Þegar Landsbankinn seldi Vestia án útboðs

Landsbankinn
Auglýsing

Sala Lands­bank­ans á 31,2 pró­sent hlut hans í Borgun hef­ur verið fyr­ir­ferða­mesta frétt þessa árs á Íslandi. Ljóst er að þeir sem keypt­u hlut­inn hafa marg­faldað virði fjár­fest­ingar sinnar í ljósi þess að virð­i ­fyr­ir­tæk­is­ins hefur reynst mun meira en áætlað var. Auk þess hefur bank­inn ­legið undir ámæli fyrir að hafa selt hlut sinn í Lands­bank­anum bak­við lukt­ar ­dyr til val­ins hóps bjóð­enda.

Salan á Borgun hefur beint athygl­inni að því hvern­ig Lands­bank­inn hefur áður haldið á sölu eigna á und­an­förnum árum. Og þar hef­ur ein „sala“ umfram aðrar verið nefnd, salan á eigna­um­sýslu­fé­lag­inu Vestia til­ Fram­taks­sjóðs Íslands.

Lands­bank­inn setur á fót eigna­um­sýslu­fé­lag

Eftir að Lands­bank­inn var end­ur­reistur á nýrri kenni­tölu eftir hrunið sat hann, líkt og hinir end­ur­reistu bank­arn­ir, uppi með gríð­ar­leg­t ­magn af eignum sem þurfti að end­ur­skipu­leggja. Ákvörð­unin um að láta end­ur­reistu rík­is­bank­anna end­ur­skipu­leggja þessar eignir var póli­tísk og því var enn meiri þrýst­ingur á bank­ana að fram­kvæma verkið með opnum og gegn­sæj­u­m hætti sem hafin væri yfir tor­tryggni. Þess utan voru enn rík­ari skyldur á Lands­bank­anum að gera hlut­ina almenni­lega í ljósi þess að hann var að öllu ­leyti í eigu rík­is­ins, og eignir hans þar af leið­andi rík­is­eign­ir. Það tók ­bank­ann þó ekki langan tíma að orka tví­mæl­is.

Auglýsing

Árið 2009 setti Lands­bank­inn á fót ­eigna­um­sýslu­fé­lagið Vestia til að halda á fyr­ir­tækjum sem lentu í höndum á bank­ans. Ýmsir einka­að­ilar höfðu sýnt umræddum eignum áhuga og reyndu að nýta ­tengsl innan bank­ans og stjórn­sýsl­unnar til að kom­ast einir í bjóð­enda­stöð­ur.

Vestia var ansi stór biti. Inni í félag­in­u voru sjö fyr­ir­tæki sem sam­tals réðu yfir sex þús­und starfs­mönn­um. Um var að ræða alþjóð­lega sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið Icelandic Group, með alls 30 dótt­ur­fé­lög og starf­semi í 14 lönd­um, Voda­fo­ne, Skýrr, EJS, HugAx, Húsa­smiðj­una og Plast­prent. Mikið púður var lagt í að tryggja að eng­inn „mon­key-business“ yrð­i í end­ur­sölu á þessum eign­um, líkt og það var orðað af við­mæl­anda inn­an­ ­stjórn­sýsl­unn­ar, sem átti við að þeim ætti ekki að stýra upp í hend­urnar á ein­hverjum útvöldum aðil­um.

Stein­grímur J. varð brjál­aður

Í lok ágúst 2010 var skyndi­lega til­kynnt að Fram­taks­sjóður Íslands, umbreyt­ing­ar­sjóður sem stofn­aður hafð­i verið af 16 líf­eyr­is­sjóðum í des­em­ber 2009, hefði keypt Vestia. Fyrir pakk­ann greiddi Fram­taks­sjóð­ur­inn 19,5 millj­arða króna auk þess sem Lands­bank­inn ­eign­að­ist 27,5 pró­senta hlut í hinum ætl­aða umbreyt­ing­ar­sjóði. Eignin var ekki ­sett í opið sölu­ferli né yfir höfum aug­lýst til sölu.

Með þessum gern­ingi var íslenska ­rík­ið, sem átti Lands­bank­ann að mestu leyti, orð­inn óbeint stærsti ein­staki ­eig­andi Fram­taks­sjóðs­ins. Það var aldrei mein­ingin að svo yrði. Með kaup­unum á Vesti­a-­eign­unum var Fram­taks­sjóð­ur­inn einnig kom­inn almenni­lega af stað í starf­semi sinni. Áður var eina stóra fjár­fest­ingin sem sjóð­ur­inn hafði ráð­ist í kaup á 30 pró­sent af hlutafé Icelanda­ir.

Steingrímur J. Sigfússon var fjármálaráðherra þegar salan á Vestia fór fram. Hann varði hana opinberlega en bakvið luktar dyr var hann brjálaður yfir henni.Ákvörð­unin um kaupin á Vestia var ­tekin af æðstu stjórn­endum Lands­bank­ans og Fram­taks­sjóðs­ins, þeim Stein­þór­i Páls­syni og Finn­boga Jóns­syni.  Í bók­inn­i Ís­lands ehf.- Auð­menn og áhrif eftir hrun, sem kom út í águst 2013, kemur fram að Stein­grímur J. Sig­fús­son, fjár­mála­ráð­herra, hafi varið þennan gjörn­ing op­in­ber­lega en bak­við luktar dyr varð hann gjör­sam­lega brjál­aður yfir­ ­sam­ein­ing­unni. Að hans mati fólst í henni klárt brot á reglum sem Lands­bank­inn hafði sjálfur sett sér um með­ferð eigna sem lent höfðu í hönd­unum á bank­an­um eftir hrun­ið. Stein­grími fannst þeir Stein­þór og Finn­bogi heldur ekki hafa ­vandað almenni­lega til verka. Í einka­sam­tölum hund­skamm­aði hann þá báða og ­sagði þeim mjög skýrt að svona lagað skyldu þeir aldrei gera aft­ur.

Aug­ljós­lega var sam­run­inn við Fram­taks­sjóð­inn góð leið fyrir Lands­bank­ann til að koma eignum frá sér og losa þar með um þrýst­ing á bank­ann um að losa sig sem fyrst við fyr­ir­tæki sem vor­u komin í faðm hans. Stein­grímur lagði mikla áherslu á að þeir Finn­bogi og ­Stein­þór myndu ekki láta taka sig í bólinu þegar kæmi að því að fyr­ir­tækin yrð­u end­ur­seld út úr Fram­taks­sjóðn­um. Allt yrði að vera opið og gagn­sætt í þeim ­sölu­ferl­um.

Salan á Icelandic

Stein­grímur varð því ekki ánægð­ur­ þegar Fram­taks­sjóð­ur­inn tók upp einka­við­ræður í upp­hafi árs 2011 við fjár­fest­inga­sjóð­inn Triton um kaup á verk­smiðju­rekstri Iceland­ic, sem hafð­i ­fylgt frá Lands­bank­anum til sjóðs­ins þegar Vestia var selt. Á hlið­ar­lín­unni í þeim við­skiptum voru aðrir áhuga­samir aðil­ar, meðal ann­ars kanadíska ­fisk­sölu­fyr­ir­tækið High Liner Foods, algjör­lega brjál­aðir yfir því að fá ekki að gera til­boð í rekst­ur­inn. Í umræð­unni á þessum tíma var látið líta út fyr­ir­ að Finn­bogi Bald­vins­son, for­stjóri Iceland­ic, hefði haft sér­staka hags­mun­i um­fram aðra að Triton keypti Icelandic og að við­ræður við fjár­fest­inga­sjóð­inn hefðu verið til­komnar vegna frænd­semi hans við nafna sinn Jóns­son, fram­kvæmda­stjóra Fram­taks­sjóðs­ins.

Sam­sær­is­kenn­ingin gekk út á það að bak­hjarl Finn­boga Bald­vins­sonar væri bróðir hans, Þor­steinn Már Bald­vins­son, ­for­stjóri og eig­andi Sam­herja. Samn­ings­við­ræð­urnar áttu þannig að vera eitt stórt ráða­brugg til að gera þeim kleift að kom­ast yfir Iceland­ic. Á meðal þess ­sem lagt var til í þessum við­ræðum við Triton var að hluti starfs­manna Icelandic myndi fá að eign­ast í fyr­ir­tæk­inu ef af söl­unni yrði. Mörgum inn­an­ ­stjórn­sýsl­unnar og við­skipta­lífs­ins fannst óþefur af við­ræð­unum og töl­uðu um að gamla Ísland vakn­aði alltaf þegar ein­hver héldi að hann gæti grætt mikið á skömmum tíma. Í byrjun febr­úar 2011 var til­kynnt um að til­boði Triton hefð­i verið hafnað og að hluti af starf­semi Icelandic yrði seldur í opnu sölu­ferli. Á bak­við tjöldin hafði gengið mikið á vik­urnar á und­an. Aftur bland­að­i ­Stein­grímur J. Sig­fús­son sér í málið og sagði við Finn­boga Jóns­son að hann ætt­i að slíta samn­inga­við­ræðunum. Hvort þau skila­boð fjár­mála­ráð­herr­ans hafi ráð­ið úr­slitum í því að hætt var við söl­una liggur ekki fyr­ir.

Í nóv­em­ber 2011 var starf­sem­i Icelandic í Banda­ríkj­unum seld til High Liner Foods. Sölu­verðið var 26,9 millj­arðar króna.

Sum­arið 2014 seldi Lands­bank­inn 9,9 pró­sent hlut sinn í Fram­taks­sjóði Íslands og bók­færði vegna þessa 4,8 millj­arða króna hagn­að. Lands­bank­inn á enn þann dag í dag 17,7 pró­sent hlut í Fram­taks­sjóði Íslands, sem hefur losað um mikið af þeim eignum sem hann eign­að­ist á árunum eftir hrun. Í dag á sjóð­ur­inn 100 pró­sent hlut í Icelandic Group, 38 pró­sent hlut í Invent Farma og allt hlutafé í IEI slhf., sem heldur utan um sölu­and­virði erlendra eigna Fram­taks­sjóðs­ins. Á meðal þeirra eigna er sölu­and­virði vegna söl­unar á starf­semi Icelandic í Banda­ríkj­unum árið 2011.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None