Karlar þykja færari en konur

Katrín Ólafsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík, segir rannsóknir sýna að það sé undantekning ef karlar og konur eru metin með sama hætti af atvinnurekendum. Túlkun á mati á kynbundnum launamun verði að meta í því ljósi.

Auglýsing

Flest getum við verið sam­mála um að ef konur og karlar eru jafn­fær, þá ætti að öðru jöfnu að greiða þeim sam­bæri­leg laun og þau ættu að hafa jafna mögu­leika á þeim stöðu­hækk­unum sem þau sækj­ast eft­ir. En því miður er ver­öldin er ekki svona ein­föld. Án þess að við gerum okkur grein fyrir því, þá metum við færni karla og kvenna á mis­mun­andi hátt. Þetta kall­ast „unconci­ous bias“ sem hægt væri að þýða sem óaf­vit­andi for­dóm­ar. Af þessum sökum er nauð­syn­legt að horfa sér­stak­lega til kyns við launa­á­kvarð­anir og skipun í stöð­ur.

Almennt er erfitt að meta hvort við dæmum konur á annan hátt en karla, en það er hægt í til­raunaum­hverfi og á und­an­förnum árum hefur hver rann­sóknin á fætur annarri sýnt að kyn ræður miklu við mat á færni. Það er nefni­lega svo að karlar eru að jafn­aði metnir hæf­ari en kon­urn­ar, jafn­vel þótt ekk­ert sé til staðar sem styðji það álit. Þvert á móti er þess gætt í þessum rann­sóknum að ekki muni öðru en því að annar aðil­inn heitir kven­nafni og hinn karl­nafni. Í þessum rann­sóknum eru það bæði konur og karlar sem dæma konur harðar en karl­ana, svo þetta er ekki eitt­hvað sem konur geta kennt körlum um.

Fræg­asta dæmi þessa eru hæfn­is­próf­anir hjá sin­fón­íu­hljóm­sveit­um. Árið 1970 var hlutur kvenna í fimm fræg­ustu sin­fón­íu­hljóm­sveitum Banda­ríkj­anna ein­ungis 5%. Þá var ráðn­ing­ar­ferl­inu breytt í þá átt að áheyrn­arprufur fór fram á bak við tjald, svo dóm­arar sáu ekki kyn þess sem spil­aði. Við þessa ein­földu breyt­ingu juk­ust líkur á því að konur kæmust áfram í næstu umferð í ráðn­ing­ar­ferl­inu um 50%. Í dag er hlutur kvenna í þessum sin­fón­íu­hljóm­sveitum um fjórð­ungur (Gold­in and Rouse, 1997).

Auglýsing

Ein­hverjir gætu talið að þeir sem starfa í æðstu mennta­stofn­unum myndu ekki gera sig seka um mis­munun vegna kyn­ferð­is, en það er ekki svo. Í rann­sókn sem gerð var á umsóknum um starf í háskóla (Moss-Racusin og fl., 2012) áttu akademískir starfs­menn í vís­indum að gefa umsögn um umsókn nem­anda í starf aðstoð­ar­manns á rann­sókn­ar­stofu. Þeir sem mátu umsókn­irnar töldu karl­kyns umsækj­and­ann mun hæf­ari en kven­kyns umsækj­and­ann, jafn­vel þótt umsækj­endur væru í raun alveg eins fyrir utan kyn þeirra. Þátt­tak­endur voru líka til­búnir að greiða karl­kyns umsækj­endum hærri laun og að veita þeim meiri leið­bein­ingu (e. mentor­ing). Enn frem­ur kom í ljós að kyn þeirra sem mátu upp­lýs­ing­arnar skipti ekki máli, bæði konur og karlar mátu karl­inn betri en kon­una.

Í háskólaum­hverf­inu eru háskóla­kenn­arar meðal ann­ars dæmdir eft­ir kennslu­mati nem­enda, þar sem nem­endur lýsa reynslu sinni og gefa kenn­urum sínum ein­kunn. Sums staðar er slíkt mat eitt af því sem lagt er til grund­vallar við fram­gang í starfi. Erfitt er að meta hvort um er að ræða kynja­mun í kennslu­mati, en í fjar­námi í háskóla í Banda­ríkj­unum var gerð til­raun sem bendir til þess að kven­kyns kenn­arar séu dæmdir harðar af nem­endum en karl­kyns vinnu­fé­lagar þeirra.

Rann­sókn þessi var gerð meðal nem­enda í fjar­námi á sum­arönn. Einu tengsl nem­enda við kenn­ara voru í gegnum tölvu­póst og í gegnum kennslu­kerfi þar sem fram fóru umræður líkt og á sam­fé­lags­miðl­um. Nem­endum var skipt í fjóra hópa sem voru í umsjá tveggja aðstoð­ar­kenn­ara. Hlut­verk kennar­anna var að stýra umræðum í kennslu­kerf­inu og fara yfir verk­efni. Aðstoð­ar­kenn­ar­arnir tveir, karl og kona, höfðu víð­tækt sam­ráð um flest er við kom ­kennslu þeirra. Þeir kynntu sig fyrir nem­endum á sam­bæri­legan hátt sem sýndi mjög líkan bak­grunn. Þeir sinntu nem­endum sínum á sam­bæri­legan hátt og ein­kunna­gjöf fyrir alla hópana var sam­ræmd. 

Hvor kenn­ari hafði umsjón með tveimur hóp­um. Til­raunin fólst í því að tveimur hópum var sagt rétt til um hver væri kenn­ari þeirra, þ.e. einum hóp hjá karl­kyns kenn­ara og einum hjá kven­kyns kenn­ara. Hinum tveim­ur hóp­unum var sagt rangt til, þ.e. sá hópur sem hafði karl­kyns kenn­ara var sagt að kenn­ar­inn væri kven­kyns og öfugt með hinn hóp­inn. 

Í kennslu­mati að nám­skeiði loknu kom í ljós mark­tækur munur á ein­kunnum kennar­anna tveggja. Mark­tækur kynja­munur reynd­ist vera ef horft var út frá þeim kenn­ara sem nem­endur töldu sig hafa. Af 12 mæli­kvörðum í kennslu­mat­inu mæld­ist kven­kyns kenn­ar­inn lægri á sex þeirra. Aftur á móti ef horft var út frá því hvort það var raun­veru­lega karl eða kona sem kenndi hópn­um, þá var eng­inn kynja­mun­ur. Sami kenn­ari fékk þannig mis­mun­andi ein­kunn eftir því hvort nem­endur töldu hann kven­kyns eða karl­kyns. Sem dæmi má nefna að ef kenn­ari birti ein­kunnir eftir tvo daga sem karl­kyns kenn­ari fékk hann ein­kunn­ina 4,35 af fimm mögu­leg­um, en ef kenn­ari birti ein­kunnir eftir tvo daga sem kven­kyns kenn­ari var henni ein­ungis gefin ein­kunnin 3,55 af fimm mögu­leg­um. 

Í bók sinni Lean In segir höf­und­ur­inn Sheryl Sand­berg að því meiri vel­gengi sem karl­maður nýtur þeim mun betur líkar fólki við hann. Aftur á móti líki fólki síður við konur sem njóta vel­gengni. Hún vísar til rann­sóknar sem var gerð við banda­rískan háskóla árið 2003 af Frank Flynn og Cameron And­er­son. Þeir létu stúd­enta meta hæfni stjórn­anda út frá gefnum upp­lýs­ing­um. Allir fengu sömu upp­lýs­ing­ar, en helm­ing­ur­inn fékk þær með kven­nafn­inu Heidi og hinn helm­ing­ur­inn með karl­manns­nafn­inu Howard

Ekki var munur á hvernig þátt­tak­endur mátu hæfni Heidi og Howards. Á hinn bóg­inn lík­aði þeim ekki við Heidi en voru hrifin af Howard. Þau vildu hvorki vinna fyrir né ráða Heidi en öðru máli gilti um HowardTarje Gaustad og Ketil Raknes (2015) end­ur­tóku þessa rann­sókn á norskum háskóla­stúd­ent­um. Nöfn frum­kvöðl­anna í þeirri rann­sókn voru Hanna og Hans. Nem­endum lík­aði verr við Hönnu en Hans og töldu hana vera verri stjórn­anda þrátt fyrir að eini mun­ur­inn á þeim væri nafn­ið. Þá kom einnig fram að það var kynja­munur á áliti nem­end­anna. Lít­ill munur var á mati kvenna á Hönnu og Hans, en karl­menn voru mun nei­kvæð­ari gagn­vart Hönnu.

Þær rann­sóknir sem ég hef rætt hér eru allar erlendar rann­sóknir og því er rétt að spyrja hvort búast megi við því sama hér­lend­is. Ísland er jú efst á listum ríkja þar sem mest jafn­rétti rík­ir. Í rann­sókn Þor­láks Karls­son­ar, Mar­grétar Jóns­dóttur og Hólm­fríðar Vil­hjálms­dóttur (2007) var leit­ast við að svara spurn­ing­unni hvort körlum væru boðin hærri laun en konum að öðru óbreyttu. Einnig var kannað hvort mis­munun vegna kyn­ferðis kæmi líka fram í ráð­legg­ingum til kvenna og karla um hvaða laun þau ættu að fara fram á. Not­aðar voru paraðar starfs­um­sóknir sem voru alveg eins að und­an­skild­u kyni umsækj­enda. Þátt­tak­endur voru bæði starfs­menn fyr­ir­tækja og háskóla­nem­endur og til­viljun réði því hvort þátt­tak­andi fékk kven- eða karlum­sækj­anda til að ráða og hvort frænka eða frændi bað um ráð hjá við­kom­andi.

Rann­sóknin sýndi fram á að munur á launum var alltaf í sömu átt. Konum voru boðin lægri laun, talið var að þær myndu sætta sig við lægri laun og þeim var ráð­lagt að biðja um og sætta sig við lægri laun heldur en karl­ar. Kona fékk að með­al­tali 10-12% lægri laun en karl í öllum mæl­ing­um. Körlum voru boðin hærri laun en kon­um, óháð því hvort þátt­tak­andi var karl eða kona.

Hér hafa ein­göngu verið nefnd örfá dæmi, en rann­sóknir þessar eru fjöl­margar og und­an­tekn­ing ef nið­ur­staða þeirra sýnir að ekki sé munur á því hvernig konur og karlar eru met­in. Því er nauð­syn­legt að taka til­lit til þess að jafn­vel þótt við teljum okkur geta lagt hlut­lægt mat á færni karla og kvenna, þá benda rann­sóknir til þess að það sé ekki svo. Túlkun á mati á kyn­bundnum launa­mun verður því að meta í þessu ljósi og þegar skipað er í stöður jafnt hjá hinu opin­bera og á almennum mark­aði þarf að hafa í huga að lík­leg­ast erum við að meta karl­inn hæf­ari en hann er og kon­una minna hæfa en hún í raun­inni er. 

Greinin er að hluta byggð á rit­in­u ­Staða kvenna og karla á íslenskum vinnu­mark­aði: Stað­reyndir og staða þekk­ing­ar ­sem kom út í maí 2015.Höf­undur er lektor við við­skipta­deild Háskól­ans í Reykja­vík.

Heim­ild­ir:

Gold­in, C. og RouseC. (1997). Orchestrat­ing imparti­a­lityThe impact of blind auditions on female musici­ansNBER Work­ing Paper no. 5903. Sótt af htt­p://www.nber.org/papers/w5903.pdf

Moss-RacusinC.A., Dovi­dioJ.F., BrescollV.LGra­hamM.J. og Hand­elsmanJ. (2012). Sci­ence facultys subtle gender bia­ses favor male stu­dentsProceed­ings of the National Adacemy of Sci­ences of the United States of Amer­ica, vol. 109, no. 41.

Gaustad, T. og Raknes, K. (2015). Menn som ikke liker karri­er­ek­vinnerHovedresulta­ter fra en eksperimentell und­er­søkelse. Sótt af htt­p://www.tankesmi­ena­genda.no/wp-content/uploads/Tankesmi­en-A­genda-Rapport-­Menn-som-ikk­e-li­ker-karri­er­ek­vinn­er.pdf 

Katrín Ólafs­dóttir og Stein­unn Rögn­valds­dóttir (2015). Staða kvenna og karla á íslenskum vinnu­mark­aði: Stað­reyndir og staða þekk­ing­ar. Vel­ferð­ar­ráðu­neyt­ið. Sótt af https://www.vel­ferdarra­du­neyt­i.is/media/rit-og-­skyr­sl­ur-2015/Stada_karla_og_kvenna_29052015.pdf 

Sand­berg,  S. (2013). Lean inWomenwork and the will to leadNew York : Alfred AKnopf.

Þor­lákur Karls­son, Mar­grét Jóns­dóttir og Hólm­fríður Vil­hjálms­dóttir (2007). Kven­nafn lækkar laun­in: Til­raun á mögu­legum skýr­ingum á óút­skýrðum launa­muni karla og kvenna. Reykja­vík: Háskól­inn í Reykja­vík. Sótt af https://raf­hla­d­an.is/bitstr­eam/hand­le/10802/6597/Kvenna­nafn-la­ekk­ar-­laun­in_2007.pd­f?­sequence=1 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None