Bardaginn um krónuna

Krónan styrkist og styrkist. Ríkisstjórnin hefur það á stefnuskrá sinni að endurskoða peningastefnuna. En hvaða væntingar má gera til þeirrar vinnu?

Auglýsing

Sú mikla kúvend­ing sem orðið hefur á stöðu þjóð­ar­búss­ins á und­an­förnum árum er nú farin að renna upp fyrir mörgum sem hrein ógn við stöð­ug­leika í hag­kerf­in­u. 

Það er ekki af ástæðu­lausu. Gengi krón­unnar hefur styrkst hratt og aug­ljóst að það mikla gjald­eyr­is­inn­streymi sem fylgt hefur miklum vexti í ferða­þjón­ustu er grunn­á­stæðan að baki þess­ari þró­un. 

Banda­ríkja­dalur kostar nú um 100 krón­ur, evran 111 krónur og pundið 130. Fyrir innan við tveimur árum var allt annað uppi á ten­ingn­um: Banda­ríkja­dalur á 140 krón­ur, evran á 150 og pundið á 206 krón­ur, en dramat­ískar breyt­ingar hafa orðið á stöðu punds­ins gagn­vart alþjóð­legum myntum eftir Brexit kosn­ing­una í júní í fyrra. 

Auglýsing

Hálauna­störf?

Sé rýnt í tölur Hag­stofu Íslands og Vinnu­mála­stofn­unar þá má glögg­lega sjá hvar hinn mikli vöxtur hefur verið í hag­kerf­inu á und­an­förnum miss­er­um. Störfin sem verða til eru nær öll í bygg­ing­ar­iðn­aði og ferða­þjón­ustu. Í ljósi hins breytta geng­is­veru­leika eru flest störf á Íslandi „há­launa­störf“ í alþjóð­legum sam­an­burði.

Þetta minnir á það þegar Guðni Ágústs­son, fyrr­ver­andi for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hóf að skrifa greinar um að íslenskar land­bún­að­ar­af­urðir væru ódýrar í sam­an­burði við stöð­una í Evr­ópu. Það þurfti hrun í fjár­mála­kerf­inu, neyð­ar­lög, frjálst fall krón­unnar og fjár­magns­höft, til að skapa þann veru­leika sem hann lýst­i. 

Stjórn­mála­menn á Íslandi hafi valið að end­ur­skoða ekki pen­inga­stefn­una, til þessa, á þessum tæpa ára­tug sem lið­inn er frá því að Íslandi beitti neyð­ar­rétti - eitt þró­aðra ríkja í heim­inum - til að bjarga fjár­hags­legu sjálf­stæði sínu. Ef honum hefði ekki verið beitt þá hefði orðið efna­hags­legt alt­þjón, að öllum lík­ind­um. 

Inn­grip rík­is­valds­ins

Í skjóli þess­ara ótrú­legu aðgerða - sem margir þeirra sem tala stundum fyrir því að frjáls mark­aður geti staðið óstuddur gleyma að nefna - var íslenskur efna­hagur reistur við. Þetta voru mestu for­rétt­indi í Íslands­sög­unni, án nokk­urs vafa. Það voru for­rétt­indi að geta gripið til þess­ara aðgerða, því engin önnur þjóð í heim­inum gat það. 

Einn fylgi­fiskur þess­ara risa­vöxnu rík­is­að­gerða til að rétta af „frjálsan mark­að“ virð­ist hafa verið sá að stjórn­mála­menn hafa kom­ist upp með að end­ur­skoða ekki und­ir­liggj­andi pen­inga­kerfi þjóð­ar­inn­ar, sjálfa upp­sprettu rús­sí­ban­areið­ar­inn­ar.

Stjórn­mála­menn þakka sjálfum sér

Þeir þakka sér oft fyrir allt sem gott er og flagga oftar en ekki upp­lýs­ingum um að Ísland sé best í heimi í svo til öllum þáttum sem hægt er að mæla, einkum og sér í lagi þegar örsam­fé­lagið okkar er borið saman við stór­þjóðir út í heimi og gengið hag­stætt til sam­an­burð­ar.

Núna er nefnd að störfum fyrir rík­is­stjórn­ina sem er að vega og meta til hvaða bragðs er hægt að taka, til að styrkja pen­inga­stefn­una, en í ljósi reynsl­unnar hlýtur almenn­ingur að stilla vænt­ingum í hóf. Ekki vegna þess að nefndin muni ekki fjalla um það sem máli skipt­ir, heldur fyrst og síð­ast vegna þess að stjórn­mála­menn eru ólík­legir til mik­illa breyt­inga. Mein­ing­ar­mun­ur­inn milli Sjálf­stæð­is­flokks­ins ann­ars veg­ar, og síðan Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar hins veg­ar, er aug­ljós öll­um. Á meðan aðeins eins mann meiri­hluti er fyrir hendi þá er óbreytt eða lítið breytt kerfi lang­sam­lega lík­leg­asta nið­ur­stað­an. Við það getur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sætt sig, en ekki hinir flokk­arnir tveir.



Bene­dikt Jóhann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­maður Við­reisn­ar, virð­ist vera sá ráð­herra í rík­is­stjórn­inni sem áttar sig einna best á þessum hlut­um, enda hefur hann árum saman talað fyrir því að Ísland marki sér nýja stöðu í alþjóða­væddum heimi. Nú er tæki­færi fyrir hann og flokk­inn að taka þátt í bar­dag­anum um krón­una, og hvort hún eigi að vera það sem kom­andi kyn­slóðir búa við.

Ég lít svo á að Björt fram­tíð og Við­reisn eigi fram­tíð sína undir því að ná fram ein­hverju af sínum helstu stefnu­málum í þess­ari vinnu. Mynt­ráð er þar einn mögu­leiki, sem var yfir­lýst stefnu­mál Við­reisn­ar. En lík­lega koma líka fleiri hlutir til greina, eins og ein­hliða upp­taka ann­arrar mynt­ar, en aðstæður til að fram­kvæma slíkt hafa aldrei verið betri en núna, með stóran gjald­eyr­is­forða og betri aðstæður þegar kemur að skuld­setn­ingu og fleiru, en oft áður. 

Þá færi fram rök­ræða um hvernig væri best að stilla af gengið við slík skipti. Þetta er vel hægt, eins og dæmin sanna, og Seðla­bank­inn hefur sjálfur rakið ágæt­lega í ítar­legri skýrslu sinni um val­kosti í pen­inga­mál­um. En við þetta færi pen­inga­prent­un­ar­vopnið og sjálf­stjórn á stöðu mála, þegar vanda­mál kæmu upp, úr vopna­búr­in­u. 

Falskur veru­leiki

Þetta eru ekki ein­föld mál. En það ætti samt að vekja stjórn­mála­menn til umhugs­un­ar, að tal þeirra um að lækkun vaxta sé lyk­il­at­riðið við að bregð­ast við styrk­ingu krón­unn­ar, virð­ist ekki eiga við nein rök að styðj­ast. Að litlu leyti hafa vext­irnir áhrif á geng­ið, við núver­andi aðstæð­ur, eins og vaxta­lækk­unin nú síð­ast ( úr 5 í 4,75 pró­sent) sýnir glögg­lega. Vaxta­mun­ar­við­skipti eru lítil sem eng­in, skuld­setn­ing erlendis lítil en inn­flæðið er stöðugt. Vöru- og þjón­ustu­jöfn­uður var jákvæður um 155 millj­arða í fyrra, og hann hefur verið mik­ill það sem af er þessu ári einnig. Þrýst­ing­ur­inn til styrk­ingar er stöð­ugur og verður það áfram, nema að rík­is­vald­inu verði beitt kerf­is­bund­ið, sem varla getur verið stefnan til lengd­ar.

Und­ir­liggj­andi er vand­inn sá, að gengið hefur verið „falskt“ árum saman inn í hafta­bólunni sem varð til vegna þeirra með­ala sem beitt var, af illri nauð­syn, eftir hrun­ið. Ef stjórn­mála­stéttin hræð­ist það að láta mark­að­inn búa til þann veru­leika sem raun­veru­lega er í hag­kerf­inu, þá ætti það að vekja hana til umhugs­unar um að hugs­an­lega sé vand­inn stefnan sjálf sem hún ber ábyrgð á. Margt bendir til þess að svo sé. Allt sem þarf til að breyta er vilji. Ein­beittur vilji.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari