Viðskiptaráð hrekkur í gírinn

Auglýsing

Hafi ein­hver haldið að Hrunið hafi kennt Við­skipta­ráði, eða því liði sem gefur tón­inn fyrir þess hönd, eitt­hvað þá skjátl­ast mönnum hrapa­lega. Græðg­i­skap­ít­al­ism­inn lifir þar enn góðu lífi og ríður nú síð­ast húsum í úttekt á vegum ráðs­ins á opin­berum húsa­kosti og til­lögum um einka­væð­ingu á því sviði.

Allt er það auð­vitað klætt í gam­al­kunn­an dul­bún­ing hag­ræð­ingar nema hvað að nú hefur gagn­sæi bæst við sem einn af kostum einka­væð­ing­ar. Auð­vitað hljóta allir að sjá hversu bráð­hag­kvæmt það er að ríkið selji undan sér svo til allt hús­næði sem þarf til að hýsa stjórn­sýslu og veita opin­bera þjón­ustu. Nátt­úru­lega bíða í röðum góð­hjart­aðir ridd­arar sem bein­línis ætla að borga með því að sjá rík­inu fyrir hús­næði í stað­inn. Fast­eigna­fé­lögin eru alþekkt að gagn­sæi í sínum störfum bæði hvað varðar ákvarð­anir um leigu­verð og eins eigið eign­ar­hald. Eða hvað? Trúa menn­irnir sjálfir þessu kjaftæði?

Alþingi eign­ast sína eigin bygg­ingu á 25 árum

Á vegum Alþingis er nú verið að fara af stað með nýbygg­ingu sem mun hýsa nefnd­ar­svið Alþing­is, skrif­stofur fyrir þing­menn og þing­flokka og ýmsa stoð­þjón­ustu við þing­störf­in. Ástæða þess að ráð­ist er í nýbygg­ingu á vegum Alþingis er að það fyr­ir­komu­lag sem þingið hefur búið við að þessu leyti und­an­farin ár, þ.e. að leigja á mörgum stöðum í kvos­inni mis­gott og fok­dýrt hús­næði , er alger­lega gengið sér til húð­ar. Gerð var vönduð athugun á því hvort lang­tíma­leiga af einum aðila sem um tíma leit út fyrir að gæti verið í boð væri hag­stæður kostur borið saman við að reisa eigin bygg­ingu.

Auglýsing

Nið­ur­staðan var afdrátt­ar­laus og um hana voru allir sam­mála, fjár­mála­ráðu­neyt­ið, fram­kvæmda­sýslan og Alþingi. Nýbygg­ing var svo miklu hag­stæð­ari kostur heldur en að leigja að á um það bil 25 árum eign­ast Alþingi sitt eigið hús og á það skuld­laust fyrir ígildi leigu yfir sama tíma­bil. Er þá ónefnt hag­ræðið af því að búa um starf­sem­ina í hús­næði sem gagn­gert er hannað til slíkra nota auk þess sem það er auð­vitað ekki sam­boðið Alþingi að vera á hrak­hólum með sína starf­semi og jafn­vel á köflum leigj­andi heilsu­spill­andi hús­næði á okur­verði. Vissu­lega eru aðstæður sér­stakar í Kvos­inni og leigu­verð hátt þannig að ekki er endi­lega mál­efna­legt að yfir­færa útkom­una úr þessu dæmi yfir á aðra starf­semi rík­is­ins og hvar sem er.

Eign­ar­halds­fé­lagið Fast­eign

En þá vill svo til að hægt er að skoða nýlega reynslu­sögu þar sem sú leið sem Við­skipta­ráð er að boða var svo sann­ar­lega far­in. Það er saga eign­ar­halds­fé­lags­ins Fast­eignar sem keypti af all­mörgum sveit­ar­fé­lögum fast­eignir eða byggði í öðrum til­vikum til þess svo að sjá um rekstur þess hús­næðis og leigja sveit­ar­fé­lög­un­um.  Hér skal mönnum hlíft við að rekja þá sögu og útkom­una hljóta menn að þekkja. Það hefur ekki hvarflað að Við­skipta­ráði að gera fyrst úttekt á reynsl­unni af Fast­eign? Eða hvað Háskól­inn á Akur­eyri og ýmsar stofn­anir hafa mátt borga í húsa­leigu í Borg­um, hús­inu sem illu heilli var byggt þar í einka­fram­kvæmd? Jú kannski hafa þeir velt því fyrir sér en svo fljót­lega séð að það yrði mál­staðnum ekki til fram­drátt­ar. Þeim mál­stað að færa sífellt út landa­mærin fyrir gróða­öfl­in, finna sífellt nýja bit­haga og helst á kostnað skatt­greið­enda fyrir hið sís­vanga auð­magn. Auðinn þarf jú að ávaxta þannig að hið litla brot lands­manna sem að uppi­stöðu til á hann geti orðið enn rík­ara.

Það er skoðun und­ir­rit­aðs að þessi fram­ganga Við­skipta­ráðs sé and­fé­lags­leg, sið­laus. Til­gang­ur­inn helgar svo aug­ljós­lega með­al­ið. Þegar horft er fram hjá aug­ljósum stað­reyndum og dómi reynsl­unnar í fram­setn­ingu efnis af þessu tagi af sam­tökum eins og við­skipta­ráði á ekki að tala neina tæpi­tungu. Eða hvað er það að nota sem rök­semd fyrir því að ríkið eigi að selja sitt hús­næði og taka til við að leigja af öðrum að innri leiga stofn­ana í opin­beru hús­næði til rík­is­ins sé undir helm­ingi af leigu á almennum mark­aði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu? Við­skipta­ráði dettur ekki í hug að sú útkoma sýni einmitt að það sé hag­kvæmara að ríkið eigi sitt hús­næði sjálft? Nei, þar á bæ fara menn létt með að snúa þeirri rök­semd á haus.

Við­skipta­ráði er guð­vel­komið að stefna mér fyrir meið­yrði ef ráða­menn þar telja þetta stór orð. Það gætu þá orðið áhuga­verð skoð­ana­skipti í rétt­in­um, skoð­ana­skipti sem lítið fer fyrir endranær enda ekki mikið til siðs að bjóða önd­verðum sjón­ar­miðum til sam­tals þar á bæ sbr. til dæmis dag­skrá vænt­an­legs Við­skipta­þings.

Upp er boðin Hóla­dóm­kirkja 

En fyrir eitt má hrósa Við­skipta­ráði. Það er hversu hreint og ómengað það setur fram sitt mark­aðsvæð­ing­ar-, græðgis- trú­boð. Það að leggja til einka­væð­ingu sjálfrar Hóla­dóm­kirkju gætu ein­hverjir sjálf­sagt kallað kjark­að, aðrir yfir­gengi­lega firrt eða galið. En ómengað er það og væri gaman að vita hvernig sá boð­skapur fer almennt ofan í menn, t.d. á skag­firska efna­hags­svæð­inu. 

Höf­undur er þing­maður Vinsti grænna og fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None