Bygging á Alþingisreit alfarið á forræði þingsins

Jólakort forsætisráðherra.
Jólakort forsætisráðherra.
Auglýsing

Ákvörðun um nýbygg­ingar á Alþing­is­reitnum er á for­ræði Alþingis en ekki for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins eða rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Það er for­sætis­nefnd sem hefur tekið ákvarð­anir um þessi mál fyrir hönd þings­ins. Þetta stað­festir Einar K. Guð­finns­son, for­seti Alþing­is, í sam­tali við Kjarn­ann. 

Nefndin hefur þegar tekið fyrstu skrefin í átt að bygg­ingu skrif­stofu­bygg­ingar á Alþing­is­reitnum svo­kall­aða. Það er gert með því að láta vinna frum­at­hugun vegna fyr­ir­hug­aðrar bygg­ingar í sam­vinnu við Fram­kvæmda­sýslu rík­is­ins. Hall­dóra Víf­ils­dótt­ir, for­stjóri Fram­kvæmda­sýslu rík­is­ins, stað­festir einnig í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans að slík frum­at­hugun sé haf­in. 

Í frum­at­hug­un­inni er ekk­ert kveðið á um að taka skuli til­lit til teikn­inga Guð­jóns Sam­ú­els­son­ar, eins og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra hefur ítrekað lýst yfir að sé hans vilji. Í fjár­lögum fyrir næsta ár er tekið fram að „við und­ir­bún­ing fram­kvæmda skal hafa hlið­sjón af þeim áformum sem uppi voru um upp­bygg­ingu á Alþing­is­r­eignum full­veld­is­árið 1918, sbr. fyr­ir­liggj­andi teikn­ingar Guð­jóns Sam­ú­els­sonar fyrr­ver­andi húsa­meist­ara rík­is­ins.“ 

Auglýsing

Skýrt ferli í opin­berum fram­kvæmdum - for­sæt­is­ráðu­neyti kemur hvergi nærri

Sér­stök lög gilda um skipan opin­berra fram­kvæmda á Íslandi, og nýbygg­ing við Alþingi fellur undir þau lög. Sam­kvæmt þessum lögum „skiptast opin­berar fram­kvæmdir í fjóra skýrt afmark­aða áfanga sem þarf að fram­kvæma og ljúka og leggja að því búnu fyrir sam­starfs­nefnd um opin­berar fram­kvæmdir (SOF) og fjár­mála­ráðu­neyti til sam­þykktar áður en heim­ilt er að hefja und­ir­bún­ing næsta áfanga,“ segir Hall­dóra í svari til Kjarn­ans um ferlið sem á sér stað. 

Frum­at­hug­unin sem nú á sér stað er fyrsti áfang­inn. Svo kemur áætl­ana­gerð, verk­leg fram­kvæmd og skila­mat. 

For­sæt­is­ráðu­neytið kemur hvergi nærri þessu ferli, heldur er það fjár­mála­ráðu­neytið sem fer með fram­kvæmd laga og yfir­stjórn opin­berra fram­kvæmda. Fjár­mála­ráðu­neyti til ráð­gjafar er svo fyrr­nefnd sam­starfs­nefnd um opin­berar fram­kvæmd­ir, en í henni sitja for­maður fjár­laga­nefndar Alþingis eða full­trúi til­nefndur af fjár­laga­nefnd, for­stjóri Fram­kvæmda­sýslu rík­is­ins og ráðu­neyt­is­stjóri í fjár­mála­ráðu­neyt­in­u. 

Teikning Guðjóns Samúelssonar.

Ekk­ert verið rætt um að skil­yrða við Guð­jón Sam­ú­els­son

Sem fyrr segir kemur ekk­ert fram um það í frum­at­hug­un­ar­vinn­unni að taka eigi til­lit til teikn­inga Guð­jóns Sam­ú­els­son­ar. Einar segir í sam­tali við Kjarn­ann að slíkt myndi ekki koma til athug­unar fyrr en á seinni stigum máls­ins. 

Næsta skref að lok­inni frum­at­hugun væri að ráð­ast í hönn­un­ar­sam­keppni, og Einar segir að í allri vinnu for­sætis­nefndar hafi verið gert ráð fyrir því að slík keppni yrði hald­in. Spurður um það hvort það hafi komið til álita að skil­yrða slíka keppni með ein­hverjum hætti þannig að taka þyrfti til­lit til teikn­inga Guð­jóns segir Einar að for­sætis­nefnd hafi ekki rætt það. 

Stein­grímur J. Sig­fús­son, þing­maður VG og full­trúi flokks­ins í for­sætis­nefnd, sagði fyrir jólin að hann vissi ekki betur en að í for­sætis­nefnd sé „full­komin sam­staða“ um að hafa að engu skil­yrð­ing­una um Guð­jón Sam­ú­els­son, sem sett var inn í fjár­laga­frum­varpið við þriðju umræð­u. 

Það er bara alger­lega á hreinu að í for­sætis­nefnd hefur aldrei verið einu sinni til umræðu að skil­yrða þá hönn­un­ar­sam­keppni við eitt­hvað af þessu tagi enda ekki til siðs. Þar verða venju­legir skil­málar á ferð um að gæta að umhverf­inu og aðstæðum á bygg­ing­ar­reitnum og annað ekki. Það verður ekki talað um næstum 100 ára gamlar skissur frá Guð­jóni Sam­ú­els­syni í því sam­bandi, með fullri virð­ingu þó fyrir hon­um, enda voru þau áform barn síns tíma. Það hús átti að rísa á allt öðrum stað og til­heyrir næstum að segja annarri öld og bók­staf­lega lík­a,“ sagði hann. 



„Skemmti­legt inn­legg“ segir Bjarni, en ekki end­an­leg nið­ur­staða

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra var einnig spurður um „áhuga­mál Sig­mundar Dav­íðs“ í þætt­inum Sprengisandi á Bylgj­unni fyrir jól­in, og um bygg­ingar á lóð þings­ins. „Bygg­ing Alþingis er á for­ræði þings­ins og það á margt eftir að ger­ast áður en það hús rís. Eigum við ekki að segja að þetta sé skemmti­legt inn­legg í þá umræðu, að hafa þetta með til hlið­sjónar hvort þessar teikn­ingar geti orðið að gagn­i,“ sagði hann um mál­ið. Hann sagði aðal­málið að reisa nýja bygg­ingu. For­sæt­is­ráð­herra hefði komið með athygl­is­vert inn­legg og frum­kvæði með teikn­ingu Guð­jóns, en „það hefur ekki verið gefið grænt ljós á að það verði end­an­leg nið­ur­staða.“ 

Til­efnið 100 ára afmæli full­veldis

Sú hug­mynd að nota 100 ára gamlar teikn­ingar Guð­jóns Sam­ú­els­sonar við bygg­ingu skrif­stofu­hús­næðis fyrir Alþingi var fyrst viðruð opin­ber­lega af Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni í vor. Þann 1. apríl greindi Frétta­blaðið frá því að rík­is­stjórnin hefði afgreitt þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um að byggð yrði við­bygg­ing við Alþingi eftir hönnun Guð­jóns að til­lögu for­sæt­is­ráð­herr­ans. Til­efnið var hvernig minn­ast eigi ald­ar­af­mælis full­veldis Íslands, sem verður árið 2018. 

Málið vakti strax gríð­ar­lega athygli og héldu margir að um apr­ílgabb Frétta­blaðs­ins væri að ræða. Svo var ekki. 

Þings­á­lykt­un­ar­til­lagan er þó ekki enn komin inn í þing­ið. Í fjár­laga­frum­varp­inu sem Bjarni Bene­dikts­son lagði fram í haust var gert ráð fyrir 100 millj­óna króna fram­lagi í stofn­kostnað vegna fram­kvæmda á Alþing­is­reit. Fyrir þriðju umræðu kom inn breyt­ing­ar­til­laga frá meiri­hluta fjár­laga­nefndar þar sem lagt var til að fram­lagið yrði 75 millj­ónir og að teikn­ingar Guð­jóns yrðu hafðar til hlið­sjón­ar. Fram að því hafði ekki verið rætt um slíka skil­yrð­ing­u. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None