Sigmundur Davíð var ekki bundinn af innherjareglum

Innherjareglur sem settar voru vegna vinnu við losun hafta giltu ekki um Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Þær giltu hins vegar um Bjarna Benediktsson, starfsmenn ráðuneytis hans og alla sérfræðinga sem komu að vinnunni.

9951316234-eb1a344909-z.jpg
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra var ekki bund­inn af inn­herja­reglum sem ­stað­festar voru af Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, 7. októ­ber 2014 og tóku gildi 1. nóv­em­ber 2014. Þetta stað­fest­ir fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Regl­urnar voru settar vegna vinnu við losun hafta. Bjarn­i ­sjálf­ur, aðstoð­ar­menn hans, ráðu­neyt­is­stjóri fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins, ­skrif­stofur­stjórar þess og aðrir starfs­menn sem komu að vinn­unni um losun hafta ­féllu hins vegar undir regl­urn­ar. Þær náðu einnig til allra þeirra sér­fræð­inga ­sem unnu að áætlun um losun hafta, meðal ann­ars í fram­kvæmda­hópi stjórn­valda, ­sem und­ir­rit­uðu trún­að­ar­yf­ir­lýs­ingu vegna starfa sinna. Brot gegn við­kom­and­i ­reglum gat þýtt að sá sem framdi það brot ætti yfir höfði sér fang­els­is­vist.

Innherjareglurnar giltu um Bjarna Benediktsson en ekki Sigmund Davíð Gunnlaugsson. MYND: Birgir Þór HarðarsonÞær inn­herj­a­upp­lýs­ingar sem um var að ræða, og bannað var að miðla til ann­arra eða hag­nýta sér, eru til dæmis efni fyr­ir­hug­aðra laga­frum­varpa og vit­neskja um aðgerðir stjórn­valda í efna­hags­mál­um.

Því verður ekki til skoð­unar hvort ákvörðun for­sæt­is­ráð­herra um að leyna því að eig­in­kona hans ætti aflandseign­ar­halds­fé­lags skráð á Bresku Jóm­frú­areyj­unum og að það félag væri kröfu­hafi í slitabú föllnu bank­anna sé í and­stöðu við regl­urn­ar, en regl­urnar meina meðal inn­herjum að eiga gjald­eyr­is­við­skipti nema með leyfi reglu­varð­ar.

Brot gat leitt til­ á­kæru

Ástæða þess að umræddar inn­herja­reglur voru settar var sú að þeir sem störf­uðu að áætl­ana­gerð um losun hafta bjuggu yfir mjög verð­mæt­u­m ­upp­lýs­ingum sem gætu nýst á mark­aði til að hagn­ast veru­lega. Í trún­að­ar­yf­ir­lýs­ingu sem allir sem unnu með hafta­hópnum voru látnir skrifa und­ir­ kom fram hversu við­kvæmar upp­lýs­ing­arnar voru og hversu mik­il­vægt það var fyr­ir­ ­sér­fræð­ing­anna að halda trúnað um þær. Brot gegn þeim trún­aði, eða ein­hvers ­konar mis­notkun á upp­lýs­ing­unum gat talist sak­næmt athæfi, og við­kom­andi gat í kjöl­farið verið ákærð­ur.

Auglýsing

Það voru ekki bara ­sér­fræð­ing­arnir sem þurftu að skrifa undir skjöl vegna hafta­los­un­ar­á­ætl­un­ar­. Þeir þing­menn sem sátu í sam­ráðs­nefnd þing­flokka um afnám fjár­magns­hafta und­ir­rit­uðu allir þagn­ar­heit sem í fólst að þeir gættu „þag­mælsku um atriði sem ég kann að fá vit­neskju um í starfi mínu fyrir hóp­inn sem leynt skulu fara sam­kvæmt lög­um eða eðli máls. Þagn­ar­skyldan skal hald­ast þótt störfum hóps­ins sé lok­ið“. Þegar þing­menn­irnir skrif­uðu undir þagn­ar­heitið var þeim einnig gert ljóst að þeir kunni, í tengslum við störf hóps­ins, að fá vit­neskju um inn­herj­a­upp­lýs­ingar og telj­ist þar með inn­herjar sam­kvæmt lögum um verð­bréfa­við­skipti.

Sam­kvæmt trún­að­ar­yf­ir­lýs­ing­unn­i mátt eng­inn þeirra sem undir hana skrif­uðu nota upp­lýs­ing­arnar sem þeir fengu á annan hátt en til að leysa það verk­efni sem fyrir þeim lág. Þar segir einnig að ráð­gjaf­arnir sem skrif­uðu undir megi deila upp­lýs­ing­unum með öðrum sem til­heyrðu hafta­hópnum og öðrum ein­stak­lingum sem til­nefndir höfðu verið af ráð­herra­nefnd um efna­hags­mál og und­ir­nefndum henn­ar. Í þeirri ráð­herra­nefnd ­sitja tveir ráð­herr­ar: Sig­mundur Davíð og Bjarni.

Vika án þess að for­sæt­is­ráð­herra svari ­spurn­ingum

Í dag er vika lið­in frá því að Anna Sig­ur­laug Páls­dótt­ir, eig­in­kona for­sæt­is­ráð­herra, greindi frá­ því að hún ætti aflands­fé­lag sem héldi utan um miklar eignir henn­ar. Þær eignir nema um 1,2 millj­arði króna og eru í stýr­ingu hjá Credit Suisse bank­an­um. Skömmu ­síðar var einnig greint frá því að hún ætti kröfur í slitabú allra stóru bank­anna ­sem féllu í októ­ber 2008. Þær kröfur eru til komnar vegna þess að Anna ­Sig­ur­laug keypti skulda­bréf af bönk­unum fyrir hrun. Heild­ar­um­fang þeirra er 523 millj­ónir króna og miðað við væntar end­ur­heimtir úr búum bank­anna má ætla að hún fái að minnsta kosti um 120 millj­ónir króna þegar kröf­urnar verða að fullu greiddar út úr búun­um. 



Dag­inn eftir var upp­lýst að opin­berun Önnu Sig­ur­laugar kom í kjöl­far þess að Jóhannes Kr. Krist­jáns­son, ­sem rekur fjöl­miðla­fyr­ir­tækið Reykja­vík Media ehf., spurð­ist fyrir um aflandseignir for­sæt­is­ráð­herra­hjón­anna. Hann vinnur nú að birt­ingu frétta um ­eignir Íslend­inga í skatta­skjólum ásamt alþjóð­leg­u ­rann­sókn­ar­blaða­manna­sam­tök­unum ICIJ og nokkrum erlendum dag­blöð­um. Heim­ild­ir Kjarn­ans herma að umfjöllun þeirra verði birt á allra næstu vik­um.

Sig­mundur Dav­íð ­skrif­aði færslu á blogg­síðu sína síð­ast­lið­inn föstu­dag þar sem hann gagn­rýnd­i ­gagn­rýni á mál­ið. Að öðru leyti hefur for­sæt­is­ráð­herra ekki viljað tjá sig um aflandseignir eig­in­konu sinn­ar, kröfu­eign hennar og mögu­leg áhrif þess á hæfi hans til að koma að mótun og fram­kvæmd áætl­unar um losun fjár­magns­hafta, þar ­sem hann upp­lýsti ekki um hags­muna­tengsl sín.

Kom að mál­inu á ýmsum stigum

Yfir­stjórn­ hafta­los­un­ar­á­ætl­un­ar­innar var í höndum stýrinefndar um losun fjár­magns­hafta. ­Bjarni Bene­dikts­son leiddi þá nefnd. Auk þess sátu í henni Már Guð­munds­son ­seðla­banka­stjóri, ráðu­neyt­is­stjórar for­sæt­is- og fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyta og Bene­dikt Árna­son, efna­hags­ráð­gjafi for­sæt­is­ráð­herra. Sig­mundur Davíð sat því ekki í þeirri nefnd þótt að sér­legur ráð­gjafi hans hafi gert það.

Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs, opinberaði í stöðuuppfærslu á Facebook að hún ætti aflandsfélag. En hann situr hins veg­ar, líkt og áður sagði, í ráð­herra­nefnd um efna­hags­mál ásam­t ­Bjarna Bene­dikts­syni. Þegar Seðla­banki Íslands hafði kom­ist að þeirri ­nið­ur­stöðu að veita ætti slita­búum föllnu bank­anna und­an­þágur frá­ fjár­magns­höftum til að klára nauða­samn­inga sína, sem gerð­ist 28. októ­ber 2015, var fjallað um málið í ráð­herra­nefnd­inni. Þá var einnig fjallað um málið í rík­is­stjórn­ Ís­lands. Sig­mundur Davíð sat báða þá fundi.

Sig­mund­ur Da­víð hefur einnig greitt atkvæði í þeim atkvæða­greiðslum sem farið hafa fram um laga­setn­ingar og –breyt­ingar vegna áætl­unar um losun fjár­magns­hafta og fram­kvæmd henn­ar. 

Seg­ir ­Sig­mund Davíð mögu­lega hafa verið van­hæfan

Í Frétta­blað­inu í dag var rætt við Eirík Elís Þor­láks­son, lektor við laga­deild Háskól­ans í Reykja­vík, um ­mögu­legt van­hæfi Sig­mundar Dav­íðs til að koma að losun fjár­magns­hafta vegna hags­muna­tengsla sinna. 

Eiríkur sagði þar að Sig­mundur Davíð væri bund­inn af hæf­is­reglur stjórn­sýslu­réttar þegar hann fer með fram­kvæmd­ar­vald. Ef hann hafi ­tekið ákvarð­anir um málið sem for­sæt­is­ráð­herra, til dæmis skipað í ráð­gjafa­hóp og eftir atvikum fleiri nefndir sem áttu að vinna að und­ir­bún­ingi laga­setn­ing­ar um losun hafta, stöð­ug­leika­skatt og fleira, þá kunni það að vera í and­stöðu við ­stjórn­sýslu­lög. Lyk­il­at­riði sé hins vegar að hags­mun­irnir sem um ræði séu slíkir að það valdi van­hæfi til með­ferðar máls­ins.

Í stjórn­sýslu­lögum segir að starfs­maður sé van­hæfur til með­ferðar máls ef hann á sjálfur sér­stakra og veru­legra hags­muna að gæta, vensla­menn hans (maki, skyldur eða mægður aðili) eða sjálfs­eign­ar­stofn­anir eða fyr­ir­tæki sem hann er í fyr­ir­svari fyr­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None