ust­unni og sú stefna hefur rétti­lega verið mörkuð í mörgum almennum atrið­um. Þá verðum við að muna að hug­takið nær yfir félags­lega og hag­ræna sjálf­bærni ekki síður en að nátt­úran verði nytjuð á þann hátt að hún standi jafn góð eftir eða betri. Þegar sumir stjórn­mála­menn eða framá­menn í ferða­þjón­ustu telja að við getum tekið við miklu fleiri ferða­mönn­um, eins og það er orð­að, vekur það margar spurn­ing­ar. Eru þá engin þol­mörk til? Hvað merkja orðin miklu fleiri? Engum dytti í hug að skipu­leggja fisk­veiðar með því að muldra eitt­hvað um miklu fleiri fiska. Til er áætlun sem kall­ast Lands­á­ætlun um upp­bygg­ingu inn­viða og var sam­þykkt sem lög frá Alþingi 2016. Hún er ekki hátt skrifuð í fjár­lögum og raun­veru­lega van­fjár­mögn­uð. Meðal fyrstu skrefa til úrbóta auk fjár­magns til þjóð­garða, fyrr­greindrar Lands­á­ætl­unar og til Fram­kvæmda­sjóðs ferða­manna­staða ber brýna nauð­syn til að auka rann­sóknir innan ferða­þjón­ust­unn­ar, ljúka skipu­lags­breyt­ingum í ferða­þjón­ustu og stofn­anaflór­unni og einnig end­ur­skoðun laga um ferða­þjón­ustu í land­inu. Ég hef talað fyrir nýju ráðu­neyti ferða­mála og ákvörðun þol­marka og það ætti vissu­lega að vera til mik­il­vægrar umræðu á næst­unni þegar fjöldi ferða­manna telst í millj­ónum og við­var­andi skortur á vinnu­afli er stað­reynd í grein­inni. Nýja meg­in­atvinnu­grein lands­ins ber að umgang­ast eins og þær sem áður voru það. Ég tel ekki að nýtt ráðu­neyti leysi fjölda verk­efna eitt og sér en það auð­veldar lausnir, miklu skil­virkar og hraðar en Stjórn­stöð ferða­mála sem auk þess starfar tíma­bund­ið.

Blessuð beinu gjöld­in 

Varla er unnt að leggj­ast á móti beinni fjár­mögnum ferða­fólks til úrbóta á því sem þeir not­ast við að hluta. Bíla­stæða­gjöld geta gert gagn, t.d. í þjóð­görðum en betur má ef duga skal. Gegn komu­gjöldum hafa komið fram við­bárur um að þau séu ekki leyfi­leg skv. jafn­ræð­is­regl­um. Hvort sem það stenst rýni eða ekki má haga inn­heimtu þannig að þau gangi upp, enda fyr­ir­myndir um þau ann­ars staðar í álf­unni. Sumir telja að þau muni bremsa ferða­manna­fjöld­ann til Íslands. Það væri svo sem ekki alvont en ég tel það ofmælt vegna þess að 1,5 millj­arður manna eru á far­alds­fæti um jörð­ina og við erum að taka hingað inn eins og 1 pró­mill, og þá lang­flesta í þeim hóp sem ráða myndu við lágt gjald. Þótt viku­kostn­aður við ferð á Íslandi, sem er sagður vera um 200 þús. kr., hækki um 1 eða 2 þús­und kr. (1 þús­und kr. var upp­hæðin í til­lögum Vinstri grænna sem felldar vor­u), er ég viss um að til er nægt ferðafólk sem kippir sér ekki upp við auka­kostn­að­inn. Hækkað gistin­átta­gjald úr 100 kr. í 300, sem ætti auð­vitað að vera hlut­fallstala af verði gist­ing­ar, truflar heldur ekki flæði ferða­manna hing­að. Og eitt er víst: Hvorki sú upp­hæð né komu­gjald er til þess fallið að koma í stað­inn fyrir þol­mörk eða annað þess kyns sem er nauð­syn­legt að við ákvörðum fyrr en síð­ar. Þessi beinu gjöld geta gefið af sér 2-3 millj­arða króna hið minnsta á hverju 12 mán­aða tíma­bili, frá og með miðju næsta ári.

Lág­sigldur mála­flokkur

Þegar stjórn­völd víða um heim sjá fram á æ alvar­legra ástand heima fyrir og í sam­skiptum þjóða, t.d. í Asíu þar sem gríð­ar­legur mann­fjöldi er háður jök­ul­vatni jafnt sem sjáv­ar­stöðu, er tvennt í stöð­unni á alþjóða­vísu. Við verðum í fyrsta lagi að vinna gegn mann­gerðum orsökum lofts­lags­breyt­inga. Það er orðið óum­deil­an­legt. Það merkir hraðan og mik­inn sam­drátt í losun gróð­ur­húsagasa og stór­fellt átak í land­vernd um allan heim, end­ur­heimt lággróð­urs og vot­lendis og ræktun skóga sem binda grösin á landi. Allt þetta snýr beint að Íslandi, jafn­vel á þann hátt að hafa áhrif á ferða­þjón­ust­una þegar fram í sæk­ir. Auð­veld og til­tölu­lega ódýr ferða­lög verða senni­lega ekki í boði ára­tugum sam­an. Í öðru lagi verður að lina og lág­marka áhrif veð­ur­fars­breyt­inga á sam­fé­lög þjóða. Það merkir mót­væg­is­að­gerðir og ákvarð­anir um hvernig sam­vinna þjóða, ekki bara um rann­sóknir og upp­lýs­ing­ar, getur hjálpað þeim sem harð­ast verða úti. Líka það bankar á okkar dyr og merkir að auka verður þró­un­ar­að­stoð, helst nærri þrefalt til að nálg­ast alþjóða­við­mið. Í plöggum fjár­laga þar af leita vel til að finna orð um lofts­lags­breyt­ing­ar, veru­lega aukin fram­lög og rök fyrir auknum fjár­fram­lögum breyt­ing­anna vegna, nema helst til skóg­rækt­ar.

Gerum miklu betur

Nógu margar ein­hlítar skýrslur liggja frammi og nægar rann­sókn­ar­nið­ur­stöður eru opin­berar til þess að hefj­ast megi handa fyrir alvöru við bæði fyrr­greind meg­in­verk­efni, Hingað til hafa hvorki orðið nægar fram­farir við að minnka los­un, allra síst á Íslandi, né heldur við að ákvarða við­brögð við rýrnun jökla, súrnun hafs­ins eða hækkun sjáv­ar­borðs á heims­vísu. Þetta allt merkir ekki að minnka skuli rann­sóknir eða fræðslu um stöðu og horf­ur, aðeins að rann­sóknir eru ekki lengur í fyrsta sæti og eiga ekki að hljóta mesta athygli stjórn­valda, ákvarð­enda, fyr­ir­tækja, sveit­ar­fé­laga og stofn­ana. Þar þurfa skjótar aðgerðir að koma í stað­inn. Við þurfum að koma mál­unum á þetta sér­ís­lenska redd­ing­ar­svið sem við erum fræg fyr­ir. Þar eiga Reykja­vík­ur­borg og ýmis fyr­ir­tæki og stofn­anir þakkir skildar fyrir frum­kvæði. Við skulum beina auk­inni athygli, nægum pen­ingum og heild­rænu skipu­lags­starfi að því að ná mark­miðum sem íslensk stjórn­völd sam­þykktu á Par­ís­ar­ráð­stefn­unni (og ríf­lega það!), með skil­merki­legri áætl­un, mark­miðs­settri hvert ár og full­fjár­magn­aðri. Við göngum ekki á bak orða okkar og skuld­bind­inga. Bæði sjálf­bær ferða­þjón­usta og lofts­lags­þró­unin eru risa­stór mál.

Höf­undur er þing­maður Vinstri grænna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None