Við þurfum fleiri góðar fyrirmyndir

Hvernig getum við eignast fleiri alþjóðleg fyrirtæki sem verðandi leiðandi á sínu sviði? Nýsköpunar- og rannsóknarstarf er lykilatriði.

Auglýsing

Þau tíð­indi urðu á föstu­dag­inn síð­asta að gengi bréfa Mar­els fór yfir 300 og stóð það í 307 í lok dags. Verð­mið­inn á fyr­ir­tæk­inu var þá í 219 millj­örðum sem gerir það lang­sam­lega verð­mætasta félagið á skráðum hluta­bréfa­mark­aði hér á landi. Þar á eftir kemur Össur en það er nú 175 millj­arða virði, sé miðað við stöð­una eins og hún var við lokun mark­aða á föstu­dag. 

Nýj­ustu rekstr­ar­töl­urnar hjá Marel eru gleði­efni fyrir íslenskt við­skipta­líf þar sem þær stað­festa að félagið er að sækja fram á vaxta­mörk­uðum í Afr­íku, Asíu og Suð­ur­-Am­er­íku, auk þess sem starf­semin hefur verið að styrkj­ast í bæði Evr­ópu og Norð­ur­-Am­er­íku. Sölu­met var slegið hjá fyr­ir­tæk­inu á síð­ustu þremur mán­uðum síð­asta árs, þegar tekjur voru 295 millj­ónir evra, eða sem nemur um 38 millj­örðum króna. 

Sveiflur á hluta­bréfa­mörk­uðum segja ekki alla sög­una en það er engu að síður gleði­efni að hluta­bréfa­mark­að­ur­inn hafi byggst þannig upp eftir hrunið að þessi fyr­ir­tæki séu leið­andi.

Auglýsing

Hvers vegna að minn­ast á þessu tíð­indi nú? 

Það var einkum tvennt sem kom upp í hug­ann: 



1. Í fyrsta lagi finnst mér fullt til­efni til þess að líta á það sem fagn­að­ar­efni, nú tæpum ára­tug eftir ein­stakt hrun á fjár­mála og verða­bréfa­mörk­uð­um, þá séu það þessi flagg­skip íslenskrar nýsköp­unar og alþjóð­legs hluta hag­kerf­is­ins, sem eru verð­mæt­ustu félögin á mark­aði.

Það er gott fyrir Ísland að það sé þannig.

Það má líkja þessu við mik­il­vægar fyr­ir­mynd­ir, því þörfin á við­líka upp­bygg­ingu og átt hefur sér stað hjá Marel og Öss­uri á Íslandi er mik­il. Því miður eigum við Íslend­ingar ekki nógu mörg alþjóð­leg fyr­ir­tæki sem hafa náð djúpum teng­ingum við alþjóða­mark­aði og selt hug­vits­samar vörur og þjón­ustu, en á sama tíma haldið hjart­anu í starf­sem­inni á Íslandi. Og þau sem hafa náð miklum árangri, missa stundum tengslin við Ísland á end­anum eða verða undir í alþjóð­legri sam­keppn­i. 

Nefna má Act­a­vis sem dæmi um þetta. Störfin hjá því fyr­ir­tæki eru að miklu leyti að hverfa úr landi, og eign­ar­haldið er löngu far­ið.

Meiri­hluta­eig­endur Öss­urar eru danskir en líkt og í til­felli Mar­els þá eru höf­uð­stöðv­arnar á Íslandi.

Hjá Marel er eign­ar­haldið að lang­mestu leyti hjá Íslend­ing­um, höf­uð­stöðv­arnar eru í Garðabæ og grunn­inn sjálfan má rekja til Raun­vís­inda­stofn­unar Háskóla Íslands og íslensks sjáv­ar­út­vegs. Árið 1983 byrj­aði bolt­inn og rúlla og nú, 34 árum síð­ar, er Marel á grænni grein sem alþjóð­legur risi. Fyr­ir­tækið er eitt stærsta hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæki lands­ins og í heild starfa um 4.600 starfs­menn hjá fyr­ir­tæk­inu í 30 lönd­um.

Þetta er stór og mikil saga með mörgum köflum lít­illa sigra og mik­illa hind­r­ana sem þurfti að ryðja úr vegi.

2. En hvaðan kemur grunn­ur­inn? Hvernig byrja ævin­týr­in?

Þar bein­ast spjótin að háskóla- og nýsköp­un­ar­um­hverf­inu. Ég hef í nokkur skipti minnst á það í pistlum að und­an­förnu að mér finn­ist ekki nægi­lega mikið hlustað á neyð­aróp frá háskóla- og rann­sókn­ar­um­hverf­inu á Íslandi. Margar hag­tölur eru góðar - svo langt sem sá mæli­kvarði nær - og stjórn­mála­menn hafa stært sig af góðri efna­hags­legri stöðu. Á sama tíma sýna ýmsir mæli­kvarðar að við séum ekki á réttri leið. 

Til dæmis hefur mat á grunn­skóla­kerf­inu komið illa út í alþjóð­legum könn­unum (þó þær séu umdeild­ar), kenn­arar eru afar ósáttir við laun sína og starfs­um­hverfi, og rekt­orar háskóla í land­inu hafa ítrekað beint því til stjórn­valda að fjár­fram­lög til háskóla­stigs­ins á Íslandi séu alltof lág í alþjóð­legum sam­an­burð­i. 

Ef þessi staða verður með þessum hætti áfram þá mun keðjan sem á liggja frá rann­sókn­ar- og nýsköp­un­ar­starfi háskól­anna, til fjár­festa og þaðan út í atvinnu­líf­ið, ryðga og stífna. Hún þarf að vera vel smurð ef hag­kerfin eiga að finna fyrir ávinn­ingn­um. 

Það er líka sann­gjarnt að spyrja að því hvernig við ætlum að leggja grunn­inn að nýjum fyr­ir­tækjum sem eru eins og leið­tog­arnir Marel og Öss­ur. 

Vissu­lega hafa komið upp mörg fyr­ir­tæki, ekki síst í hug­bún­að­ar­geir­an­um, sem hafa náð miklum alþjóð­legum árangri og fleiri eru lík­leg til afreka. En það er samt áhyggju­efni ef það eru að koma fram fyr­ir­tæki á 20 til 30 ára fresti sem ná því að verða alþjóð­legir leið­togar á sínu sér­sviði. Betra væri að stytta tím­ann um helm­ing, til að halda í við aðrar fyr­ir­myndar þjóðir í þessum efn­um. 

Það má ekki mis­skilja mig í þessu: Það eru mörg frá­bær fyr­ir­tæki sem við eigum sem eru að gera góða hluti, og raunar alveg magn­aða í sumum til­vik­um. Mörg þeirra eru ennþá lítil á alþjóð­legan mæli­kvarða og hafa ekki hafið útrás á erlenda mark­aði fyrir alvöru. Önnur hafa hins vegar mikla mögu­leika, eins og áður sagði, og má nefna CCP, Tempo, Mentor og Meniga, og vita­skuld mun fleiri. 

Það má svo ekki gleyma því að rýna í stöð­una á hverjum tíma. Þó í fyrra hafi skap­ast um átta þús­und ný störf og atvinnu­leysi sé lít­ið, þá er ekki endi­lega víst að þessi störf hafa skap­ist á þeim stöðum í hag­kerf­inu sem við kjósum helst. Það er á sviði alþjóð­legs hluta hag­kerf­is­ins, einkum í tækni- og iðn­greinum ýmis kon­ar. Þar sem Marel og Össur hafa vaxið og dafn­að. 



Flest störfin urðu til í ferða­þjónstu og bygg­in­garðin­aði.

Von­andi mun rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­sonar fylgj­ast náið með því sem er að ger­ast í hag­kerf­inu og ekki draga of víð­tækar álykt­anir af því að erlendum ferða­mönnum sé að fjölga eins mikið og raun ber vitni. Það er gott og bless­að, en til lengdar ætti að vera kapps­mál að örva nýsköp­un­ar­starfið og reyna að búa til fleiri fyr­ir­myndir eins og Marel og Öss­ur. Hjá þeim liggur grunn­ur­inn í nýsköp­un­ar- og rann­sókn­ar­starfi sem að lokum - eftir mikla þol­in­mæði, klók­indi og stuðn­ing fjár­festa - leiddi til ævin­týra. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None