Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, var pirr­að­ur, nán­ast reið­ur, þegar hann var beð­inn um að útskýra í sjón­varps­við­tali af hverju hann hefði ekki birt skýrslu um eignir Íslend­inga á aflands­svæðum þegar henni hafði verið skil­að. Hann sagði af og frá að skýrsl­unni hefði verið haldið leyndri. Allt slíkt tal væri „þvætt­ing­ur, fyr­ir­sláttur og ekk­ert nema póli­tík.“

Bjarni sagði einnig að ekk­ert í skýrsl­unni væri þess eðlis að nauð­syn­legt hefði verið að það kæmi fram nokkrum vikum fyrr. Aðspurður um af hverju skýrslan hafi ekki verið birt þegar hún lá fyrir sagði Bjarni að hann hafi ákveðið að bíða fram yfir kosn­ingar með birt­ingu hennar svo að ný rík­is­stjórn og ný efna­hags- og við­skipta­nefnd gæti tekið hana til umfjöll­un­ar: „Skýrslan er ekki komin til okk­ar, í end­an­legri mynd, fyrr en þing er farið heim.“

Þingi var slitið 13. októ­ber 2016. Skýrslu starfs­hóps­ins var skilað til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins 13. sept­em­ber, einum mán­uði fyrr, og hún kynnt sér­stak­lega fyrir Bjarna 5. októ­ber. Efna­hags- og við­skipta­nefnd fund­aði fjórum sinnum frá þeim tíma og fram að þing­lok­um. Þetta eru stað­reynd­ir.

Auglýsing

Þegar þær lágu fyrir opin­ber­lega við­ur­kenndi Bjarni að tíma­línan hans hefði verið óná­kvæm. Honum hafi liðið eins og þingið hefði verið farið heim þegar hann fékk kynn­ingu á skýrsl­unni, átta dögum áður en að það fór heim. Hann baðst því afsök­unar á því að tíma­línan hans hefði ekki verið nákvæm. Bjarni baðst hins vegar ekki afsök­unar á því að hafa ekki birt skýrsl­una þegar hún kom út né á því að hafa logið í við­tali um hvenær hann hefði fengið hana afhenta.

Hvað á erindi við almenn­ing?

Það er rétt sem Bjarni hefur haldið fram, að skýrslan var unnin að hans frum­kvæði. Og það er líka rétt að fáir, ef ein­hverjir ráð­herrar hafi beitt sér jafn mikið gegn skattaund­anskotum og hann hefur gert á und­an­förnum árum. Hluti af þeirri ástæðu er sú að íslenskt lagaum­hverfi bein­línis heim­il­aði skatta­snið­göngu og bauð upp á umfangs­mikil skatt­svik. Til við­bótar hefur stjórn­sýslan verið svo slök að engum almenni­legum gögnum hefur verið safnað saman um skatt­svik. Mikil braga­bót hefur verið gerð á þessu umhverfi á allra síð­ustu miss­erum, meðal ann­ars í kjöl­far þess að for­sæt­is­ráð­herra þurfti að segja af sér vegna eignar sinnar á aflands­fé­lagi. Og þar hefur Bjarni beitt sér.

En það breytir ekki þeirri stað­reynd að Bjarni á ekki umrædda skýrslu per­sónu­lega og hún var ekki unnin fyrir hann, heldur vinnu­veit­endur hans, almenn­ing. Það var ekki Bjarna að velja hvenær skýrslan kæmi fyrir augu hans. Það er meðal ann­ars stað­fest í siða­reglum ráð­herra þar sem seg­ir: „Ráð­herra leynir ekki upp­­lýs­ingum sem varða almanna­hag nema lög bjóði eða almanna­hags­munir krefj­ist þess að öðru leyti. Ráð­herra ber að hafa frum­­kvæði að birt­ingu slíkra upp­­lýs­inga sé hún í almanna­þág­u.“

Svo er það túlk­unum und­ir­orpið hvort þær upp­lýs­ingar sem eru í skýrsl­unni séu í almanna­þágu. Bjarni sjálfur sagð­ist ekki sjá að það „sé neitt í þess­ari skýrslu sem hægt er að benda á að hefði nauð­syn­lega þurft að koma fram ein­hverjum vikum fyrr.“ Þessu er mjög auð­velt að vera ósam­mála.

Í skýrsl­unni er, í fyrsta sinn, greint af sér­fræð­ingum hvert umfang aflandseigna Íslend­inga er. Það er greint, í fyrsta sinn, hvert áætlað tap rík­is­sjóðs á þeim ólög­legu skattaund­anskot­um, og lög­legu skatta­snið­göngu sem fyr­ir­hruns­rík­is­stjórnir lög­leiddu, er. Því eru upp­lýs­ing­arnar ein­stakar, mynda grund­völl fyrir vit­ræna umræðu um gríð­ar­lega alvar­legt mál sem klýfur þjóð­ina í herðar niður og er lík­ast til helsta orsök þess van­trausts sem ríkir gagn­vart helstu stofn­unum lands­ins. Þ.e. að lítil yfir­stétt hafi hagn­ast ævin­týra­lega vegna aðgengis síns að tæki­færum, upp­lýs­ingum og fjár­magni ann­arra, feli hluta þess fjár­magns (um 580 millj­arða króna) í aflands­fé­lögum og komi sér vilj­andi undan því að borga skatta til sam­neysl­unnar (56 millj­arðar króna frá 2006-2014 og nokkrir millj­arðar bæt­ast við á hverju ári).

Líkt og Bjarni hefur bent á var tölu­vert rætt um aflands­fé­lög í aðdrag­anda kosn­inga. En sú umræða byggði ekki á neinu nema til­finn­ingu og upp­hróp­un­um, m.a. vegna þess að Bjarni ákvað að birta ekki skýrsl­una sem gat verið grunn­ur­inn að efn­is­legri umræðu fyrr en síð­ast­lið­inn föstu­dag.

For­sæt­is­ráð­herra má ekki ljúga

Það er hroka­fullt og ómál­efna­legt hjá Bjarna að stilla því upp að umræða um aflandseigna­skýrsl­una snú­ist um að póli­tískir and­stæð­ingar séu að gera sér mat úr mál­inu. Það er eðli­legt að fjöl­miðlar fjalli um bæði formið og efnið í máli eins og þessu. Enn og aftur hafa þeir sýnt mik­il­vægi aðhalds­hlut­verks síns með því að opin­bera hvenær skýrslan hafi verið til­bú­in, hvenær Bjarni fékk kynn­ingu á henni og hvað stóðst ekki í upp­haf­legum skýr­ingum hans. Til við­bótar hefur verið fjallað ítar­lega um inni­haldið, enda loks­ins kom­inn grunnur til að fjalla um þessi mál efn­is­lega.

Eina sem er þvætt­ing­ur, fyr­ir­sláttur og póli­tík í þessum máli eru þær skýr­ingar sem verð­andi for­sæt­is­ráð­herra hefur borið á borð í mál­inu. Það er ekki hægt að slá því föstu að Bjarni hafi ætlað sér að fela skýrsl­una í póli­tískum til­gangi. Það er heldur ekki hægt að draga neinar vit­rænar álykt­anir um hvort og þá hvaða áhrif birt­ing skýrsl­unnar hefði haft á útkomu kosn­ing­anna 29. októ­ber. En það er hægt að full­yrða að skýrslan á brýnt erindi við almenn­ing og að Bjarni Bene­dikts­son laug um hvenær hann hafi fengið hana í hend­ur.

Málið hefði lík­lega ekki getað komið upp á erf­ið­ari tíma fyrir þá rík­is­stjórn sem nú hefur verið mynd­uð. Við­reisn og Björt fram­tíð keyrðu að hluta til sína kosn­inga­bar­áttu á sið­væð­ingu, gegn­sæi og breyttum vinnu­brögð­um. Í grunn­stefnu Við­reisnar segir t.d.: „Opin, upp­lýst og mál­efna­leg umræða er nauð­syn­leg til að unnt sé að taka réttar ákvarð­an­ir. Greiður aðgangur að upp­lýs­ingum er for­senda þekk­ing­ar. Upp­lýs­inga­skyldu opin­berra aðila gagn­vart almenn­ingi ber að efla.“ Í stefnu Bjartrar fram­tíðar seg­ir: „Tölum sam­an, segjum satt. [...]­Upp­lýs­ingar eru gull. Björt fram­tíð þorir að leiða hin stærstu og erf­ið­ustu deilu­mál til lykta með gögn­um, rann­sókn­um, opnu sam­tali og lýð­ræð­is­legum aðferð­u­m.“ Aug­ljóst er að athæfi Bjarna, að halda upp­lýs­ingum fá almenn­ingi og segja síðan ósatt um það, er í algjörri and­stöðu við það sem verð­andi sam­starfs­flokkar telja sem sín grunn­gildi. For­maður Bjartrar fram­tíðar við­ur­kennir enda að það hefði verið skemmti­legra ef Bjarni hefði skilað skýrsl­unni á réttum tíma og for­manni Við­reisnar finnst Bjarni hafa sýnt af sér klaufa­skap og slaka dóm­greind, en efast um ásetn­ing.

Hver og einn verður að meta hvað honum finnst um þær skýr­ing­ar. En eitt er á hreinu. Bjarni Bene­dikts­son er að verða næsti for­sæt­is­ráð­herra Íslands. Sem slíkur verður hann að vera for­sæt­is­ráð­herra allra Íslend­inga, ekki bara þeirra sem kusu hann. Og for­sæt­is­ráð­herrar eiga ekki að ljúga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None