Auglýsing

Kjarn­inn fékk það stað­fest í síð­ustu viku hjá Seðla­bank­anum að 500 milljón evra neyð­ar­lán (76,2 millj­arðar króna á núvirði) sem bank­inn veitti Kaup­þingi þann 6. októ­ber 2008, sama dag og Geir H. Haarde bað guð að blessa Ísland, myndi ekki inn­heimt­ast að fullu. Langt í frá. Tæpur helm­ingur láns­ins, um 35 millj­arðar króna, er tap­að­ur. Fyrir þessu láni var tekið alls­herj­ar­veð í eign­ar­hlut Kaup­þings í danska bank­anum FIH. Seðla­banki ákvað að lána nán­ast allan inn­lendan gjald­eyr­is­forða sinn í miðju alþjóð­legu banka­hruni til íslensks banka, sem náði að lifa í þrjá daga eftir lán­veit­ing­una, og tók veð í dönskum banka sem sér­hæfði sig í lánum til fast­eigna­verk­efna í nýsprung­inni fast­eigna­bólu í stað­inn. Þetta gerð­ist í alvöru.

Tapið blasað við frá byrjun



Árni Mathies­en, þáver­andi fjár­mála­ráð­herra, lýsti lán­veit­ing­unni þannig í bók sinni um banka­hrunið og afleið­ingar þess að Seðla­bank­inn hafi „látið Kaup­þing hafa allan gjald­eyr­is­forð­ann sem þeir voru með hér heima þannig að það voru engir pen­ingar eftir í Seðla­bank­an­um“.

Það að tap yrði á þess­ari glóru­lausu lán­veit­ingu hefur raunar blasað við frá byrj­un. Og sér­stak­lega frá sept­em­ber 2010 þegar FIH, hið slaka veð, var selt til hóps fjár­festa. Seðla­bank­inn til­kynnti hroðugur að hann myndi hagn­ast veru­lega á söl­unni. Í stað þeirra 500 millj­óna evra sem hann lán­aði ætl­uðu kaup­end­urnir að greiða 670 millj­ónir evra fyrir FIH. Þegar smáa letrið var skoðað kom hins vegar í ljós að ein­ungis helm­ingur kaup­verðs­ins var greiddur og Seðla­bank­inn lán­aði nýjum eig­endum rest­ina vaxta­laust út árið 2015. Það réðst síðan á því hversu mikið FIH þurfti að afskrifa af eignum sínum og hversu mikið af ódýrum skart­gripum danska skart­gripa­keðjan Pand­ora (sjóður FIH er stór eig­andi að henni) myndi selja hvort Seðla­bank­inn myndi yfir höfuð fá eitt­hvað af selj­enda­lán­inu til baka. FIH þurfti auð­vitað að afskrifa fullt af eign­um, hluta­bréf í Pand­oru hríð­féllu og á end­anum fékk Seðla­bank­inn nánast ekk­ert til baka af selj­enda­lán­inu.

„Eftir að Kaup­þing féll gat Lindsor ekki greitt lánið til baka. Ekki eina krónu. Og tapið því gríð­ar­legt fyrir kröfu­hafa bank­ans, meðal ann­ars Seðla­banka íslenskra skatt­greið­enda. Þeir sem seldu umrædd skulda­bréf til Lindsor los­uðu sig hins vegar undan ábyrgðum og tryggðu sér marga millj­arða króna í gróða í evrum.“


Auglýsing

Keyptu skulda­bréf fyrir tugi millj­arða sama dag



Nú skulum við spóla aðeins til baka. Sig­urður Ein­ars­son, þáver­andi stjórn­ar­for­maður Kaup­þings, sagði í Kast­ljós­inu sama dag og neyð­ar­lánið var veitt að hann „rétt­læti það að við höfum fengið þessa fyr­ir­greiðslu vegna þess að þetta er mjög öruggt lán. Vegna þess að við stöndum mjög vel og Seðla­bank­inn er öruggur um að fá þessa pen­inga til baka […] Ég get sagt það kinn­roða­laust".

Davíð Odds­son, þáver­andi for­maður banka­stjórnar Seðla­bank­ans, sagði dag­inn eftir í sama þætti að ef lánið feng­ist ekki greitt þá myndi „Seðla­bank­inn eign­ast mjög góðan banka í Dan­mörku, FIH". Báðar þessar dig­ur­bark­legu yfir­lýs­ingar reynd­ust tóm steypa. Báðir menn­irnir sögðu ósatt.

Þá hefur komið fram, og verið til rann­sóknar bæði á Íslandi og í Lúx­em­borg, að sama dag og Kaup­þing fékk þetta neyð­ar­lán hafi Lindsor Hold­ing Cor­poration, félag skráð á Tor­tola-eyju, fengið 171 milljón evra, um 26 millj­arðar króna á núvirði, lán­aða frá Kaup­þingi. Lindsor var í eigu Otris, félags sem stjórn­endur Kaup­þings stýrðu og virk­aði sem nokk­urs konar ruslakista, afskrifta­sjóður utan efna­hags­reikn­ings Kaup­þings. Þangað var léleg­um, og ónýt­um, eignum hrúg­að. Lánið til Lindsor, sem var ekki borið undir lána­nefnd Kaup­þings, var notað til að kaupa skulda­bréf af Kaup­þingi í Lúx­em­borg, ein­stökum starfs­mönnum þess banka og félagi í eigu Skúla Þor­valds­son­ar, sér­staks vild­ar­við­skipta­vinar Kaup­þings sem fékk óheyri­legar lán­veit­ingar hjá bank­anum án veða.

Komið hefur fram í gögnum að sér­stakur sak­sókn­ari telur að til­gangur þess­arra við­skipta­vina hafi verið að „flytja fallandi verð­gildi skulda­bréf­anna af eig­endum þeirra og yfir á Kaup­þing á Ísland­i“. Þá benda gögn til þess að Lindsor hafi keypt skulda­bréfin á mun hærra verði en mark­aðs­verði.

„Þessi lán­veit­ing er lyk­ilpúsl í því upp­gjöri þjóðar við ömur­lega atburði sem urðu ekki vegna breyttrar vind­áttar í banka­kerfi, heldur af manna­völd­um. Það eru ákvarð­anir sem skapa afleiðingar.“

Eftir að Kaup­þing féll gat Lindsor ekki greitt lánið til baka. Ekki eina krónu. Og tapið því gríð­ar­legt fyrir kröfu­hafa bank­ans, meðal ann­ars Seðla­banka íslenskra skatt­greið­enda. Þeir sem seldu umrædd skulda­bréf til Lindsor los­uðu sig hins vegar undan ábyrgðum og tryggðu sér marga millj­arða króna í gróða í evr­um, sem marg­fald­að­ist í íslenskum krónum þegar krónan féll. Ekki hefur verið gefið upp hverjir þetta voru eða hvort þeir hafi verið að starfa í umboði fyrir aðra. Ákvörð­unin um að fram­kvæma þennan snún­ing var hins vegar tekin af stjórn­endum Kaup­þings.

Sím­tal Dav­íðs og Geirs



Þennan saman dag og Kaup­þing fékk tugi millj­arða króna lán­aða frá Seðla­banka Íslands, og keypti fullt af síðar verð­lausum skulda­bréfum á yfir­verði af starfs­mönnum og vild­ar­við­skipta­vini sínum fyrir stóran hluta upp­hæð­ar­inn­ar, átti sér stað sím­tal milli Dav­íðs Odds­son­ar, þáver­andi for­manns banka­stjórnar Seðla­banka Íslands, og Geirs H. Haar­de, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, þar sem þeir ræða lán­veit­ing­una. Fjár­laga­nefnd Alþingis reyndi árum saman að fá afrit af umræddu sím­tali. Það hafa fjöl­miðlar líka gert en án árang­urs. Birt­ing sam­tals­ins hefur strandað á því að Geir H. Haarde hefur ekki viljað gefa leyfi fyrir henni, en hann vissi ekki að sam­talið hefði verið tekið upp.

Í ljósi þess að nú hefur fengið stað­fest að þessi afleita lán­veit­ing kost­aði íslenska skatt­greið­endur 35 millj­arða króna, án til­lits til tap­aðrar ávöxt­unar á slíkri upp­hæð á sex árum, og að verið sé að rann­saka hvort stjórn­endur Kaup­þing hafi ráð­stafað lán­inu með sak­næmum hætti til að tryggja þröngum hópi stór­kost­legan ágóða, er algjör­lega krist­al­tært að gera þarf umrædda upp­töku opin­bera. Strax.

Það er ekki hægt að láta eins og þetta hafi bara verið óheppni að tapa þessum svim­andi háu upp­hæð­um, sem eru tæp tvö pró­sent af árlegri lands­fram­leiðslu Íslands. Það verður að útskýra fyrir þjóð­inni hvernig æðstu ráða­menn hennar tóku ákvörðun um að lána, og tapa, um 75 pró­sent af því fé sem tekur að reka Lands­spít­ala Íslands á þessu ári. Þessi lán­veit­ing er lyk­ilpúsl í því upp­gjöri þjóðar við ömur­lega atburði sem urðu ekki vegna breyttrar vind­áttar í banka­kerfi, heldur af manna­völd­um. Það eru ákvarð­anir sem skapa afleið­ing­ar.

Til þess að geta horft áfram þurfum við að geta hætt að horfa aft­urá­bak. Það ger­ist ekki nema myndin sem blasir við í bak­sýn­is­spegl­inum sé skýr. Og hún verður mun skýr­ari strax eftir að búið verður að spila sam­tal Geirs og Dav­íðs upp­hátt og fyrir alla.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None