Getum við byggt ódýrt?

Hvernig er hægt að leysa úr húsnæðisvandanum? Mikill skortur á íbúðum er nú farinn að valda miklum erfiðleikum.

Auglýsing

Þegar ég hef verið að útskýra rann­sókn mína á fram­leiðni sam­an­borið við Nor­eg, þar sem kemur í ljós að við stöndum frændum okkar langt að baki, þá eru nokkur atriði sem rann­sókn mín tekur ekki til­lit til. Þegar ég set fram mínar tölur þá geri ég ráð fyrir að hús­næði á Íslandi og í Nor­egi séu full­komnar stað­kvæmd­ar­vörur enda full­nægir hús­næði sömu þörfum þar og hér, það er, sú grunn­þörf að hafa þak yfir höf­uð­ið.

Í nið­ur­stöðum mínum vék ég að því hvað það er sem skýrir þennan mikla mun á fram­leiðni Norð­mönnum í hag. Þar bendi ég til að mynda á óstöð­ug­leika í hag­kerf­inu, mikla starfs­manna­veltu, lengd vinnu­viku, menntun og færni vinnu­afls og síð­ast en ekki síst, kröfu íslenskra neyt­enda með  tilliti til útlits­frá­gangs. Nú hef ég verið iðn­að­ar­maður í nær 20 ár og hef upp­lifað margt á þeim tíma. Verk­efnin eru annað hvort í ökkla eða eyra sem er mjög slæmt, því að mínu mati er síg­andi lukka alltaf best. Þegar það er verk­efna­skort­ur, til að mynda vegna þess að fjár­fest­ing­ar­um­hverfi er mun næmara en sjálf hag­sveiflan (hærra stað­al­frá­vik), þá fer vinnu­afl úr grein­inni sem alla jafna ætti að vera vinnu­afl fram­tíð­ar­innar vegna þess að færni næst aðeins með æfingu. Þegar verk­efnin eru of mörg og pressa á afhend­ingu eru lík­urnar meiri á að frá­gangur verði ekki nógu góður og hrað­inn verður of mik­ill. Ef hraði er of mik­ill þá aukast lík­urnar á því vanda­mál skap­ist í fram­tíð­inni vegna raka­skemmda eða myglu­svepps, vegna þess að ef steypan og múr­inn fær ekki sinn æski­lega þurk­un­ar­tíma þá mun rak­inn síðar meir leyta út. Þegar hrað­inn er of mik­ill eru lík­urnar meiri á því að rak­inn verði lok­aður inni.

Nú er það þannig að við hag­fræð­ingar erum sífellt tuð­andi og með leið­indi eða eins og einn kenn­ari minn sagði, þá er hag­fræðin hin döpru fræði. Ég ætla því að halda áfram að tuða eins og eng­inn sé morg­un­dag­ur­inn og  leggja fram nokkrar vanga­veltur um hvað það er sem okkur skortir til þess að geta byggt ódýrt. Ég ætla að nefna þrjú mik­il­væg atriði sem þarf að upp­fylla ef þessar vænt­ingar um ódýrar íbúðir eiga að geta stað­ist:

Auglýsing
  1. Minnka hag­sveifl­ur. Fjár­magns­kostn­aður verk­taka er alltof hár og ef það kemur skellur í hag­kerfið þá eru það fjár­fest­inga­verk­efnin sem stöðvast fyrst. Eng­inn verk­taki getur borgað vexti af lánsfé til upp­bygg­ingar ef það kemur  mik­ill verð­bólgu­skell­ur. Hár fjár­magns­kostn­aður verk­taka kemur einnig í veg fyrir það að verk­takar geti byggt upp eigið fé til þess að fjár­magna næstu verk­efni. Því þurfa þeir að selja íbúðir í miðju bygg­ing­ar­ferli til þess að fjár­magna verk­efnið til loka­dags, en þetta dregur veru­lega úr fram­leiðni verk­efn­is­ins.

  2. Vinnu­aflið. Það þarf miklu meiri end­ur­nýjun á vinnu­afli í þess­ari grein. Vinnu­aflið er mjög kvikt í þess­ari atvinnu­grein sem segir okkur það að ef það kemur skellur í hag­kerfið þá mun vinnu­afl sem hingað til hefur fengið  þjálfun og starfs­reynslu leyta ann­að. Þetta er kallað speki­leki. Við­horf Íslend­inga til iðn­greina þarf að breyt­ast. Þeir nem­endur sem ekki eru góðir í bók­námi eru oft á tíðum mjög góðir í verk­námi. Bygg­ing­ar­iðn­aður er eitt­hvað sem sam­fé­lagið getur ekki verið án og því þarf ákveð­inn hvata til yngri kyn­slóð­ar­innar til þess að sækja í iðn­nám. Meiri frameiðni hækkar laun í þess­ari grein svo ég nefni einn hvata. Eins þarf að skoða námið betur og kenna þessum krökkum rekstr­ar- og/eða verk­efna­stjórn­un. Ég hef nefni­lega verið að spyrja nema á vinnu­stað um námið og hvað það er í nám­inu sem þau vildu sjá betur gert.

  3. Gæða­kröfur neyt­enda! Ástæðan fyrir því að ég skrifa þennan pistil er sú að nú á að spýta í og byggja upp á ein­hverjum hraða sem ekki hefur þekkst áður í Íslands­sög­unni. En ef það á að takast þá þarf eitt­hvað að gefa eftir ef þessi áform eiga að nást.  Sam­kvæmt minni rann­sókn þá þurfum við 20% fleiri vinnu­stundir en Norð­menn að henda upp bygg­ing­unnni en við þurfum allt að 80% fleiri vinnu­stundir við loka­frá­gang íbúða! Þetta segir okkur sam­kvæmt hag­fræð­inni að Norð­menn hafi algera yfir­burði á þessu sviði en við höfum hlut­falls­lega meiri yfir­burði í því að henda upp bygg­ing­unni. Vand­inn liggur því í loka­frá­gang­in­um. Af hverju er það? Ég hef und­an­farið verið að ræða við iðn­að­ar­menn sem hafa unnið í Nor­egi og þeir segja að Íslend­ingar geri mjög miklar kröfur til frá­gangs inn­an­húss og þá sér­stak­lega með til­liti til útlits inn­an­dyra. Getum við dregið úr þessum útlits­kröfum inn­an­dyra? Ef við eigum að geta byggt ódýrt þá verður nefni­lega eitt­hvað að gefa und­an, ann­ars munu þessi mark­mið ekki nást. Þeir iðn­að­ar­menn sem sjá um þennan loka­frá­gang hér­lendis eru bara of fámenn­ir. Þar liggur aðal­vand­inn!

Und­ir­rit­aður hefur und­an­farið verið að fjalla um þessa starfs­grein og vekja athygli á því hvað það er sem okkur skortir hér á landi.

Gleði­legt sum­ar!



Höf­undur er iðn­að­ar­maður og hag­fræð­ingur


Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None