Eiginkona forsætisráðherra hagnast á því að sleppa við stöðugleikaskatt

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur leikið lykilhlutverk í pólitískri umræðu um losun hafta og við mótun á áætlun til að láta þá losun verða að veruleika. Eiginkona hans var allan þann tíma kröfuhafi í slitabú föllnu bankanna.

Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona forsætisráðherra, hefur opinberað að hún eigi kröfur upp á rúman hálfan milljarð króna í slitabú föllnu bankanna.
Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona forsætisráðherra, hefur opinberað að hún eigi kröfur upp á rúman hálfan milljarð króna í slitabú föllnu bankanna.
Auglýsing

Wintris Inc., félag í eigu Önnu Sig­ur­laugar Páls­dóttur sem ­skráð er á Bresku Jóm­frú­areyj­un­um, getur búist við því að fá rúm­lega 120 millj­ónir króna þegar slitabú föllnu bank­anna hafa greitt kröfu­höfum sín­um. Alls á félagið kröfur upp á 523 millj­ónir króna og væntar end­ur­heimtir kröfu­hafa skila ofan­greindri nið­ur­stöðu. Ef stöð­ug­leika­skattur hefði verið lagður á slita­búin hefði það fé sem runnið hefði til kröfu­hafa verið um 300 millj­örð­u­m krónum lægri upp­hæð sem nú verð­ur. Því hagn­ast Wintris umtals­vert á því að slita­búum Glitn­is, Kaup­þings og Lands­bank­ans var gert kleift að ljúka slit­u­m sínum með greiðslu stöð­ug­leika­fram­lags frekar en með álagn­ing­u ­stöð­ug­leika­skatts.

Anna Sig­ur­laug er eig­in­kona Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar ­for­sæt­is­ráð­herra.

Keypti skulda­bréf á íslensku bank­ana fyrir hrun

Félag eig­in­konu for­sæt­is­ráð­herra á kröfur í slitabú fölln­u ­bank­anna vegna þess að það hafði keypt skulda­bréf útgefin af þeim fyrir hrun. Þetta hefur Kjarn­inn fengið stað­fest hjá Jóhann­esi Þór Skúla­syni, aðstoð­ar­mann­i ­for­sæt­is­ráð­herra, sem sér um upp­lýs­inga­gjöf fyrir hönd Önnu Sig­ur­laugar vegna opin­ber­un­ar á eign hennar á aflands­fé­lagi. Þegar neyð­ar­lögin voru sett í októ­ber 2008 ­færð­ust kröfur vegna slíkra skulda­bréfa aftur fyrir inn­stæður í kröfu­hafaröð ­bank­anna. Sig­mundur Davíð sat ekki á þingi þegar neyð­ar­lögin voru sam­þykkt og enn voru þá nokkrir mán­uðir í að hann yrði kos­inn for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins. Sig­mundur Davíð kom því ekki að þeirri laga­setn­ingu.

Auglýsing

Wintris lýsti því almennri kröfu í bú Kaup­þings, Lands­bank­ans og Glitnis til að reyna að fá skulda­bréf sín greidd að ein­hverju leyti. Alls á félagið kröfu upp á 174 millj­ónir króna í bú Lands­banka Íslands­, ­þrjár kröfur upp á sam­tals 220 millj­ónir króna í bú Kaup­þings og eina kröfu í bú Glitnis upp á eina milljón sviss­neskra franka, sem í dag er um 129 millj­ónir króna. Sam­tals ­nema kröf­urnar því um 523 millj­ónum króna.

Lyk­ilá­kvörðun í að styrkja stöðu íslenskra stjórn­valda í stöðu­bar­áttu þeirra við erlenda kröfu­hafa vegna slita­búa föllnu bank­anna vor­u lög sem sam­þykkt voru 13. mars 2012. Í þeim voru slitabú bank­anna færð und­ir­ höft og svo­kallað „sól­ar­lags­á­kvæð­i“, sem gerði höftin tíma­bund­in, afnumið. ­Sig­mundur Davíð var þing­maður þegar þessi lög voru sam­þykkt en var fjar­ver­and­i þegar greitt var atkvæði um þau.

Haustið 2013 var skip­aður ráð­gjafa­hópur til að vinna við hafta­af­nám. Á meðal þeirra sem starf­aði í þeim hópi var Bene­dikt Árna­son, þá ­sér­legur efna­hags­ráð­gjafi Sig­mundar Dav­íðs. Á grund­velli vinnu þess hóps var ­settur á fót sér­stakur fram­kvæmda­hópur um losun fjár­magns­hafta. Í upp­hafi árs 2015 var bætt við þann hóp. Á meðal þeirra sem komu þá inn í hann var Sig­urð­ur­ Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri eigna­stýr­ingar hjá Kviku. Hann er vinur og einn ­nán­asti ráð­gjafi Sig­mundar Dav­íðs og var meðal ann­ars for­maður sér­fræð­inga­hóps stjórn­valda um höf­uð­stólslækk­un verð­tryggðra hús­næð­is­lána. Auk þess starf­aði Lilja D. Alfreðs­dótt­ir, sem var í láni hjá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu frá Seðla­banka Íslands við verk­efna­stjórn­un ­vegna los­unar fjár­magns­hafta, náið með hópn­um.  

Sig­mundur í aðal­hlut­verki í Hörpu

Þegar stjórn­völd kynntu áætlun sína um losun hafta í byrj­un júní 2015 var blásið til mik­ils blaða­manna­fundar í Hörpu. Þar kynntu Sig­mund­ur Da­víð og Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, helstu útlín­ur ­á­ætl­un­ar­inn­ar. Í aðdrag­anda fund­ar­ins setti Sig­mundur Davíð eft­ir­far­andi stöðu­upp­færslu inn á Face­book-­síðu sína:



Aætl­unin sem kynnt var fólst í því að annað hvort myndu erlendir kröfu­haf­ar slita­bú­anna sam­þykkja að greiða svo­kallað stöð­ug­leika­fram­lag eða að það yrð­i lagður 39 pró­sent stöð­ug­leika­skattur á eignir þeirra. Það stöð­ug­leika­fram­lag þurft­i að vera þess eðlis að það myndi ekki hafa nei­kvæð áhrif á greiðslu­jöfn­uð Ís­lands og fjár­mála­stöð­ug­leika. Í grein­ar­gerð Seðla­banka Íslands um mat á upp­gjöri föllnu fall­inna fjár­mála­fyr­ir­tækja á grund­velli stöð­ug­leika­fram­laga, ­sem birt var í lok októ­ber 2015, kom fram að stöð­ug­leika­fram­lög myndu nema tæp­lega 379 millj­örðum króna. Sú upp­hæð miðar við að hægt verði að selja Íslands­banka á háu verði, og því gæti fram­lagið mögu­lega orðið umtals­vert lægra.

Í áætlun stjórn­valda sem kynnt var í júní 2015 kom fram að tekj­ur af 39 pró­sent stöð­ug­leika­skatti myndi skila rík­is­sjóði 682 millj­örðum króna. Það munar því að minnsta kosti 300 millj­örðum krónum á stöð­ug­leika­fram­lags­leið­inn­i og stöð­ug­leika­skatts­leið­inni.

End­ur­heimtir almennra kröfu­hafa föllnu bank­anna urðu á end­anum betri en þeir höfðu reiknað með. Ljóst er á sam­tölum við þá sem fyr­ir­ ­kröfu­haf­anna hafa starfað að þeir voru afar ánægðir með mála­lykt­ir. Ljóst er að end­ur­heimtir í bú Glitnis verða á bil­inu 30-35 pró­sent, hjá Kaup­þingi rúm­lega 26 pró­sent og hjá Lands­bank­anum um 15 pró­sent.

Eig­in­kona for­sæt­is­ráð­herra fær tugi millj­óna króna

Miðað við ofan­greindar end­ur­heimtir má ætla að félag eig­in­konu for­sæt­is­ráð­herra fái um 26 millj­ónir króna vegna kröfu sinnar í bú Lands­banka Íslands, um 57 millj­ónir króna vegna kröfu sinnar í bú Kaup­þings og 39 til 45 millj­ónir króna vegna kröfu sinnar í bú Glitn­is. Sam­tals má því ætl­a að hún fái 122 til 128 millj­ónir króna vegna krafna sinna.

Ef stöð­ug­leika­skattur hefði verið lagður á slita­búin hefð­u end­ur­heimtir félags eig­in­konu for­sæt­is­ráð­herra orðið mun lægri, enda allt að 300 millj­örðum króna minna til skipt­anna fyrir almenna kröfu­hafa þeirra. Því er það stað­reynd að félag Önnu Sig­ur­laugar hagn­að­ist fjár­hags­lega á því að ákveð­ið var að semja við kröfu­hafa um greiðslu stöð­ug­leika­fram­lag í stað þess að leggja á búin stöð­ug­leika­skatt.

Stór hluti af póli­tískum per­sónu­leika Sig­mundar Dav­íðs

Losun hafta og mál­efni slita­búa föllnu bank­anna hafa ver­ið ­stór hluti af póli­tískum per­sónu­leika Sig­mundar Dav­íðs á und­an­förnum árum. Í stefnu­skrá Fram­sókn­ar­flokks­ins­fyrir síð­ustu kosn­ingar kom fram að flokk­ur­inn vildi nýta það svig­rúm sem mundi skap­ast við upp­gjör þrota­búa bank­anna til að fjár­magna al­mennar skulda­nið­ur­fell­ingar á verð­tryggðum hús­næð­is­lán­um. Í við­tali við Frétta­blaðið sem Sig­mundur Davíð fór í þann 9. mars 2013, skömmu fyrir síðust­u ­kosn­ing­ar, sagði hann eft­ir­far­and­i um upp­gjör slita­búa föllnu bank­anna: „Í slíkum við­ræðum þurfa menn bæði að hafa gul­rót og kylfu. Það þarf að skapa hvata en menn þurfa líka að standa frammi ­fyrir því að ef þeir séu ekki til­búnir til að spila með verði það þeim ekki til­ hags­bóta.“

Í við­tali við Kjarn­ann þann 22. ágúst 2013 sagði Sig­mund­ur að það væri „sam­eig­in­legir hags­munir kröfu­hafa og íslenskra stjórn­valda að ­leysa þetta mál þannig að hægt verði að afnema gjald­eyr­is­höft­in.“ Það er því ­ljóst, og raunar hægt að telja mýmörg fleiri dæmi til, að Sig­mundur Davíð hef­ur komið ítrekað að póli­tískri umræðu um losun hafta og mál­efnum slita­búa fölln­u ­bank­anna án þess að fyrir hafi legið að eig­in­kona hans ætti kröfur upp á hund­ruð millj­óna króna í þau bú. 

Situr í ráð­herra­nefnd um efna­hags­mál

Sig­mundur Davíð kom einnig með beinum hætti að því ferli sem ­á­ætlun um losun hafta var. Hann er enda for­sæt­is­ráð­herra Íslands og málið eitt ­mesta hags­muna­mál þjóð­ar­inn­ar. Í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórnar hans seg­ir m.a.: „Eitt mik­il­væg­asta verk­efni rík­is­stjórn­ar­inn­ar verður að vinna að afnámi fjár­magns­hafta en gjald­eyr­is­höftin bjaga eigna­verð og ­draga úr sam­keppn­is­hæfi þjóð­ar­inn­ar.

Líkt og áður sagði var ­Sig­mundur Davíð einn þeirra sem var í aðal­hlut­verki á kynn­ingu á áætl­un­inni í Hörpu í júní í fyrra. Hann var eitt and­lita hafta­los­un­ar­á­ætl­un­ar­innar og fór ­meira að segja í ýmis við­töl á erlendum vett­vangi til að kynna nið­ur­stöð­una. 

Yfir­stjórn hafta­los­un­ar­á­ætl­un­ar­innar var í hönd­um ­stýrinefndar um losun fjár­magns­hafta. Bjarni Bene­dikts­son leiddi þá nefnd. Auk þess sátu í henni Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri, ráðu­neyt­is­stjórar for­sæt­is- og fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyta og Bene­dikt Árna­son, efna­hags­ráð­gjafi ­for­sæt­is­ráð­herra. Sig­mundur Davíð sat því ekki í þeirri nefnd þótt að sér­leg­ur ráð­gjafi hans hafi gert það.

En hann situr hins vegar í ráð­herra­nefnd um efna­hags­mál ásam­t ­Bjarna Bene­dikts­syni. Þegar Seðla­banki Íslands hafði kom­ist að þeirri ­nið­ur­stöðu að veita ætti slita­búum föllnu bank­anna und­an­þágur frá­ fjár­magns­höftum til að klára nauða­samn­inga sína, sem gerð­ist 28. októ­ber 2015, var fjallað um málið í ráð­herra­nefnd­inni. Þá var einnig fjallað um málið í rík­iss­stjórn Íslands. Sig­mundur Davíð sat báða þá fundi.

Sig­mundur Davíð hefur einnig greitt atkvæði í þeim ­at­kvæða­greiðslum sem farið hafa fram um laga­setn­ingar og –breyt­ingar vegna ­á­ætl­unar um losun fjár­magns­hafta og fram­kvæmd henn­ar. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None