Bréfið frá Buffett – Horfum á björtu hliðarnar

Heimurinn er ekki eins slæmur og þú heldur.

Auglýsing

Hinn 25. febr­úar síð­ast­lið­inn birti War­ren Buf­fett, for­stjóri Berks­hire Hat­haway og einn auð­ug­asti maður heims, árlegt bréf sitt til hlut­hafa fyrir aðal­fund.

Buf­fett er ólíkur mörgum öðrum for­stjórum og for­ystu­mönnum í atvinnu­lífi í Banda­ríkj­unum að því leyti að hann ríg­heldur í gamlar hefðir og vill finna fyrir miklum aðhaldi frá hlut­höf­um, bæði stórum og litl­u­m. 

Í þessu bréfi leyfir hann sér að horfa yfir sviðið og meta hvernig landið ligg­ur, hvað sé handan við horn­ið. Frá árinu 1965 hefur félagið þar sem Buf­fett stýrir málum ein­ungis tvisvar skil­aði nei­kvæðri ávöxt­un. Á árinu 2001 (-6,2 pró­sent) og árið 2008 (-9,6 pró­sent). Öll hin árin er ávöxt­unin á dreifðu eigna­safni yfir­leitt langt umfram mark­að­inn og að með­al­tali er ávöxt­unin um 15 pró­sent á ári. 

Auglýsing

Horf­andi á stöðu mála héðan frá vest­ur­strönd Banda­ríkj­anna, mitt í nær for­dæma­lausum deilum á hinu póli­tíska sviði eftir kjör Don­alds Trumps, þá er ekki hægt annað en að vera bjart­sýnni á stöðu mála eftir þennan lest­ur. 

Buffett er enn í fullu fjöri, og leggur línurnar í Berkshire Hathaway, fimmta stærsta skráða félagi í Bandaríkjunum.

Í stórum dráttum segir Buf­fett þetta: 

- Við lifum á spenn­andi tímum þar sem miklir kraftar eru að koma úr píp­unum hjá mörgum af stærstu fyr­ir­tækjum Banda­ríkj­anna, og ekk­ert mun hindra það að þau muni leiða tækni­breyt­ingar kom­andi miss­era á heims­vís­u. 

- Buf­fett segir sveigj­an­leik­ann í banda­ríska hag­kerfi vera það sem mestu skipt­ir. Hag­töl­urnar sem nú blasa við í Banda­ríkj­unum hafi sjaldan verið betri, þegar kemur að atvinnu­leysi, sköpun nýrra starfa og hag­vexti. Hann sé ekki of mik­ill (1 til 2 pró­sent) en lík­legt sé að hann auk­ist tölu­vert.

- Buf­fett segir við hlut­haf­ana að hugsa til þess hvað hafi áunn­ist í heim­inum á und­an­förnum árum og ára­tug­um. Aldrei hafi fleiri fengið tæki­færi til betra lífs og mun færri búa við sára fátækt í heim­inum en áður. Raunar er árang­ur­inn þar með ólík­ind­um, og stelur ekki fyr­ir­sögn­un­um.

Það sem Buf­fett gerði hins vegar ekki í bréfi sínu: minn­ast á stjórn­mál­in.

Þetta bréf Buf­fetts er ágætis áminn­ing um það, að það er ekki gott að láta stjórn­mála­menn vera fyr­ir­mynd­irnar þessi miss­er­in. Ef eitt­hvað er þá eru þeir gjör­sam­lega að bregð­ast almenn­ingi með ömur­legri móral­skri rök­ræðu þar sem spilað er á lægstu hvatir í vin­sæld­ar­brölti. Marg­ít­rekuð della sem komið hefur frá Don­ald Trump, Nigel Farage í Frakk­landi og Le Pen í Frakk­landi - sem er svo leið­rétt jafn harðan með stað­reyndum - eru kannski skýr­ustu dæmin um óþarfa nei­kvæðni og ranga for­gangs­röð­un. En þau eru mun fleiri.

Það má líka nefna fleira sem fær mann til að efast um að horfa til stjórn­mála­manna þegar kemur að fyr­ir­mynd­um. Til dæmis í umhverf­is­mál­um, en þeir hafa ekki náð að leiða fram nægi­lega miklar breyt­ingar í þeim efn­um. Þetta á við um Ísland og útlönd.

Þeir sem eru raun­veru­lega að gera það sem máli skiptir eru frum­kvöðl­ar. Þeir munu stuðla að orku­skipt­um, alveg óháð því hvað stjórn­mála­menn­irnir eru að segja og hversu svifa­seinir þeir eru í sinni vinnu. Þrýst­ing­ur­inn til góðra breyt­ingar kemur þaðan en ekki frá stjórn­mála­stétt­inni.

Ef fólk vill horfa á björtu hlið­arnar þá þarf því miður að lækka niður í stjórn­mála­mönn­unum og leita ann­að. Þeir eru í of mörgum til­vikum að draga upp aðra og verri mynd af heim­inum en þörf er á. Hinn 86 ára gamli Buf­fett - sem þegar er að byrj­aður að gefa frá sér nær allar eignir sínar í góð­gerð­ar- og rann­sókn­ar­starf eins og hann hefur opin­berað - er gott dæmi um mann sem horfir yfir­leitt á björtu hlið­arnar og lætur gott af sér leiða.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None