Auglýsing

Á fundi efna­hags- og við­skipta­nefndar nýverið kom skýrt fram í máli starfs­manna Fjár­mála­eft­ir­lits­ins að ólík­legt sé að almenn­ingur muni fá upp­lýs­ingar um hverjir standi að baki þeim vog­un­ar- og fjár­fest­ing­ar­sjóðum sem brátt verða meiri­hluta­eig­endur í Arion banka. Þótt sjóð­irnir upp­lýsi Fjár­mála­eft­ir­litið um end­an­lega eig­endur sína myndu þær upp­lýs­ingar falla undir trún­að­ar­skyldu þess og því gæti eft­ir­litið ekki miðlað þeim áfram til almenn­ings. Svör eft­ir­lits­ins við eðli­legum og rétt­mætum spurn­ingum fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um sama mál virð­ast fela í sér sömu nið­ur­stöðu.

Það er svo sem ekk­ert nýtt að leynd ríki yfir því hverjir séu end­an­legir eig­endur sjóða sem hagn­ast mjög á íslensku sam­fé­lagi. Fjöl­margir sjóðir sem stýrt er af íslenskum sjóð­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækjum eru á meðal stærstu eig­enda skráðra félaga í Kaup­höll lands­ins. Til að mynda er Stefn­ir-ÍS 15, sem stýrt er að stærsta sjóð­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæki lands­ins Stefni, eig­andi að 9,04 pró­sent hlut í Icelanda­ir, 5,64 pró­sent hlut í Sím­an­um, 6,32 pró­sent hlut í Sjó­vá, 8,04 pró­sent hlut í Trygg­inga­mið­stöð­inni, 6,31 pró­sent í Reg­inn, 8.91 pró­sent í Högum og æa stóran hlut í Mar­el. Heild­ar­stærð sjóðs­ins er 37,8 millj­arðar króna. Eig­endur eru ókunn­ir.

Stefnir rekur líka fram­taks­sjóði. Á meðal þeirra eru SÍA II, sem fjár­fest hefur í Skelj­ungi, Verne Global, Festi og Kynn­is­ferð­um, og SÍA III, sem fjár­festir í hlutafé óskráðra fyr­ir­tækja. Alls er Stefnir með yfir 400 millj­arða króna í stýr­ingu. Þótt vitað sé að íslenskir líf­eyr­is­sjóðir og trygg­inga­fé­lög séu stórir fjár­festar í þessum sjóð­um, þá eiga fullt af ein­stak­lingum líka hlut­deild í þeim. Hverjir það eru er ekki gefið upp opin­ber­lega.

Stefnir er bara eitt af mörgum sjóð­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækjum hér­lendis sem hýsa sjóði sem ónafn­greindir aðilar hafa sett pen­inga í. Lands­bank­inn á Lands­bréf og Íslands­banki á Íslands­sjóði. Kvika á Júpiter. Auk þess eru til fyr­ir­tæki eins og Virð­ing, GAMMA, Íslensk Verð­bréf, Akta sjóð­ir, Alda sjóðir og Summa sem öll reka verð­bréfa­sjóði.

Leynd yfir fjár­fest­ing­ar­leið og aflands­fé­lögum

Það er leynd yfir ýmsu öðru sem snertir fjár­magns­eig­endur en bara um fjár­fest­ingar þeirra í íslenskum sjóð­um. Seðla­banki Íslands vill til að mynda ekki birta upp­lýs­ingar um hverjir þeir 794 inn­lendu aðilar sem komu með pen­inga inn í íslenskt hag­kerfi í gegnum fjár­fest­ing­ar­leið­ina eru. Pen­ingar þeirra námu 35 pró­­sent þeirrar fjár­­hæðar sem alls komu inn í landið með þess­­ari leið, en hún tryggði um 20 pró­­sent afslátt á eignum sem keyptar voru fyrir pen­ing­anna á Íslandi. Alls fengu þessir aðilar 72 millj­­arða króna fyrir þann gjald­eyri sem þeir skiptu í íslenskar krónur sam­­kvæmt skil­­málum útboða fjár­­­fest­ing­­ar­­leið­­ar­inn­­ar. Afslátt­­ur­inn, eða virð­is­aukn­ing­in, sem þeir fengu með þessu umfram það ef þeir hefðu skipt gjald­eyr­inum á skráðu gengi Seðla­­bank­ans er um 17 millj­­arðar króna. Um þetta ríkir trún­að­ur.

Auglýsing

Starfs­hópur á vegum hins opin­bera hefur birt skýrslu um afland­svæð­ingu íslenskra eigna. Þeim fylgdi, sam­kvæmt skýrslu hóps­ins, umtals­verð und­an­skot fjár­muna á erlenda leyni­reikn­inga. Fjár­muna sem urðu til í íslensku sam­fé­lagi. Alls hafa 1.629 skil­greind aflands­fé­lög fengið íslenska kenni­tölu vegna banka- og hluta­bréfa­við­skipta. Til­gang­ur­inn með þeim var annað hvort „skatta­legt hag­ræði“ eða sá að leyna eignum fyrir t.d. kröfu­höfum sem áttu rétt­mæta og lög­lega kröfu á þessar eign­ir. Áætlað tekju­tap hins opin­bera á árunum 2006 til 2014 vegna þessa nemur lík­lega um 56 millj­örðum króna. Á hverju ári gæti tapið vegna van­tal­inna skatta verið á bil­inu 4,6 til 15,5 millj­arðar króna.

Erfitt er að áætla tap kröfu­hafa þess­ara aðila sem hafa ekki fengið sitt greitt. Það hleypur þó án efa á millj­örð­um. Þrátt fyrir að hið opin­bera sé í ein­hverjum til­vikum með upp­lýs­ingar um hverjir séu þarna á ferð­inni, og hver ætluð brot þeirra séu, þá ríkir leynd yfir því. Réttur þeirra sem brutu lög og stungu undan fé til leyndar er rík­ari en réttur almenn­ings til upp­lýs­ing­ar.

Leyndin sem ríkti um „Lunda­flétt­una“

Fyrir viku síðan var opin­berað að stjórn­völd, eft­ir­lits­að­il­ar, almenn­ing­ur, fjöl­miðlar og meira að segja Finnur Ing­ólfs­son voru blekkt af Kaup­þingi og Ólafi Ólafs­syni í fléttu þess hóps til að kom­ast yfir við­skipta­banka og láns­hæfi án þess að leggja fram eina pen­inga til þess. Í opin­ber­un­inni, sem tók rúm 14 ár að fá fram sökum þess að valda­hópar í sam­fé­lag­inu, með djúp tengsl í þá stjórn­mála­flokka sem hér hafa oft­ast ráðið flestu, komu í veg fyrir það.

Þar sem áhrifum þeirra sleppti tóku lög­menn og almanna­tenglar sem eru falir út fyrir öll sið­ferð­is­mörk við og spunnu varn­ar­vefi fyrir ger­endur máls­ins. Síð­ast í des­em­ber sendi almanna­tengsla­fyr­ir­tæki til­kynn­ingu frá lög­manni Ólafs Ólafs­sonar og Guð­mundar Hjalta­sonar þar sem sagði að allt í kringum rann­­sókn­­ar­­ferlið á aðkomu þýska bank­ans Hauck & Auf­häuser að kaupum S-hóps­ins á hlut í Bún­­að­­ar­­bank­­anum á sínum tíma sé „und­­ar­­legt, for­­dæma­­laust og byggt á órök­studdum dylgj­u­m.“ Í kjöl­farið voru Ólaf­ur, Guð­mundur og lyk­il­stjórn­endur Kaup­þings skikk­aðir til að mæta fyrir hér­aðs­dóm og gefa skýrslu. Þar lugu þeir all­ir.

Í skýrsl­unni sem birt var á mið­viku­dag í síð­ustu viku er sýnt fram á það með óhrekj­an­legum gögnum að þessi hópur svindl­aði og blekkti til að kom­ast yfir Bún­að­ar­bank­ann, sem síðar var rennt saman við Kaup­þing og búið til skrímsli sem olli gríð­ar­legri eyði­legg­ingu í íslensku sam­fé­lagi. Á bak við flétt­una, sem kennd var við lunda, lágu bak­samn­ingar sem færðu Ólafi og fleirum tengdum Kaup­þingi yfir ell­efu millj­arða króna á núvirði og eitt stykki banka til að leika sér með, og eftir atvikum tæma. Ágóð­inn var fal­inn í aflands­fé­lögum og nýtt­ist ugg­laust vel eftir hrunið til kaupa eignir á Íslandi á bruna­út­sölu.

Í þessu ferli brugð­ust stjórn­völd og eft­ir­lits­stofn­an­ir, sem falið var að sjá til þess að almanna­eignir yrðu seldar með skap­legum hætti, algjör­lega. Það lá í raun fyrir nán­ast við und­ir­skrift að svo hefði ver­ið. En í stað þess að vinda ofan af eigin mis­tök­um, og taka undir kröfu um að upp­lýst yrði um mál­ið, þá var reynt út í hið óend­an­lega að koma í veg fyrir að málið yrði rann­sakað almenni­lega og sann­leik­ur­inn myndi koma í ljós.

Leynd um kaup­endur Arion banka

Nú eru erlendir vog­un­ar­sjóðir og Gold­man Sachs að kaupa meiri­hluta í íslenskum banka. Það veit eng­inn hver stendur end­an­lega á bak við þessa fjár­fest­ingu. Eina sem við vitum er að sjóð­irnir keyptu Arion banka af félagi sem þeir eiga að mestu sjálf­ir.

Það má segja að skýrslan um Hauck & Auf­häuser hafi ekki getað komið á betri tíma. Hún er skýr áminn­ing um hvernig á ekki að gera hlut­ina, á sama tíma og við erum að gera hlut­ina á nákvæm­lega þann hátt enn einu sinni. Meira að segja Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn, þekktur varð­hundur auð­valds­ins og hins kap­ít­al­íska kerf­is, segir við íslensk stjórn­völd að þau eigi fyrst og síð­ast að horfa á gæði eig­enda þegar bankar verða seld­ir, ekki verð né hraða. Þessi skila­boð má þýða á þennan hátt: Ekki selja vog­un­ar­sjóðum og Gold­man Sachs, sem er aldrei að fara að kaupa þennan hlut á eigin reikn­ing til langs tíma, ráð­andi hlut í kerf­is­lega mik­il­vægri fjár­mála­stofn­un. Bara ekki gera það.

Hinn heilagi réttur til að græða í leyni

Það er nán­ast ekk­ert traust milli almenn­ings og stofn­ana á Íslandi. Fæstir treysta banka­kerf­inu (14 pró­sent), næst fæstir Fjár­mála­eft­ir­lit­inu (19 pró­sent) og skammt þar fyrir ofan er Alþingi (22 pró­sent). Samt eru tvær þess­ara stofn­anna að bixa með að selja þá þriðju (kerfi sem var end­ur­reist með handafli rík­is­ins) án þess að nokkur almenni­leg stefnu­mótum eða umræða hafi farið fram um hvers konar banka­kerfi við þurfum eða vilj­um. Eina stefnan er sú að aðrir en ríkið eigi að eiga banka. Setja þurfi almennar leik­reglur og láta svo mark­að­inn sjá um mál­ið. En við reyndum það einu sinni. Það skil­aði okkur neyð­ar­lögum, geng­is­hruni, fjár­magns­höft­um, atvinnu­leysi, kaup­mátt­arrýrn­un, ára­löngu ósætti og for­dæma­lausum efna­hags­glæp­um. Og í lok þess leiks þurfti ríkið að grípa bank­ana vegna þess að mark­að­ur­inn hafði ekki ráðið við verk­efn­ið.  

Algjör for­senda þess að traust skap­ist aftur er að stjórn­mála­menn, stjórn­völd, eft­ir­lits­stofn­anir og allir aðrir sem koma að ferlum eins og þeim að móta sölu á kerf­is­lega mik­il­vægum banka hafi allt uppi á borð­um. Að full­komið gagn­sæi ríki. Þótt það hafi skap­ast hefð fyrir því að ríkt fólk fái að njóta nafn­leyndar í gegnum hann­aðar fléttur eða mann­gerð kerfi fjár­mála­lífs­ins, þá er það ekki eitt­hvað óbreyt­an­legt lög­mál.

Spurn­ing­arnar sem varð­menn þessa kerfis þurfa að svara er þessi: Af hverju má eng­inn vita hverjir það eru sem eru að græða svona ógur­lega mikla pen­inga? Er það feimn­is­mál að hagn­ast á fjár­fest­ing­um? Og er frelsi þessa fámenna hóps til að hagn­ast í leynd rík­ara en frelsi almenn­ings til að vita hvað sé að ger­ast í sam­fé­lag­inu?

Eða er það heil­agur réttur að fá að græða pen­inga án þess að nokkur annar fái að vita af því? Er rétt­ur­inn til að fela pen­inga í aflands­fé­lög­um, að nýta sér „al­þjóð­legt skatta­legt hag­ræði“ til að kom­ast hjá greiðslum til sam­fé­laga sem skapa auð­inn og rétt­ur­inn til að fela aðild sína að við­skiptum ofar öllum öðrum rétti?

Íslenskt sam­fé­lags stendur frammi fyrir þessum spurn­ing­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None