Píratar á sjó

Kjartan Jónsson
kjarninn_batar.jpg
Auglýsing

Eins og flestir vita hafa Píratar notið vax­andi fylgis í skoð­ana­könn­unum und­an­farna mán­uði. Sumir vilja afgreiða það sem bólu, en aðrir eygja í þeim von um að þær kerf­is­breyt­ingar sem þeir boða geti komið okkur úr þeim póli­tíska rembihnút sem lamar íslenska sam­fé­lags­þró­un. Kerf­is­breyt­ingar sem leggi sam­fé­lag­inu til tæki og tól til að taka á og skera úr stórum málum sem hafa þvælst fyrir okkur allt of lengi. En með þessu fylgi kemur líka áskorun um ábyrga stefnu í mik­il­vægum málum sem varða land og þjóð. Nýverið tókum við skref í átt til að axla þá ábyrgð með stefnu í einum mik­il­væg­asta mál­flokki lands­ins, sjáv­ar­út­vegs­mál­um.

Því fer fjarri að sátt hafi ríkt um mála­flokk­inn und­an­farna ára­tugi, sér­stak­lega eftir árdaga kvóta­kerf­is­ins, þegar kvót­inn, óveiddur fiskur í sjón­um, varð að mark­aðs­vöru og ein­hvers virði. Veð­setn­ing á kvóta til ýmiss brasks, og áhrif þess á þensl­una sem olli hrun­inu, magn­aði óánægju og tor­tryggni í sam­fé­lag­inu sem náði svo nýjum hæðum eftir hrun, þegar geng­is­fell­ing krón­unnar varð til þess að hagn­aður grein­ar­innar óx gríð­ar­lega, um og yfir 20% hreinn hagn­aður á hverju ári, með tug­millj­arða arð­greiðsl­um, án þess að veiði­leyfagjöld hækk­uðu svo nokkru næmi.

Einn mik­il­væg­asti hluti stefnu Pírata er að ákvæði frum­varps stjórn­laga­ráðs til stjórn­skip­un­ar­laga verði efn­is­lega tekið upp í stjórn­ar­skrá. Þeir þættir sem mesta athygli hafa vakið eru hins vegar þeir að kvóta verði úthlutað í gegnum upp­boðs­markað og allur fiskur fari á mark­að. Þessi mark­aðs­lausn er algjör­lega í sam­ræmi við eina meg­in­kröfu Pírata um gegn­sæi. Gegnsæ verð­myndun verður ekki nema til staðar sé opinn mark­aður með fullu aðgengi allra. Sam­tök útgerð­ar­manna hafa talað gegn hærri veiði­leyfagjöldum á þeim for­sendum að útgerðin standi ekki undir þeim – látum bara mark­að­inn, þá sjálfa, skera úr um hve háum veiði­gjöldum hún stendur und­ir. Þar með verður líka stórt skref tekið í að eyða tor­tryggn­inni í sam­fé­lag­inu.

Auglýsing

Hér á eftir langar mig að fjalla um nokkur algeng rök sem tals­menn útgerð­ar­innar (og rík­is­stjórn­ar­inn­ar) hafa notað til að rétt­læta núver­andi kerfi:

„Upp­boðs­mark­aður á kvóta veldur óstöð­ug­leika í grein­inni, sem kemur í veg fyrir að nokkur fyr­ir­greiðsla fáist og þar með lok­ast fyrir alla fjár­fest­ing­u.“

Þús­undir fyr­ir­tækja um allan heim vinna í umhverfi þar sem aðgengi að ýmsum aðföngum og hrá­efni er háð mark­aðs­verði. Vel rekin fyr­ir­tæki í slíku umhverfi eiga ekki í erf­ið­leikum með fyr­ir­greiðslu til fjár­fest­inga. Stóru íslensku sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækin virð­ast alveg kunna sitt fag, auk þess sem eig­in­fjár­staða þeirra hefur batnað gíf­ur­lega und­an­farin ár. Þeim er því engin vor­kunn. Þá er við­kvæðið gjarnan að afkoma lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja  sé ekki upp á marga fiska og þau þoli ekki hækk­anir veiði­gjalda. Með­al­tölur um afkomu lít­illa fyr­ir­tækja eru eðli­lega lágar – eins og í öllum öðrum rekstri eiga ný fyr­ir­tæki erfitt upp­dráttar og fara flest á haus­inn. Mun færri fyr­ir­tæki ná að gera það gott og verða stór. Upp­boðs­mark­að­ur  auð­veldar aðgengi nýrra fyr­ir­tækja að grein­inni, þar sem þau þurfa ekki að skuld­setja sig upp fyrir haus í kvóta­kaupum áður en þau dýfa veið­ar­færi í sjó.

„Greinin leggur nú þegar nægi­lega mikið til sam­fé­lags­ins í gegnum beina og óbeina skatta."

Fram­lag útgerð­ar­fyr­ir­tækja í gegnum skatta, skatta­sporið, er und­ar­leg rök­leysa í þessu sam­hengi. Afhend­ing á kvóta undir mark­aðs­verði er nið­ur­greiðsla á kvóta. Skatta­greiðslur fyr­ir­tækis eru ekki rétt­læt­ing á nið­ur­greiðslu á kvóta – þvert á móti ætti skatta­sporið að vera vís­bend­ing um hið gagn­stæða, að slík nið­ur­greiðsla sé ónauð­syn­leg.

„Ekki er neitt rétt­læti í því að ríkið leysi til sín kvót­ann, þar sem hann hefur skipt svo oft um hendur – hand­hafar hans í dag hafa flestir greitt fyrir hann.“

Kvóti á upp­sjáv­ar­fiski, síld, loðnu og mak­ríl, hefur ekki skipt um hendur í neinum mæli, en vissu­lega hafa margir dug­legir ein­stak­lingar lagt mikið á sig við að byggja upp fyr­ir­tæki innan núver­andi kerfis og skuld­sett sig í kvóta­kaupum á botn­fiski. Öll slík við­skipti hafa þó átt sér stað í póli­tísku and­rúms­lofti ósætt­is, þar sem engin trygg­ing var fyrir að um varna­lega eign væri að ræða. En til að ná ein­hverri sátt þarf að semja um aðlög­un­ar­tíma þess­ara breyt­inga.

„Stórir og fjár­sterkir aðilar munu kaupa upp kvót­ann, sem mun safn­ast á hendur fárra.“

Full­yrð­ingar um að stórir aðilar muni kaupa upp allan kvót­ann, fari hann á upp­boð, hafa gjarnan heyrst af vinstri væng stjórn­mál­anna. Ég ímynda mér að LÍÚ-­menn hafi brosað í kamp­inn í gegnum tíð­ina vegna þess­ara óvæntu banda­manna „auð­valds­ins“, sem hafa þannig staðið gegn breyt­ingum á kerf­inu. Það er til­tölu­lega ein­falt að útfæra upp­boð á þann hátt að þátt­tak­endur greiði lít­inn hluta af verð­inu fyr­ir­fram, afgang­ur­inn sé síðan inn­heimtur við sölu á mark­aði, sem gerir minni aðilum kleyft að taka þátt. Þegar eru til staðar reglur um hámarks­eign fyr­ir­tækja og skyldra aðila á kvóta og sjálf­sagt að þær gildi áfram til að koma í veg fyrir sam­þjöpp­un.

„Breyt­ingin mun valda byggða­rösk­un“

Ekki er nein ástæða til að ætla að þessi breyt­ing hafi ein­hver áhrif til byggða­rösk­un­ar, umfram það sem núver­andi kerfi hefur haft. Það eru gríð­ar­lega sterk fyr­ir­tæki í Vest­manna­eyj­um, Nes­kaups­stað,  á Akur­eyri og víðar – vel rekin fyr­ir­tæki sem munu eflaust gera það gott áfram. Eins og var áður nefnt, verður auð­veld­ara fyrir nýja aðila að fara út í útgerð eftir þessar breyt­ingar og minni útgerð þrífst best í nánd við miðin í kringum land­ið. Að auki má útfæra kerfið á þann hátt að hluti veiði­leyfagjalds­ins renni til sveit­ar­fé­lag­anna, til að skapa frek­ari sátt um mál­ið.

„Allur afli á markað kemur í veg fyrir sam­þætt­ingu veiða og vinnslu, en sam­þætt­ing veiða, vinnslu og mark­aðs­setn­ingar er mjög hag­kvæm fyrir grein­ina.“

Sam­þætt­ing veiða, vinnslu og mark­aðs­setn­ingar er örugg­lega mjög hag­kvæm, sér­stak­lega í grein sem fellur ekki undir sam­keppn­is­stofnun og sam­keppn­is­regl­ur. Svona eins og sam­ráð olíu­fé­lag­anna sem komst upp hérna um árið – það var mjög hag­kvæmt fyrir olíu­fé­lög­in, nema hvað þau falla undir sam­keppn­is­lög og voru sektuð fyrir vik­ið. Hinir aug­ljósu van­kantar á kerf­inu eru ógagnsæ verð­mynd­un, en laun sjó­manna eru byggð á afla­verð­mæti, fisk­vinnslum er mis­mun­að, þar sem fisk­vinnslur án útgerðar hafa mun tak­mark­aðri aðgang að hrá­efni, sem skekkir sam­keppn­is­stöðu þeirra. þá býður það upp á alls konar bók­halds­fiff, taka út hagnað í erlendu mark­aðsúti­búi þar sem er hag­kvæmara skattaum­hverfi (auk þess sem auð­velt er að skjóta ein­hverju fram­hjá gjald­eyr­is­höft­u­m), svo eitt­hvað sé nefnt. Fyr­ir­komu­lagið er hag­kvæmt fyrir fyr­ir­tækin sem eiga veiðar og vinnslu, en ekki fyrir fisk­vinnslur sem eru ekki í útgerð. Fisk­ur­inn í sjónum er tak­mörkuð auð­lind, en vinnslu­mögu­leikar eiga sér lítil tak­mörk. Því er eft­ir­sókn­ar­vert og þjóð­hags­lega hag­kvæmt að það verði gróska og sér­hæf­ing í fisk­vinnslu, sem leiðir til virð­is­aukn­ingar á tak­mark­aðri auð­lind. Auk þess að brjóta í bága við sam­keppn­is­reglur sem gilda um önnur fyr­ir­tæki í land­inu, og hjá þeim þjóðum sem við viljum bera okkur sam­an  við, leiðir núver­andi kerfi til mun eins­leit­ari fram­leiðslu en gæti mögu­lega ver­ið.

Tals­menn kerf­is­ins hafa sumir gagn­rýnt okkur fyrir skort á nákvæm­ari hug­myndum og útfærslu. Því má svara með að kröfu um gegn­sæi og rétt­látt við­skiptaum­hverfi þarf ekki að fylgja útfærsla til að telj­ast rétt­mæt. Við höfum mark­mið, leið­irnar að því geta verið fleiri en ein. Of nákvæm útfærsla eins flokks í póli­tísku lands­lagi, þar sem end­an­lega útfærsla er sett niður í sam­starfs­samn­ingi tveggja eða fleiri flokka, hefur auk þess lítið upp á sig. Á kom­andi mán­uðum treystum við líka á að rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir og full­trúar SFS setji fram sína gagn­rýni og aðfinnslur og hjálpi okkur þannig við að koma með eins skot­helda útfærslu og hægt er.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Múltikúlti - mála­mið­stöðv­ar, sit­ur ­fyrir Pírata í end­ur­skoð­un­ar­nefnd um mann­rétt­inda­stefnu Reykja­vík­ur­borgar og er vara­maður í mann­réttinda­ráði og fjöl­menn­ing­ar­ráði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None