Höfrungahlaup elítunnar

Karp um kaup og kjör hjá stjórnendum hins opinbera er áberandi þessi misserin.

Auglýsing

Elíta opin­berra starfs­manna hefur að und­an­förnu fengið miklar hækk­anir á laun­um, eftir ákvörðun kjara­ráðs þar um, og voru þær síð­ustu - upp á nokkur hund­ruð þús­und á mán­uði í sumum til­vikum - kunn­gjörðar á dög­un­um. Í til­felli sumra stjórn­enda hjá rík­inu þá voru laun hækkuð mikið aft­ur­virkt, og fá stjórn­end­urnir því ein­greiðslu úr rík­is­sjóði upp á nokkrar millj­ónir króna. 

Launa­hækk­un­in, í einni ákvörð­un, nemur allt að 20 pró­sent­um. Stundum meira.

Gagn­rýni á þessar ákvarð­anir hefur verið sýni­leg og á fullan rétt á sér.

Auglýsing

Það er ekki þannig að kjara­ráði hafi borið laga­leg skylda til þess að hækka launin eins og það hefur ákveðið að und­an­förn­u. 

Kjara­ráð hefur með ákvörð­unum sínum að und­an­förnu sýnt ein­kenni­legt hátta­lag við ákvarð­an­ir. Svo virð­ist sem það túlki 8. grein um ráðið með þeim hætti, að það þurfi að sam­ræma öll laun strax, þar sem mögu­lega megi túlka ábyrgð­ina svip­aða eða eins milli þeirra emb­ætta sem ráðið þarf að ákvarða launin í. 

Í 8. grein­inni seg­ir: „Við úrlausn mála skal kjara­ráð gæta inn­byrðis sam­ræmis í starfs­kjörum þeim sem það ákveður og að þau séu á hverjum tíma í sam­ræmi við laun í þjóð­fé­lag­inu hjá þeim sem sam­bæri­legir geta talist með til­liti til starfa og ábyrgð­ar.“

Þessi grein gerir kjara­ráði, að taka til­lit til þeirra áhrifa sem ákvarð­anir ráðs­ins geta haft á gang efna­hags­mála á hverjum tíma. Tíma­setn­ing­arnar á hækk­un­um, og svo einnig hvernig þær koma fram, eru mik­il­vægt atriði þessu sam­hengi.

Engin þörf er á því að hækka laun strax eða aft­ur­virkt um tugi pró­senta, þar sem slíkt er ekki í sam­ræmi við þróun launa hjá fólk­inu á gólf­inu. Þarna þarf ráðið að passa sig, og hefur rétti­lega verið bent á það, að með þessu móti sé verið að hafa nei­kvæð áhrif á kjara­við­ræður almennt á vinnu­mark­aði. Gagn­rýnin hefur komið frá verka­lýðs­hreyf­ing­unni, atvinnu­rek­end­um, stétt­ar­fé­lögum hins opin­bera og sveit­ar­fé­lög­um, svo eitt­hvað sé nefnt.

Magnar upp hag­sveiflur

Þetta verk­lag leiðir til svo­kall­aðs höfr­unga­hlaups í launa­þró­un, sem getur í versta falli magnað upp hag­sveifl­ur, með til­heyr­andi skaða fyrir efna­hags­lífið og hag­stjórn­ina. Þá eru laun hækkuð mikið í einu, með til­heyr­andi snöggum kostn­að­ar­breyt­ingum í rekstri.

Jafn­vel þó hag­töl­urnar hafi sjaldan eða aldrei litið betur út - ekki síst vegna þess hvernig unnið hefur verið úr neyð­ar­lög­unum og fjár­magns­höftum í kjöl­far hruns­ins - þá er engu að síður hættu­legt að stunda höfr­unga­hlaupið í launa­þró­un. Ísland er örríki með aðeins 200 þús­und manna vinnu­markað og nýjar tölur Hag­stofu Íslands sýna glögg­lega að þessi miss­erin er inn­flutn­ingur á lág­launa­störfum í ferða­þjón­ustu og bygg­ing­ar­iðn­aði í miklum blóma, á meðan útflutn­ingur eða stöðnun er í ýmsum öðrum geirum þekk­ing­ar­iðn­að­ar, til dæmis í hlið­ar­greinum sjáv­ar­út­vegs þar sem störfum hefur fækkað um 600 á einu ári.  

Sé horft til launa­þró­unar á fyrsta árs­fjórð­ungi í fyrra og sama tíma á þessu ári, þá hafa laun hækkað um sex pró­sent á almenna mark­aðnum og 8,4 pró­sent hjá hinu opin­bera, að því er fram kemur í hag­sjá Lands­bank­ans í dag.

Launa­kjör opin­berra starfs­manna eru nú meðal þeirra bestu sem þekkj­ast í ver­öld­inni og er styrkur krón­unnar gagn­vart helstu við­skipta­myntum þar helsta breytan sem horfa þarf til. Eins og oft áður, þá eru sveiflur krón­unnar til þess fallnar að breyta birt­ing­ar­mynd hag­kerf­is­ins gagn­vart umheim­in­um.

Ef þetta hátta­lag við ákvörðun launa, sem kjara­ráð hefur við­haft að und­an­förnu, ætti að vera leið­ar­stefið í kom­andi kjara­við­ræðum þá gæti það leitt til erf­ið­leika og gert hag­stjórn­ina erf­ið­ari.

Ríkið verður að bera ábyrgð

Árið 2015, þegar miklar deilur ein­kenndu kjara­við­ræður á vinnu­mark­aði, þá sagði Bjarni Bene­dikts­son, þáver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, að ríkið myndi ekki taka ábyrgð á „höfr­unga­hlaupi“ launa­hækk­ana.

Nú þegar hann er orð­inn for­sæt­is­ráð­herra verður hann að við­ur­kenna, að ríkið getur ekki annað en tekið ábyrgð á höfr­unga­hlaup­inu, því það sjálft er það sem við­heldur þeirri aðferða­fræði í kjara­við­ræð­u­m. Á meðan svo er, þá er eðli­legt að aðrar stéttir á mark­aði - fólkið á gólf­inu þar á meðal - horfi til elítu ríks­ins og spyrji: Hvers vegna fáum við þetta ekki líka?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari