Tíu staðreyndir um starfsemi og rekstur ÁTVR

Alþingi ræðir nú frumvarp sem hefur það markmið að afnema einokun ríkisins á sölu áfengis. Í dag hefur ÁTVR einkarétt á slíkri sölu.

Vínbúð ÁTVR
Auglýsing

1 – Íslenska ríkið hefur rekið einka­sölu áfengis hér­lendis frá­ ár­inu 1922, en þá hét fyr­ir­tækið ÁVR. Tóbaks­einka­sala rík­is­ins tók til starfa 1932 og fyr­ir­tækin voru sam­einuð árið 1961 undir nafn­inu Áfeng­is- og ­tó­baks­verslun rík­is­ins (ÁTVR).

2 - ÁTVR er risa­stórt fyr­ir­tæki. Árs­verk hjá því voru 684 tals­ins á árinu 2014, en stór hluti þess starfs­fólks er í hluta­starfi. Þorri ­starfs­fólks ÁTVR vinnur í Vín­búðum fyr­ir­tæk­is­ins eða við umsýslu áfeng­is. Heild­ar­launa­kostn­að­ur­ ­fyr­ir­tæk­is­ins á ári (2014) er 1,7 millj­arðar króna. Mest mun­aði um laun ­for­stjór­ans Ívars J. Arndal, en árs­laun hans námu 16,5 millj­ónum króna.

3 – Árið 2011 voru sett ný lög um verslun með áfengi á Íslandi. Lög­in hafa þrjú mark­mið: að skil­greina umgjörð um smá­sölu og heild­sölu áfengis og ­tó­baks sem „bygg­ist á bætri lýð­heilsu og sam­fé­lags­legri ábyrgð“, að stýra að­gengi að áfengi og tóbaki og draga þannig úr skað­legum áhrifum af neyslu þeirra og að vernda ungt fólk gegn neyslu áfengis og tóbaks og „tak­marka fram­boð á óæski­legum vöru­m“.

Auglýsing

4 – ÁTVR er einn stærsti smá­sali á Íslandi. Fyr­ir­tækið rekur 50 versl­anir um land allt, þar af þrettán á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Árið 1986 rak ­fyr­ir­tækið 13 versl­an­ir. Fjöldi þeirra hefur því tæp­lega fjór­fald­ast á 30 árum. Til sam­an­burðar rekur Bón­us, sem er með 39 pró­sent mark­aðs­hlut­deild á dag­vöru­mark­að­i, 31 versl­anir um land allt.

5 – Á und­an­förnum árum hefur þjón­usta ÁTVR við neyt­endur aukist mjög umfram fjölgun versl­anna. Nafni versl­anna fyr­ir­tæk­is­ins var breytt í Vín­búðin og þær eru nú opnar mun lengur en áður var. Auk þess hefur vöru­fram­boð marg­fald­ast á und­an­förnum árum. Í lok árs 2014 voru í boði 2.617 vöru­teg­und­ir­. Margar Vín­búðir eru nú opnar til 20:00 á virkum dögum og til klukkan 18:00 á laug­ar­dög­um. Aðgengi almenn­ings að áfengi hefur því auk­ist gríð­ar­lega á und­an­förnum árum og ára­tugum og vöru­fram­boð stór­auk­ist sömu­leið­is.

6 – Áfeng­is­aug­lýs­ingar eru bann­aðar með­ lög­um. Vín­búðin má hins vegar aug­lýsa sig svo lengi sem að áhersla sé lögð á sam­fé­lags­lega ábyrgð í aug­lýs­ing­un­um. Á und­an­förnum árum hafa slík­ar aug­lýs­ing­ar, þar sem fólk er minnt á að muna eftir skil­ríkjum sín­um(­bannað er sam­kvæmt lögum að selja fólki undir 20 ára áfeng­i), birst ítrekað í völdum fjöl­miðl­um.Bannað er að auglýsa áfengi á Íslandi. Það má hins vegar auglýsa það á Facebook, þar sem rúmlega 90 prósent þjóðarinnar er með aðgang. Á meðal þeirra vara sem eru auglýstar þar er íslenskt Brennivín.

7 – Rekstr­ar­tekjur ÁTVR voru 28,6 millj­arðar króna á árinu 2014 og juk­ust um 1,2 millj­arða króna á milli ára. Af þeim runnu 23,7 millj­arðar króna til rík­is­sjóðs vegna tóbaks­gjalds (5,7 millj­arðar króna), áfeng­is­gjalds (9,2 millj­arðar króna), virð­is­auka­skatts (7,3 millj­arðar króna) og arð­greiðslu (1,4 millj­arðar króna). Það þýðir að um 83 pró­sent allra tekna ÁTVR­ renna í rík­is­sjóð. Allar þessar tekjur myndu skila sér þangað óháð því hver það væri sem seldi áfengi og tóbak, utan arð­greiðsl­unn­ar, enda eru álögur á áfeng­i á Íslandi þær hæstu í Evr­ópu að Nor­egi und­an­skild­um.

8 – Tveir þriðju hlutar allra ­rekstr­ar­tekna ÁTVR, alls 19,1 millj­arðar króna (2014), koma til vegna sölu á­feng­is. Tekjur vegna tóbaks­sölu voru 9,5 millj­arðar króna. Vöru­notkun tóbaks var átta millj­arðar króna árið 2014 og af henni var 5,7 millj­arðar króna tóbaks­gjald sem greið­ist til rík­is­ins. Þeg­ar vöru­gjöld hafa verið dregin frá tekjum ÁTVR af tóbaks­sölu stendur eftir 1,5 millj­arður króna. ­Tó­baks­salan fer fram í gegnum mjög hag­kvæma mið­læga ­tó­baks­sölu þar sem vörur eru að mestu pant­aðar raf­rænt og sóttar á sama stað. Engin tóbaks­smá­sölu­verslun er rekin heldur er ein­ungis um heilds­sölu að ræða. Því sýnir ein­faldur hug­ar­reikn­ingur að miklar líkur séu á því að arð­greiðslan ­sem greidd er til rík­is­ins árlega (1,4 millj­arðar króna árið 2014) sé greidd af hagn­aði vegna tóbaks­sölu. Sé það rétt er ljóst að áfeng­is­sala ÁTVR er ­nið­ur­greidd af tóbaks­söl­unni. Þetta var m.a. nið­ur­staða grein­ing­ar ­fyr­ir­tæk­is­ins Clever Data á rekstri ÁTVR sem birt var í maí 2015.

9 – ÁTVR hefur aldrei viljað upp­lýsa um hver aðskilin kostn­aður á tóbaks- og áfeng­is­sölu sé. Rekstr­ar­kostn­aður hvor­s ­fyrir sig er ein­fald­lega ekki skil­greindur sér­stak­lega í bók­haldi fyr­ir­tæk­is­ins og stjórn­endur ÁTVR hafa ekki viljað svara fyr­ir­spurnum Kjarn­ans um hver ­kostn­aður fyr­ir­tæk­is­ins vegna sölu á tóbaki væri.

10 – Engin stjórn er yfir ÁTVR, sem skil­greind er sem stofnun sam­kvæmt lög­um.

Slík hefur ekki ver­ið til staðar í nokkur ár heldur heyrir stofn­unin beint undir fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. Yfir­stjórn fyr­ir­tæk­is­ins, sem sam­anstendur af Ívari J. Arndal ­for­stjóra og fram­kvæmda­stjórum, tekur þess í stað ákvarð­anir tengdar rekstri ÁTVR. Fyr­ir­tækið sker sig þannig frá öðrum stórum fyr­ir­tækjum í opin­berri eig­u, eins og til dæmis orku­fyr­ir­tækj­um, þar sem eig­and­inn kemur ekki að beinn­i ­stjórn þess.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None