Afneitun loftslagsvandans

olíuborpallur
Auglýsing

Til­gangur og mark­mið vís­inda er að afla skiln­ings á nátt­úru­legum fyr­ir­bærum og skapa þekk­ingu. Vís­inda­legar rann­sóknir og þró­un­ar­vinna eru und­ir­staða dag­legs lífs lang­flestra jarð­ar­búa. Þar má nefna hluti sem okkur þykja sjálf­sagðir eins og lyf, sam­göng­ur, ýmis raf­tæki, nýt­ingu auð­linda o.s.frv. Þökk sé vís­inda­legum rann­sóknum vitum við að reyk­ingar valda krabba­mein­i, HIV veiran veldur alnæmi og hreyf­ingar í kviku­hólfum í jarð­skorp­unni geta orsakað jarð­skjálfta. Þetta allt er almennt við­ur­kennt og óum­deilt. 

Vís­inda­legar rann­sóknir sýna líka ótví­rætt að stærsta ógnin við líf og lifn­að­ar­hætti manna (og ann­arra líf­vera á jörð­inni) eru lofts­lags­breyt­ingar sem stafa af auknum gróð­ur­húsa­á­hrifum og súrnun sjávar en hvort tveggja stafar af losun mann­kyns á koldí­oxíði (CO2) út í and­rúms­loft­ið. Það er bráð­nauð­syn­legt og áríð­andi er að takast á við þennan vanda og þjóðir heims­ins hafa flestar kom­ist að sam­komu­lagi um að setja metn­að­ar­full mark­mið um aðgerðir til að draga úr ógn­inni. Þrátt fyrir þetta heyr­ast enn háværar raddir sem afneita þess­ari ógn. Það er sér­stak­lega alvar­legt mál þegar stjórn­mála­menn, aðrir kjörnir full­trúar eða jafn­vel áhrifa­ríkir hags­muna­að­ilar afneita lofts­lags­vand­an­um, því þar með eru þeir að neita kyn­slóðum fram­tíðar um þær lausnir sem hægt er að grípa til nú strax til að leysa vand­ann. Og lausn­irnar eru svo sann­ar­lega til!

Afneitun á lofts­lags­vand­anum getur verið af nokkrum ástæð­um, t.d.: 

  1. Skorti á skiln­ingi á því hvernig vís­inda­legar rann­sóknir fara fram og því hlut­verki sem vís­indin hafa í sam­fé­lagi manna, þ.e.a.s. vegna skorts á vís­inda­læsi.
  2. Vegna blindrar trúar á tækni­legar lausnir eða mátt mark­að­ar­ins. 
  3. Af ein­dregnum vilja til þess að ljúga, t.d. til að vernda eigin hags­muni eða ganga erinda hags­muna­að­ila.

Auglýsing

Ekki er alltaf auð­velt að sjá hvaða ástæður liggja að baki afneit­unar hvers ein­stak­lings. Nær­tækt dæmi eru pistlar sem Heiðar Guð­jóns­son, stjórn­ar­for­maður olíu­leit­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Eykon Energy skrif­aði nýverið í Kjarn­ann. Í pistl­unum birt­ist mikil trú á mátt mark­að­ar­ins og tækni­legar fram­far­ir, en efni pistils­ins kann að vera dæmi um alvar­legan skort á vís­inda­læsi, blinda trú á kap­ít­al­isma eða ein­beittan vilja til að afvega­leiða umræð­una um þá ógn sem mann­kynið stendur frammi fyr­ir.

Erlendis er vel skrá­sett að andóf gegn lofts­lags­vís­indum er skipu­lagt af hags­muna­að­ilum í olíu og gas­iðn­aði. Iðn­aði sem jafnan svífst einskis til þess að kasta rýrð á vís­inda­menn, fræða­sam­fé­lagið og alþjóð­legar stofn­anir til þess að gæta fjár­hags­legra hags­muna sinna. Beitt er svip­uðum aðferðum og tóbaks­iðn­að­ur­inn not­aði gegn vís­inda­mönnum sem afhjúp­uðu skað­semi reyk­inga. 

Taka skal fram að vís­indin og vís­inda­legar aðferðir eru alls ekki yfir gagn­rýni hafð­ar. Þvert á móti því vís­indin þríf­ast á gagn­rýnni umræðu. En skipu­lagðar og vel fjár­magn­aðar áróð­urs­her­ferðir eru ekki gagn­rýnin umræða, heldur til­raun til að afvega­leiða almenn­ing og stjórn­völd. Fram­tíð kom­andi kyn­slóða manna og alls lífs á jörð­inni veltur á því við verj­umst þessum áróðri. Hér er hlut­verk fjöl­miðla mik­il­vægt, og ábyrgð kjör­inna full­trúa enn meiri.

Því þrátt fyrir það veislu­borð upp­lýs­inga sem inter­netið færir okk­ur, þá vilja rang­færslur og stað­reynda­villur ósjaldan yfir­taka almenna umræðu um ýmis mál­efni. Erfitt er að eiga við ein­dreg­inn vilja til að afvega­leiða umræðu með rang­færsl­um. En almennt vís­inda­læsi er auð­velt, og nauð­syn­legt að bæta með því að efla ábyrga upp­lýs­inga­miðlun og mennt­un. Því þrátt fyrir það veislu­borð upp­lýs­inga sem inter­netið færir okk­ur, þá vilja rang­færslur og stað­reynda­villur ósjaldan yfir­taka almenna umræðu um ýmis mál­efni.

Vís­inda­menn eru fjöl­breyttur hópur fólks sem vinnur bæði í sam­vinnu og í sam­keppni við aðra vís­inda­menn. Vís­inda­legar rann­sóknir ganga út á prófa til­gátur sem lagðar eru fram út frá fyr­ir­liggj­andi þekk­ingu. Stundum er til­gátum hafnað en stundum renna rann­sókn­irnar stoðum undir til­gát­urn­ar. Til­gátur sem hafa stað­ist ítrekuð próf fest­ast í sessi og með tím­anum verður almenn og víð­tæk sátt um sann­leiks­gildi til­gát­unnar sem eftir það litið á sem stað­reynd, jafn­vel lög­mál eða kenn­ingu. Dæmi um þetta eru m.a. þyngd­ar­lög­mál Newtons, erfða­lög­mál Mendels eða þró­un­ar­kenn­ing Darwins. Nú er það við­ur­kennt sem vís­inda­leg prófuð stað­reynd að stór­tækur útblástur manna á koldí­oxíði (CO2 ) er að valda og mun halda áfram að valda víð­tækum nei­kvæðum áhrifum á sam­fé­lög manna og annað líf­ríki á jörð­inni.

Byggjum umræðu um lofts­lags­málin á nið­ur­stöðum sem aflað er með vís­inda­legum próf­un­um. Gagn­rýnin hugsun gengur ekki út á að efast um allt, heldur að spyrja um gæði upp­lýs­inga og ræða um þær á yfir­veg­aðan hátt. Þar bera all­ir, stjórn­völd, fjöl­miðla­menn, fræði­menn og  aðr­ir, mikla ábyrgð. Sam­þykkjum ekki stað­reynda­villur og sam­sær­is­kenn­ing­ar. Veg­ferð mann­kyns byggir á því. 

Arnar er dós­ent við líf- og umhverf­is­vís­inda­deild HÍ. Hrönn er dokt­orsefni við Jarð­vís­inda­deild HÍ.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None