Auglýsing

Ráð­herra sam­göngu­mála hefur skipað starfs­hóp í ráðu­neyti sínu sem ætlað er að vinna að til­lögum um stór­tækar end­ur­bætur á vega­kerf­inu. Mjög umdeilt er að þessar end­ur­bætur á að fjár­magna með gjald­töku á þeim vegum sem liggja frá höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Hug­mynd ráð­herr­ans, Jóns Gunn­ars­son­ar, er sú að þeir sem noti sjaldan þessa vegi borgi ríf­legt verð í vega­tolla en þeir sem ferð­ist t.d. dag­lega mjög lágt verð.

Líkt og vana­lega hefur mik­ill hiti hlaupið í umræðu um þessi mál og hún fer að mestu fram í upp­hrópun­ar­stíl milli aðila sem hafa stillt sér upp í póli­tískar fylk­ing­ar. Þeir sem telj­ast til vinstri eru alfarið á móti vega­tollum og vilja að rík­is­sjóður borgi allar úrbætur á þjóð­veg­um, en þeir sem telj­ast til hægri eru fylgj­andi vega­tollum og finnst eðli­legt að not­endur vega greiði fyrir upp­bygg­ingu og við­hald þeirra.

Afstaða til vega­tolla er hins vegar ekki eitt­hvað sem hægt er að hólfa fólk niður í póli­tískar skot­grafir – skil­greindar af hinum klass­íska vinstri-hægri kvarða – vegna. Báðar hliðar ættu nefni­lega að geta fundið fleti á mál­inu sem ríma við þeirra hug­mynda­fræði.

Auglýsing

Upp­söfnuð þörf á þriðja tug millj­arðar

En af hverju erum við að ræða vega­tolla til að byrja með? Jú, vegna þess að íslenska vega­kerfið hefur verið látið sitja veru­lega á hak­anum á und­an­förnum árum. Ástand þjóð­vega er bein­línis farið að ógna öryggi okk­ar.

Sem dæmi má nefna að árið 2015 var fjár­­­­­fest­ing í vegum og brúm helm­ingi minni en hún var árið 1995. Vinstri stjórnin taldi að það væru ekki til pen­ingar til að fjár­festa í vega­kerf­inu og sú sem sat á síð­asta kjör­tíma­bili taldi ekki nauð­syn­legt að for­gangs­raða í slíkar fjár­fest­ar. Afleið­ingin er sú, sam­kvæmt úttekt Grein­ing­ar­deildar Arion banka frá því í fyrra, að upp­söfnuð þörf á fjár­fest­ingum í vega­kerf­inu sé yfir 23 millj­arðar króna vegna tíma­bils­ins 2011-2015. Í ljósi þess að of lítið var fjár­fest í fyrra líka má ætla að sú tala sé komin nær 30 millj­örðum króna nú.

Arion banki reikn­aði sína áætl­uðu upp­söfn­uðu fjár­fest­inga­þörf út frá fjölgun bif­reiða sem nota íslenska vega­kerf­ið. Það hefur enda varla farið fram hjá neinum að ferða­mönnum sem heim­sækja Ísland hefur fjölgað úr 500 þús­und í um tvær millj­ónir á örfáum árum. Not­endum vega­kerf­is­ins hefur fjölgað á sama hraða, enda flestir ferða­menn hingað komnir til að bera íslenska nátt­úru aug­um.

Sam­hliða þess­ari aukn­ingu ferða­manna hefur bíla­leigu­bílum fjölgað gíf­ur­lega. Árið 2005 voru rétt tæp­­lega 3.900 bíla­­leig­u­bílar skráðir á Íslandi. Á næstu tíu árum fimm­fald­að­ist hann. Í fyrra bætt­ist enn í þann fjölda. Þá eru ótal­inn allur sá fjöldi stærri fólks­­flutn­ings­bif­­reiða sem bæst hafa við íslenska bíla­­flot­ann vegna fjölg­unar ferða­­manna.

Sam­fé­lags­leg fjár­fest­ing­ar­tæki­færi fyrir líf­eyr­is­sjóði

Annar flötur er sá að einka­fram­kvæmd á vega­upp­bygg­ingu gæti búið til fjár­fest­inga­tæki­færi fyrir líf­eyr­is­sjóð­ina okkar sem hefðu raun­veru­legt sam­fé­lags­legt gildi. Lík­lega er varla hægt að finna fjár­fest­inga­tæki­færi sem henta sjóð­unum betur en inn­viða­fjár­fest­ingar á borð við vega­fram­kvæmdir þar sem inn­heimtir verði vega­toll­ar. Áhættan sem fylgir slíkri er lít­il, tekju­flæðið stöðugt og öruggt og þeir geta ávaxtað það fé sem við treystum þeim fyrir og notað það til að bæta lífs­gæðin á Íslandi. Sjóð­irnir gætu sam­hliða losað eitt­hvað af allt of umfangs­miklum stöðum sínum í skráðum félögum og dregið þar með veru­lega úr áhætt­unni sem fylgir þátt­töku á jafn grunnum hluta­bréfa­mark­aði og þeim íslenska.

Það sem skiptir mestu máli ef að feta á þessa leið er að passa upp á ferlið feli ekki í sér að þóknana­greiðslu­háðir milli­lið­ir, sem þjóna í raun engum öðrum til­gangi en að hækka verð­mið­ann á fjár­fest­ingum svo þeir geti haft eitt­hvað upp úr þeim, verði und­an­skild­ir. Semja mætti beint við líf­eyr­is­sjóð­ina um aðkomu þeirra að fjár­mögnum verk­efna, svo lengi sem að slíkt rúm­ast innan marka EES-­samn­ings­ins. Og svo þarf að sjálf­sögðu að vanda allan und­ir­bún­ing vel, til að kostn­að­ar­á­ætlun haldi.

Vega­tollar eru umhverf­is­mál

Í þriðja lagi er það umhverf­is­mál að auka álögur á notkun einka­bíla sem nota jarð­efna­elds­neyti. Sam­hliða auknum álögum á þá eykst þrýst­ingur á stjórn­völd að bjóða upp á aðr­ar, og umhverf­is­vænni, lausnir til að ferð­ast á milli staða. Má þar til að mynda nefna lest milli alþjóða­flug­vallar og höf­uð­borg­ar­svæðis og hraða upp­bygg­ingu Borg­ar­línu til að bæta almenn­ings­sam­göngur til muna. Því mætti einnig skoða upp­setn­ingu vega­tolla innan borg­ar­markanna.

Auk þess mætti nota inn­leið­ingu vega­tolla til að hraða raf­bíla­væð­ingu flot­ans. Í Nor­egi var t.d. farin sú leið að engin inn­flutn­ings­gjöld né virð­is­auka­skattur eru á raf­bíl­um, þeir mega keyra á for­gangsakrein­um, þurfa ekki að borga vega­tolla, borga hvergi í bíla­stæði og engin bif­reiða­gjöld. Þessir hvatar hafa gert það að verkum að raf­bílar eru orðnir vel á þriðja tug pró­sent allra bíla í Nor­egi. Stefna Norð­manna er að árið 2025 losi engir inn­fluttir bílar gróð­ur­húsa­loft­teg­und­ir.

Hér­lendis er reiknað með að raf­bílar verði um sex pró­sent flot­ans árið 2020 að óbreyttu. Það er allt of lítið og ljóst að við verðum að ná betri árangri en það ef Ísland ætlar að standa við skuld­bind­ingar sínar sam­kvæmt Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu.

Rík­is­sjóður getur ekki allt

Það má, og á, að ræða mjög ítar­lega þær hug­myndir Jóns Gunn­ars­son­ar, ráð­herra sam­göngu­mála, um hvort nota eigi vega­tolla til að fjár­magna vega­fram­kvæmdir og síðan við­hald þjóð­vega. En það verður að ræða þær mál­efna­lega, ekki í upp­hróp­un­um.

Eitt sem verður til að mynda að taka fullt til­lit til er stórnot­end­ur, t.d. þeir sem keyra á milli sveit­ar­fé­laga um þjóð­vegi á hverjum degi vegna vinnu. Fyrir þarf að liggja við­un­andi lausn sem tryggðir slíkum umtals­verðan afslátt af öllum toll­um.

Það verður líka að sam­ræma hug­mynd­ina við þá stefnu sem rík­is­stjórnin ætlar að móta í sam­bandi við hröðun á raf­bíla­væð­ingu lands­ins.

Síð­ast en ekki síst verður að ræða hana út frá þeim veru­leika sem blasir við okk­ur. Hann er þessi: Við höfum látið inn­viði almennt drabb­ast niður á und­an­förnum árum og ríkið hefur ekki getu til að laga þá alla með núver­andi skatt­stofn­um. Í skýrslu sem GAMMA gerði í fyrra kom fram að til þess að upp­­­söfnuð þörf í inn­­viða­fjár­­­fest­ingu nái eðli­­legum mark­miðum þarf að fjár­­­festa fyrir um 230 millj­­arða króna. Inn­viðir eru skil­greindir sem tvenns konar í skýrsl­unni: Ann­­ars vegar eru efna­hagsinn­viðir en til þeirra telj­­ast sam­­göng­u­­mann­­virki, flutn­ing­­ar, fram­­leiðsla og flutn­ingur orku og vatns og fjar­­skipta­inn­við­­ir. Hins vegar eru sam­­fé­lags­inn­viðir sem í fel­ast mennt­un, heil­brigði, rétt­­ar­­kerfi, menn­ingu og afþr­ey­ing­u.

Það virð­ist nokkuð góð sam­staða um það hér­lendis að auka ekki kostn­að­ar­þátt­töku almenn­ings vegna heil­brigð­is­þjón­ustu og mennta­kerf­is. Það virð­ist lít­ill sem eng­inn vilji til að einka­væða orku­fyr­ir­tæki eða orku­flutn­inga. Fjár­fest­ing í þessum innviðum mun því koma úr sam­eig­in­legum sjóðum okk­ar. 

Ef það er eitt­hvað af inn­við­unum sem við ættum að láta not­endur borga fyrir í auknum mæli þá eru það sam­göng­ur. Fyrir flest okkar fælist sparn­aður í því að vega­toll­ar, frekar en rík­is­sjóð­ur, verði not­aðir til að greiða fyrir vega­fram­kvæmd­ir. Og svig­rúm rík­is­sjóðs til að fjár­festa í heil­brigð­is- og mennta­kerf­inu myndi aukast til muna sam­hliða.

Ef það næst ekki sam­staða um þetta þá er auð­vitað alltaf hægt að reyna að sækja þá 22 millj­arða króna sem tekju­hæsta tíund lands­manna fékk í Leið­rétt­ingu, hækka veiði­gjöld á stór­út­gerð­ina eða hækka fjár­magnstekju­skatt og nota þá pen­inga til að þurrka að mestu upp upp­söfn­uðu fjár­fest­inga­þörf­ina í íslensku vega­kerfi. En það virð­ist vera mjög fjar­lægur veru­leiki á meðan að sú rík­is­stjórn sem nú situr er við völd.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None