Að sjá veisluna!

Steingrímur J. Sigfússon segir að hagkerfið íslenska sé komið af grænu ljósi yfir á gult og gangi hratt á tímann sem er til staðar til skynsamlegra viðbragða.

Auglýsing

Krefj­andi aðstæður blasa nú við í hag­stjórn í land­inu. Þró­unin hefur vissu­lega verið okkur Íslend­ingum ánægju­lega hag­felld um flest und­an­farin ár, en nú þurfum við að gæta að okk­ur. Við erum á sjö­unda ári hag­vaxtar í röð. Tvö und­an­gengin ár hafa farið saman mik­ill bati á við­skipta­kjörum og ævin­týra­legur vöxtur ferða­þjón­ust­unn­ar. Nú bæt­ist einnig við inn­streymi vegna auk­inna erlendra fjár­fest­inga í hag­kerf­inu. Þannig hafa t.d. erlendir aðilar aukið hlut sinn í Kaup­höll­inni um eina sautján millj­arða frá ára­mót­u­m. 

Svo mikið er þetta gjald­eyr­is­inn­streymi að þrátt fyrir 100 millj­arða halla á vöru­skipta­jöfn­uði á síð­asta ári er ágætur afgangur af við­skiptum við útlönd í heild.

Þá kunna ein­hverjir að spyrja: Er þá ekki allt í þessu fína lagi? Er nokkur ástæða til að hafa áhyggjur af nokkrum sköp­uðum hlut? Er ekki bara um að gera að sjá veisl­una, eins og einu sinni var sagt?

Auglýsing

Það er nú það. Ef sagan hefur kennt okkur Íslend­ingum eitt­hvað, eða ætti að hafa gert, er það að reyna að sjá tím­an­lega fyrir og áður en það er orðið of seint að grípa í taumana ef ójafn­vægi er að hlað­ast upp í hag­kerf­inu.

Rík­is­fjár­málum hefur verið beitt þannig nú þrjú ár í röð að þau vinna gegn stöð­ug­leika og auka þenslu. Árin 2015 og 2016 fyrst og fremst á tekju­hlið, þ.e. ríkið hefur dregið þannig úr tekju­öflun sinni að það hefur aukið á slak­ann. Árið 2017, árið í ár, er slak­inn að nokkru leyti einnig á útgjalda­hlið­inni. Sam­an­lagt nemur þessi slaki eða slökun um 2 ½% af vergri lands­fram­leiðslu ef það er skoðað á mæli­kvarða hag­sveiflu­leið­rétts frum­jöfn­uð­ar. Ekki bein­línis skyn­sam­leg hag­stjórn það og minnir ónota­lega á mis­tök áranna fyrir Hrun..

Gengi íslensku krón­unnar hefur sl. tvö ár hækkað um u.þ.b. 35% gagn­vart sterl­ingspundi og yfir 20% gagn­vart evru og lang­leið­ina það gagn­vart doll­ar. Á sama tíma hafa launa­hækk­anir verið umtals­verðar og vextir eru hér ein­hverjir þeir hæstu á byggðu bóli. Rekstr­ar­um­hverfi útflutn­ings­greina er því ger­breytt. Haldi þessi þróun áfram mun hún hafa mikil ruðn­ings­á­hrif.

Minni og með­al­stór sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki, minni ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki, ekki síst þau á lands­byggð­inni, með árs­tíða­bund­inn rekst­ur, sprota-, tækni og þekk­ing­ar­fyr­ir­tæki, þau sem þá ekki bregð­ast við ástand­inu með fót­unum og fara úr landi, sjá á einum tveimur árum tug­pró­senta gjá mynd­ast milli tekna í erlendri mynt og útgjalda í krón­um.

Almenn­ingur borgar brús­ann að lokum

Alvar­leg­ast er þó auð­vitað ef ójafn­vægi hleðst upp í hag­kerf­inu sem á end­anum leið­rétt­ist harka­lega á kostnað almenn­ings og almennra lífs­kjara í land­inu. Þar liggja skyldur stjórn­valda umfram allt ann­að, að fljóta ekki áfram sof­andi eins og svo oft áður við að ein­hverju leyti sam­bæri­legar aðstæður þar til almenn­ingur fær að lokum harka­legan skell. 

Styrk­ing geng­is­ins und­an­farin miss­eri var eðli­leg og jákvæð afleið­ing und­ir­liggj­andi aðstæðna í hag­kerf­inu. Áhrifin eru jákvæð hvað snertir lífs­kjör og verð­lag. En því miður kennir sagan okkur að þar getur komið að það verði full mikið eða of mikið af hinu góða. Jafn skað­legt og snöggt fall geng­is­ins er fyrir verð­lags- og kaup­mátt­ar­þróun getur yfir­skot í hina átt­ina fljótt hlaðið upp ójafn­vægi sem fyrr eða síðar fær útrás, leið­rétt­ist eins og stundum er sagt, með harka­legum hætti og á kostnað almenn­ings. Birt­ing­ar­mynd­in framan af ­getur falist í lak­ari kjörum og töp­uðum störfum í útflutn­ings og sam­keppn­is­greinum en að lokum í geng­is­falli með alþekktum nei­kvæðum afleið­ing­um.

Það er því mik­ill mis­skiln­ingur að áhyggjur af þess­ari stöðu snúi ein­göngu að útflutn­ings­fyr­ir­tækjum og þeirri lífs­nauð­syn­legu verð­mæta­sköpun sem þau standa vissu­lega fyrir í þágu þjóð­ar­bús­ins. Þannig er það a.m.k. ekki hvað und­ir­rit­aðan varð­ar. Það er hin dýr­keypta reynsla okkar sem sam­fé­lags, sem þjóð­ar, sem ég hef því mið­ur­ allt of oft upp­lifað á löngum ferli í stjórn­mál­um, sem kennir að þol­and­inn af óstöð­ug­leika og óhömdum sveiflum í báðar átt­ir, er alltaf almenn­ingur að lok­um.

Á gulu ljósi

Og þessar sveiflur eru ekk­ert nátt­úru­lög­mál og sjálf­stæður lít­ill gjald­mið­ill er engin afsökun fyrir því að takast ekki á við þær. Röng beit­ing rík­is­fjár­mála eins og að und­an­förn­u þannig að það auki á hag­stjórn­ar­vand­ann í stað þess að dempa hann er mann­anna verk. Drifin áfram af hægri-græðg­is­hyggju hug­mynda­fræði nú sem fyrr. það er ein­fald­lega mik­il­væg­ara og kemur fyrst hjá hægri öfl­unum að þjóna kredd­unni, lækka skatta, og hitt mætir afgangi að vinna gegn því að óstöð­ug­leiki hlað­ist upp í hag­kerf­inu og tryggja þannig lang­tíma hags­muni almenn­ings. Brýn og upp­söfnuð þörf fyrir fjár­fest­ingu í innviðum og vel­ferð mætir líka afgangi þegar kemur að kredd­unni, sbr. fjár­mála­stefnu og nýfram­komna fjár­mála­á­ætlun hægri stjórn­ar­inn­ar. Að mínu mati er hag­kerfið íslenska komið af grænu ljósi yfir á gult og gengur hratt á tím­ann sem við höfum til skyn­sam­legra við­bragða.

Höf­undur er þing­maður Vinstri grænna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None