Heimatilbúin vandamál

Hagvöxtur mældist 7,2 prósent í fyrra og það er mikil vöntun á vinnuafli. Samt eru uppi alvarleg vandamál sem verður að bregðast hratt við.

Auglýsing

Ísland er „vel­meg­un­ar­bubbla“ með fá vanda­mál sam­an­borið við flest lönd, og þar er hinn vest­ræni heimur með­tal­inn. Þetta er eitt af því sem maður kemst að þegar maður býr erlend­is. Ísland þarf ekki að glíma við erf­ið­leika sem fylgja þéttum borg­ar­svæðum þar sem ekk­ert má útaf bregða í skipu­lagi hvers dags. Almenn­ings­sam­göngur þurfa að ganga smurt, umferð­ar­skipu­lag og svo fram­veg­is. Skóla­starf getur verið flókið í fram­kvæmd og heil­brigð­is­þjón­usta sömu­leið­is.

Svo er Ísland einnig auð­linda­ríkt land, í hlut­falli við íbúa­fjölda, og flestir inn­viðir traust­ir, í alþjóð­legum sam­an­burð­i. 

En þrátt fyrir þetta eru mein sjá­an­leg. Þessi miss­erin sér maður ein­kenni þess að fyr­ir­tæki og hið opin­bera, séu að ganga hratt um gleð­innar dyr, þegar hag­stjórn er ann­ars veg­ar. Í það minnsta horfa hlut­irnir þannig við mér héðan frá vest­ur­strönd Banda­ríkj­anna. Það er ekki heil­brigð­is­merki að fast­eigna­verð hækki um tæp­lega 40 pró­sent á einu ári, mælt í Banda­ríkja­dal, svo dæmi sé tek­ið.

Auglýsing

Mikið gjald­eyr­is­inn­streymi vegna erlendra ferða­manna mun strykja gengi krón­unnar gagn­vart alþjóð­legum myntum mikið á skömmum tíma, nema að Seðla­bank­inn muni mark­visst beita sér til að veikja krón­una. Það getur varla verið að þannig eigi það að vera til lengd­ar.

Þrátt fyrir að Ísland sé í öfunds­verði stöðu, að mörgu leyti, þá eru sér­stak­lega tvö mál sem mér finnst mega flokka sem heima­til­búin vanda­mál.

1. Það er merki­legt að hugsa til þess hversu stór mis­tök stjórn­mála­menn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og í lands­mál­unum hafa gert í hús­næð­is­mál­um. Á miklum hag­vaxt­ar­tíma á þessu örmark­aðs­svæði sem Ísland er, með aðeins um 200 þús­und ein­stak­linga vinnu­mark­að, glímir landið við hús­næð­is­skort með til­heyr­andi bólu­á­hrifum á fast­eigna­mark­aði. Samt er grein­ing á þörf fyrir hús­næði miklu ein­fald­ari á Íslandi heldur en víða í heim­in­um. Fram­tíð­ar­á­ætl­anir eiga að vera til­tölu­lega ein­fald­ar.

Hvers vegna gerð­ist þetta? Stjórn­mála­menn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, það er kjörnir full­trúar hjá sveit­ar­fé­lög­un­um, bera ríka ábyrgð á því að upp hefur komið alvar­legur hús­næð­is­skort­ur. Þeir hafa stært sig af því að hafa aukið sam­starf í skipu­lags­mál­um, en það er þó ekki meira en svo að mikið ójafn­vægi hefur skap­ast á hús­næð­is­mark­aði. Skortur á íbúðum á mark­aðnum er mik­ill, á bil­inu 3 til 5 þús­und að öllum lík­ind­um. Til við­bótar koma síðan þær tvö þús­und nýju íbúðir sem þurfa að koma inn á mark­að­inn árlega til að mæta fólks­fjölgun og nátt­úru­legri eft­ir­spurn. 

Lóða­út­hlutun hefur ekki verið nægi­lega mik­il, upp­bygg­ing of hæg og ójafn­vægi hefur skap­ast. Nú er farið að draga veru­lega í sundur með launa­þróun og fast­eigna­verði, og von­andi átta stjórn­mála­menn hjá þessum sveit­ar­fé­lögum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sig á því hvað þeir hafa gert. Við­brögðin nú þegar benda til þess að nú eigi að vinna hratt að upp­bygg­ingu, því þrjú til fjögur þús­und nýjar íbúðir eiga að rísa á næstu tveimur árum, sam­kvæmt sam­an­tekt sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u. 

Stjórn­völd hljóta svo að spyrja sig að því hvort það hafi verið rétt að taka vel á átt­unda tug millj­arða króna og leggja inn á þá sem eiga fast­eignir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, einmitt í ljósi þess­arar fyr­ir­sjá­an­legu stöðu sem komin var upp strax árið 2014, þegar hin svo­nefnda leið­rétt­ing var fram­kvæmd. Hún var ekki bara vit­laus held bein­línis glóru­laus í ljósi aðstæðna í hag­kerf­in­u. 

2. Staðan í mennta­málum þjóð­ar­innar er ekki neinu sam­ræmi við umræðu um mikið góð­æri. Þjóð sem ekki er með sterka stöðu í mennta­málum getur aldrei full­yrt að hún sé að ganga í gegnum mikið góð­æri. Framundan er kenn­ara­skortur og hafa sam­tök kenn­ara, á öllum skóla­stig­um, bent á þetta marg­ít­rekað að und­an­förnu. Engar lausnir hafa komið fram og engar aðgerðir held­ur. Mikil kjara­bar­átta hefur ekki skilað því að áhugi á kenn­ara­starf­inu hafi auk­ist og ennþá er það þannig að kenn­ara­starf­ið, sér­stak­lega á leik­skóla- og grunn­skóla­stigi, er lág­launa­starf. 

Þessi veru­leiki er ekki í neinu sam­hengi við mik­il­vægi starfs­ins og þær kröfur sem metn­að­ar­fullar þjóðir eiga að gera til mennta­mála. 



Frá bæði fram­halds­skóla­stig­inu og háskóla­stig­inu hafa síðan komið hálf­gerð neyð­aróp árum saman vegna und­ir­fjár­mögn­un­ar. Það tekst ekki að fjár­magna rann­sókn­ar- og kennslu­starf svo að skóla­starfið sam­ræm­ist kröfum sem gerðar eru til nútíma­legra sam­fé­laga. Þetta full­yrða rekt­orar allra háskóla lands­ins og Jón Atli Bene­dikts­son, rektor Háskóla Íslands, hefur bein­línis full­yrt að starf HÍ sé í veru­legri hættu vegna und­ir­fjár­mögn­un­ar. Þessi staða teng­ist síðan beint heil­brigð­is­kerf­inu og því stóra rann­sókn­ar­sam­fé­lagi sem þar starfar.

Til við­bótar má svo nefna að þó það sé umdeil­an­legt, hvernig gæði skóla­starfs eru mæld, þá hafa alþjóð­legar kann­anir ekki komið vel út fyrir Ísland, þegar grunn­skóla­starfið er ann­ars veg­ar. Sér­stak­lega eru það raun­greinar sem koma illa út. 

Börn á Íslandi eru óra­fjarri þeim sem eru fremst, og það er eitt­hvað sem ætti að ræða um af viti. Sér­stak­lega ætti að hlusta eftir áhyggjum kenn­ara af stöðu mála. Þær hafa ekki kom­ist til skila og virð­ast ekki ná eyrum stjórn­mála­manna nema þá lítið eitt. Ann­ars væri búið að bregð­ast við og kynna metn­að­ar­full áform um að snúa vörn í sókn.

Í þeim efna­hags­lega með­byr sem Ísland finnur nú fyr­ir, ekki síst vegna upp­gangs í ferða­þjón­ustu og gjör­breyttum veru­leika í skulda­málum eftir upp­gjör við slitabú föllnu bank­anna, þá ættum við að skoða heima­til­búin vanda­mál okkar bet­ur. Þau snúa núna ekki síst að hús­næð­is­málum og mennta­kerf­inu. Það er vel hægt að nefna fleiri atriði, eins og heil­brigð­is­mál­in, en þessi tvö fyrr­nefndu eru of aug­ljós til að bregð­ast ekki við þeim taf­ar­laust.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None