Sísvangir græðgiskapítalistar svara Steingrími J.

Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs svarar grein Steingríms J. Sigfússonar um úttekt ráðsins á fasteignaumsvifum ríkisins.

Auglýsing

Stein­grímur J. Sig­fús­son birti aðsenda grein hér á Kjarn­anum í kjöl­far úttektar okkar í Við­skipta­ráði á umsvifum rík­is­ins á íslenskum fast­eigna­mark­aði. Þar leggjum við til að ríkið selji almennt skrif­stofu- og íbúð­ar­hús­næði í sinni eigu til að grynnka á skuldum og nýta slíkt hús­næði betur en raunin er í dag.

Það er ekki orðum ofaukið að segja að Stein­grímur sé lítt hrif­inn. Hann talar um „græðg­i­skap­ít­al­isma“ og telur fram­göngu Við­skipta­ráðs vera „and­fé­lags­lega, sið­lausa“. Stein­grímur spyr jafn­framt hvort ráðið trúi sjálft „þessu kjaftæði“ og svarar í kjöl­farið þeirri spurn­ingu neit­andi: til­gangur okkar með úttekt­inni sé að „finna sífellt nýja bit­haga og helst á kostnað skatt­greið­enda fyrir hið sís­vanga auð­magn.“

Það þjónar litlum til­gangi að bregð­ast við þessum stór­yrðum Stein­gríms. Í bland við þau koma hins vegar fram efn­is­legar rök­semdir sem vert er að fjalla um. Að mati Við­skipta­ráðs stand­ast umræddar rök­semdir ekki nán­ari skoðun og eftir stendur lítið annað en inn­stæðu­laus reiði­lest­ur.

Auglýsing

Nið­ur­greidd leiga í rík­is­hús­næði sparar ekki krónu

Í úttekt Við­skipta­ráðs kemur fram að stofn­anir greiða helm­ingi lægra leigu­verð fyrir skrif­stofur í eigu rík­is­sjóðs en tíðkast fyrir sam­bæri­legar eignir á almennum mark­aði. Um þetta segir Stein­grím­ur: „Við­skipta­ráði dettur ekki í hug að sú útkoma sýni einmitt að það sé hag­kvæmara að ríkið eigi sitt hús­næði sjálft? Nei, þar á bæ fara menn létt með að snúa þeirri rök­semd á haus.“

Skil­grein­ing Stein­gríms á hag­kvæmni er áhuga­verð. Sam­kvæmt henni væri hag­kvæm­ast fyrir rík­is­sjóð að leigja stofn­unum fast­eignir sínar án end­ur­gjalds, eða jafn­vel greiða þeim fyrir að starfa í hús­næði sínu. Raunin er hins vegar sú að fyrir hverja krónu sem stofn­anir „spara“ í leigu verður rík­is­sjóður af sömu krónu í leigu­tekj­ur. Til­færsla úr einum vasa rík­is­sjóðs í annan sparar nákvæm­lega enga fjár­muni og bein áhrif af lægri leigu því eng­in.

Óbeinu áhrifin af und­ir­verð­lagn­ing­unni eru hins vegar skað­leg. Ef stofn­anir greiða lægri leigu en tíðkast á almennum mark­aði minnkar hvati þeirra til að nýta hús­næði sitt sem best eða velja ódýr­ara hús­næði til að starfa í. Þá felst einnig dul­inn fjár­hags­stuðn­ingur í þessu fyr­ir­komu­lagi. Stofn­anir sem greiða leigu undir mark­aðsvirði njóta þannig fram­laga frá rík­is­sjóði sem ekki koma fram í rík­is­reikn­ing­um. Afleið­ingin er minna gagn­sæi og sóun á almanna­fé.

Sem dæmi má nefna skrif­stofur Toll­stjór­ans við Tryggva­götu. Hús­næðið er stað­sett á besta stað í mið­borg Reykja­víkur þar sem leigu­verð á fer­metra er með því hæsta á land­inu. Á sama tíma eru ýmsar rík­is­stofn­anir starf­ræktar í úthverfum borg­ar­innar þar sem leigu­verð eru mun lægri. Ef leigu­verð stofn­ana er það sama óháð stað­setn­ingu hefur stofnun í sömu stöðu og Toll­stjóri engan hvata til að flytja starf­semi sína í hag­kvæmara hús­næði. Leigu­verð Toll­stjóra til rík­is­ins liggur ekki fyr­ir, svo hér er um fræði­legt dæmi að ræða, en lágar með­alleigu­greiðslur fyrir eignir á vegum rík­is­ins sýna að umrædd áhrif eru víða til stað­ar. Afleið­ingin er hærri hús­næð­is­kostn­aður opin­berra stofn­ana en nauð­syn kref­ur. 

„Einka­væð­ing“ kirkna

Í pistli sínum víkur Stein­grímur sér­stak­lega að til­lögu Við­skipta­ráðs um sölu á kirkjum í eigu rík­is­sjóðs til þjóð­kirkj­unn­ar. Hann hrósar þar ráð­inu fyr­ir „hversu hreint og ómengað það setur fram sitt mark­aðsvæð­ing­ar-, græðgis- trú­boð“. Þrátt fyrir að við tökum hrósi almennt fagn­andi virð­ist Stein­grímur hafa mis­skilið til­lög­una hrapa­lega. Það er því rétt að afþakka gull­hamrana.

Við­skipta­ráð lagði til að um 20 kirkjur sem nú eru í eigu rík­is­sjóðs skyldu færðar til þjóð­kirkj­unn­ar. Ekki er gert ráð fyrir tekjum vegna til­færsl­unn­ar, en hún gæti átt sér stað fyrir litla eða enga fjár­muni gegn því að þjóð­kirkjan sjái um rekstur og við­hald þeirra í fram­tíð­inni. Hugs­unin er sú að trú­fé­lög starf­ræki sínar bygg­ingar sjálf, líkt og tíðkast nú þegar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Aldrei var því talað um „einka­væð­ingu sjálfr­ar Hóla­dóm­kirkju“, líkt og Stein­grímur full­yrð­ir. 

Sögu- og menn­ing­ar­leg verð­mæti þeirra kirkju­húsa sem um ræðir eru óum­deild. Við teljum hins vegar ekki sjálf­gefið að bygg­ing­arnar skuli vera í eigu rík­is­sjóðs. Sem dæmi eru hvorki Dóm­kirkjan í Reykja­vík né Hall­gríms­kirkja í eigu rík­is­sjóðs þrátt fyrir óum­deild verð­mæti þeirra í menn­ing­ar- og sögu­legu sam­hengi.

Að okkar mati er trú­fé­lögum fylli­lega treystandi til að fara með eign­ar­hald, rekstur og við­hald sinna safn­að­ar­húsa. Auk þess eru bygg­ingar sem náð hafa 100 ára aldri á Íslandi frið­að­ar. Sam­kvæmt lögum um menn­ing­arminjar er óheim­ilt að raska, spilla eða breyta slíkum bygg­ing­um, rífa þær eða flytja úr stað nema með leyfi Minja­stofn­un­ar. Til­færsla á eign­ar­haldi kirkn­anna til þjóð­kirkj­unnar myndi engu breyta um þá frið­un.

Eign­ar­halds­fé­lagið Fast­eign og Borgir á Akur­eyri

Í úttekt Við­skipta­ráðs leggjum við til að almennt skrif­stofu- og íbúð­ar­hús­næði í eigu rík­is­sjóðs verði selt einka­að­il­um. Þannig megi losa um fjár­muni til að greiða rík­is­skuldir og eyða þeim nei­kvæðu áhrifum sem þegar hefur verið lýst. Stein­grímur nefnir sögu eign­ar­halds­fé­lags­ins Fast­eignar og rann­sókn­ar­hússið Borgir á Akur­eyri sem dæmi um gagn­stæða nið­ur­stöðu, þ.e. að sölu rík­is­eigna fylgi auk­inn kostn­aður rík­is­ins - ekki sparn­að­ur. Bæði dæmi Stein­gríms eru hins vegar í grund­vall­ar­at­riðum frá­brugðin þeim hug­myndum sem Við­skipta­ráð lagði fram.

Eign­ar­halds­fé­lagið Fast­eign var nýtt til að taka yfir og byggja nýjar fast­eignir fyrir Reykja­nesbæ og tíu önnur sveit­ar­fé­lög. Fast­eigna­fé­lagið var að stórum hluta í eigu þeirra sveit­ar­fé­laga sem áttu aðild að því. Sveit­ar­fé­lögin seldu því ekki fast­eignir sínar til einka­að­ila heldur lögðu þær inn sem hlutafé í Eign­ar­halds­fé­lagið Fast­eign. Áhættan af eign­unum var því áfram borin af skatt­greið­end­um. Eins og þekkt er fór félag­ið, og sveit­ar­fé­lögin þar af leið­andi líka, illa í hrun­inu sökum erlendrar lán­töku Fast­eign­ar. Með þetta í huga er öfug­snúið að Stein­grímur nefni Fast­eign sem rök fyrir því að ekki eigi að selja opin­bert hús­næði. Félagið er einmitt gott dæmi um áhættu sem skatt­greið­endur eru látnir taka þegar opin­ber fast­eigna­rekstur er ann­ars veg­ar.

Borgir á Akur­eyri er dæmi um sér­hæft hús­næði – en ekki almennt hús­næði með fjöl­breytta notk­un­ar­mögu­leika. Í Borgum eru þannig, í bland við hefð­bundið skrif­stofu­rými, mjög sér­hæfð rými undir rann­sókn­ar­stofur og tengdan bún­að. Eins og kemur fram í úttekt Við­skipta­ráðs hentar slíkt hús­næði mis­vel til sölu. Við tökum því undir með Stein­grími um að ríkið ætti að stíga var­lega til jarðar þegar kemur að sölu og leigu­töku á slíku hús­næði.

Það má vafa­lítið finna dæmi um illa ígrund­aða leigu­samn­inga hins opin­bera við einka­að­ila. Að sama skapi þarf ekki að hugsa sig lengi um til að finna mislukk­aðar opin­berar fram­kvæmdir tengdar skrif­stofu­hús­næði. Tíma­setn­ing, aðhald og verk­lag geta vegið þyngra en rekstr­ar­form­ið. Umfjöllun Við­skipta­ráðs snýr fyrst og fremst að því að mörkuð verði sam­ræmd stefna í þessum efnum sem miðar að því að lág­marka sóun á almanna­fé. Að okkar mati væri sala á almennu skrif­stofu- og ­í­búð­ar­hús­næð­i hins opin­bera skyn­sam­leg­asti val­kost­ur­inn. 

Að lokum

Við­skipta­ráð hefur lít­inn áhuga á því að stefna Stein­grími fyrir meið­yrði eins og hann nefnir að ráð­inu sé guð­vel­kom­ið. Rök­ræða er hluti af heil­brigðri þjóð­fé­lags­um­ræðu og leiðir til upp­lýst­ari ákvarð­ana. Við söknum þess hins veg­ar að gagn­rýnin sé ­mál­efna­legri en raun ber vitni. Það er gömul rökvilla og ný að gera mót­að­ila sínum upp ann­ar­legar hvat­ir. Stað­reyndin er hins vegar sú, þótt Stein­grímur vilji vafa­laust telja sér trú um ann­að, að í þessum efnum deilum við sama mark­miði. Góð með­ferð opin­berra fjár­muna er allra hag­ur.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None