Er það mér að kenna að þú bannir mér að sjá börnin mín?

Jón Hjörtur Sigurðarson skrifar um tálmunarmál og gagnrýnir þingmann Pírata harðlega fyrir framgöngu hans í umræðum á Alþingi um þau.

Auglýsing

Mikil umræða hefur verið und­an­farna daga og vikur vegna frum­varps sem kallað er tálm­un­ar­frum­varp­ið. Fyrstu umræðu á Alþingi er lok­ið. Ætlun mín er að ræða ekki ein­staka þætti frum­varps­ins, hvort það muni skila árangri eða ekki, hvort það sé rétt að gera tálmun refsi­verða í ein­hverri mynd eða ekki. Ég ætla mér ein­göngu að tala um ummæli sem hafa birst opin­ber­lega í kringum og eftir umræð­una á þing­in­u. 

Langar mig að ræða Björn Leví hjá Pírötum og ummæli hans í fyrstu umræðu á Alþingi. Ég reyni að vitna sem mest í hann sjálfan vegna þess að mér blöskr­aði hluti af því sem hann sagði. Björn Leví kom tví­vegis upp í ræðu­stól og svo til að svara spurn­ing­um. Hann heldur því fram að tálmun sé ein­göngu beitt þeg­ar umgengni­for­eldrið hafi gert eitt­hvað rangt og því sé tálmun rétt­læt­an­leg. Það sem sló mig út af lag­inu þegar hann stendur í pontu og segir orð­rétt „Hver veit hérna hvaða ofbeld­i?“. Þarna vísar hann í að þeg­ar lög­heim­ils­for­eldrið tálmi sé það gert fyrir barn­ið. Og svo eigi að fang­elsa fyrir ofbeldi sem umgengni­for­eldrið beiti lög­heim­ils­for­eldrið. Þetta skýrist betur þegar hann kemur í ræðu­stól­inn í seinna skiptið en þá segir hann: „Ef afleið­ingin af þessu fram­varpi verði að eitt barn lendi í höndum ofbeld­is­að­ila vegna hræðslu eða hót­ana um fang­elsi vegna þess að ákvæðið er notað til að þvinga for­sjá­for­eldri til að koma á umgengni af ofbeld­is­for­eldri.“ Hann gengur svo langt að halda því fram að umgengni­for­eldrar, sem hafa mátt þola tálm­un, séu ofbeld­is­menn og myndu mis­nota lög­gjöf­ina til að hræða og hóta með.

Þegar umsögnin frá Umboðs­manni barna er lesin má sjá svipað við­horf og Björn Leví lýsti á þingi. Umboðs­maður barna seg­ir; „Ekki er hægt að líta fram hjá því að í sumum til­vikum getur umgengni verið skað­leg fyrir barn.“ Hér vísar umboðs­maður í að umgengni­for­eldrið beiti ofbeldi eða sé í neyslu. Nokkrir þing­menn ásamt Birni Leví vitna til 9 tálm­un­ar­mála á jafn­mörgum árum og vísar í tölur frá Umboðs­manni barna. Björn Leví sagði: „Töl­urnar sem voru ræddar í andsvörum áðan ríma ágæt­lega við þær tölur sem fram koma í við­tali við umboðs­mann barna.“ Í umsögn sinni segir hins vegar Umboðs­maður barna; „Um­boðs­maður barna þekkir mörg dæmi þar sem umgengni er stöðvuð vegna þess að for­eldri telur sig vera að vernda barn­ið“. Þarna grunar öðru for­eldr­inu eitt­hvað og kemur í veg fyrir umgengni sem er tálmun nema hægt sé að sanna að umgengni sé ekki góð fyrir barn­ið. Það er skoðað af þar til bærum yfir­völdum og á ekki að vera geð­þótta ákvörðun lög­heim­il­is­for­eldr­is. 

Auglýsing

Ég velti fyrir mér hvort skiptin séu 9 eða mörg? Annað hvort hefur umboðs­maður barna látið hljóma, fyrir þing­menn, að um færri til­vik eru að ræða heldur er raun ber vitni eða? Þegar menn eru tví­saga eru þeir ekki trú­verð­ugir og nokkuð ljóst að umboðs­maður barna er ekki hlut­laus. Hún lagar sig að því sem best þykir til að hindra fram­göngu frum­varps­ins. 

Einnig þegar skoðuð er umsögn Sýslu­manns­ins á Höf­uð­borg­ar­svæð­inu þá kemur þar fram að 227 kröfur um dag­sektir voru gerðar á árunum 2014-2016, af þeim voru ein­göngu 13 úrskurðum hafnað en 11 úrskurðir þar sem lagðar voru á dag­sekt­ir. Þetta sýnir mjög skýrt að á þessum árum taldi sýslu­maður án vafa að alla­vega ell­efu ef þessum málum voru tálmun sem þurfti að reyna þvinga fram umgengi. Allt bendir þó til þess að 216 mál á þessum árum hafi verið tálmun átt sér stað í ein­hverri mynd. Þettu eru 90 mál á ári eða ný beiðni um dags­sektir á 3 daga fresti.

Ég sný mér aftur að ummælum Björn Levís og leyfi mér að gagn­rýna þau harð­lega. Ég geng svo langt að segja, Björn Leví á að biðj­ast form­lega afsök­unar á ummælum sínum í garð þeirra sem lenda í ólög­mætum tálm­un­um! Hann kall­aði þá ofbeld­is­menn og gaf í skyn að þeir ættu það skilið að fá ekki að sjá börnin sín.  

Þegar við skoðum ummæli hans segir hann að ég sem faðir sem fæ ekki að hitta börn mín sökum tálm­unar geti bara kennt mér eða kyn­bræðrum mínum um. Við erum ofbeld­is­menn sem ættum ekki að fá að sjá börnin okk­ar. Það sé ég sem gerði eitt­hvað rangt og ætti að breyta minni hegðun og atferli. Björn Leví vill ekki að börn lendi í höndum ofbeld­is­manna en með orða­lagi sínu ræðst hann gegn öll­um umgengni­for­eldrum sem vilja sjá reglu­lega um upp­eldi bara sinna, veita þeim ást og þá leið­sögn sem börn þurfa á að halda. Ein­hliða ákvörðun lög­heim­il­is­for­eldris að stoppa umgengni sem hefur feng­ist stað­fest af sýslu­manni eða öðrum við­ur­kenndum aðila er ekki mér eða þeim sem lenda í því að kenna, það er ger­and­inn sem ber ábyrgð á verkn­að­inum ekki þol­and­inn.

Þessi orð ættu flestir að hafa heyrt í örðu sam­hengi, þetta er ekki þol­and­anum að kenna. Síð­ustu ár hefur umræðan verið mjög hávær í sam­bandi við annan gjörn­ing. Alþjóð myndi harð­lega gagn­rýna slík ummæli sem Björn Leví lét úr úr sér, þar sem þol­and­inn hefur ekki vald yfir aðstæðum og ráð­ist er á hann and­lega og lík­am­lega. Við for­dæmum ummæli eins og „Hvað gerðir þú?“ „Bauðstu bara ekki upp á þetta?“. Ég sé ekki mun­inn á þessum ummælum til kvenna eða þegar Björn Leví og fleiri halda því fram að tálmun sé rétt­mæt ef aðili tekur ein­hliða ákvörðun um að koma í veg fyrir umgengni. Með þeirri ákvörðun veldur það umgeng­is­for­eldr­inu svo miklum and­legum sárs­auka að ekki orð fá lýst. Þeir for­eldrar sem hafa upp­lifað svona ofbeldi, sem tálmun er, vita hversu mikil áhrif það hefur á lífið og ekki síður líf barna þeirra. Orð Björn Levís um þennan hóp af for­eldrum sem lenda í þessu og hafa ekk­ert gert til að verð­skulda barna­missi, alveg sama í hvaða mynd það er, eru ein­fald­lega sið­ferð­is­lega og sam­fé­lags­lega röng!

Ég ber ekki ábyrgð á gjörðum barns­móður minn­ar!

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar