Grein 2 eftir Ásgeir Friðgeirsson globalization_saman2Artboard 1@3x.png

Getum við ekki lengur talað saman?

Ný samskiptatækni framkallar ný samfélög sem rekast á þau sem fyrir eru, býr til nýjar átakalínur í umræðu samfélagsins og áður óþekkt samtal. Hér er grein tvö í greinaflokki Ásgeirs Friðgeirssonar.

Í meira en fjórar aldir hafa Vest­ur­lönd þró­ast á grund­velli upp­lýstrar og á köflum frjálsrar umræðu og þannig hafa þau gildi sem Vest­ur­landa­búar vilja kenna sig við öðl­ast mátt og til­vist. Nú er mikil ólga í sam­fé­lögum á Vest­ur­löndum og margir eru hugsi yfir hinni upp­lýstu opin­beru umræðu, hvernig hún birt­ist einkum á vett­vangi stjórn­mála og hvaða áhrif hún getur haft á þróun lýð­ræð­is.

Í fyrstu grein­inni í þessum greina­flokki var fjallað um þátt hnatt­væð­ing­ar­innar og krepp­unnar 2008 til 2010 í því umróti sem nú gengur yfir hinn vest­ræna heim. Í þess­ari grein verður reynt að skoða annan veiga­mik­inn orsaka­þátt en það er til­koma nýrrar tækni sem hefur gjör­breytt því hvernig ein­stak­lingar og félags­hópar eiga í sam­skipt­um. Sam­talið í sam­fé­lag­inu sem frá örófi alda hefur tekið þátt í móta vest­ræna menn­ingu hefur gjör­breyst á rétt rúmum ára­tug.

Sam­skipta­tækni hefur breytt gangi ver­ald­ar­sög­unnar

Af mann­kyns­sög­unni má læra að ný tækni í sam­skiptum markar djúp og var­an­leg spor í sam­fé­lag manna. Til­koma staf­rófs­ins er móðir allra tækni­bylt­inga á sviði sam­skipta en útbreiðsla þess fyrir botni Mið­jarð­ar­hafs­ins fyrir um fimm þús­undum árum var for­senda varð­veislu þekk­ingar og reynslu sem átti eftir að skila sér í marg­vís­legum fram­förum á sviði vís­inda og menn­ingar og skilar sér enn. Þá má nefna að til­koma prent­tækn­innar á mið­öldum átti stóran þátt í útbreiðslu nýrra hug­mynda og þekk­ingar með til­heyr­andi áhrifum á trú­ar­brögð, vís­indi og stjórn­mál.

Nær okkur í tíma er ljós­vak­inn sem var sam­skipta­bylt­ing tutt­ug­ustu aldar en hann er tal­inn vera lyk­ill­inn að vax­andi áhrifum eng­il­sax­neskrar menn­ingar um allan heim og einnig for­senda hraðrar útbreyðslu hug­mynd­ar­innar um lýð­ræði. Gagn­virka og staf­ræna tæknin sem almenn­ingur hefur nær alls­staðar til­einkað sér með undra­skjótum hraða á innan við 20 árum er farin að setja mark sitt á m.a. þróun efna­hags- og atvinnu­lífs, stjórn­mála, fjöl­miðla og lýð­ræð­is. Hvað þær breyt­ingar áhrærir erum við í auga storms­ins og í ljósi sögunnur ætti ekki að van­meta áhrif þess­arar nýju sam­skipta­tækni. Sam­skipta­tæknin hefur breytt gangi ver­ald­ar­sög­unnar og getur gert það áfram.

Langsum og þversum – lóð­rétt og lárétt – þjóð­legt og alþjóð­legt

Kraft­inn sem nýja sam­skipta­tæknin skapar má skil­greina sem láréttan þar sem hann gengur þvert á búsetu, þjóð­erni, rík­is­vald, menn­ingu og sögu sem við leyfum okkur hér að kalla lóð­rétta og eru nokkuð stað­bundnir þætt­ir. Við höfum séð hvernig nýju sam­skipta­hætt­irnir hafa skapað for­sendur hnatt­væð­ingar við­skipta­lífs­ins en alþjóða­væð­ingin er með sama hætti lárétt afl.

Fyrir tíma hnatt­væð­ingar var „sá stóri“ fyr­ir­ferða­mik­ill á ýmsum sviðum í einu byggð­ar­lagi eða þjóð­fé­lagi en nú er stóri aðil­inn fyr­ir­ferða­mik­ill á einu sviði í mörgum byggð­ar­lögum og í mörgum lönd­um. Nú er það ekki Mogg­inn og Kol­krabb­inn heldur Face­book og Costco.

Svipuð virkni þess­arar nýju tækni kemur einnig í ljós þegar við skoðum áhrifin á stjórn­mál og lýð­ræði. Arab­íska vorið upp úr 2010 var dæmi um hraða lárétta bylgju þar sem hug­myndir sem hvöttu til aðgerða gengu hratt á milli ungs fólks í Norð­ur­-Afr­íku – menntað sam­fé­lag og með aðgang að síma og inter­neti. Þær fóru land úr landi á auga­bragði og sköp­uðu fyrst von­ir, svo ólgu og átök en síðan náðu lóð­réttu öflin – stjórn­mála­flokk­ar, herir og hags­munaklíkur – aftur vopnum sínum og sköp­uðu nýtt jafn­vægi sem er mis­mun­andi í hverju landi fyrir sig, og í raun ekk­ert í til dæmis Sýr­landi. Annað dæmi um lárétta virkni þess­arar tækni, sem er ekki síður alvar­legt, eru til­raunir rúss­nesku leyni­þjón­ust­unnar til hafa áhrif á kosn­ingar í öðrum ríkjum með fals­frétt­um, inn­brotum í gagna­hirslur og lek­um.

Sam­fé­lög án lög­festi og partí þar sem allir eru með hug­ann ann­ars staðar

Kjarn­inn í þeim breyt­ingum sem sam­fé­lags­miðlar munu hafa á stjórn­mál og lýð­ræði er nærri þeirri stað­reynd að nýja tæknin býr til ný sam­fé­lög sem eru lárétt. Áhuga­fólk um til­tekna hluti nær sam­an, deilir hug­mynd­um, skipt­ist á skoð­unum og vinnur saman án til­lits til búsetu, menn­ing­ar, ald­urs eða ann­ars sem skiptir miklu máli í lóð­rétta heim­inum og skil­greinir hann á margan hátt.

Einstaklingurinn verður meðlimur í samfélagi sem er hvorki samfélag foreldranna eða systkina eða skólafélaga né það samfélag sem skilgreinir hann lögformlega sem þegn.

Sviðin eru ótelj­andi; stjórn­mála­skoð­an­ir, lífstíll, matar­æði, tón­list, kyn­líf, bók­mennt­ir, kvik­mynd­ir, við­skipti og áfram má telja. Tæknin kemur á sam­bandi við sálu­fé­laga – sækj­ast sér um lík­ir. Ein­stak­ling­ur­inn verður með­limur í sam­fé­lagi sem er hvorki sam­fé­lag for­eldr­anna eða systk­ina eða skóla­fé­laga né það sam­fé­lag sem skil­greinir hann lög­form­lega sem þegn. Eftir því sem láréttu sam­fé­lögin verða stærri og mik­il­væg­ari hluti af heims­mynd og félags­legri til­veru ein­stak­linga verða bönd hins lóð­rétta veru­leika æ meira á skjön, þ.e. lýð­ræð­is­rík­ið, skatt­rík­ið, rík­is­valdið og þjóð­menn­ingin sem hann á lög­festi í. Hann deilir æ minna kjörum með öðrum þegnum þess sam­fé­lags sem hann til­heyrir vegna fæð­ing­ar­staðar eða búsetu eða ann­ars sem skapar laga­leg rétt­indi og skyld­ur. Sam­fé­lagið verður eins og partí þar sem eng­inn talar við næsta mann en allir eru í virkum sam­skiptum við ein­hverja aðra í gegnum snjall­sím­ann.

Böndin trosna – með heyrn­ar­tækin í eyr­unum

Árekstrar heimanna eru óum­flýj­an­leg­ir. Ýktasta mynd árekstr­anna er til dæmis ISIS þar sem ein­stak­lingar segja sig úr lögum við hinn lóð­rétta heim. Í ein­fald­ari og mild­ari afbrigðum birt­ast árekstrar þannig að ýmsum gildum er hafnað og önnur tekin upp. Í því sam­bandi má benda á umræð­una hér á landi og víð­ar, um hug­verka­rétt á tímum staf­rænnar tækni.

Og ferlið er líf­rænt og í báðar áttir því um leið og ein­stak­lingur snýr baki við sam­fé­lagi aukast líkur á að það hafni hon­um. Áhrifin verða síðan víð­tæk­ari því lýð­ræð­is­leg þátt­taka tak­markast við áhrif á sam­fé­lag sem við­kom­andi lifir í en hrær­ist ekki mikið í – og hin hliðin er að ein­stak­ling­ur­inn hefur rétt til áhrifa á sam­fé­lag sem honum er sama um. Ein­stak­lingnum fer að líða eins og inn­flytj­anda í eigin landi og sam­fé­lagið lítur hann sömu aug­um. Hug­ar­heimur er á skjön við þann heim sem blasir við út á götu. Allir eru með heyrn­ar­tækin í eyr­unum og vit­undin er fjarri. Það losnar um bönd­in, firr­ingin er á næsta leiti. Lóð­rétta sam­fé­lagið trosnar og verður summa en ekki heild. Þrátt fyrir það og eftir sem áður verða hin form­legu völd - rík­is­stjórn­ir, rík­is­sjóð­ir, her­flotar og mennta- og heil­brigð­is­kerfi – hluti af þeim heimi sem ein­stak­ling­ur­inn sér sig ekki sem hluta af.

Áhuga­vert í þessu sam­hengi er einmitt að skoða fjár­streymi í við­skiptum í þessum nýju sam­fé­lögum því það streymir frá lóð­réttum nær­sam­fé­lög­um. Þegar vörur eru keyptar úti í búð fer stór hluti álagn­ingar smá­sala og heild­sala í kostnað á borð við laun, hús­næði, flutn­inga og svo fram­veg­is, sem styrkir stoðir nær­sam­fé­lags­ins. En þegar verslað er á net­inu hverfa þær fjár­hæðir út í heim og styrkja ekki með sama hætti það sam­fé­lag sem við­skipta­vin­ur­inn býr í heldur ein­hver önn­ur.

Hefð­bundnir fjöl­miðlar ekki lengur sam­nefn­arar

Þegar fjöl­miðlar og hlut­verk þeirra eru skoð­aðir í ofan­greindu ljósi sést vel að hin nýja tækni hefur margeflt fjöl­miðla sem lúta lög­málum hinnar láréttu virkni. Ein­stak­ling­ur­inn velur sér það sem hann vill heyra og sjá og um leið frá hverjum efnið kem­ur.

Breyt­ing­una er betur hægt að greina með því að skoða hlut­verk hinna hefð­bundnu fjöl­miðla í sam­fé­lagi síð­ustu ald­ar. Þá blasir við að þeir voru einn mátt­ar­stólpa hins lóð­rétta, stað­bundna, þjóð­lega og þjóð­menn­ing­ar­lega sam­fé­lags. Þeir töl­uðu á einu tungu­máli við stað­bundna hópa um hags­muni og áhuga­mál þeirra. Þeir voru sam­nefn­arar og þeim var rit­stýrt en það fól í sér að frekar lít­ill hópur ein­stak­linga gaf mál­efnum og við­fangs­efnum vægi og þjón­uðu á þann hátt hlut­verki fund­ar­stjóra á þjóð­fundi.

Hefð­bundnir fjöl­miðlar voru hluti af þeirri stað­bundnu sam­fé­lags­gerð sem þeir til­heyrðu. Þeir höfðu eigna­tengsl við fyr­ir­tæki og áhrifa­ríka ein­stak­linga, félags­tengsl við stjórn­mála­flokka, verka­lýðs­hreyf­ing­ar, íþrótta­hreyf­ingar og aðrar slíkar stofn­anir sem létu sig sam­fé­lags­þróun varða. Síðan var form­legt og óform­legt tengsla­net leið­andi starfs­manna fjöl­miðl­anna við áhrifa­fólk í hinu stað­bundna sam­fé­lagi. Fjöl­miðl­arnir voru vett­vangur umræð­unnar um hið stað­bundna lóð­rétta sam­fé­lag og rit­stjórnir voru fund­ar­stjór­ar. Fjöl­breytni fjöl­miðla og sjón­ar­miða sem þeir héldu á lofti end­ur­spegl­aði oft þann fjöl­breyti­leika sem ríkti í hverju sam­fé­lagi, m.ö.o. þá áttu þær raddir sem mest bar á í fjöl­miðlum einnig sína full­trúa á vett­vangi stjórn­mála. Þetta jafn­vægi á milli sjón­ar­miða í umræð­unni og full­trúa á vett­vangi stjórn­mála og við kjöt­katla valds er ekki lengur til stað­ar.

Fjármagn í fjölmiðlum rennur nú síður til hinna lóðréttu staðbundnu miðla en í ríkari mæli til hinna alþjóðlegu láréttu miðla eins og Facebook, Google eða Netflix.

Líkt og í versl­un­inni þá sjáum við einnig að fjár­magn í fjöl­miðlum – eins og til dæmis tekjur af aug­lýs­ingum og áskrift – rennur nú síður til hinna lóð­réttu stað­bundnu miðla en í rík­ari mæli til hinna alþjóð­legu láréttu miðla eins og Face­book, Google eða Net­flix þar sem teng­ingin við íslenskt hag­kerfi, og sam­fé­lag ef því er að skipta, er aðeins á einn veg.

Hinir hefð­bundnu fjöl­miðlar gegna þess vegna ekki lengur hlut­verki fund­ar­stjóra eða þeir deila því með net- og sam­fé­lags­miðl­um. Dag­skrár­vald miðl­anna er í dag dreift. Við höfum á allra síð­ustu miss­erum séð ótal dæmi þar sem hags­muna­að­il­ar, sem þykir pendúll umræð­unnar sveifl­ast í óhag­stæða átt, hafa beitt sam­fé­lags­miðlum mark­visst til að koma sínum sjón­ar­miðum eða stað­reyndum á dag­skrá. Hjá lengra komnum í notkun á nýjum miðlum er til­gang­ur­inn ekki síður að stappa stál­inu í inn­vígða stuðn­ings­menn – félag­ana í sam­fé­lag­inu á lárétta ásnum – og þétta raðir stuðn­ings­fólks hvar sem það er að finna.

Berg­máls­her­bergi og vopna­búr

Þá má einnig greina að hin nýja umræðu­hefð sem þroskast í láréttum sam­fé­lögum þar sem hver og einn sækir að sér líkum gerir það að verkum að sjón­ar­mið takast síður á – and­stæð sjón­ar­mið skol­ast burtu. Þannig þroskast sjón­ar­mið í svoköll­uðum berg­máls­her­bergjum þar sem skoð­anir eins er berg­mál af við­horfum ann­ars. Sjón­ar­miðin þró­ast síður í gegnum rök­ræðu þar sem ólík sjón­ar­mið eru vegin og met­in. Skoð­ana­mótun af þessu tagi gerir ein­stak­ling­inn að merk­is­bera og tals­manni þegar út í hið margræða og marg­sam­setta lóð­rétta nær­sam­fé­lag er kom­ið.

Berg­máls­her­bergin eru dálítið eins og sell­urnar sem voru starf­andi í komm­ún­ista­hreyf­ingum á síð­ustu öld – eins konar vopna­búr – en þangað sóttu félagar sér rök, skoð­anir og sjón­ar­mið til að lemja á and­stæð­ingum í stjórn­málum – vopn og verjur til átaka við stéttaró­vin­ina og svik­ar­ana.

Þannig verður sam­fé­lagið sem við búum í - rétt­ar­ríkið og skatt­ríkið – að vett­vangi átaka sem láréttu sam­fé­lögin næra. Með ein­földun og námundun má leiða að því líkur að hin nýja sam­skipta­tækni kyndi frekar undir átaka­stjórn­mál en sam­ræðu­stjórn­mál og eigi þannig þátt í þeim óróa sem ein­kennir sam­tím­ann.

Aðhald, fjöl­breytni og vald­efl­ing

Enn er allt of snemmt að segja til um hver áhrif hinnar nýju sam­skipta­tækni verða á þróun sam­fé­laga og umræð­unnar um þau. Að ofan­greindu má þó sjá nokkrar vís­bend­ingar um að hin nýja tækni hafi losað um þá þræði sem vest­ræn sam­fé­lög hafa verið ofin úr einkum vegna þess að gömlum aðferðum og leiðum hefur verið raskað án þess að ljóst sé hvað komi í stað­inn. Þá fylgir nýrri tækni oft bram­bolt og umbrot vegna þess ákafa sem er gjarnan fylgi­fiskur nýj­unga og bylt­inga og fram­þró­unin tekur á sig mynd átaka.

Á hinn bóg­inn þá er margt gott hægt að segja um þær breyt­ingar sem eru að verða á sam­tal­inu í sam­fé­lag­inu. Nýjar hug­myndir kom­ast auð­veldar fram á sjón­ar­sviðið og margan hátt vald­eflir hin nýja tækni ein­stak­linga og hópa sem ekki hafa til­heyrt þeim sem leitt hafa umræðu og sam­fé­lög. Þá veitir nýr sam­skipta­máti vald­höfum meira aðhald en áður og knýr á um end­ur­skoðun og end­ur­mat jafn­harðan og breyt­ingar verða. Á þann hátt er sam­skipta­tæknin í takt við hinar hröðu breyt­ingar sam­fé­lags­ins í heild.

Óvissa um aðferðir við­heldur umræðu­kreppu

Stóra myndir er hins vegar skýr. Sam­skipta­kerfi vest­ræna sam­fé­lags­ins tók miklum breyt­ingum á sama tíma og fjár­mála­kerfi heims­ins gekk í gegnum kreppu með til­heyr­andi efna­hags­legum skakka­föll­um. Vest­ur­lönd hafa átt erfitt með að vinna úr áföllum krepp­unn­ar, ekki aðeins þeim efna­hags­legu heldur miklu frekar þeim félags­lega og stjórn­mála­lega sem sést á að þar sem efna­hagur hefur dafnað vel er ekki síður ólga í stjórn­mál­um.

Sú skýr­ing sem hér hefur verið borin á borð er að ný sam­skipta­tækni raskaði aðferðum í umræðu um stjórn­mál og póli­tísku valda­jafn­vægi um leið. Sam­skipta­tæknin á því mik­inn þátt í að við­halda hinu póli­tíska umróti sem nú ein­kennir Vest­ur­lönd og íslensk stjórn­mál, ekki síður en efna­hag­skreppan sem á íslensku heitir Hrun­ið, sem þó að sönnu kom ólg­unni af stað.

Í þriðju og síð­ustu grein þessa greina­flokks verða helstu ein­kenni stjórn­mála sam­tím­ans á Vest­ur­löndum skoðuð í ljósi breyttu sam­skipta og vend­inga í efna­hags­kerfi heims­ins sem voru til umfjöll­unar í fyrstu tveimur greinum þessa greina­flokks. Í fyrstu grein­inni var fjallað um þátt hnatt­væð­ing­ar­innar og krepp­unnar 2008 til 2010 í því umróti sem nú gengur yfir hinn vest­ræna heim.

Höf­undur er fyrrum kenn­ari, blaða­mað­ur, rit­stjóri og vara­þing­maður sem hefur starfað und­an­farin 16 ár sem ráð­gjafi alþjóð­legra fjár­mála­fyr­ir­tækja og fjár­festa í sam­skiptum og við­skipt­um. Hann hefur fylgst með þróun fjöl­miðla og umræðu um við­skipti, efna­hags­mál og stjórn­mál í yfir 30 ár og er með jafn­gam­alt meist­ara­próf í sam­skipta­fræðum frá Manchester háskól­anum í Englandi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar