Norskir laxar munu éta jólatré

Norskir vísindamenn áætla að um þriðjungur alls laxafóðurs geti átt uppruna sinn í barrskógum Noregs þegar fram líða stundir. Þannig getur afgangsafurð úr timburiðnaðinum komið í stað innfluttra sojaafurða.

Herdís Sigurgrímsdóttir
Lax
Auglýsing

Norð­menn eru iðnir við að ota laxi að jarð­ar­bú­um. Árið 2015 slátr­uðu íslensk fisk­eld­is­fyr­ir­tæki rúmum 3000 tonnum af laxi. Það er jafn­mik­ið og Nor­egur pakkar niður og flytur úr landi á einum degi. Norskur lax er ­uppi­staðan í 14 milljón mál­tíðum á degi hverjum víða um heim. Á hverjum degi!

Norð­menn eru sam­t rétt i start­hol­un­um. Þeir stefna að því að fimm­falda fisk­eld­is­iðn­að­inn á næst­u 30 árum. Þó eru þeir enn að klóra sér í hausnum yfir því hvernig þeir eig­i eig­in­lega að fóðra allan þennan fisk.

Í dag eru plöntu­af­urðir uppi­staðan í laxa­fóðr­inu, aðal­lega inn­flutt soja­mjöl frá Bras­il­íu. Það er erfitt að sjá fyrir sér að soja­fram­leiðslan geti auk­ist mikið án þess að enn meira sé gengið á regn­skóga Bras­il­íu. Þar að auki er erfitt að rétt­læta það að soja­af­urðir sem hægt væri að vinna til mann­eld­is, fari frekar í fram­leiðslu á fiski sem ekki er á færi hinna ­fá­tæk­ustu og mest mat­ar­þurfi. Ekki er heldur enda­laust hægt að veiða fisk til­ að fóðra annan fisk.

Auglýsing

Hvað á lax­inn þá að éta?

Lax­inn þarf rétta blöndu af prótein­um, fitu, kol­vetn­um, vítamínum og stein­efn­um, rétt eins og við mann­fólk­ið. Fram á tíunda ára­tug ­síð­ustu aldar át norskur eld­is­lax um 90% fiski­mjöl og lýsi. Enda lax í eðli sínu rán­fiskur sem étur að megn­inu til seiði og fiska og því eðli­legt að ala hann á fiskaf­urð­um.

Í dag er laxa­fóðrið að tveimur þriðju hlutum plöntu­af­urð­ir, eins og kom fram að ofan. Soja er prótein­ríkt og kemur því að nokkru leyti í stað fiski­mjöls­ins. Stóra spurn­ingin er: hvaða prótein geta komið í stað­inn ­fyrir soja­mjölið? Eitt­hvað sem er auð­velt að nálgast, sjálf­bært í fram­leiðslu, og allra helst eitt­hvað sem Norð­menn geta fram­leitt sjálfir, til þess að ver­a ekki upp á aðrar þjóðir komn­ir.

Fiskiafurðir eru ekki nema þriðjungur laxafóðurs í Noregi í dag en voru áður um 90%. Taflan er fengin að láni frá Margareth Øverland, sem leiðir þróun grenifóðursins. Taflan byggir á gögnum frá Ytrestøyl et al, 2015.

Svarið er í bök­un­ar­hill­unni

Svar­ið, eins fjar­stætt og það kann að hljóma, er ger. Já, þú l­ast rétt, eins og til dæmis þurr­ger­s­pakk­inn í bök­un­ar­hill­unni í eld­hús­in­u. ­Fullt af prótín­um. Sjálf­bær fram­leiðsla ef maður hefur aðgang að sykri. Og með­ ­sykri á ég ekki endi­lega við hvíta syk­ur­inn í bök­un­ar­hill­unni. Sykrurnar geta al­veg eins komið úr... trjátrefj­um! Þarna kemur greni­skóg­ur­inn inn í mynd­ina. Hann ­sprettur eins og ill­gresi í Nor­egi, svo sann­ar­lega end­ur­nýj­an­leg og van­nýtt auð­lind.



Upp­skriftin að greni­fóðr­inu er nokkurn veg­inn svona. Finnd­u greni­flís­ar, gjarnan afskurð úr timb­ur­fram­leiðslu. Sjóddu upp á þeim. Með­ réttum hita og efna­kok­teil brýt­urðu trjátrefj­arnar niður í lígnín, sellu­lósa og hem­is­ellu­lósa. (Not­aðu lígnínið í eitt­hvað ann­að, hér þurfum við bara ­sykrurn­ar.) Bættu við leyni­legri ens­ímblöndu til að “melta” sellu­lósa­súp­una og breyta í auð­vinn­an­legri sykr­ur. Settu ger­svepp­ina á beit í sykrurn­ar. Þeg­ar ­gerið er full­vaxið er bara að safna því sam­an, þurrka, mala og nota í laxa­fóð­ur. Ger­mjölið getur verið u.þ.b. þriðj­ungur fóð­urs­ins. 

Melt­ing­ar­vand­kvæð­i ­lax­fiska

Fyrstu próf­anir lofa mjög góðu. Við hringdum í Marg­ar­et­h Øver­land, sem stýrir verk­efn­inu Foods of Norway við háskól­ann í Ås, í nágrenni Osló­ar. Háskól­inn er íslenskum ­bú­fræð­ingum og skóg­fræð­ingum að góðu kunn­ur, enda fremsti rann­sókn­ar­há­skóli Nor­egs á því sviði, auk ann­arra.

Marg­ar­eth segir okkur að þau hafi gert til­raunir með þrjár mis­mun­andi ger­sveppa­teg­undir og þær lofi mjög góðu. “Nær­ing­ar­upp­takan er mjög ­góð. Lax­inn tekur upp um það bil jafn­mikið af ger­sveppa­prótein­inu og af ­fi­ski­p­róteini. Það þýðir að lax­inn vex jafn vel af þessu fóðri og af ­fiski­mjöls­af­urð­u­m.” Eitt af vanda­mál­unum við soja­fóðrið er að það hefur ekki verið nógu nær­ing­ar­ríkt.

Greni­fóðrið leysir líka ýmis vanda­mál sem fylgt hafa soja­fóðr­inu. Lax­inn hefur nefni­lega ekki náð að melta soja­fóðrið vand­kvæða­laust, hefur vaxið hægar og fengið þarma­bólgur af því. “Þetta hlýst af svoköll­uðum andnær­ing­ar­efn­um,” útskýrir Marg­ar­eth. “Þau eru nátt­úru­leg varn­ar­efni plantn­anna, eig­in­lega til að fæla dýr frá því að borða þær. Þessi efni valda til dæmis bitru bragði eða melt­ingarörð­ug­leikum og langvar­and­i ­bólgum í melt­ing­ar­fær­um. Þetta eru efni eins og t.d. sarpónín, lektín og ­jurta­estrógen.” Lax­inn sem hefur fengið greni­fóð­ur, þ.e.a.s. fiski­fóður sem er að þriðj­ungi ger­mjöl, á ekki við þessi mein að stríða.



Marg­ar­eth og sam­starfs­að­ilar eru einnig að vinna að þró­un þara­fóð­urs. Með líkri aðferð er hægt að vinna úr þar­anum íblönd­un­ar­efni sem er ­ríkt af stein­efnum og vítamín­um. Þó nokkrir aðilar í Nor­egi hafa sótt um og ­fengið leyfi til skipu­lagðrar þara­rækt­un­ar, segir Marg­ar­eth. Það er óleyfi­leg­t í Nor­egi að upp­skera villtan þara í því magni sem þarf til iðn­að­ar­fram­leiðslu.

Norskt fisk­eldi í harðri sókn

Upp úr 1990 varð norskur lax ein helsta útflutn­ings­vara Norð­manna, ef ekki í krónum talið, þá í sýni­leika í mat­vöru­versl­unum í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um. Fólk úti í heimi fór að fatta að lax var ekki leng­ur lúx­usvara á rán­dýru verði, eins og villtur lax hafði alltaf ver­ið.  Norskur lax varð vöru­merki og hluti af ímynd Nor­egs út á við. Nú er verið að færa út kví­arn­ar, sér­stak­lega til vax­and­i mið­stéttar í Asíu.

Kon­ungs­fjöl­skyldan tekur virkan þátt í að mark­aðs­setj­a norska lax­inn. Í opin­berri heim­sókn í Indónesíu setti krón­prin­spar­i­ð Hå­kon og Mette-Ma­rit upp svuntu og latex­hanska og fram­reiddi norskan lax ­fyrir áhuga­sama gesti á blaða­manna­fundi. Har­aldur Nor­egs­kon­ungur er einnig lunk­inn og áhuga­samur flugu­veiði­mað­ur. (Í fyrra fékk hann einmitt eld­is­lax á öng­ul­inn í veiði­ferð í Norð­ur­-Nor­egi, sem gest­gjöfum hans fannst ákaf­lega vand­ræða­leg­t.)

Munn­mæla­sögur herma þó að kon­ungs­fjöl­skyldan sé orðin svo ­leið á að fá lax í hvert skipti sem þau heim­sækja afkima Nor­egs, að þau séu far­in að hvísla því að gest­gjöfum að það megi alveg vera eitt­hvað annað í há­tíða­mat­inn. En það er önnur saga.

Sitka­lax í búðir um 2025

Marg­ar­eth og félagar standa nú í ströngu við að full­þró­a ­ger­fóðrið og fram­leiðslu­að­ferðir sem anna þeirri eft­ir­spurn sem þau gera ráð ­fyrir að verði eftir fóðr­inu. Ef allt gengur að óskum má gera ráð fyrir fyrsta sitka­lax­inum í búðir um 2025. Árið 2050 gera þau ráð fyrir að Nor­egur get­i fram­leitt 500.000 tonn af ger­mjöli í fiski­fóð­ur.

Næsta verk­efni er að þróa dýra­fóður úr greni­geri, sem hægt er að nota fyrir svín,  hænur og ann­an ­bú­fén­að. “Það að vera sjálfum sér nógur um fóð­ur­fram­leiðslu er ekki síst ­mik­il­vægt fyrir fæðu­ör­yggi Nor­egs”, segir Marg­ar­eth. “En það er ekki síð­ur­ ­mik­il­vægt að þegar við jarð­ar­búar verðum orðin níu millj­ón­ir, árið 2050, þá séu ekki dýr og fiskar að éta mat sem hefði getað brauð­fætt fólk.”



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None