Root

Goðsögnin um íslenska yfirburðarþjóðfélagið

Sterkur menningarlegur rasismi er í orðræðu íslenskra stjórnmála. Og orðræðan er orðin þjóðernispopúlísk þegar stjórnmálamenn nýta sér tiltekið andrými í samfélaginu til þess að komast til áhrifa.

Það má tví­mæla­laust greina sterkan menn­ing­ar­legan ras­isma í orð­ræðu í íslenskum stjórn­mál­um. Í ákveðnum mál­um, sem upp hafa komið á síð­ustu árum, eru flest skil­yrði þess hug­taks upp­fyllt. Þar ber helst að nefna moskumál­ið, hug­myndir Ásmundar Frið­riks­sonar um bak­grunns­rann­sókn á múslimum og umræðu í kringum skipan Gúst­afs Níels­sonar í mann­réttinda­ráð Reykja­vík­ur.

Þetta er nið­ur­staða rann­sóknar sem fjórir nem­endur við Háskól­ann á Bif­röst, þeir Sig­urður Kaiser, Gauti Skúla­son, Hallur Guð­munds­son og Tjörvi Schiöth, unnu í sum­ar. Til­gangur hennar var að skil­greina hvað menn­ing­ar­legur ras­ismi sé og hvernig megi greina hann í orð­ræðu á sviði stjórn­mála á Íslandi.

Þar segir meðal ann­ars: „Segja má að að orð­ræðan sé orðin þjóð­ern­ispopúl­ísk þegar stjórn­mála­menn nýta sér til­tekið and­rými í sam­fé­lag­inu til þess að kom­ast til áhrifa, einkum ef byggt er á úti­lok­andi þjóð­ern­is­hyggju. Goð­sögn­ina um yfir­burða­þjóð­fé­lag sem íslensk þjóð­ern­is­hyggja og stjórn­mála­menn­ing hafa snú­ist um ára­tugum sam­an, er hægt að tengja við þá „yf­ir­burða­hyggju“ sem hér hefur verið skil­greind sem sterkur menn­ing­ar­legur ras­is­mi“.

Að skipta heiminum upp í „við“ og „hinir“. Svarthvíta mynd sem aðgreinir einnig hið „góða“ frá hinu „illa“.

Um frum­rann­sókn er að ræða hér­lend­is, þar sem hug­takið menn­ing­ar­legur ras­ismi hefur ekki verið skil­greint áður á íslenskri tungu. Verk­efni hóps­ins hlaut við­ur­kenn­ingu fyrir að vera fram­úr­skar­andi þegar miss­er­is­varnir fóru fram hjá Háskól­anum á Bif­röst í lok júní síð­ast­liðn­um. Hægt er að lesa grein­ar­gerð rann­sókn­ar­innar í heild sinni hér.

„Við“ og „hin­ir“

Opin­ber umræða um útlend­inga, inn­flytj­end­ur, fjöl­menn­ingu og alþjóða­sam­skipti hefur auk­ist mjög á Íslandi á und­an­förnum árum. Og hún hefur fært sig meira og meira inn á stjórn­mála­sviðið sam­hliða því að eft­ir­spurn eftir póli­tískum val­kost­um, sem taka útlend­ingum eða erlendum menn­ing­ar­á­hrifum með fyr­ir­vara, virð­ist hafa auk­ist til muna. 

Hug­takið menn­ing­ar­legur ras­ismi hefur hins vegar ekki verið skil­greint á íslenskri tungu. Þess vegna þurfti hóp­ur­inn sem vann rann­sókn­ina að skil­greina það fyrst áður en hann gat greint hvort fyr­ir­bærið væri að finna í orð­ræðu íslenskra stjórn­mála. 

Í skil­grein­ingu hóps­ins segir meðal ann­ars að eitt af höf­uð­ein­kennum menn­ing­ar­legs ras­isma og þjóð­ern­ispopúl­isma sé að draga upp tví­skipta mynd af sinni þjóð eða sínum menn­ing­ar­heimi ann­ars veg­ar, og útlend­ingum eða öllum utan­að­kom­andi hins­veg­ar. Að skipta heim­inum upp í „við“ og „hin­ir“. Svart­hvíta mynd sem aðgreinir einnig hið „góða“ frá hinu „illa“.

Það má tvímælalaust greina menningarlegan rasisma í orðræðu í íslenskum stjórnmálum í allnokkrum tilvikum.

Menn­ing­ar­legur ras­ismi sé „ný og lítt þekkt teg­und af ras­isma sem hefur komið fram á sjón­ar­sviðið á síð­ustu árum, er bein­tengd við þjóð­ern­ispopúl­isma og grund­völluð á útlend­inga­hræðslu, úti­lok­andi þjóð­ern­is­hyggju og íslamó­fó­bíu á Vest­ur­lönd­um. Þetta er fyr­ir­bæri sem skiptir kyn­þáttum hefð­bund­ins ras­isma út fyrir menn­ingu, og gengur út á að aðgreina fólk, þjóðir og þjóð­fé­lags­hópa eftir ólíkum menn­ing­ar­legum upp­runa og trú­ar­brögð­um. Hefð­bund­inn „líf­fræði­leg­ur“ ras­ismi hefur verið á und­an­haldi og nýtur ekki við­ur­kenn­ingar lengur eftir að grund­vall­ar­for­sendur hans voru afsann­aðar með nútíma­vís­ind­um. Í stað­inn hafa sam­bæri­legir for­dóm­ar, og ótti við hið óþekkta og fram­andi, tekið á sig nýjar myndir og for­m“.

Í grein­ar­gerð rann­sókn­ar­innar segir að þessi nýja teg­und af ras­isma hafi breiðst út með duldum hætti í skjóli leynd­ar­hyggju og aðlag­ast að breyttri heims­mynd og tíð­ar­anda. Á Vest­ur­löndum sé hann bein­tengdur við Íslamó­fó­b­íu, and­stöðu gegn inn­flytj­endum og almennri and­stöðu gegn fjöl­menn­ingu. „Um er að ræða eðl­is­hyggju á grund­velli menn­ingar sem er notuð til að mis­muna þjóð­fé­lags­hópum eftir menn­ing­ar­legum ein­kenn­um. Full­yrt er að ólíkir menn­ing­ar­heimar séu ósam­rým­an­leg­ir, en stundum er stigið skref­inu lengra og því haldið fram að átök á milli þess­ara heima séu óum­flýj­an­leg og standi nú yfir“.

Afger­andi nið­ur­staða

Hóp­ur­inn fram­kvæmdi orð­ræðu­grein­ingu á umfjöllun fjöl­miðla og umræðu á opin­berum vett­vangi á tíma­bil­inu 1. jan­úar 2013 til 1. júní 2015. Leit­ast var við að meta hvort greina mætti menn­ing­ar­legan ras­isma í orð­ræðu íslenskra stjórn­mála. Tíma­bilið var valið svo það næði að fanga bæði orð­ræðu í aðdrag­anda alþing­is­kosn­inga árið 2013 og sveita­stjórn­ar­kosn­inga árið 2014. 

Úr þeim 9.817 leit­ar­nið­ur­stöðum sem við­mið höf­unda skil­uðu voru 734 leit­ar­nið­ur­stöður valdar út frá mark­mið­um, við­fangs­efni og til­gangi verk­efn­is­ins. Þegar þær höfðu verið yfir­farn­ar, og leit­ar­nið­ur­stöður sem fjöll­uðu um sama við­fangs­efnið fjar­lægð­ar, stóðu eftir 297 leit­ar­nið­ur­stöð­ur, greinar og fréttir sem mynd­uðu grunn orð­ræðu­grein­ing­ar­inn­ar. Hóp­ur­inn las svo þessar greinar og fréttir og kóð­aði þær í fjögur mis­mun­andi mál: Moskumál­ið, byssu­mál­ið, bak­grunn­skoðun á múslimum og skipun í mann­réttinda­ráð Reykja­vík­ur. Moskumálið skil­aði lang­flestum leit­ar­nið­ur­stöð­um.

Þessum 297 leit­ar­nið­ur­stöðum var svo fækkað niður í 70 og þær sem eftir stóðu not­aðar sem heim­ildir við skrif grein­ar­gerð­ar­inn­ar. Ástæða þess að ekki var not­ast við allar 297 leit­ar­nið­ur­stöð­urnar var sú að oft fjöll­uðu sömu ein­stak­ling­arn­ir, eða fleiri en einn ein­stak­ling­ur, um sama við­fangs­efnið og oft fjöll­uðu margir miðlar um sömu frétt­ina eða ummæli ein­stak­lings. Mál­flutn­ing­ur­inn er í þeim til­fellum væri keim­líkur eða sam­bæri­legur í hvert skipti og sömu rök lítu dags­ins ljós aftur og aft­ur.

Nið­ur­stöður grein­ing­ar­innar eru nokkuð afger­andi: Það má tví­mæla­laust greina menn­ing­ar­legan ras­isma í orð­ræðu í íslenskum stjórn­málum í all­nokkrum til­vik­um. Ákveðin mál stóðu upp úr, þar sem flest skil­yrði hans voru upfyllt. Þau þykja auk þess vera dæmi um sér­lega sterkan menn­ing­ar­legan ras­isma. 

Ekki viljum við sjar­ía­lög!

Á árinu 2013 komu fá mál upp á vett­vangi stjórn­mála sem tengja má við menn­ing­ar­legan ras­isma. Í grein­ar­gerð­inni segir að á rann­sókn­ar­tíma­bil­inu 1. jan­úar 2013 og fram í júlí sama ár, þegar þing­kosn­ing­unum 2013 var lok­ið, hafi aðeins komið upp eitt afger­andi mál á sviði stjórn­mál­anna. Það var umræða um orða­lag álykt­unar lands­fundar Sjálf­stæð­is­flokks­ins í febr­úar 2013, um trú­mál og kristin gild­i. 

Í aðdrag­anda lands­fund­ar­ins lá fyrir ályktun sem meðal ann­ars inni­hélt setn­ing­una „Öll laga­setn­ing skal ávallt taka mið af kristnum gildum og hefðum þegar það á við“. Í grein­ar­gerð­inni er rifjað upp að snörp átök hafi átt sér stað um málið á lands­fund­inum þar sem ýms­ir, meðal ann­ars þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins, tjáðu sig um mál­ið. Að lokum var setn­ingin felld burt úr álykt­un­inn­i. 

Í umræð­unum not­aði Emil Örn Krist­jáns­son, for­maður Félags Sjálf­stæð­is­manna í Graf­ar­vogi, tæki­færið og gagn­rýndi „öfga­menn“ í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur, fyrir að banna Nýja testa­mentið í skólum borg­ar­inn­ar. Emil studdi til­lög­una um að fella burt ákvæð­ið, en benti á að það hafi aldrei hafi verið eins mikil nauð­syn og nú, að skerpa á því að kristin gildi og hefðir stjórn­uðu laga­setn­ingu á Íslandi. Hann sagði orð­rétt: „Ekki viljum við að það fari að gilda sjar­ía­lög hér um afmark­aða hópa, er það nokk­uð?“. 

Rann­sak­endur kom­ast að þeirri nið­ur­stöðu, með beit­ingu rann­sókn­ar­við­miða, að í orð­ræðu Emils um kristin gildi og sjar­ía­lög hafi mátt greina menn­ing­ar­lega eðl­is­hyggju og „yf­ir­burða­hyggju,“ sem telst til sterks menn­ing­ar­legs ras­isma.

Vara­samt fyrir þjóð­menn­ingu og öryggi

Hið svo­kall­aða mosku­mál snýst um úthlutun á lóð í Soga­mýri til Félags múslima á Íslandi, en félagið hyggur á bygg­ingu mosku á lóð­inni, og umræðu um þá ráða­gerð. Lóð­inni var úthlutað í júlí 2013 og bygg­inga­leyfi veitt í sept­em­ber sama ár. Í kjöl­far sam­þykkt­ar­innar fór að bera á nei­kvæðri umræðu um fram­kvæmd­ina, sér­stak­lega á net­miðl­um. Sú umræða átti síðan eftir að ná hámarki í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum 2014. 

Í nið­ur­stöðukafla grein­ar­gerð­ar­innar kemur þó fram að eitt ber­sýni­leg­asta dæmið sem hóp­ur­inn fann um menn­ing­ar­legan ras­isma hafi verið í grein eftir Ólaf F. Magn­ús­son, fyrrum borg­ar­stjóra í Reykja­vík , sem birt­ist í Morg­un­blað­inu júlí 2013. Ólafur sagði þar að erlend „út­breiðslu­sam­tök múslíma“ gætu komið við sögu þegar fjár­magna þyrfti upp­bygg­ingu mosk­unn­ar. Hann taldi að slík sam­tök myndu vilja „auka áhrif íslams­trúar á Íslandi, sem og í öðrum lönd­um“. Ólafur sagði að þetta gæti orðið vara­samt fyrir „þjóð­menn­ingu okkar og örygg­i“. Að hans mati ættu ása­trú­ar­menn frekar að reisa hof í Soga­mýr­inni en múslimar þar sem ása­trú njóti vel­vildar þorra lands­manna og sé „hluti af okkar þjóð­menn­ing­u“.

Höf­undar grein­ar­gerð­ar­innar segja að ummæli Ólafs séu opin­ská og afdrátt­ar­laus, og upp­fylli öll fimm skil­yrði rann­sóknar þeirra um menn­ing­ar­legan ras­isma. Ólafur hafi sýnt af sér „yf­ir­burða­hyggju“ og þar með sterkan menn­ing­ar­legan ras­is­ma, með því að hefja ása­trú­ar­hof og íslenska þjóð­menn­ingu upp yfir mosku og íslam.

Skjáskot/Morgunblaðið

Moskuum­mæli snúa kosn­inga­bar­áttu á hvolf

Þegar nær dró sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum 2014 jókst umræða um bygg­ingu mosku í Soga­mýri veru­lega. Sið­ustu vik­una áður en var kosið náði umræðan hámarki. Þann 23. maí 2014 birt­ist frétt á vefnum Vísi.is þar sem greint var frá Face­book-­færslu Svein­bjargar Birnu Svein­björns­dótt­ur, for­manns Lands­sam­bands fram­sókn­ar­kvenna og vara­þing­manns flokks­ins, sem hafði skömmu áður verið gerð að for­ystu­manni sam­eig­in­legs fram­boðs Fram­sóknar og flug­vall­ar­vina í Reykja­vík. Ástæða þess að lista flokks­ins var breytt svona skömmu fyrir kosn­ingar var sú að fylgi hans hafði mælst í kringum þrjú pró­sent, sem var fjarri því að skila flokknum borg­ar­full­trúa. En Face­book-­færsla Svein­bjargar Birnu sneri kosn­inga­bar­átt­unni á hvolf.

Þar sagð­ist hún vilja að lóðin sem úthlutað hefði verið undir mosku yrði aft­ur­köll­uð, í kjöl­far þess að margir hefðu komið að máli við hana og spurt hver afstaða hennar til máls­ins væri. Svein­björg Birna sagði enn­fremur við Vísi: „Á meðan við erum með þjóð­kirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku rét­trún­að­ar­kirkj­una. Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á for­dóm­um, heldur reynslu [...] Ég trúi því að allir eigi að geta iðkað sína trú. En mér finnst ekki rétt að múslimar eða önnur trú­fé­lög fái lóðir undir bygg­ingu moskna eða sam­bæri­legra húsa. Mér finnst samt bæna­hús vera ann­ars eðlis og er ekki mót­fallin þeim. Við erum búin að búa hér í sátt og sam­lyndi frá land­námi. Fyrst var það Ása­trú, síðan komu siða­skiptin – allir þekkja þessa sög­u“.

Svein­björg sagð­ist ekki byggja skoðun sína á for­dóm­um, enda hefði hún mikla reynslu af því að búa í fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lög­um. „Ég er t.d. nýkomin úr stærstu mosku í heimi í Abú Dabí. Það er engin kirkja þar, eðli máls­ins sam­kvæmt. Ég virði siði ann­arra landa. Ég hyl mig alla eins og tíðkast í þeim löndum og finnst það bara sjálf­sagt mál. Ég er örugg­lega eini fram­bjóð­and­inn í Reykja­vík sem hefur búið ann­ars staðar en á Íslandi. Ég bjó í Sádí Arabíu í um það bil ár. Ég hef ferð­ast mikið um arabalönd­in. Eins og ég segi þetta eru ekki for­dóm­ar, heldur reynslan mín sem útskýrir þessa afstöð­u,“ sagði Svein­björg Birna. 

Í nið­ur­stöðukafla grein­ar­gerð­ar­innar segir að þessi upp­haf­lega yfir­lýs­ing Svein­bjargar Birnu í moskumál­inu upp­fylli fjögur af fimm skil­yrðum fyrir menn­ing­ar­legum ras­isma. „Hún talar fyrir menn­ing­ar­legri mis­mun­un, eðl­is­hyggju og and­stöðu við fjöl­menn­ingu. Hún afsakar einnig skoð­anir sínar sem hún telur að telj­ist ekki til for­dóma, með því að segja að þær byggi frekar á þekk­ingu hennar á mál­inu og reynslu erlendis frá, fremur en þekk­ing­ar­leysi. Þá seg­ist hún styðja trú­frelsi, þrátt fyrir að vera andsnúin því að múslimar byggi bæna­hús [mosku] hér á land­i“.

Fram­sókn og flug­vall­ar­vinir fjór­föld­uðu fylgi sitt á loka­metrum kosn­inga­bar­átt­unnar fyrir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar 2014. For­ystu­menn flokks­ins tjáðu sig afar tak­markað um ummæli Svein­bjargar Birnu fyrr en að kosn­ingum aflokn­um.

Eygló Harðardóttir, ráðherra Framsóknarflokksins.
Mynd: Birgir Þór

Eygló Harð­ar­dótt­ir, félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra og rit­ari Fram­sókn­ar­flokks­ins, kom þá í við­töl þar sem orð­ræða hennar sner­ist um að taka yrði „um­ræð­una“ um „ágrein­ings­mál­in“ sem fylgja auk­inni fjöl­menn­ingu. Sam­kvæmt grein­ingu rann­sak­enda sýndi hún af sér vott af afsak­andi leynd­ar­hyggju og and­stöðu við fjöl­menn­ingu með þeim ummæl­u­m. 

Sumt fólk geti ekki búið saman

Við­tal við Brynjar Níels­son, þing­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem birt­ist í DV í októ­ber 2014 er einnig tekið til athug­un­ar. Þar sagði Brynjar meðal ann­ars að hann sé ekki sér­stak­lega trú­að­ur, en „að þessi kristni þráður sem hefur sam­einað þessa þjóð sé mik­il­vægur fyrir okkar sam­fé­lag, hvort sem okkur líkar það eður ei“. Brynjar sagði að hann vildi gera grein­ar­mun á kristni og „trú­ar­brögðum sem passa illa inn í okkar hug­mynda­fræði, okkar menn­ingu og menta­lítet“. Brynjar sagði einnig að ef það sem er sam­eig­in­legt með íslensku þjóð­inni byrji að hverfa sé það byrj­unin á því að þjóðin „flosni upp­“. 

Það gæti „leitt til átaka ef trú­ar­brögð sem eru kannski orðin fjöl­menn líka og hafa allt aðrar hug­myndir um sam­fé­lagið en við, fái að stækka mik­ið. Eins og mann­kyns­sagan kannski segir okk­ur“. Ákveðin lög henti „ekki ákveðnum hópum innan sam­fé­lags­ins, þeir ein­angr­ist og verði að sam­fé­lögum innan sam­fé­lags­ins“. Þetta verði ekki vanda­mál á meðan trú­ar­hóp­arnir séu ekki fjöl­menn­ir: „en þegar þeir eru komnir yfir hálfa borg­ina og orðnir að fjórð­ungi íbúa lands­ins þá mun það kalla á átök“. Þess vegna þurfi að gilda reglur og vanda valið um hverjir kom­ist inn í landið og hverjir ekki. 

Brynjar Níelsson, alþingismaður.
Mynd: Anton Brink

Brynjar sagði enn­fremur að fólk geti auð­vitað haft þá skoðun að hér eigi bara að vera fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lag og að til lands­ins megi allir koma sem vilja. Hann bætti hins vegar við að „sumt fólk getur bara ekki búið sam­an, eins og bara í venju­legri fjöl­skyldu. Það verður að sam­ræma þetta“.

Rann­sak­endur kom­ast að þeirri nið­ur­stöðu að Brynjar láti, með ummælum sín­um, í ljós menn­ing­ar­lega eðl­is­hyggju með því að gefa í skyn að íslam sé ósam­rým­an­legt „vest­rænni hug­mynda­fræði“ og menn­ingu. Ummæli hans beri því tví­mæla­laust vott um mildan menn­ing­ar­legan ras­isma.

Grófar staðalí­myndir dregnar upp

Í grein­ar­gerð­inni er einnig fjallað um orð­ræðu í byssu­mál­inu svo­kall­aða sem spratt upp í októ­ber 2014. Það sner­ist um vopna­burð lög­regl­unnar og hversu langt mætti ganga í að vopna almenna íslenska lög­reglu­þjóna með hríð­skota­byssum og skamm­byss­um. Ýmis ummæli voru látin falla og skoð­anir voru látnar í ljós, bæði af hálfu stjórn­mála­manna og lög­reglu­manna, um mögu­lega hryðju­verkaógn sem stafi af erlendum hryðju­verka- og glæpa­sam­tök­um, tengd við íslam.

Í nið­ur­stöðukafla kemur fram að það sé umdeil­an­legt hvort mál­flutn­ing­ur­inn í byssu­mál­inu upp­fylli skil­yrði þess að flokk­ast sem menn­ing­ar­legur ras­ismi. „Ein­göngu er talað um ógn­ina sem Íslandi stafi af íslömskum hryðju­verka­sam­tök­um, en ekki af íslam eða múslimum sem slík­um. Dregnar eru upp grófar staðalí­myndir af íslömskum hryðju­verka­mönnum og margar langsóttar stað­hæf­ingar settar fram. Ein­blínt er á ógn við þjóðar­ör­yggi, en deila má um hvort að ógnin sem talað er um, sé beint gegn íslenskri og/eða „vest­rænni“ menn­ingu og gildum almennt“.

Ásmundur og bak­grunn­skoð­unin

Það er hins vegar engin vafi í nið­ur­stöðu rann­sak­enda um hug­myndir og mál­flutn­ing Ásmundar Frið­riks­son­ar, þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, um bagrunn­skoðun á múslim­um. Hann ber skýran vott um menn­ing­ar­legan ras­isma.

Ásmundur varp­aði fram þeirri spurn­ingu í Face­book-­stöðu­upp­færslu í jan­úar 2015, nokkrum dögum eftir skotárás­ina á rit­stjórn­ar­skrif­stofur franska teikni­mynda­blaðs­ins Charlie Hebdo, hvort þeir 1.500 múslimar sem búi á Íslandi hafi verið athug­aðir og hvort ein­hverjir úr þeirra hópi hafi fengið þjálfun hjá sam­tökum sem skil­greind hafa verið sem hryðju­verkaógn. Ásmundur spurði enn­fremur hvort inn­an­rík­is­ráðu­neytið hefði gert rað­staf­anir vegna þess­ara ógna.

Erum við örugg á Íslandi.Í Danmörku eins og um allan heim er hugurinn með Frönsku þjóðinni. Viðbjóðsleg hryðjuverk í...

Posted by Ásmundur Friðriksson on 10. janúar 2015

Stöðu­upp­færsla Ásmund­ar, og frétta­flutn­ingur af henni sem fylgdi í kjöl­farið vakti mikla athygli og skömmu síðar við­ur­kenndi Ásmundur í við­tali við Kast­ljós að hann þekkti sam­fé­lag múslima „nán­ast ekki neitt“. Múslimar hefðu hins vegar sjálfir áhyggjur af því að „múslim­istar“ vilji koma til Íslands. 

Um mán­uði síð­ar, í febr­úar 2015, var umræða um störf þings­ins á Alþingi. Þar steig Ásmundur í pontu og lýsti yfir von­brigðum sínum með sam­fé­lags­um­ræð­una um þá hættu sem steðji að hinum frjálsa heimi og þjóð­fé­lögum vegna fjölg­unar á árásum ein­stak­linga og hvers konar öfga­hópa. 

Orð­rétt sagði Ásmund­ur: „Hér á landi á engin slík umræða sér stað og það er spurn­ing hve lengi við ætlum að skila auðu í umræðu um öryggi íbú­anna. Hér haf­ast menn öðru­vísi að. Þeir sem vekja athygli á hætt­unni er steðjar að nágrönnum okkar eru skotnir niður og ataðir auri í sam­fé­lags­um­ræð­unni sem aldrei kemst á það stig að ræða um mál­efn­ið. [...] Tján­ing­ar­frelsi er fótum troðið en það virð­ist oft og tíðum aðeins vera fyrir útvalda. Ég þakka hæst­virtum inn­an­rík­is­ráð­herra Ólöfu Nor­dal fyrir að hefja umræð­una um hvort taka skuli upp for­virkar rann­sókn­ar­heim­ildir hér á landi. Tökum umræð­una í sam­fé­lag­inu um þá ógn sem steðjar að í nágranna­löndum okk­ar. Við getum ekki tekið þá áhættu að hún ber­ist ekki hing­að“.

Í mars 2015 var Ásmundur annar aðal­gesta sjón­varps­þátt­ar­ins Eyj­unnar á Stöð 2. Þar ræddi hann aftur um að ógnin af hryðju­verka­mönnum væri stað­reynd og sagði: „Núna eru þeir ekki aðeins komnir til Dan­merk­ur, þeir eru að spíg­spora hér í bænum þessir menn. Við getum mætt þeim á götu núna. Ég held að miðað við þau við­brögð sem ég hef fengið við þessu, þessi gríð­ar­legu við­brögð sem ég fékk við þessum mál­flutn­ingi mín­um, þakk­læti frá fóll­k­inu í land­inu, segir mér það að við þurfum að taka þessa umræðu eins og inn­an­rík­is­ráð­herr­ann er byrjuð að tala um for­virkar rann­sókn­ar­heim­ildir og við þurfum auð­vitað að gera þetta æsinga­laust“. 

(við­talið byrjar eftir um 16 mín)

Rann­sak­end­urnir segja að „með hug­myndum sínum og mál­flutn­ingi, m.a. í ræðu­stól Alþing­is, um nauð­syn bak­grunn­skoð­unar á múslim­um, upp­fyllir Ásmundur Frið­riks­son fjögur skil­yrði af fimm fyrir menn­ing­ar­legum ras­isma. Þetta er menn­ing­ar­leg mis­munun og eðl­is­hyggja, sem er keim­lík orð­ræðu hefð­bund­ins ras­isma. Hann beitir einnig „tökum umræð­una“ rök­unum þegar hann seg­ist fagna umræð­unni sem hefur sprottið upp í sam­fé­lag­inu um for­virkar rann­sókn­ar­heim­ild­ir. Ásmundur lætur tví­mæla­laust í ljós skoð­anir sem telj­ast til milds menn­ing­ar­legs ras­is­ma, en umdeil­an­legt er hvort hann hafi sagt eitt­hvað sem túlka megi sem „yf­ir­burða­hyggju“ og sterkan menn­ing­ar­legan ras­is­ma“.

Evr­ópa getur ekki verið nið­ur­fall fyrir þessi hand­ó­nýtu ríki

Gústaf níelssonSíð­asta dæmið sem tekið er sér­stak­lega fyrir í grein­ar­gerð­inni er skipun Gúst­afs Níels­sonar sem vara­manns Fram­sóknar og flug­vall­ar­vina í mann­réttinda­ráð Reykja­vík­ur­borgar í jan­úar 2015. Gústaf hafði opin­ber­lega lýst yfir and­stöðu gegn hjóna­böndum sam­kyn­hneigðra og bygg­ingu mosku í Reykja­vík áður en hann var skip­aður í emb­ætt­ið. Skipun Gúst­afs var síðar dregin til bakaÍ hinum ýmsu við­tölum og greinum í aðdrag­anda skip­unar sinnar hafði Gústaf m.a. lýst yfir þeirri skoðun sinni að hann vildi banna íslam á Íslandi og að Ísland væri „síð­asta vígi krist­inna manna“.

Í upp­hafi febr­ú­ar­mán­aðar 2015, eftir að skipun hans hafði verið aft­ur­köll­uð, birt­ist svo við­tal við Gústaf í DV þar sem hann hélt því meðal ann­ars fram að til að múslimar geti aðlag­ast vest­rænu sam­fé­lagi, þyrftu þeir ein­fald­lega að „kasta trúnn­i“. Enn­fremur sagði Gústaf að mörg „íslömsk ríki séu í algerri upp­lausn“ og slíkt leiði af sér flótta­manna­straum­inn sem legið hafi til Evr­ópu. Hagur Vest­ur­landa felist í því að stilla til friðar í þessum löndum þó það geti reynst erfitt: „Evr­ópa getur ekki verið nið­ur­fall fyrir þessi hand­ó­nýtu ríki. Við ráðum ekki við þetta“. Fjölgun múslima á Vest­ur­löndum kall­aði Gústaf „hið hljóð­láta land­nám“ og lýsti áhyggjum sínum á áhrifum þess. 

Gústaf hafði þó ekki aðeins áhyggjur af þeim áhrifum sem múslimar gætu haft á vest­rænt sam­fé­lag heldur hvert ástandið yrði, ef til upp­reisnar gegn þeim kæmi. Hann tók þó fram að hann vildi ekki að það kæmi til trú­ar­bragða­styrj­aldar og það færi fyrir múslimum eins og fór fyrir gyð­ingum í seinni heims­styrj­öld­inni.

Í greinargerðinni segir að orðræða Gústafs sé með „bersýnilegri dæmum um menningarlegan rasisma í þessari rannsókn.

Í grein­ar­gerð­inni segir að orð­ræða Gúst­afs sé með „ber­sýni­legri dæmum um menn­ing­ar­legan ras­isma í þess­ari rann­sókn. Hann upp­fyllir tví­mæla­laust öll skil­yrðin fimm og lætur í ljós skoð­anir sem flokk­ast sem sterkur menn­ing­ar­legur ras­is­mi“.

Goð­sögnin um yfir­burð­ar­þjóð­fé­lagið

Nið­ur­staða grein­ar­gerð­ar­innar er sú að menn­ing­ar­legur ras­is­mi, eins hann er skil­greindur í rann­sókn­inni, við­gang­ist í umræðu tengdum ákveðnum mál­um, á sviði stjórn­mála á Ísland­i. 

Í nið­ur­stöðukafl­anum seg­ir: „Þjóð­ern­is­hyggja er grund­vall­ar­hug­tak og rauður þráður í íslenskri stjórn­mála­menn­ingu. Jafn­vel er hægt að halda því fram að engin stjórn­mála­um­ræða á Íslandi sé ósnert að þjóð­ern­is­hyggju. Úti­lok­andi þjóð­ern­is­hyggja hefur orðið áber­andi í ákveðnum mál­um, og er nátengd upp­gangi þjóð­ern­ispopúl­isma á síð­ustu árum. Mikil ábyrgð fylgir því jafnan að við­halda með­vitað sam­eig­in­legri þjóð­ar­sögu og nýta þjóð­ern­is­hyggju sem aðferð til að kynda undir pólarís­er­ingu innan sam­fé­lags­ins og á milli þjóðar og alþjóða­sam­fé­lags­ins. Ábyrgðin hvílir ekki hvað síst á þeim sem taka til máls á opin­berum vett­vangi, á sviði stjórn­mál­anna og í útbreiddum fjöl­miðl­um. Rann­sóknir hafa sýnt að lýð­skrum og popúl­ismi nær­ist í skugga efna­hags­legra þreng­inga og að við­horf til inn­flytj­enda hafa breyst eftir efna­hags­hrun­ið. Þekk­ing­ar­fræði­leg tengsl eru á milli þjóð­ern­is­hyggju, þjóð­ern­ispopúl­isma og öfga sem geta ógnað lýð­ræði og stöð­ug­leika í sam­fé­lag­inu, fái þessar stefnur að þró­ast óáreittar og taka á sig öfga­kenndar mynd­ir. [...] 

Segja má að að orð­ræðan sé orðin þjóð­ern­ispopúl­ísk þegar stjórn­mála­menn nýta sér til­tekið and­rými í sam­fé­lag­inu til þess að kom­ast til áhrifa, einkum ef byggt er á úti­lok­andi þjóð­ern­is­hyggju. Goð­sögn­ina um yfir­burða­þjóð­fé­lag sem íslensk þjóð­ern­is­hyggja og stjórn­mála­menn­ing hafa snú­ist um ára­tugum sam­an, er hægt að tengja við þá „yf­ir­burða­hyggju“ sem hér hefur verið skil­greind sem sterkur menn­ing­ar­legur ras­is­mi".

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar