Brooklyn-hagkerfið

Brooklyn er stærsta hverfi New York borgar og þar iðar allt af fjölbreyttu mannlífi, þar sem sögulegar rætur setja mark sitt á samfélagið.

Brooklyn
Auglýsing

Brook­lyn er stærsta hverfi New York, með 2,6 millj­ónir íbú­a af um 8,4 millj­óna heildar­í­búa­fjölda borg­ar­inn­ar, eða fjölda sem nemur um hálfri milljón meira en stór-­Kaup­manna­hafn­ar­svæð­ið.

Næst á eftir Brook­lyn er Queens með 2,3 millj­ón­ir, en hin ­þrjú hverfin eru Man­hattan (1,6 millj­ónir íbú­a), The Bronx (1,5 millj­ónir íbú­a) og Staten Island (480 þús­und íbú­ar). Hverfið hefur breyst mikið á und­an­förn­um árum vegna vax­andi áhuga ungs fólks á því að koma sér fyrir innan þess. Því hefur fylgt mikil upp­bygg­ing þjónstu og versl­un­ar, en einnig hafa tækni­fyr­ir­tæki verið í vax­andi mæli að koma sér í hverf­inu og freista þess að byggja upp­ ­fyr­ir­tækið í grennd við hverfi þar sem ungt fólk velur að koma sér fyr­ir.

Um 55 pró­sent íbúa Brook­lyn eru hvítir og 38 pró­sent svart­ir. Ítalskar rætur eru nokkrar í hverf­inu, enn þann dag í dag, og eru Ítalir meira en 160 þús­und tals­ins í hverf­inu, eða um sex pró­sent af heild­ar­fjölda.

Auglýsing

Í norð­ur- og aust­ur­hluta Brook­lyn, þar sem stærstu svæð­in eru Browns­ville, Can­arsie, East Flat­bush, Prospect Lefferts Gar­dens, East New York, Coney Island og Fort Greene, er eitt stærsta ­sam­fé­lag svartra í Banda­ríkj­un­um, en heildar­í­búa­fjöldi þess­ara hverfa er tæp­lega ein milljón og er 84 pró­sent íbúa svartir.

Tákn­myndin

Ein helsta tákn­mynd þess, Brook­lyn brúin sem byggð var 1883, ­gefur fólki kost á góðum sam­göngum við stærsta vinnu­svæðið í New York á Man­hatt­an. Hröð og mikil upp­bygg­ing hefur átt sér stað nærri staðnum þar sem Brook­lyn brúin liggur inn í hverfið og sér ekki fyrir end­ann á henni. Glæsi­hýsi rísa nú meðal ann­ars við hinn fagra og vel hann­aða garð, Brook­lyn Bridge Park, sem liggur með­fram fló­anum með útsýni yfir á Man­hatt­an.



Versl­un, þjón­usta og nýsköpun

Brook­lyn-hag­kerfið byggir öðru fremur á versl­unar og ­þjón­ustu­störf­um, en það sem hefur fært hverf­inu mik­inn styrk und­an­farin ár er ­mikil upp­bygg­ing á þekk­ing­ar­iðn­aði ýmis kon­ar. Eru þar lista- og hönn­un­ar­störf ­með­tal­in. Með­al­stór fyr­ir­tæki, á banda­rískan mæli­kvarða, eins og Kickstarter, Amplify og Vice Media, hafa komið sér fyrir í Brook­lyn og vaxið þar hratt á und­an­förnum árum.

Borg­ar­yf­ir­völd í New York hafa lagt mikla áherslu á að ­byggja upp inn­viði hverf­is­ins þannig að þar blóm­stri fjöl­breytni og sköp­un, sem í sögu­legu til­liti eru helstu eig­in­leikar þess. Þá hafa opin­berir skólar í hverf­inu sífellt verið að batna, sé litið til mæl­inga New York borgar og um­sagna á vef borg­ar­inn­ar.

Svarta hag­kerfið

Þrátt fyrir að hverfið hafi verið að byggj­ast upp í jákvæð­u­m hætti, sé litil til heild­ar­mynd­ar­inn­ar, þá eru ýmsir hlutar hverf­is­ins sem ennþá glíma við tölu­verða félags­lega erf­ið­leika. Glæpa­tíðni er víða hærri í Brook­lyn en í öðrum borg­ar­hlut­um, og þá hefur atvinnu­leysi hald­ist yfir lands­með­al­tali og einnig yfir með­al­tali hverf­anna í New York. Það mælist nú sex pró­sent en árið 2010, þegar áhrifin af fjár­málakrepp­unni voru djúp­stæð vítt og breitt um ­Banda­rík­in, fór atvinnu­leysi í 11,1 pró­sent. Á lands­vísu er atvinnu­leysi í Banda­ríkj­unum 4,9 pró­sent.

Í sögu­legu til­liti hefur svarta hag­kerfið í Brook­lyn ávallt ver­ið stórt, og var skipu­lögð glæp­a­starf­semi í hverf­inu umfangs­mik­il, einkum og sér í lagi framan af 20. öld. Margar kvik­myndir hafa verið gerðar um áhrif glæpa­sam­taka sem störf­uðu í Brook­lyn, meðal ann­ars Good­fellas frá 1990, sem Martin Scor­ses­e ­leik­stýrði. Hún rekur sanna sögu ítalsk-ætt­aðra Banda­ríkja­manna sem stýrð­u ­glæp­a­starf­semi sinni með harðri hendi frá Brook­lyn. 



Glæpa­tíðni í New York hefur farið lækk­andi á und­an­förnum árum, og sé litið til síð­ustu 25 ára þá hefur borgin farið frá því að vera ein hættu­leg­asta borg Banda­ríkj­anna í að vera ein sú örugg­asta. Árið 1990 voru 2.245 morð framin í borg­inni en 352 í fyrra.

Sterkar rætur íþrótta og lista

Brook­lyn, einkum og sér í lagi svæði þar sem svart lág­stétt­ar­fólk er í meiri­hluta íbúa, er þekkt fyrir metn­að­ar­fullt íþrótta­starf. Í gegnum tíð­ina hafa margir heims­frægir íþrótta­menn komið frá Brook­lyn og tek­ið ­fyrstu skrefin í íþrótt­unum á upp­vaxt­ar­ár­um. Má þar nefna körfu­bolta­mann­inn Car­melo Ant­hony, sem leikur með New York Knicks, sprett­hlauparann Justin Gatlin og ­síðan sjálfan kóng­inn í heimi körfu­bolt­ans, Mich­ael Jor­d­an.

Bræðurnir Heimir Andri, níu ára, og Halldór Elí, fjögurra ára, bregða hér á leik í Brooklyn Bridge Park, með Manhattan í baksýn. Mynd: Magnús.Annað þekkt fólk sem fætt er í Brook­lyn er t.d. mafíu­for­ing­inn Al Capo­ne, sem var umsvifa­mik­ill á bann­ár­unum í und­ir­heimum Chicago en hann lést árið 1947. Stjórn­mála­mað­ur­inn Bernie Sand­ers, sem vill verða for­seta­efn­i Demókrata í kosn­ing­unum í nóv­em­ber, er einnig fæddur í hverf­inu, líkt og ­leikkon­urnar Joan Rivers og Ann Hat­haway.

Mikil umbreyt­ing

Sam­kvæmt áætl­unum New York borgar er gert ráð fyrir því að Brook­lyn muni vaxa hraðar en önnur hverfi borg­ar­inn­ar, á næstu árum. Fast­eigna­verð á svæð­inu hefur hækkað um meira 30 pró­sent á tveimur árum, sé horft til með­al­tala, en algengt leigu­verð á tveggja her­bergja íbúð í hverf­in­u er um þrjú þús­und Banda­ríkja­dal­ir, eða sem nemur um 380 þús­und krónum á mán­uð­i. Eins og með önnur hverfi New York borgar eru leigu­verð afar mis­mun­andi eft­ir ­gæðum íbúða og þjón­ustu sem oft fylgir leigu í stórum hús­um. 



Sjá einnig: Harlem-hag­kefið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None