Stutt tilsögn í hugmyndasögu handa Heiðari Guðjónssyni

Auglýsing

Heiðar Guð­jóns­son birti nýlega grein í Kjarn­anum sem nefnd­ist „Dóms­dagur og Marx­is­mi“ og hefur vakið nokkra athygli. Grein Heið­ars er því miður skrifuð af yfir­grips­mik­illi van­þekk­ingu og slæmum álykt­unum og ætlum við hér að gera gang­skör að því að segja honum til í sumu, en því miður ekki öllu, sem hann fer rangt með.

Áður en lengra er haldið er lík­lega best að nefna að flest af því sem Heiðar kallar „marx­is­ma“ hefur lítið sem ekk­ert með marx­isma að gera— og það að hann skuli blanda saman marx­isma og almennum skoð­unum vinstri manna (og lofts­lags­vís­inda­manna, af ein­hverjum ástæð­u­m), sem ekki allar eru af marxískri rót, bendir því miður til þess að hann viti ekk­ert hvað hann er að tala um. Skoðum þetta nán­ar.

Falskar for­sendur Heið­ars

Í fyrsta hluta greinar sinnar gagn­rýnir Heiðar Karl Marx fyrir falskar for­sendur í gagn­rýni sinni á kap­ít­al­ismann og mark­aðs­hag­kerf­ið. Vand­inn við þessa gagn­rýni er að hún sjálf byggir á full­kom­lega fölskum for­sendum um hvað gagn­rýni Marx felur í sér og hverjar kenn­ingar hans voru.

Auglýsing

Van­þekk­ing Heið­ars á þessu sést vel þegar hann full­yrðir að Marx hafi ekki stuðst  við tölu­legar stað­reynd­ir. Það nægir að opna rit Marx, t.d. Das Kapi­tal, hvar sem er til að sýna fram á hversu röng sú full­yrð­ing er— eitt­hvað sem við getum verið örugg um að Heiðar hefur aldrei gert í ljósi þessa, því rök­semda­færsla Marx er full af „tölu­legum stað­reynd­um“ og grein­ingu á raun­veru­legri stöðu efna­hags­mála. Það er þó ekki þar með sagt að grein­ing Marx sé rétt, en að segja að hún styðj­ist ekki við tölu­legar stað­reyndir er frá­leitt.

Grein­ing Heið­ars nær þó hámarki þegar hann full­yrðir að ein af for­sendum Marx væri sú að gróði eins væri tap ann­ars og að það brjóti gegn kenn­ingu hans þegar laun á vinnu­mark­aði hækka og hagur fyr­ir­tækja batn­ar. Hér gerum við ráð fyrir að Heiðar sé að vísa til kenn­ingar Marx um að hagn­aður skýrist af arðráni á verka­fólki. Nú er sú kenn­ing vissu­lega umdeild, og hægt er að færa ýmis rök gegn henni.

En það að laun hækki og kjör vinnu­fólks batni eru þó ekki slík mótrök—þetta er grund­vall­armis­skiln­ing­ur. Í þessu sam­bandi nægir að benda á að Marx sjálfur skrif­aði um og spáði fyrir um þetta fyr­ir­bæri, sem nauð­syn­legt við­bragð kap­ít­al­ism­ans, þar sem ein­hver þyrfti jú að hafa efni á að kaupa allar þær vörur sem kap­ít­aliskt hag­kerfi fram­leið­ir, ann­ars myndi kerfið hrynja—og að það er grund­vall­ar­at­riði í kenn­ingum hans um kap­ít­al­isma að hann sé sífellt að þróa og bæta fram­leiðslu­tæk­in.

Annar vandi við þetta er að þetta ruglar saman frjálsum við­skipt­u­m—­sem Marx var í öllum meg­in­at­riðum sam­mála Adam Smith um—og kap­ít­al­ism­anum sem sam­fé­lags­skip­an, en þetta tvennt er ekki hið sama í huga Marx. Ef verka­maður sam­þykkir að vinna eitt­hvert starf fyrir lús­ar­laun vegna þess að hann ótt­ast að verða heim­il­is­laus og svelta má vissu­lega segja að bæði hann og atvinnu­rek­and­inn hafi af starfi hans gagn­kvæman ávinn­ing—verka­mað­ur­inn forð­ast jú hungrið og kuld­ann. En þá er ekki þar með sagt að verka­mað­ur­inn hefði ekki getað borið meira úr býtum ef hann tæki þátt í stétta­bar­áttu, eins og Marx mælir með.

Þá er það einnig und­ar­legt að full­yrða í því sam­hengi sem Heiðar gerir að „Marx byggði á frá­leitum for­sendum um vinnu­afl sem hlut­lægan mæli­kvarða verð­mæta“. Hér gerum við ráð fyrir að Heiðar eigi við vinnu­gildis­kenn­ing­una. Það er rétt að hún er ekki sam­þykkt meðal hag­fræð­inga dags­ins í dag og er oft­ast sá punktur sem Marx er gagn­rýndur fyr­ir­—kannski rétti­lega—en það hefur lítið sem ekk­ert að gera með hug­mynd­ina um gagn­kvæman ábata við­skipta, sem Marx var ekki á móti.

Það er svo í sjálfu sér óljóst hvað Heiðar á við með að segja að verð­gildi sé hug­lægt en ekki hlut­lægt, og hvernig það á að vera gagn­rýni á kenn­ingu Marx að öðru leyti. Það má vel vera að virði hluta sé mis­mun­andi eftir mis­mun­andi ein­stak­ling­um. Það er ein­fald­lega ekki það sem Marx var að tala um—en hann var að reyna að kom­ast að því hvernig sam­fé­lagið í heild lagði mat á virði og hug­takap­arið hug­lægt/hlut­lægt virð­ist passa illa til að hugsa um það.

Með öðrum orðum þá er það hvorki kenn­ing Marx að eins dauði sé ann­ars brauð í þeim skiln­ingi að kjör verka­fólks í heild geti ekki batnað né að í ein­stökum við­skiptum sé alltaf ein­hver sem tapi. Í raun og veru var Marx mjög trúr læri­sveinn Adams Smith þegar kom að hag­fræði­legum efn­um, jafn­vel, ótrú­legt en satt, þegar kom að gildi verka­lýðs­fé­laga og stétta­bar­áttu til að hækka laun verka­fólks.

Heiðar og Piketty

Full­yrð­ingar Heið­ars um franska hag­fræð­ing­inn Thomas Piketty eru álíka furðu­legar (en hann er alls ekki marx­isti og raunar frekar borg­ara­legur hag­fræð­ing­ur). Um hann segir Heið­ar: „Pi­ketty áttar sig ekki á að sagan og öll hag­fræði sem snýr að fjár­­­málum hefur fyrir löngu afsannað kenn­ingu hans.  Ef fjár­­­magn yxi af sjálfu sér væru ættir land­­náms­­manna Íslands gríð­­ar­­lega ríkar og þræl­­arnir hefðu aldrei kom­ist til bjarg­álna.“

Þessi til­vitnun er frekar dæmi­gerð fyrir grein Heið­ars og er í raun og veru frekar vand­ræða­leg. Það er til merkis um alveg ótrú­legan hroka og sjálfs­á­lit að Heiðar haldi að hann geti slegið eina helstu hag­fræði­kenn­ingu síð­ari ára út af borð­inu með því að benda á algjör­lega aug­ljósa og ómerki­lega stað­reynd—að ríkt fólk geti tapað pen­ing­um. Lít­il­lát­ari maður hefði lík­lega dregið þá ályktun að fyrst hann gæti fellt kenn­ingu Pikettys með einni setn­ingu, aug­ljósri í þokka­bót, að þá væri eitt­hvað athuga­vert við skiln­ing hans á henni, en ekki Heið­ar. Nei, ríkt fólk getur tapað pen­ing­um. Skák og mát, Piketty!

Skýr­ingin á þessu—og þetta ætti ekki að koma á óvart—er auð­vitað að þetta er bara alls ekk­ert kenn­ing Pikett­ys. Hann heldur því fram að almennt sé arður af fjár­fest­ingum meiri en hag­vöxtur (r > g) en ekki að allar fjár­fest­ingar skili slíkum arði, og allra síst að til­teknir ein­stak­lingar eða fjöl­skyldur geti ekki tapað fé. Af þess­ari almennu kenn­ingu leiðir ekki að ein­stakar fjár­fest­ingar geti ekki verið óskyn­sam­legar né að ekki sé hægt að sólunda fé á annan hátt, eins og Heiðar virð­ist halda. Allra síst heldur Piketty því fram að ein­stök svæði eða tíma­bil geti ekki verið und­an­tekn­ingar frá þeirri reglu sem hann þyk­ist sjá. Þetta eru ein­fald­lega rangar álykt­anir hjá Heið­ari, byggðar á ein­feldn­ings­legum skiln­ingi á kenn­ingu Pikett­ys.

Þetta teng­ist svo því sem Heiðar telur vera skoð­anir Marx og Pikettys á rekstri fyr­ir­tækja en sam­kvæmt skiln­ingi hans telja þeir að „fjár­magn vaxi af sjálfu sér“ og að fyr­ir­tækja­rekstur sé „nokk­urs konar kaffi­klúbbur þar sem skipu­lagðar eru næstu árs­há­tíðir og lax­veiði­ferð­ir“ þar sem engir ytri þættir hafi áhrif á starf­sem­ina. Eins og við höfum séð er það frá­leitt, enda er eðli sam­keppni eitt af því sem Marx hugs­aði hvað mest um og sjón­ar­horn Pikettys er ekki á ein­stök fyr­ir­tæki eða ein­stak­linga.

Heið­ar, nátt­úru­vernd og raun­veru­leik­inn

Þrátt fyrir allt þetta eru skoð­anir Heið­ars á nátt­úru­vernd (sem hann vill endi­lega tengja við nas­isma af ein­hverjum furðu­legum ástæð­um) og lofts­lags­breyt­ingum eitt það skrýtn­asta í grein hans. Sam­kvæmt honum eru áhyggjur umhverf­is­vernd­ar­sinna og vís­inda­manna af lofts­lags­málum ann­ars vegar marx­ismi og hins vegar ekki á rökum reist­ar, vegna þess að einn vís­inda­mað­ur, Freem­ann Dyson—­sem ekki er lofts­lags­vís­inda­mað­ur, heldur stærð­fræð­ingur og eðl­is­fræð­ing­ur—heldur því fram að jörðin geti orðið grænni vegna auk­ins koltví­sýr­ings í and­rúms­loft­inu (en það skiptir raunar litlu, því koltví­sýr­ingur er ekki flösku­háls í vexti plantna, heldur vatn og nær­ing).

Þessi mál­flutn­ingur er svo snældu­vit­laus að það er erfitt að trúa því að Heið­ari sé alvara. Í fyrsta lagi við­ur­kennir Dyson sjálfur að hann viti lítið um tækni­legar hliðar lofts­lags­mála, auk þess að trúa raunar á lofts­lags­breyt­ing­ar. Í öðru lagi gengur þessi skoðun gegn yfir­gnæf­andi meiri­hluta­á­liti vís­inda­sam­fé­lags­ins alls og öllu sem við best vitum um þetta efni í dag.

Það er eitt­hvað meira en lítið furðu­legt að gera lítið úr áhyggjum fólks vegna lofts­lags­breyt­inga (marx­ista eða ann­arra) og hafa svo ekk­ert upp á að bjóða nema orð eins vís­inda­manns sem ganga gegn orðum vís­inda­sam­fé­lags­ins alls—­vís­inda­manns sem trúir á lofts­lags­breyt­ingar af manna­völdum í þokka­bót! Heiðar segir bók­staf­lega ekk­ert annað til að styðja þá skoðun sína að lofts­lags­breyt­ingar séu ekki raun­veru­legt áhyggju­efni en lætur samt eins og þeir sem hann stimplar sem marx­ista, en ekki hann sjálf­ur, séu ekki í tengslum við raun­veru­leik­ann. Það væri ekki hægt annað en að hlæja að svona mál­flutn­ing­i—væri þetta ekki svona alvar­legt.

For­tíðin og fram­tíðin

Í lok greinar sinnar heldur Heiðar því fram að nú liggi marx­istar sjúkir af áhyggjum vegna auk­innar vél­væð­ingar og telji hana af hinu illa, rétt eins og lúd­dítar 19. aldar sem brutu vefstóla vegna þess að þeir töldu þá ógn við lifi­brauð sitt. Þeir skilja ekki að það er aukin tækni­væð­ing og fram­þróun sem hafi fært okkur betri lífs­gæði, meðal ann­ars 40 stunda vinnu­viku (en Heiðar sleppir að minn­ast á alla þá bar­áttu verka­lýðs­fé­laga sem leiddu til henn­ar).

Lík­lega á Heiðar hér við háværar áhyggjur um að aukin sjálf­virkni og gervi­greind muni koma til með að útrýma mörgum hefð­bundnum störfum sem myndi leiða til mik­ils atvinnu­leys­is. Þessar raddir koma úr öllum átt­um, bæði frá hægri og vinstri, meðal ann­ars frá hag­fræð­ingum úr röðum frjáls­hyggju­manna, til að mynda Tyler Cowen. Hins vegar eru það ekki marx­istar sem líta svona á mál­in, enda sjá þeir slíkt sem eðli­lega fram­þróun kap­ít­al­ism­ans og gera bylt­ing­una sem þeir von­ast eftir mun lík­legri.

Það er hins vegar rétt hjá Heið­ari að í for­tíð­inni hefur það ekki gerst að tækni­fram­farir leiði til atvinnu­leys­is. Það þýðir hins vegar ekki að slíkt geti ekki gerst í fram­tíð­inn­i—það er ein­föld rökvilla. Heim­spek­ing­ur­inn Bertrand Russell líkti henni, í öðru sam­hengi þó, við kjúkling sem heldur að bónd­inn komi alltaf að fóðra sig—þangað til bónd­inn snýr hann úr háls­liðn­um. Vel má þó vera að Heiðar hafi rétt fyrir sér um þetta en hann hefur hins vegar ekk­ert gert til að sýna fram á það (og eins gleymir hann að lúd­dít­arnir höfðu rétt fyrir sér um eitt: þeir misstu vinn­una).

Leið­ar­stefið í grein Heið­ars er að leggja marx­isma að jöfnu við dóms­dags­spár. Það er mjög skrýt­inn skiln­ing­ur. Aðdrátt­ar­afl og áhrifa­máttur marx­isma á 20. öld lá einmitt í von­inni sem hann boð­ar­—von­inni um betri heim. Marx­ism­inn boðar vissu­lega bylt­ingu en fáir marx­istar myndu líta á hana sem dóms­dag, nema hugs­an­lega yfir for­rétt­indum mik­ils minni­hluta mann­kyns, sem vill svo til að Heiðar til­heyr­ir.

Ásgeir Berg Matth­í­as­son, rök­fræð­ingur og dokt­or­snemi í heim­speki við háskól­ana í St Andrews og Stir­l­ing.

Jóhann Helgi Heið­dal, þriggja barna faðir og marx­isti.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None