Framtíðin er framundan

Ungt fólk er í áhættuhópi vegna andlegra veikinda.

Auglýsing

Á síð­ustu miss­erum hefur átt sér stað tíma­bær og þörf vit­und­ar­vakn­ing í sam­fé­lag­inu um geð­heil­brigð­is­mál. Fyrir vikið erum við nú með­vit­aðri um alvar­leika geð­rænna vanda­mála. Í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar kemur fram að auka skuli aðgengi að geð­heil­brigð­is­þjón­ustu, meðal ann­ars með sál­fræði­þjón­ustu á heilsu­gæslu og í fram­halds­skól­um. Það er fagn­að­ar­efni að efla eigi sál­fræði­þjón­ustu þar, en þörfin er ekki síður brýn í háskólum lands­ins.

Ungt fólk í áhættu­hópi

Almenn sál­fræði­þjón­usta er ekki nið­ur­greidd í gegnum Sjúkra­trygg­ingar Íslands líkt og önnur heil­brigð­is­þjón­usta. Ungt fólk eldra en 18 ára á ekki margra kosta völ þegar kemur að því að sækja sér þjón­ustu vegna and­legra veik­inda, þar sem ein­stak­lingar eldri en 18 ára eiga ekki rétt á sömu nið­ur­greiðslu og þeir sem yngri eru. Aldurs­hóp­ur­inn 18-25 ára er sá ald­urs­hópur sem er í hvað mestri hættu þegar kemur að and­legum veik­ind­um. Sam­kvæmt evr­ópskri heilsu­fars­rann­sókn frá árinu 2015 mæld­ust fleiri ungar konur á þeim aldri með þung­lynd­is­ein­kenni á Íslandi en í nokkru öðru Evr­ópu­ríki, en hér­lendis mælist um fimmta hver kona á þeim aldri með þung­lynd­is­ein­kenni. Þá er algeng­asta dán­ar­or­sök íslenskra karl­manna á aldr­inum 18-25 ára sjálfs­víg, en árlega deyja um sex ungir menn á þeim aldri.

Þess vegna er sér­stak­lega mik­il­vægt að efla sál­fræði­þjón­ustu í háskólum lands­ins, þar sem algeng­asti ald­urs­hópur háskóla­nema er á bil­inu 18 til 25 ára. Í ljósi þess að til stendur að stytta skóla­göngu fram­halds­skóla­nema mun ein­ungis fjölga í þessum ald­urs­hópi innan háskól­ans. Við Háskóla Íslands stunda allt í allt 12.428 ein­stak­lingar nám. Við skól­ann starfar einn sál­fræð­ingur í hálfu stöðu­gildi. Að því sögðu má nefna að við­mið sam­taka banda­rískra skóla­sál­fræð­inga (NA­SP) gera ráð fyrir að ekki fleiri en 1.000 nem­endur standi að baki hverjum skóla­sál­fræð­ingi. Sé hlut­verk skóla­sál­fræð­ings ekki ein­ungis að greina og veita ráð­gjöf, heldur einnig veita við­eig­andi með­ferð, þá er mælt með að 500-700 nem­endur standi að baki hverjum skóla­sál­fræð­ingi.

Auglýsing

Fjár­fest­ing til fram­tíðar

Svo virð­ist fjöldi fólks neiti sér um sál­fræði­þjón­ustu af fjár­hags­á­stæð­um, en sam­kvæmt upp­lýs­ingum Hag­stofu telja um 33% fólks sig ekki eiga efni á geð­heil­brigð­is­þjón­ustu. Þetta á sér­stak­lega við um ungt og tekju­lágt fólk. Að öllu óbreyttu þykir algeng­ast að ein­stak­lingur með kvíða og þung­lyndi þurfi að gera ráð fyrir 10-15 með­ferð­ar­tímum hjá sál­fræð­ingi hið minnsta. Bein útgjöld vegna slíkrar með­ferðar eru á bil­inu 120.000-220.000 krón­ur. Til sam­an­burðar er síð­ar­nefnda upp­hæðin um 30% af þeirri upp­hæð sem LÍN lánar ein­stak­lingi í leigu­hús­næði að hámarki í fram­færslu hverja önn. Þess vegna er ljóst að það reyn­ist ungu náms­fólki ómögu­legt að leita sér aðstoðar sál­fræð­ings miðað við þær upp­hæðir sem það hefur á milli hand­anna hverju sinni.

Rekja má brott­hvarf íslenskra háskóla­nema að miklu leyti til slæmrar geð­heilsu. Það felur í sér umtals­verðan sam­fé­lags­legan kostnað þegar ungt fólk hverfur frá námi, auk þess sem þeir verða af tæki­fær­inu til að mennta sig eins og hugur þeirra stendur til. Fjár­munum er, sem stend­ur, ekki for­gangs­raðað rétt til að bregð­ast við vand­an­um. Fjöldi ein­stak­linga þarf að neita sér um þessa lífs­nauð­syn­lega þjón­ustu. Það leiðir til umfangs­meiri vanda­mála og kostn­að­ar­meiri úrræða til að bregð­ast við þeim vanda­mál­um. Lyfja­kostn­aður vegna and­legra vanda­mála er að miklu leyti nið­ur­greidd­ur, en mikill skortur hefur verið á öðrum úrræðum en lyfja­með­ferð við þung­lyndi og kvíða. Til hlið­sjónar ber að nefna að 46.266 ein­stak­lingar leystu út þung­lynd­is­lyf á Íslandi árið 2016, sem er um 22% aukn­ing frá árinu 2012. Þá er stærsti hluti örorku­bóta greiddur vegna geð­rænna veik­inda fólks.

Með auk­inni áherslu á geð­heil­brigð­is­mál í heil­brigð­is­kerf­inu tæk­ist okkur þó fyrst og fremst að bjarga manns­líf­um, en það eitt og sér ætti að vera rík ástæða til þess að grípa til aðgerða. Það er undir okkur komið að rétta þeim hjálp­ar­hönd sem þurfa á því að halda. Fram­tíðin er framund­an, líf fólks er í húfi.

Höf­undur er vara­þing­maður Við­reisnar og situr í Stúd­enta­ráði Háskóla Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None