Meira úr skýringar

Tíu stærstu útgerðirnar halda á 56 prósent af öllum kvóta
Fjórar blokkir eru orðnar ráðandi í íslenskum sjávarútvegi. Þær hverfast í kringum Samherja, Brim, Kaupfélag Skagfirðinga og Ísfélagið. Samanlagt halda þessar blokkir á 58,6 prósent af öllum kvóta.
Kjarninn 6. janúar 2023
Vont vetrarveður en gæti verið (miklu) verra
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur rifjar upp 40 ára gamalt ófærðarveður suðvestanlands, eða öllu heldur nokkra daga með ítrekuðum snjóbyljum og skafrenningi í ársbyrjun 1983. Slíkt veður í dag myndi valda gríðarlegu raski.
Kjarninn 3. janúar 2023
Úr sjónsvarpsþættinum Matador
Höfundur Matador þáttanna látin – „Maður er ekkert merkilegur af því maður er gamall“
Lise Nørgaard, höfundur Matador þáttanna, er látin. Borgþór Arngrímsson fer yfir ævi rithöfundarins sem Danir líta nánast á sem þjóðareign.
Kjarninn 2. janúar 2023
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn gleymdi að telja séreignarsparnaðinn með í minnisblaði um greiðslubyrði
Í nóvember sagði Seðlabanki Íslands fjárlaganefnd að greiðslubyrði allt að fjórðungs íbúðalána hefði lækkað frá byrjun árs 2020. Stærsta ástæða þess reyndist vera notkun fólks á eigin sparnaði í að greiða niður lán sín.
Kjarninn 2. janúar 2023
Bitcoin er langþekktasti og verðmætasti rafeyririnn af þeim hundruðum sem til eru. Danskur kennari hefur farið vægast sagt flatt á fjárfestingu sinni í rafeyrinum.
Rafmyntin er sýnd veiði en ekki gefin
Getur það staðist að maður sem hefur keypt rafmynt og tapað síðan allri upphæðinni vegna verðfalls myntarinnar skuldi skattinum stórfé? Svarið við þessari spurningu er já, ef þú býrð í Danmörku.
Kjarninn 1. janúar 2023
Upplýsingafundir almannavarna urðu yfir 200 talsins. Nú heyra þeir sögunni til, þó svo að kórónuveiran sé enn aðeins á kreiki.
Endalok COVID-19 – Eða hvað?
Árið 2022 átti að marka endalok heimsfaraldurs COVID-19. Öllum takmörkunum var aflétt hér á landi í febrúar en kórónuveiran virðist ekki alveg ætla að yfirgefa heimsbyggðina.
Kjarninn 31. desember 2022
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur setið að völdum síðan seint á árinu 2017.
Stjórnarflokkarnir hafa tapað yfir fjórðungi fylgis síns og mælast langt frá meirihluta
Tvær kannanir sem birtar voru í lok árs sýna að Samfylkingin og Píratar hafa bætt við sig 14 til 16 prósentustigum af fylgi það sem af er kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsókn hafa á sama tíma tapað 13,6 til 14,3 prósentustigum.
Kjarninn 31. desember 2022
Netverslun, fatasóun og fatasöfnun og tengslin þar á milli var til umræðu á árinu sem er að líða.
Árið sem Íslendingar hentu minna af fötum en kínverskur tískurisi hristi upp í hlutunum
Fatasóun Íslendinga hefur dregist saman síðustu fimm ár, úr 15 kílóum á íbúa að meðaltali í 11,5 kíló. Á sama tíma blómstrar netverslun. 85 prósent Íslendinga versla á netinu og vinsælasti vöruflokkurinn er föt, skór og fylgihlutir.
Kjarninn 30. desember 2022
Veikleikar og brotalamir í skipulagsmálum á Íslandi
Eftir níu ár á forstjórastóli hjá Skipulagsstofnun söðlaði Ásdís Hlökk Theodórsdóttir um á árinu, yfir í kennslu og rannsóknir við Háskóla Íslands. Í viðtali við Kjarnann ræðir hún skipulagsmál á Íslandi, gæði byggðar og álitamál um beislun vindorkunnar.
Kjarninn 30. desember 2022
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson.
Baldvin Þorsteinsson eignast erlenda útgerð Samherja sem metin er á 55 milljarða króna
Sonur Þorsteins Más Baldvinssonar hefur keypt hollenskt dótturfélag Samherja Holding sem heldur utan um erlenda útgerðarstarfsemi Samherjasamstæðunnar. Áður hafði hann, ásamt systur sinni og frændsyskinum, eignast Samherja á Íslandi.
Kjarninn 29. desember 2022
Davíð Þorláksson er framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf.
Áttar sig illa á andstöðu hægrimanna við veggjöld
Framkvæmdastjóri Betri samgangna segir að mestur árangur í baráttu við umferðartafir náist með því að leggja á veggjöld sem séu hærri á háannatímum en utan þeirra. Kjarninn ræðir við Davíð Þorláksson um veggjöld, Keldnalandið og verkefni samgöngusáttmála.
Kjarninn 27. desember 2022
„Það er hægt að bölsótast en það er líka hægt að sjá allt þetta jákvæða“
Ástríða fyrir jafnréttismálum og vilji til að láta gott af sér leiða sannfærðu Vöndu Sigurgeirsdóttur um að bjóða sig fram til formanns KSÍ. Fyrsta rúma árið í embætti hefur verið vandasamt að vissu leyti en Vanda segist vera að venjast gagnrýninni.
Kjarninn 25. desember 2022
Thule herstöðin á Grænlandi.
Hundruð milljarða í endurbætur á Thule herstöðinni
Fjárhæð sem jafngildir 570 milljörðum íslenskra króna verður á næstu árum varið í endurbætur á herstöðinni Thule (Pituffik) herstöðinni á Grænlandi. Bandaríski herinn, sem starfrækir herstöðina, borgar brúsann.
Kjarninn 25. desember 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri boðaði dauða verðtryggingarinnar í viðtali sumarið 2020.
Segja verðtryggða íbúðalánavexti mögulega vera orðna hagkvæmari en óverðtryggða
Fyrir rúmum tveimur árum boðaði seðlabankastjóri dauða verðtryggingarinnar. Síðan þá hefur verðbólgan aukist gríðarlega og stýrivextir hækkað tíu sinnum í röð. Nú segir HMS að verðtryggð lán séu mögulega hagkvæmari.
Kjarninn 24. desember 2022
Það hefur gustað um ríkisstjórnina það sem af er kjörtímabili og vinsældir þeirra sem hana skipa hafa hríðfallið.
Svona er afstaða þjóðarinnar í lykilmálum samkvæmt skoðanakönnunum ársins 2022
Ýmis fyrirtæki kanna reglulega skoðanir landsmanna á ýmsum málum. Margar þeirra snúast um stjórnmálaskoðanir, efnahagsleg málefni og traust til fólks, athafna, flokka, ríkisstjórna eða stofnana. Hér eru átta skoðanakannanir sem vöktu athygli á árinu.
Kjarninn 24. desember 2022
Þeir sem eru með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum hafa þurft að eyða miklu hærra hlutfalli af ráðstöfunartekjum sínum í húsnæðiskostnað undanfarna mánuði en áður.
Allir helstu lánveitendur búnir að hækka íbúðalánavexti eftir ákvörðun Seðlabankans
Fjórðungur heimila landsins eru með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum, og bera fullan þunga af vaxtahækkunum Seðlabanka Íslands. Afborganir af 50 milljón króna láni hafa hækkað um 69 prósent frá því maí í fyrra og 39 prósent á rúmu hálfu ári.
Kjarninn 23. desember 2022
Konur nenna ekki „alltaf í bjór eftir vinnu … við viljum bara frekar fara heim til barnanna“
Stjórnarkona í skráðu félagi segist ekki telja að karlarnir í stjórnunum séu „einhver klúbbur vondra karla sem vilji sitja um og fella ungar konur“ en „því fleiri skipti sem þú getur greitt götu vina þinna, því stærri karl ertu.“
Kjarninn 21. desember 2022
Tvær stjórn­mála­kon­ur, tvær fjöl­miðla­kon­ur, tveir stjórn­mála­menn og tveir fjöl­miðla­menn segja frá upp­lifun sinni á óvæg­inni umræðu og áreitni á net­inu í nýrri rannsókn..
Stjórnmála- og fjölmiðlafólk reynir að draga úr áhrifum áreitni á netinu
Stjórnmála- og fjölmiðlafólk normalíserar netáreitni, reynir að draga úr áhrifum hennar og telur hana eðlilegan fylgifisk starfsins, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Vísbendingar eru um að áreitni á netinu sé algengari meðal kvenna en karla.
Kjarninn 21. desember 2022
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 20. desember 2022
Konur sem hafa verið í vændi upplifa vantraust í garð lögreglu, heilbrigðisstarfsfólks og félagsþjónustunnar.
Kalla eftir „draumastað“ fyrir þau sem vilja hætta í vændi
Konum mætir úrræðaleysi í aðdraganda vændis og þær upplifa vantraust í garð fagaðila og lögreglu. Þær kalla eftir fjölbreyttari úrræðum fyrir þau sem vilja hætta í vændi og harðari refsingum fyrir vændiskaup.
Kjarninn 20. desember 2022
Þrjár konur eru forstjórar í skráðu félagi í Kauphöll Íslands. Alls 90 prósent forstjóra eru karlar.
Konur hæfar til að vera forstjórar en áhrif og tengslanet karla koma í veg fyrir að þær séu ráðnar
Árum saman voru engar konur forstjórar í skráðu félagi á Íslandi. Nú eru þær þrjár, en einungis ein þeirra var ráðin í þegar skráð félag. Það gerðist í september 2022. Ný rannsókn sýnir að þessi staða skýrist ekki af því að konur búi yfir minni hæfni.
Kjarninn 19. desember 2022
„Þetta er bara alveg út í hött, þetta er bara einhver vitleysa,“ segir Henry Alexander Henrysson, doktor í heimspeki, um hugmyndir Happdrættis Háskóla Íslands að opna spilavíti.
Hugmyndir Happdrættis Háskóla Íslands um spilavíti „alveg út í hött“
Henry Alexander Henrysson, doktor í heimspeki, segir hugmyndum starfshóps háskólans um álitaefni tengd tekjuöflun HHÍ ekki hafa verið framfylgt. Í staðinn talar HHÍ fyrir hugmyndum um spilavíti.
Kjarninn 18. desember 2022
Dulúðug dalalæða liggur yfir Amager Fælled. Undir henni býr fjöldi dýra, m.a. sérstök salamandra.
Salamöndrurnar á Amager Fælled
Ekki sér fyrir endann á áralöngum deilum um landskika á Amager þar sem ætlunin er að byggja tæplega þrjú þúsund íbúðir. Ársgamalt byggingaleyfi er í uppnámi eftir nýjan dómsúrskurð. Helsta ástæða deilnanna er smávaxinn málleysingi.
Kjarninn 18. desember 2022
Það er sannarlega ekki ókeypis að fylla bílinn af bensíni um þessar mundir þótt verðið hafa lækkað.
Lækkun á bensínlítranum á Íslandi miklu minni en lækkun á innkaupaverði olíufélaga
Olíufélögin hafa aldrei tekið fleiri krónur til sín af hverjum seldum lítra af bensíni. Skörp lækkun varð á bensínlítranum milli mánaða, þegar viðmiðunarverðið lækkaði um rúmlega sex krónur á lítra. Innkaupaverð olíufélaganna um tæplega 26 krónur.
Kjarninn 17. desember 2022
Tölvuteikning sem sýnir hina áformuðu verksmiðju í hrauninu við Reykjanesvirkjun. Turnar hennar yrðu 25 metrar á hæð.
Vilja flytja út íslenska orku í formi fljótandi metangass
Svissneskt fyrirtæki áformar að framleiða metangas á Reykjanesi og flytja það til Rotterdam. Ferðalagi gassins lyki ekki þar því frá Hollandi á að flytja það eftir ánni Rín til Basel í Sviss. Þar yrði það svo leitt inn í svissneska gaskerfið.
Kjarninn 17. desember 2022
Íslandsspil, Happdrætti Háskóla Íslands, Happdrætti SÍBS, Happdrætti DAS, Getspá og Getraunir áttu fulltrúa í starfshópi um happdrætti og fjárhættuspil og mynduðu þannig meirihluta í hópnum. Fulltrúarnir reyndu að gera sérálit sitt að aðalskýrslu hópsins.
Sérleyfishafar á happdrættismarkaði neituðu að skrifa undir skýrslu starfshóps
Starfshópur um happdrætti og fjárhættuspil sem dómsmálaráðherra skipaði í apríl í fyrra hefur skilað inn tillögum, tæpu einu og hálfu ári á eftir áætlun. Sérleyfishafar á happdrættismarkaði reyndu að gera sérálit sitt að aðalskýrslu hópsins.
Kjarninn 16. desember 2022
Færðu sig úr fullkominni kannabisframleiðslu í fiskútflutning
Feðgar sem gripnir voru fyrir kannabisframleiðslu árið 2016 settu ári seinna á fót fiskútflutningsfyrirtæki sem hefur undanfarin tvö ár velt nærri tveimur milljörðum króna. Dómur fyrir kannabisframleiðslu og peningaþvætti var kveðinn upp í sumar.
Kjarninn 15. desember 2022
Happdrætti Háskóla Íslands hefur lagt til við starfshóp um happdrætti og fjárhættuspil að sérleyfishöfum skjávéla og söfnunarkassa verði heimilt að opna spilavíti hér á landi.
Íslendingar eyddu 10,5 til 12 milljörðum króna í fjárhættuspil á síðasta ári
Happdrætti Háskóla Íslands vill opna spilavíti á Íslandi og vísar meðal annars í árlega upphæð sem Íslendingar eyða í fjárhættuspil máli sínu til stuðnings, sem nam um 12 milljörðum króna á síðasta ári. HHÍ vill einnig bjóða upp á fjárhættuspil á netinu.
Kjarninn 14. desember 2022
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 14. desember 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Pólitísk ábyrgð og armslengd krufin til mergjar við Austurvöll
Á mánudag fór fram umræða sérstök umræða um pólitíska ábyrgð á Íslandi í sal Alþingis að frumkvæði þingmanns Pírata. Forsætisráðherra var til svara og sagði auk annars að í danskri bók kæmi fram að pólitísk gagnrýni gæti falið í sér pólitíska ábyrgð.
Kjarninn 13. desember 2022
Samkeppniseftirlitið slátrar hugmyndum um að leyfa ólögmætt samráð
Matvælaráðherra vill að afurðastöðvar í sláturiðnaði fái að víkja banni við ólögmætu samráði til hliðar til að ná hagræðingu. Samkeppniseftirlitið leggst alfarið gegn því og segir málið miða að því að koma á einokun í slátrun og frumvinnslu afurða.
Kjarninn 13. desember 2022
Það virðist alltaf vera útsala á Shein. Tískurisinn hefur nú viðurkennt að hafa brotið gegn reglum um vinnutíma í tveimur fataverksmiðjum. Eftir standa rúmlega þrjú þúsund verksmiðjur í Kína.
Shein „fjárfestir“ í bættum vinnuaðstæðum í fataverksmiðjum
Kínverski tískurisinn Shein viðurkennir að reglur um vinnutíma hafi verið brotnar í verksmiðjum sem fyrirtækið nýtir sér. Viðurkenningin nær þó aðeins til tveggja af yfir þrjú þúsund fataverksmiðjum sem framleiða háhraðatískuflíkur fyrir Shein.
Kjarninn 13. desember 2022
Útlendingastofnun afgreiðir mál Venesúelabúa hægar en áður og rýnir í stöðu mála
Útlendingastofnun er búin að hægja á afgreiðslum umsókna um alþjóðlega vernd frá ríkisborgurum Venesúela. Á fyrstu 10 mánuðum ársins sóttu 764 einstaklingar frá Venesúela um vernd á Íslandi og ljóst er að stjórnvöld vilja minnka þann fjölda.
Kjarninn 13. desember 2022
Guðrún Hafsteinsdóttir er formaður efnahags- og viðskiptanefndar og mun mæla fyrir nefndaráliti meirihluta hennar.
Fallið frá því að hækka gjöld á sjókvíaeldi um mörg hundruð milljónir á ári
Til stóð að auka gjaldtöku á þau fyrirtæki sem stunda sjókvíaeldi á Íslandi strax á næsta ári. Þegar gjaldtakan yrði að fullu komin til áhrifa átti hún að skila 800 milljónum á ári í nýjar tekjur. SFS mótmælti hækkuninni og nú hefur verið hætt við hana.
Kjarninn 13. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar ásamt hinum formönnum stjórnarflokkanna í dag.
Stjórnvöld smyrja kjarasamninga með nýjum íbúðum, hærri húsnæðisbótum og nýju barnabótakerfi
Kjarasamningar voru undirritaðir í dag við stóran hóp á almennum vinnumarkaði, og þar með er búið að semja út janúar 2024 við um 80 prósent hans. Laun hækka um 6,75 prósent í 9,3 prósent verðbólgu en þó aldrei meira en um 66 þúsund krónur.
Kjarninn 12. desember 2022
Eigið fé ríkasta prósentsins á Íslandi næstum eitt þúsund milljarðar króna
Hreinn auður landsmanna óx um 578 milljarða króna í fyrra. Ríkustu 244 fjölskyldur landsins tóku til sín rúmlega 32 af þeim milljörðum króna, eða tæplega sex prósent þeirra.
Kjarninn 12. desember 2022
Dina Boluarte, forseti Perú, heilsar fólki á götum Lima.
Stríðskonan sem varð forseti fyrir slysni
Fyrir einu og hálfu ári var hún svo að segja óþekkt á hinu pólitíska sviði. Hún varði yfirmanninn með kjafti og klóm en hefur nú tekið við stöðu hans. Og er þar með orðin fyrsta konan sem gegnir embætti forseta Perú.
Kjarninn 12. desember 2022
Bakaravandi
Það blæs ekki byrlega fyrir danska bakara um þessar mundir. Svimandi hátt orkuverð og sífellt hækkandi hráefniskostnaður neyðir æ fleiri bakara til að skella í lás. Þessi misserin lokar að jafnaði eitt bakarí í hverri viku.
Kjarninn 11. desember 2022
Umdeilt leigufélag ratar enn og aftur í fréttir vegna frásagna af okri á leigjendum
Saga Ölmu íbúðafélags teygir sig aftur til ársins 2011 og skýrslu sem meðal annars var unnin af núverandi seðlabankastjóra. Félagið var einu sinni í eigu sjóðs í stýringu hjá hinu sáluga GAMMA og hét um tíma Almenna leigufélagið.
Kjarninn 10. desember 2022
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur setið að völdum síðan seint á árinu 2017. Hlutfall allra ríkustu landsmanna í heildartekjum þjóðarinnar hefur aukist milli allra ára sem hún hefur setið.
Ríkasta 0,1 prósentið hefur ekki tekið til sín stærri hluta af tekjukökunni síðan 2007
Þær 244 fjölskyldur sem höfðu mestar tekjur á síðasta ári þénuðu alls 36 milljarða króna í fjármagnstekjur á árinu 2021. Það voru 20 prósent af öllum slíkum tekjum sem urðu til á því ári. Hópurinn þénaði 4,2 prósent af öllum tekjum sem urðu til í landinu.
Kjarninn 10. desember 2022
Hvað er svona merkilegt við Mauna Loa?
Það er stærsta virka eldfjall jarðar þrátt fyrir að hafa ekki gosið í tæp fjörutíu ár. Allt þar til fyrir nokkrum dögum er ólgandi hraunið tók að flæða upp úr 180 metra djúpri öskjunni. Eldfjallið Mauna Loa þekur um helming stærstu eyju Hawaii.
Kjarninn 7. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Þorsteinn Már Baldvinsson, er forstjóri bæði Samherja hf. og Samherja Holding.
Samherji Holding segist ekki líða mútugreiðslur, fyrirgreiðslur og ávinning í skiptum fyrir óeðlileg áhrif
Í nýbirtum ársreikningi Samherja Holding kemur fram að samstæðan telji mikilvægt að unnið sé að heilindum og að hún líði ekki spillingu af neinu tagi. Samherji Holding og starfsmenn samstæðunnar eru til rannsóknar á Íslandi og í Namibíu.
Kjarninn 6. desember 2022
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Var Ríkisendurskoðun að misskilja eða veitti Bankasýslan ráðherra ekki réttar upplýsingar?
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um söluferli Íslandsbanka hefur verið mikið til umfjöllunar undanfarnar vikur. Þar hefur meðal annars verið tekist á um hvort Bankasýsla ríkisins hafi verið að fullu meðvituð um hver eftirspurn eftir bréfum í bankanum.
Kjarninn 3. desember 2022
Mótmæli hafa orðið að nokkurskonar þjóðaríþrótt Íslendinga eftir bankahrunið.
Tíu atburðir og ákvarðanir sem okkur hefur verið sagt að læra af
Síðastliðin 14 ár hafa verið stormasöm. Margar rannsóknarskýrslur hafa verið gerðar sem sýndu aðra mynd en haldin var að almenningi. Stjórnmálamenn hafa tekið ákvarðanir sem hafa virst vera í andstöðu við gildandi lög eða þau viðmið sem eru ráðandi.
Kjarninn 2. desember 2022
Íslandsbanki segir ekki hversu margir fengu flokkun sem hæfir fjárfestar á meðan að á útboðinu stóð
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluferli Íslandsbanka kemur fram að fjárfestar sem voru ekki í viðskiptum við Íslandsbanka gátu sótt um og fengið flokkun sem „hæfir fjárfestar“ á þeim klukkutímum sem útboðið stóð yfir.
Kjarninn 1. desember 2022