TOPP 10 – Kvikmyndatónlist á Óskarnum

Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur skoðaði sögu helstu kvikmyndartónlistarskálda, þar sem Jóhann Jóhannsson er nú meðal þeim allra fremstu á sínu sviði.

Kristinn Haukur Guðnason
Jóhann Jóhannsson
Auglýsing

Jóhann Jóhanns­son hlaut nýverið sína aðra ósk­arsverð­launa­til­nefn­ingu fyrir tón­list­ina í spennu­mynd­inni Sicario. Hann stígur því inn í fámenn­an hóp úrvals­tón­skálda sem hafa gætt kvik­myndir lífi í gegnum tíð­ina með tón­list ­sem út af fyrir sig eru mikil lista­verk. Sum af bestu tón­skáld­unum ná aldrei þessum árangri en hér á eftir verður fjallað um þau tíu helstu sem unnið hafa stytt­una frægu.

Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands flytur tón­list Jóhanns Jóhanns­sonar á sér­stökum Kvik­mynda­tón­leikum í Eld­borg 17. mars. Þar heims­frum­flytur hljóm­sveitin nýjar hljóm­sveit­ar­svítur sem Jóhann útbjó sér­stak­lega fyrir sveit­ina sam­settar úr tón­list hans við The The­ory of Everyt­hing, Pri­soners og nýj­ustu mynd hans Sicario. Þetta er í fyrsta sinn sem tón­listin hljómar í þessum bún­ingi.

Enn­fremur hefur Jóhann valið tón­list ann­ara kvik­mynda­tón­skálda sem hann hefur mætur á til flutn­ings á tón­leik­un­um, t.d. John Willi­ams.

Auglýsing

Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands hefur áður leikið tón­list Jóhanns en skemmst er að minn­ast tón­leika sveit­ar­innar á Iceland Airwa­ves 2014 þegar Sin­fón­í­ann lék tón­list hans við heim­ilda­mynd­ina The Miners Hymn’s undir sýn­ingu mynd­ar­inn­ar.

10. Vang­elis

Hinn 72 ára gamli Grikki Evang­elos Odys­se­a­s Papat­hanassi­ou, betur þekktur sem Vang­elis, sló í gegn sem hljóm­borðs­leik­ari í popp og rokk­hljóm­sveitum í heima­landi sínu á sjö­unda ára­tugn­um. Á sama tíma hóf hann að semja kvik­mynda­tón­list en helg­aði sig því þó aldrei. Hann hefur kom­ið víða við, t.d. samið mikið fyrir heim­ild­ar­mynd­ir, sjón­varps­þætti, tölvu­leik­i o.fl. Auk þess hefur hann aldrei skilið við popp­ið, hvort sem er með­ hljóm­sveitum eða í eigin sól­ó­ferli. 

Kvik­mynda­tón­list hans svipar mjög til­ ann­arra verka hans, hann leikur sér með elektrónísk hljóð og hljóm­borðið eða pí­anóið er yfir­leitt í for­grunn­i.  Há­punktur fer­ils hans var á níunda ártugnum og í upp­hafi þess tíunda, þá ­samdi hann tón­list fyrir m.a. Bla­de Runner, The Bounty og 1492: Conquest of Para­d­ise. Hann fékk sína einu ósk­ar­stil­nefn­ingu árið 1981 fyrir Chariots of Fire og vann stytt­una einnig. Það er hans fræg­asta stef og hefur ver­ið notað við hin ýmsu tæki­færi, t.d. á ólymp­íu­leik­unum árið 2012 í London.



9. Elmer Bern­stein

Bern­stein var einn af afkasta­mest­u tón­skáld­unum í Hollywood um ára­tuga skeið. Hann var fæddur í New York árið 1922 og ólst upp undir hand­leiðslu hins mikla amer­íska tón­skálds Aaron Copland. Hann hóf að semja kvik­mynda­tón­list upp úr 1950 en lenti snemma í vand­ræðum vegna tengsla ­sinna við komm­ún­ista­hreyf­ing­una. Hann var kall­aður fyrir nefnd Jos­ephs McCart­hys og var um stund óæski­legur í Hollywood. Það stóð þó stutt yfir og Bern­stein vann sér sess sem einn helsti vestra og stríðs­mynda laga­höf­und­ur brans­ans. Verk hans þóttu líf­leg og hressandi, þá sér­stak­lega í myndum á borð við The Magni­ficent Seven og The Great Escape. Bern­stein fékk alls 14 ósk­ar­stil­nefn­ingar á rúm­lega 50 ára ferli sínum og a.m.k. eina á hverj­u­m ein­asta ára­tug. Hann vann þó ein­ungis einu sinni, árið 1968 fyrir hinn lít­ið þekkta söng­leik Thoroug­hly Modern Millie. Bern­stein lést árið 2004.



8. Hans Zimmer

Zimmer fædd­ist í Vest­ur­-Þýska­landi árið 1957 en flutti ungur til Bret­lands. Þar spil­aði hann á hljóm­borð í popp­hljóm­sveitum á átt­unda og níunda ára­tugnum en hann fór aldrei í tón­list­ar­nám. Hann hefur þó aldrei verið hræddur við að grúska og prufa sig á­fram með ýmsa hluti. Um miðjan níunda ára­tug­inn hóf hann að semja tón­list fyr­ir­ ­lítið þekktar kvik­myndir og þótti frum­legur þar sem hann bland­aði hefð­bundn­um klass­ískum stefum við raf­tón­list. Fyrsta stóra tæki­færi hans var Rain Man árið 1988 og fékk hann mikla ­at­hygli og sína fyrstu ósk­ar­stil­nefn­ingu (af tíu) fyrir vik­ið. Allar göt­ur ­síðan hefur Zimmer átt fastan sess í Hollywood og orðið þekktur fyrir spennu og æv­in­týra­myndir á borð við Crim­son Tide, The Pirates of the Caribbean og Incept­ion. Hann er þó langt því frá­ ein­hæfur og hefur t.a.m. samið tölu­vert af tón­list fyrir teikni­mynd­ir. Árið 1994 fékk hann einmitt ósk­arsverð­laun fyrir The Lion King.



7. John Barry

Barry fædd­ist árið 1933 í York í Bret­land­i og ólst þar upp. Hann spil­aði á trompet í jazz-hljóm­sveitum á sjötta ára­tugn­um en hóf að semja tón­list fyrir breskar kvik­myndir á þeim sjö­unda. Í upp­hafi ­fer­ils­ins not­aði hann jazz, og þá sér­stak­lega big band jazz mikið við að skora ­kvik­mynd­ir. Árið 1962 kom út Dr. No, fyrsta myndin um spæj­ara hennar hátignar James Bond og Barry hlaut tölu­verða ­at­hygli fyrir það. 

Hann var alla tíð kenndur við Bond ser­í­una og samdi tón­list ­fyrir alls 11 myndir um spæj­arann, þar á meðal tit­il­lagið og hið goð­sagna­kennda lag Gold­finger sem Shirley Bassey söng. ­Seinna flutti Barry til Banda­ríkj­anna og gerð­ist hefð­bund­inn Hollywood tón­list­ar­maður og ein­beitti sér þá meira af klass­ískri tón­list þó að jazzinn væri aldrei langt und­an. Barry hlaut alls 7 til­nefn­ingar til ósk­arsverð­launa og vann 5 sinn­um, þar á meðal fyrir Out of A­frica og Dances With Wolves.  Hann lést árið 2011.



6. Jerry ­Goldsmith

Goldsmith fædd­ist kreppu­árið mikla 1929 í Los Ang­el­es. Tón­list­ar­fer­ill hans hófst á sjötta ára­tugnum hjá CBS ­fjöl­miðl­aris­anum þar sem hann samdi stef fyrir sjón­varps og útvarps­þætti. Hann hóf snemma að semja tón­list fyrir kvik­myndir og sanka að sér­ ósk­ar­stil­nefn­ing­um. Þegar hálfrar aldar ferli hans lauk hafði hann hlotið alls 18 til­nefn­ing­ar. Hann samdi mikið fyrir vís­inda­skáld­skap og hryll­ings­myndir og árið 1976 fékk hann einmitt sína einu styttu, fyrir hryll­ings­mynd­ina The Omen. Goldsmith þótti eitt frum­leg­asta tón­skáld sem starfað hefur í Hollywood. Hann nýtti sér þjóð­lega tón­list frá öllum heims­horn­um, jazz, popp, o.fl. og einnig gerði hann til­raun­ir ­með ýmis hljóð­færi á borð við didger­idoo og hið svo­kall­aða blaster beam. Með­al­ þekkt­ustu kvik­mynda­tón­listar Goldsmiths má nefna Planet of the Apes, Chinatown, Star Trek og Total Recall. Hann lést árið 2004.



5. Howar­d S­hore

Howard Shore er 69 ára Kanada­mað­ur, fædd­ur og upp­al­inn í Toronto. Hann hóf tón­list­ar­feril sinn sem sax­ó­fón­leik­ari í  jazz-hljóm­sveit­inni Light­house undir lok sjö­unda ára­tugs­ins en á þeim átt­unda fékk hann starf við sjón­varps­þætt­ina Sat­ur­day Night Live. Skömmu seinna kom­st hann í kynni við leik­stjór­ann og sam­landa sinn, David Cronen­berg og þá var fram­tíð hans ráð­in. 

Shore samdi yfir­leitt tón­list fyrir drunga­legar og ó­hugn­an­legar kvik­myndir og tón­listin var í sam­ræmi við það. Hann komst á kort­ið árið 1991 fyrir The Silence of the Lambs en ára­tug seinna fékk Peter Jackson honum það verk­efni að semja fyrir The Lord of the Rings þrí­leik­inn. Það var allt öðru­vísi verk­efni en Shore hafði áður unnið að, epískt og ­mik­il­feng­legt. Hann fékk inn­blástur frá Nifl­unga­hringi Ric­hards Wagner og not­færði sér kóra. Fyrir The Lord of the Rings hlaut Howard Shore alls þrenn Ósk­arsverð­laun.



4. Bern­ar­d Herr­mann

Herr­mann var einn áhrifa­mest­i ­kvik­mynda­tón­list­ar­maður sög­unn­ar. Hann var fæddur í New York árið 1911 og hóf að semja tón­list á ung­lings­ár­um. Hann nam tón­list við NYU og Juill­ard og fékk ­starf hjá CBS stöð­inni aðeins 23 ára gam­all. Hjá CBS komst Herr­mann í kynni við Or­son Welles og samdi í kjöl­farið tón­list­ina fyrir fyrstu kvik­myndir hans, þar á meðal hina goð­sagna­kenndu Cit­izen Kane árið 1941. Það sama ár vann hann sín einu ósk­arsverð­laun, fyrir kvik­mynd­ina All That Money Can Buy

Það var þó ekki ­fyrir sam­starfið við Welles sem Herr­manns verður minnst. Skömmu seinna kynnt­ist hann Alfred Hitchcock og unnu þeir saman að sjö kvik­myndum og þ.m.t. frægust­u verk leik­stjór­ans North by Nort­hwest, Vertigo og Psycho. Á sjötta ára­tugnum samdi Herr­mann mikið fyr­ir­ ­vís­inda­skáld­skap og varð þekktur fyrir notkun sína á hinu sér­staka hljóð­færi þeramíni. Herr­mann bjó í Bret­landi sein­ustu ár ævi sinnar en hann lést árið 1975. Ári seinna var hann til­nefndur til ósk­arsverð­launa fyrir tvö af seinust­u verkum sín­um, Taxi Dri­ver og Obsession.



3. James Horner

Banda­ríkja­mað­ur­inn James Horner var ­spreng­lærður í tón­list úr skólum á borð við Royal Col­lege of Music í London og UCLA í Los Ang­el­es. Honum leidd­ist dæg­ur­tón­list og hóf að semja klass­íska tón­list fyrir kvik­myndir á þrí­tugs­aldri. Á níunda ára­tugnum skap­aði hann sér­ ­sess í Hollywood, þá sér­stak­lega fyrir sam­starfið við kvik­mynda­leik­stjór­ann James Camer­on. Árið 1986 fékk hann fyrstu ósk­ar­stil­nefn­ingu sína af níu fyr­ir­ tón­list­ina í Ali­ens. Hann samdi mörg fræg kvik­mynda­skor á kom­andi árum, m.a. fyrir Glory, Bravehe­art og Apollo 13 en árið 1997 komst hann í sögu­bæk­urnar fyrir tón­list­ina í meist­ar­verki Camer­ons Titanic

Fyrir hana vann Horner tvenn ósk­arsverð­laun og verkið er enn ­sölu­hæsta kvik­mynda­plata allra tíma. Horner leit á Dmitri Shosta­kovich sem sinn helsta áhrifa­vald en allan feril sinn mátti hann sæta ásök­unum um ófrum­leika. Bæði að hann stæli stefum frá kol­legum sínum og gömlu meist­ur­unum og einnig að hann end­ur­nýtti sín eigin stef. James Horner lést þann 22. júní síð­ast­lið­inn í flug­slysi.

https://www.youtu­be.com/watch?v=9AN04imFDK8

2. John Willi­ams

Eng­inn kvik­mynda­tón­list­ar­maður hefur get­ið ­sér við­líka frægð og Banda­ríkja­mað­ur­inn John Willi­ams. Willi­ams er fæddur árið 1932, lærði á píano í Juill­ard og spil­aði með jazz hljóm­sveitum á sjötta ára­tugn­um. Hann lét á sér bera á sjö­unda ára­tugnum en það var sam­starfið við ­Steven Spi­el­berg og George Lucas sem átti eftir að marka allan hans fer­il. Willi­ams er nokkuð hefð­bund­inn laga­höf­undur sem hefur þó samið ógrynni af ­stefum sem allir þekkja. Það hefur skilað sér á rauða dregl­inum og hefur hann hlotið alls 50 ósk­ar­stil­nefn­ingar og 5 sinnum hefur hann unnið stytt­una. Fram­leið­and­inn Walt Dis­ney er sá eini sem hefur hlotið fleiri til­nefn­ingar en Willi­ams. Meðal verka hans má nefna Jaws, Star Wars, E.T.,Indi­ana Jones, Jurassic Park, Schindler´s List og Harry Potter. Þó að John Willi­ams sé kom­inn á níræð­is­aldur er hann enn að og er einn af keppi­nautum Jóhanns Jóhanns­sonar í ár, með tón­list­ina í Star Wars: The Force Awa­kens.

https://www.youtu­be.com/watch?v=hv6umON­V7iw

1. Enni­o Morricone

Morricone er Róm­verji í húð og hár, fædd­ur í borg­inni eilífu árið 1928. Hann spil­aði á trompet í jazzhljóm­sveitum og samd­i popp­lög áður en hann hóf að gera kvik­mynda­tón­list í heima­landi sínu upp úr 1960. 

Hann er afkasta­mik­ill bæði í kvik­mynda­tón­list og öðru sem hann hef­ur ­tekið sér fyrir hendur og þykir mjög frum­legur þegar kemur að stíl og hljóð­færa­vali. Morricone hlaut mikla frægð fyrir tón­list­ina í hinum svoköll­uðu spag­het­tí vestrum sem hann gerði fyrir skóla­fé­laga sinn Sergio Leone og fleiri leik­stjóra á sjö­unda og átt­unda ára­tugn­um. Þar not­aði hann raddir og ýmsar hljóð­upp­tökur á mjög sér­stakan hátt. Morricone hefur 6 sinnum verið til­nefndur til­ ósk­arsverð­launa en aldrei unn­ið. Hann var þó sæmdur heið­ursverð­laun­um aka­dem­í­unnar árið 2006. Morricone starfar alfarið í Róm og talar litla ensku en hefur þó samið tón­list fyrir fjöl­margar amer­ískar og breskar kvik­mynd­ir. Má þar ­nefna The Untouchables, The Thing og The Mission sem af mörgum er talin sú besta sem gerð hefur ver­ið. Hinn 87 ára gamli Morricone er keppi­nautur Jóhanns Jóhanns­sonar í ár með The Hateful Eight.

https://www.youtu­be.com/watch?v=Ux0vy­v7dEGk

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None