Tæp 60% myndu greiða atkvæði gegn aðild að ESB

Mynd: Birgir Þór
Þórunn Elísabet Bogadóttir og Sunna Valgerðardóttir

59,1% Íslend­inga myndu kjósa gegn aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu ef kosið yrði í dag. 40,9 pró­sent myndu kjósa með aðild. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Gallup gerði fyrir sam­tökin Já Ísland. Auglýsing

Meiri­hluti fólks 35 til 44 myndi greiða atkvæði með aðild

Ekki er mark­tækur munur á svörum karla og kvenna þegar kemur að því hvernig fólk myndi greiða atkvæði ef gengið yrði til atkvæða um aðild að ESB í dag. Hins vegar er mark­tækur munur á svörum fólks eftir aldri, búsetu, tekjum og mennt­un. 

Minnsti stuðn­ing­ur­inn við aðild er í yngsta og elsta ald­urs­hópn­um, ann­ars vegar 18 til 24 ára og hins vegar 55 ára og eldri. Í báðum hópum myndu í kringum 35% greiða atkvæði með aðild í dag en um 65% greiða atkvæði gegn. Mestur stuðn­ingur við aðild mælist í ald­urs­hópnum 35 til 44 ára, þar sem 52% myndu greiða atkvæði með aðild. 49% fólks á aldr­inum 25 til 34 myndu greiða atkvæði með aðild, en 51 pró­sent gegn. 

Nán­ast jafnt í Reykja­vík en mikil and­staða á lands­byggð­inni

Hjá fólki sem er búsett í Reykja­vík eru hlut­föll þeirra sem myndu greiða atkvæði með og gegn aðild í dag nán­ast hní­f­jöfn. Í nágranna­sveit­ar­fé­lögum Reykja­víkur myndu 44% greiða atkvæði með aðild, en í öðrum sveit­ar­fé­lögum myndu 30% greiða atkvæði með aðild. Í þeim hópi er líka lang­mesta and­staðan við aðild, þar sem helm­ingur svar­enda seg­ist örugg­lega kjósa gegn aðild að ESB. 

Mest and­staða hjá tekju­lágum og mestur stuðn­ingur hjá tekju­hæstu

Þegar afstaðan er skoðuð út frá fjöl­skyldu­tekjum kemur í ljós að mjög mikil and­staða mælist við ESB-að­ild hjá þeim sem hafa tekjur undir 250 þús­und­um. Þar segj­ast 86% myndu kjósa gegn aðild í dag. Hjá þeim sem hafa tekjur frá 250 til 399 þús­undum er hlut­fallið 73%. Hlut­fallið verður aðeins jafn­ara hjá þeim sem hafa 400 til 549 þús­und krónur á mán­uði, 57% myndu kjósa á móti þar, 59% í hópnum 550 og 799 þús­und og 53% í hópnum 800 til 999 þús­und á mán­uð­i. 

Meiri­hluti þeirra sem hafa milljón eða meira í fjöl­skyldu­tekjur á mán­uði myndi hins vegar greiða atkvæði með aðild, eða 53%. Það er eini tekju­hóp­ur­inn þar sem meiri­hluti er með aðild að ESB. 

53% þeirra sem eru með háskóla­próf myndu segja já við aðild að Evr­ópu­sam­band­inu ef gengið yrði til kosn­inga í dag. 36% þeirra sem hafa fram­halds­skóla­próf myndu segja já og 33% þeirra sem eru með grunn­skóla­próf. 

Könn­unin var gerð dag­ana 14. til 25. jan­úar 2016 og var úrtakið 1440 manns, þar sem 888 svör­uðu. 718 manns tóku afstöðu til þess­arar spurn­ing­ar, og eru vik­mörk á bil­inu 2,7 til 3,6 pró­sent. 

Meira úr Kjarnanum
Guðni með minna forskot en kannanir sýndu
Fyrstu vísbendingar upp úr kjörkössunum benda til þess að mun fleiri hafi greitt Höllu Tómasdóttur atkvæði sitt en skoðanakannanir bentu til í aðdraganda kosninga.
Innlent 25. júní 2016 kl. 22:46
Fleiri kjósa nú en í síðustu forsetakosningum
KJörsókn er betri í núverandi forsetakosningum heldur en þeim sem voru 2012. Klukkan 17 höfðu rúmlega 40 prósent kosningabærra kosið í Reykjavík.
Innlent 25. júní 2016 kl. 18:05
Fimmtán ríkustu Bretarnir töpuðu 5,5 milljörðum punda á einum degi
Ríkustu Bretarnir fóru illa út úr svörtum föstudegi á mörkuðum.
Erlent 25. júní 2016 kl. 16:00
Glerfínir og glaðbeittir frambjóðendur á kjörstað
Flestir forsetaframbjóðendur hafa nú kosið á sínum kjörstöðum. Guðni Th. Jóhannesson mætti fyrstur frambjóðenda klukkan 10 í morgun.
Innlent 25. júní 2016 kl. 14:05
Gleðilegan kjördag - notið kosningaréttinn!
Pæling dagsins 25. júní 2016 kl. 9:00
Samið við flugumferðarstjóra
Samningar undirritaðir á þriðja tímanum í nótt.
Innlent 25. júní 2016 kl. 4:12
Guðni leiðir en Halla bætir mikið við sig
Guðni Th. Jóhannesson mun standa uppi sem sigurvegari forsetakosninganna samkvæmt kosnignaspánni. Hann mælist með 45,8 prósent fylgi. Kjörsókn getur skekkt niðurstöður kosningaspárinnar miðað við úrslit kosninga.
Fréttaskýringar 24. júní 2016 kl. 21:00
Breytt heimsmynd
Ákvörðun Breta um að ganga úr Evrópusambandinu er mikil heimspólitísk tíðindi. Fjárfestar hafa brugðist við tíðindunum með neikvæðum hætti. Óvissan um hvað sé framundan er algjör.
Fréttaskýringar 24. júní 2016 kl. 20:00