Auglýsing

Kjarn­inn greindi frá því á laug­ar­dag að drög skýrslu um þjóð­hags­leg áhrif Leið­rétt­ing­ar­innar hafi verið til­búin í jan­úar 2016. Loka­drög voru til­búin í júní 2016. Vinnslu við skýrsl­una var síðan lokið í októ­ber 2016, fyrir síð­ustu kosn­ing­ar. Skýrslan var hins vegar ekki birt fyrr en 18. jan­úar 2017, í kjöl­far ítrek­aðra fyr­ir­spurna frá Kjarn­anum um hana. Reyndar voru fleiri sem höfðu for­vitn­ast um afdrif skýrsl­unn­ar. Þing­menn­irnir sem báðu um að hún yrði gerð spurð­ust fyrir um hana á Alþingi 11. októ­ber 2016, rúmum tveimur vikum fyrir kosn­ing­ar. Þá sagð­ist Einar K. Guð­finns­son, þáver­andi for­seti Alþing­is, ætla að kanna hvernig á því stæði að skýrslan væri ekki enn komin til þings­ins. Sú umleitan skil­aði engu.

Oddný Harð­ar­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði við það til­efni í ræðu­stól Alþing­is: „Maður spyr sig þá hvort þarna séu spurn­ingar sem hæstv. fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra [Bjarni Bene­dikts­son] treysti sér ekki til þess að upp­­lýsa um svörin við. Þarna er spurt um tekj­­ur, eign­ir, hverjir fengu nið­­ur­greiðsl­una. Er það ekki einmitt eins og bent hefur verið á að þarna var ríku fólki rétt rík­­isfé og stuðn­­ing­­ur? Ég leyfi mér að full­yrða að þess vegna sé skýrslan ekki komin fram.“

Ógjörn­ingur er að svara með full­vissu hvaða ástæður voru fyrir því að Bjarni Bene­dikts­son, þáver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, ákvað að birta ekki skýrsl­una fyrir kosn­ing­ar. En það reynd­ist rétt hjá Odd­nýju að hún stað­festi svart á hvítu að með Leið­rétt­ing­unni hafiríku fólki verið rétt rík­isfé. Og fullt af því.

Auglýsing

Tók lengri tíma en öll fram­kvæmd Leið­rétt­ing­ar­innar

Skýrslan sem um ræðir er átta blað­síður og í henni eru valdar upp­lýs­ingar settar fram. Það liðu 19 mán­uðir frá því að beðið var um hana á Alþingi af þing­mönnum fjög­urra flokka og þar til að hún var loks birt. Til að setja þann tíma í sam­hengi þá tók það rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks hálft ár að láta vinna 58 blað­síðna skýrslu þar sem höf­uð­stólslækkun hús­næð­is­lána var rök­studd og fram­kvæmd aðgerð­ar­innar kynnt. Ári síð­ar, í nóv­em­ber 2014, var fram­kvæmdin að mestu frá og hlaðið var í 84 blað­síðna glæru­kynn­ingu í Hörpu þar sem farið var yfir valdar nið­ur­stöður úr aðgerð­inn­i. 

Það tók því skemmri tíma – tæpa 18 mán­uði – að und­ir­búa þess for­dæma­lausu aðgerð, smíða aðgerð­ar­á­ætlun og laga­frum­vörp, sam­þykkja lög, fram­kvæma Leið­rétt­ing­una, skipu­leggja útgreiðslur úr rík­is­sjóði vegna hennar og taka saman valdar en blekkj­andi upp­lýs­ingar um hvernig hún skipt­ist til þess að fegra aðgerð­ina, en það tók að koma út átta blað­síðna skýrslu um hvernig þessir 72,2 millj­arðar króna skipt­ust á milli þjóð­ar­innar allr­ar.

Eina sem gert var við skýrsl­una frá því í októ­ber 2016 og þangað til að hún var birt í jan­úar 2017 var að einni efn­is­grein var bætt fremst í hana. Sú efn­is­grein er eft­ir­far­andi: „Fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra hefur ákveðið að leggja fyrir Alþingi skýrslu um nið­ur­færslu verð­tryggðra fast­eigna­lána á grund­velli 53. gr. laga um þing­sköp Alþingis nr. 55/1991. Skýrslan var unnin á starfs­tíma síð­asta þings á grund­velli skýrslu­beiðnar þing­manna og fjallar um þau atriði sem þar var óskað eftir að tekin yrðu til umfjöll­unar og er fram­setn­ing skýrsl­unnar í sam­ræmi við það.“

Lík­lega er fátt sem átti jafn mikið erindi við almenn­ing fyrir kosn­ingar og þessi skýrsla. Leið­rétt­ingin var stærsta kosn­inga­lof­orðið árið 2013 og það sem tryggði Fram­sókn­ar­flokknum for­sæt­is­ráðu­neytið í síð­ustu rík­is­stjórn. Þegar kjós­endur voru að gera upp verk rík­is­stjórn­ar­innar þá skipti öllu máli að hafa upp­lýs­ingar um hvernig 72,2 millj­arðar króna sem teknir voru úr rík­is­sjóði og færðir til hluta þjóð­ar­innar – að mestu tekju- og eign­ar­mesta hluta hennar – skipt­ust.

Bjarni Bene­dikts­son tók hins vegar ákvörðun um að birta hana ekki.

Önnur skýrslan sem ekki var birt

Þetta er önnur skýrslan sem greint hefur verið frá að hafi verið til­búin fyrir kosn­ing­arnar í októ­ber síð­ast­liðn­um, en póli­tísk ákvörðun var tekin um í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu að birta ekki. Hin var skýrsla starfs­hóps sem skoð­aði umfang aflandseigna Íslend­inga og áætl­aði hversu miklu eig­endur slíkra eigna hefðu stungið undan skatti. Sú skýrsla var til­búin um miðjan sept­em­ber 2016 og kynnt fyrir Bjarna Bene­dikts­syni, þáver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, í byrjun októ­ber saman ár. Skýrslan var ekki birt fyrr en 6. jan­ú­ar, eftir að Kjarn­inn hafði ítrekað spurst fyrir um afdrif henn­ar.

Ástæða þess að kosið var í októ­ber 2016 en ekki í apríl 2017 var sú opin­berun á aflands­fé­laga­eign­um, m.a. stjórn­mála­manna, sem birt­ist almenn­ingi í Panama­skjöl­unum og umfjöllun fjöl­miðla um þau. Í skýrsl­unni er farið yfir það hvernig hluti þjóð­ar­innar hafi ferjað gríð­ar­legt magn af fé sem varð til á Íslandi til aflands­fé­laga til að kom­ast undan því að greiða skatta hér­lend­is. Hluti var að brjóta lög, en flestir nýttu sér ein­fald­lega ömur­lega tví­skött­un­ar­samn­inga og ótrú­lega sterkan vilja íslenska stjórn­valda til að bjóða útvöldum upp á skatta­hag­ræði sem venju­legu launa­fólki býðst aldrei. Það var bein­línis póli­tísk ákvörðun að heim­ila fjár­magns­eig­endum skatta­snið­göngu. Ákvörðun sem tekin var af rík­is­stjórnum Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks sem sátu frá 1995 til 2007.

Í skýrsl­unni kemur líka fram að eft­ir­lit með pen­inga­þvætti hér­lendis hefur verið brand­ari. Kjarn­inn hefur greint frá því á und­an­förnum vikum að það hefur að mestu verið í höndum banka sem eiga að fylgj­ast með og til­kynna eigin við­skipta­vini, en til­kynntu auð­vitað engan. Eft­ir­lits­menn líktu Íslandi við Suður Súdan og Norður Kóreu þegar kom að eft­ir­liti með pen­inga­þvætti. Allt þetta eru upp­lýs­ingar sem eiga skýrt erindi við almenn­ing og skiptir hann miklu máli. Bjarni sagði meira að segja sjálfur að hann teldi það „hafa verið gríð­ar­lega mik­il­vægt að taka hana [skýrsl­una] sam­an.“

Samt taldi ráð­herr­ann að skýrslan þyrfti ekk­ert að birt­ast fyrir kosn­ing­ar.

Hvað er spill­ing?

Spill­ing er mikið notað orð í íslenskri þjóð­fé­lags­um­ræðu og Ísland er sam­kvæmt sér­stakri spill­ing­ar­vísi­tölu spillt­ast allra Norð­ur­landa. Sam­kvæmt orða­bók þýðir hug­takið mis­notkun á valdi eða stöðu þar sem ein­stakir aðilar eða hópur þeirra nýtir sér aðstöðu sína á óeðli­legan hátt til að hafa áhrif á stöðu mála, oft­ast til að hagn­ast á því.

Með því að birta ekki þessar tvær skýrslur fyrir kosn­ingar þá var komið í veg fyrir að hægt yrði að eiga póli­tíska umræðu um þær nið­ur­stöður sem settar eru fram í þeim. Þess í stað fór umræða um aflands­fé­laga­eign og skattaund­an­skot þeirra sem slíkar áttu fram í upp­hrópun­ar­stíl og án þess að byggja á neinu. Þess í stað fór umræðan um Leið­rétt­ing­una, stærsta kosn­inga­lof­orð síð­ustu rík­is­stjórn­ar, fram án þess að þjóð­hags­leg skipt­ing hennar væri opin­ber og ábyrgð­ar­menn aðgerð­ar­innar gátu borið fyrir sig rök­semd­ar­færslur sem eiga sér ekki stoð í raun­veru­leik­an­um.

Það full­yrða margir að þessar upp­lýs­ingar hefðu ekki haft nein áhrif á nið­ur­stöður kosn­inga hvort eð er. Kosn­ing­arnar hafi snú­ist um eitt­hvað allt ann­að. Það er óboð­leg rétt­læt­ing. Þeir sem slíkt segja hafa ekki hug­mynd um það hvort og þá hvaða áhrif stað­reynda­miðuð umræða um skatta­skjól og þjóð­hags­leg áhrif Leið­rétt­ing­ar­innar hefði haft á kosn­ing­arn­ar. Og það er ekk­ert hægt að verja það að sitja á upp­lýs­ingum sem skipta almenn­ing sann­ar­lega máli með slíkum fárán­legum eft­irá­skýr­ing­um.

Þegar stjórn­mála­maður ákveður að birta ekki opin­ber­lega upp­lýs­ingar sem eiga skýrt erindi við almenn­ing fyrr en það hentar honum sjálfum þá er það mis­notkun á valdi og stöðu. Það hefur á óeðli­legan hátt áhrif á stöðu mála. Ef upp­lýs­ing­arnar sem um ræðir eru honum eða hans flokki skað­legar þá er aug­ljóst að við­kom­andi stjórn­mála­maður hagn­ast póli­tískt á því að birta þær ekki. Þetta hlýtur að vera óum­deil­an­legt.

Þörf á skýrri afstöðu

Svona fram­ferði er algjör­lega ólíð­andi og það verður að taka afstöðu gegn því. Það verða fjöl­miðlar með til­gang, stjórn­ar­and­staða með erindi, stjórn­ar­liðar með sjálfs­virð­ingu og almenn­ingur sem er ekki sama að gera.

Ein­ungis 17 pró­sent lands­manna treysta Alþingi. Það þarf að vinna sér inn traust með aðgerð­um. Í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórnar Bjarna Bene­dikts­sonar segir m.a.: „Unnið verður að því að byggja upp traust á grunn­stoðum sam­fé­lags­ins, meðal ann­ars Alþing­i[...]­Rík­is­stjórnin mun í öllum störfum sínum hafa í heiðri góða stjórn­ar­hætti og gagn­sæja stjórn­sýslu.“  Ótt­arr Proppé, einn for­ystu­manna rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sagði dag­inn fyrir kosn­ing­arnar í októ­ber að Björt fram­tíð leggi „áherslu á vöndum vinnu­brögð, breitt sam­ráð og bar­áttu gegn fúski og sér­hags­muna­gæslu.“

Þetta hljómar inn­an­tómt í ljósi þess að sá sem leiðir rík­is­stjórn­ina hefur tví­vegis verið upp­vís að því á örfáum dögum að leyna almenn­ing vís­vit­andi upp­lýs­ing­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None