Það er ein leið til að afnema verðtryggingu

Auglýsing

Nú er haf­inn síð­ari hálf­leikur kjör­tíma­bils­ins og því orðið tíma­bært að tromma upp eitt þvældasta en lang­lífasta þrætu­mál Íslend­inga, afnám verð­trygg­ing­ar, svo það nái nægi­legum hita til að skipta máli þegar kosið verður vorið 2017.

Þetta er kunn­ug­legur sam­kvæm­is­leik­ur, enda var afnám verð­trygg­ingar eitt helsta lof­orð ann­ars stjórn­ar­flokks­ins fyrir síð­ustu þing­kosn­ing­ar. Þann 22. apríl 2013 skrif­aði Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, nú for­sæt­is­ráð­herra en þá verð­andi sig­ur­veg­ari þing­kosn­inga sem fram fóru fimm dögum síð­ar, pist­ill á blogg­síðu sína. Fyr­ir­sögn hans var „Fram­sókn­ar­stjórn eða verð­trygg­ing­ar­stjórn“. Þar sagði hann að staðan væri ekki flók­in. Ljóst yrði að næsta rík­is­stjórn yrði annað hvort um áherslur Fram­sókn­ar­flokks­ins eða að það yrði mynduð rík­is­stjórn gegn þeim. „Annað hvort verður mynduð rík­is­stjórn um skulda­leið­rétt­ingu, afnám verð­trygg­ingar og heil­brigð­ara fjár­mála­kerfi eða rík­is­stjórn þeirra sem telja í lagi að láta vog­un­ar­sjóð­i á­kveða hvenær Ísland brýst úr viðjum skulda og hafta, rík­is­stjórn  sem telur ekki rétt að nýta ein­stakt tæki­færi til að koma til móts við skuld­sett heim­ili, rík­is­stjórn um óbreytt fjár­mála­kerfi, rík­is­stjórn um verð­trygg­ing­u“.

Er fjár­mála­kerfið heil­brigt?



Og það var vissu­lega ráð­ist í skulda­leið­rétt­ingu. Sumir Íslend­ingar eru meira að segja mjög ánægðir með hana. Hin­ir, sem annað hvort fengu ekk­ert, fengu miklu minna en þeir töldu sig hafa fengið vil­yrði fyrir eða finnst það bara hreint út sagt galið að gefa 80 millj­arða króna með til­vilj­ana­kenndum hætti úr rík­is­sjóði til hluta þjóð­ar­innar í stað þess að nota þá pen­inga í sam­neyslu, eru hins vegar ekk­ert sér­stak­lega sátt­ir. Það er alla­vega svo að skulda­leið­rétt­ingin hefur ekki skilað stjórn­ar­flokk­unum fylg­is­aukn­ingu.

Auglýsing

Og það er verið að hrinda í fram­kvæmd áætlun um losun hafta sem á að lækka skuldir Íslend­inga og hjálpa til við að losa um höft. Það má hins vegar segja að vog­un­ar­sjóð­irnir ill­ræmdu séu að fá að koma nokkuð mikið að ákvörðun um hvenær og með hvaða hætti „Ís­land brýst úr viðjum skulda og hafta“. Sem er reyndar hið besta mál, enda mun betra að semja um góða lausn og skað­leysi en að leggja ein­hliða á skatt sem gæti túlkast sem eigna­upp­taka og eiga á hættu á mála­ferlum fyrir dóm­stólum sem myndu tefja losun hafta.

Hin atriðin sem Sig­mundur Davíð taldi upp að rík­is­stjórn hans yrði mynduð um: „af­nám verð­trygg­ingar og heil­brigð­ara fjár­mála­kerf­i“, hafa aug­ljós­lega ekki gengið eft­ir. Þeir við­skipta­hættir sem end­ur­reistir íslenskir bankar stunda, til dæmis þegar þeir eru að losa um eignir sem þeim áskotn­uð­ust eftir hrun­ið, hafa ekki þótt bera yfir­bragð heil­brigð­is. Nægir þar að nefna sölu Lands­bank­ans á hlut sínum í Borgun og sala Arion banka á hlut í Sím­anum á lágu verði í aðdrag­anda útboðs. Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sagði til dæmis nýverið að síð­ar­nefnda salan væri klúður og að það væri engin þol­in­mæði fyrir slíku í þjóð­fé­lag­inu.

Fra­sa-um­ræðan hefst á ný



Og þá stendur eftir afnám verð­trygg­ing­ar. Hún var póli­tískur frasi síð­ustu kosn­ing­ar. Og svín­virk­að­i. Það kom skýrt fram í stefnu­skrá Fram­sókn­ar­flokks­ins þá að flokk­ur­inn ætl­aði sér að afnema verð­trygg­ingu á neyt­enda­lán­um. Undir þeim lið sagði m.a.: „Fyrsta skrefið verði að setja þak á hækkun verð­trygg­ingar neyt­enda­lána". Það hefur ekki verið gert.

Þar sagði líka að skipa ætti starfs­hóp til að und­ir­búa afnám verð­trygg­ing­ar. Hann var skip­aður en komst að þeirri ­nið­ur­stöðu 2014 að það ætti ekk­ert að afnema verð­trygg­ingu.

Bjarni Bene­dikts­son sagði síðan skýrt og skor­in­ort í apríl síð­ast­liðnum að það standi alls ekki til að afnema verð­trygg­ingu. Þó væri unnið að frum­varpi um breyt­ingar á verð­tryggðum lánum í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu og mögu­legt er að það verði lagt fram á haust­þing­i. Þær breyt­ingar áttu að þrengja að 40 ára jafn­greiðslu­lánum og fara með þau niður í 25 ár. Það frum­varp er ekki á þing­mála­skrá rík­is­stjórn­ar­innar fyrir kom­andi vet­ur.

Það sem hefur hins vegar gerst á þessu kjör­tíma­bili er að íslenskir hús­næð­is­lán­tak­endur hafa haldið áfram að taka verð­tryggð lán. Á­stæðan er sú að verð­bólga hefur verið lág í um 20 mán­uði og ansi margt íslenskt launa­fólk ræður ekki við að greiða af öðru­vísi hús­næð­is­lánum en verð­tryggð­um, þar sem mán­að­ar­legar afborg­anir eru mun lægri.

Nú er und­ir­bún­ingur fyrir næstu kosn­ingar þó kom­inn á fullt og því er umræða um afnám verð­trygg­ingar hafin á ný. Stjórn­ar­and­staðan er byrjuð að krefja for­sæt­is­ráð­herra svara um fyr­ir­hugað afnám á meðan að þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins eru farnir að tala upp nauð­syn aðgerð­ar­innar eins og þeir séu ekki í aðstöðu til að fram­kvæma hana. Á liðnum mán­uði hefur Sig­mundur Davíð farið í við­tal á Útvarpi Sögu þar sem hann sagði að rík­is­stjórnin ætl­aði að afnema verð­trygg­ing­u. Willum Þór Þórs­son sagði í útvarps­þætti skömmu síðar að ef rík­is­stjórnin færi ekki að koma þessu máli á dag­skrá þá yrðu þing­menn að taka málið upp. Þann 6. októ­ber flutti Elsa Lára Arn­ar­dóttir ræðu í þing­inu þar sem hún hvatti til þess að verð­trygg­ingin yrði „tekin úr sam­band­i“.

Hvað felst í afnámi verð­trygg­ing­ar?



Af­nám verð­trygg­ingar er teygj­an­legt hug­tak þegar það er notað í póli­tískum til­gangi. Sig­mundur Davíð útskýrði það svona í blogg­færslu sem hann skrif­aði 15. mars 2013: „Af­námið verður að fram­kvæma þannig að fólk með verð­tryggð lán geti skipt yfir í óverð­tryggð, lán­tak­endum bjóð­ist stöðugir vext­ir, áhætta skipt­ist milli lán­veit­enda og lán­taka þannig að áætt­unni sé skipt eðli­lega.“ Þetta sagði Sig­mundur Davíð að væri ein­falt.

Sam­kvæmt skýr­ingu for­sæt­is­ráð­herra á því ekki að afnema verð­trygg­ingu aft­ur­virkt, enda er það ekki hægt. Ef við lítum fram­hjá því að Bjarni Bene­dikts­son, hitt höfuð rík­is­stjórn­ar­inn­ar, hefur sagt að verð­trygg­ing verði ekki afnum­in, og ein­beitum okkur að því hvernig slík aðgerð ætti að fara fram þá virð­ast nokkrar leiðir blasa við.

Í fyrsta lagi væri hægt að banna ný verð­tryggð hús­næð­is­lán með þeim hætti að ein­ungis verði í boði óverð­tryggð lán. Í ljósi þess að það er nokk­urs konar neyð­ar­á­stand á íslenskum hús­næð­is­mark­aði um þessar mund­ir, þar sem ansi stór hluti þjóð­ar­innar er í vand­ræðum með að eign­ast hús­næði og standa undir afborg­unum lána, myndi sú aðgerð auka enn á þann ójöfn­uð. Þ.e. færri myndu geta tekið hús­næð­is­lán en gera það í dag enda afborg­anir af óver­tryggðum lánum mun hærri en af verð­tryggð­um.

Í öðru lagi gæti ríkið sett lög þar sem allar fjár­mála­stofn­anir yrðu skikk­aðar til að breyta verð­tryggðum lánum í óverð­tryggð. Þar sem allt að 70 pró­sent allra hús­næð­is­lána á Íslandi eru verð­tryggð þá myndi það leiða til þess að þorri Íslend­inga færi að borga meira á mán­uði í afborg­an­ir. Ljóst er að ansi margir Íslend­ingar ráða ekki við það. Auk þess er skulda­bréfa­út­gáfan sem fjár­magnað hefur þorra verð­tryggðu lán­anna sem veitt hafa verið verð­tryggð. Lána­stofn­anir þyrftu áfram að borga af þeim verð­tryggðu skuld­um, sem eru að mestu við íslenska líf­eyr­is­sjóði.

Í þriðja lagi gæti ríkið ætlað sér að nið­ur­greiða óverð­tryggð hús­næð­is­lán þannig að íslensk heim­ili hafi efni á þeim. Þ.e. að vextir verði ekki ákvarð­aðir á mark­aði heldur með póli­tískum ákvörð­un­um. Ríkið er sann­ar­lega í aðstöðu til þess sem eig­andi Íbúða­lána­sjóðs, Lands­bank­ans, lík­lega Íslands­banka og 13 pró­sent hlutar í Arion banka. Það myndi þá þýða að þegar slakur und­ir­liggj­andi rekstur íslensku við­skipta­bank­anna myndi verða lak­ari og sú arð­semi sem ríkið gæti haft af bönk­unum eða sölu þeirra myndi lækka eða hverfa. Þess í stað myndi sá arður milli­fær­ast til þeirra sem skulda. Þá myndi borga sig að skulda mik­ið. Því ein­ungis þeir sem skuld­uðu myndu njóta þess­arar mili­færslu.

Erum ekki að horfa á rétt vanda­mál



Í þess­ari verð­trygg­ing­ar­um­ræðu verður að taka fram að sögu­lega þá hafa raun­vaxta­kjör á verð­tryggðum lánum verið hag­stæð­ari en á óverð­tyggðum lán­um. Eigna­myndun í hús­næði hefur aftur á móti verið hæg­ari. Á síð­ustu árum hefur hins vegar marg­borgað sig að vera með verð­tryggt lán. Frá því að íbúða­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu náði eft­ir­hruns­botni sínum í febr­úar 2010 hefur það hækkað um 43,4 pró­sent. Á sama tíma hefur vísi­tala neyslu­verðs, sem mælir verð­bólgu, hækkað um 19 pró­sent. Fast­eigna­verð hefur því hækkað marg­falt umfram verð­bólgu.

Allt þetta breytir því ekki að Íslend­ingar borga svívirði­lega vexti af hús­næð­is­lánum sín­um. Það skiptir engu máli hvort lánin eru verð­tryggð eða óverð­tryggð, svim­andi hátt vaxta­stig Seðla­bank­ans gerir það alltaf að verkum að lána­kjör íslensks almenn­ings eru miklu verri en þau kjör sem bjóð­ast ann­ars stað­ar. Á meðan að breyti­legir óverð­tryggðir vextir í Nor­egi eru 2,15 pró­sent eru lægstu óverð­tryggðu vextir sem bjóð­ast hér um sjö pró­sent.

Og umræða um afnám verð­trygg­ing­ar, með allskyns krúsídúllu-­leiðum sem fela í sér milli­færslur úr sam­eig­in­legum sjóðum eða notkun á póli­tísku valdi til að knýja fram ósjálf­bærni í rekstri lána­fyr­ir­tækja, er ekk­ert annað en hávaði til að beina sjónum almenn­ings að vanda­máli sem skap­ast vegna vanda­máls í stað þess að horfa á vanda­málið sjálft.

Vegna þess að það vanda­mál heitir íslenska krón­an. En það hentar ekki öllum að tala um það.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None