Forsetakosningar í Bandaríkjunum
#Bandaríkin #forsetakosningar

Elítan gegn kröfu kjósenda um breytingar

Óvinsælasti frambjóðandinn fær mesta umfjöllun og flest atkvæði í forvali repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Hvernig stendur á þessu og hvað hyggist flokksforystan gera? Bryndís Ísfold skrifar frá New York um forval stóru flokkanna.

Donald Trump talar á kosningafundi á vegum stjórnmálasamtaka sem berjast fyrir hagsmunum Ísrael í bandarískum stjórnmálum. Clinton, Trump og Cruz eru öll stuðningsmenn aukinna tengsla bandarískra stjórnvalda við Ísrael.
Mynd: EPA

Það er ekki eitt, heldur flestallt sem er óvenju­legt við for­seta­kosn­ing­arnar í Banda­ríkj­un­um. Í vik­unni sem leið kom í ljós að auð­kýf­ing­ur­inn Don­ald Trump, sem slegið hefur öll met í óvin­sældum hjá kjós­endum í Banda­ríkj­un­um, heldur þrátt fyrir það áfram sig­ur­göngu sinni, ótrauður í að næla sér í útnefn­ingu repúblikana, ríki eftir rík­i. 

Á sama tíma birtir stuðn­ings­hópur teboðs­leið­tog­ans Ted Cruz, sem þykir nú það næsta sem kemst norm­inu hjá repúblikön­um, djarfar myndir af eig­in­konu Trump fáklæddri í hjarta íhaldss­ins, Utah, undir fyr­ir­sögn­inni „Er þetta næsta for­set­frú Banda­ríkj­anna?“. Á sama tíma arkar Hill­ary Clinton á sviðið hjá stærstu og áhrifa­mestu sam­tökum ísra­el­skra lobbý­ista í land­inu og lýsir því yfir enn einu sinni hvernig Banda­ríkin skulu og munu verja Ísra­els­ríki sama hvað á dyn­ur. Undir þetta taka bæði Trump og Cruz. 

Bernie Sand­ers sem er jafn­framt eini gyð­ing­ur­inn í for­seta­fram­boðs­hópn­um, afþakk­aði boðið og fyllti hverja ráð­stefnu­höll­ina á fætur annarri í mið­vest­ur­ríkjum lands­ins. Hann sigr­aði svo þrjú ríki á einum degi og náði að minnka for­skot Clinton í for­vali demókrata. Krafa kjós­enda um breyt­ingar er hávær hjá báðum flokkum en á sama tíma virð­ist valda­el­íta beggja flokka hafa örygg­is­ventla sem þau geta gripið til. 

Er Sand­ers með „comeback“? 

Eftir stór­sigur Sand­ers í þremur ríkjum í síð­ustu viku (Ala­ska, Was­hington og Hawaii) virð­ist enn meiri kraftur hafa færst í fram­boð­ið. Eins og staðan er nú hefur hann náð að tryggja sér 975 kjör­menn á móti þeim 1.243 kjör­mönnum sem Hill­ary hefur nælt sér í. Enn á eftir að kjósa um fjölda kjör­manna í stórum ríkjum eins og New York (247 kjör­menn), Penn­syl­vaníu (189) og Kali­forníu (475). Kann­anir sýna að Clinton er enn í sterk­ari stöðu en Sand­ers. Myndi hann nú þurfa að ná meiri­hluta þeirra kjör­manna sem eftir eru í pott­in­um, þá eru ótaldir þeir 712 ofur­kjör­menn – elíta flokks­ins – sem nær allir hafa lofað Hill­ary stuðn­ingi sínum eða 469 á móti 29 sem hafa lofað að styðja Sand­ers. Til þess að tryggja sér útnefn­ing­una þarf 2.383 kjör­menn. 

Óvænt atvik geta þó breytt stöð­unni. Skemmti­legt mynd­brot af óvæntu atviki á kosn­inga­fundi Sand­ers í Portland hefur farið sem eldur í sinu um sam­fé­lags­miðla. Þar stóð hann í stórum sal og var í miðri ræðu þegar lít­ill fugl sett­ist á ræðupúltið hjá hon­um. Sand­ers brást við með því að segja að þessi litli fugl væri hvatn­ing um að tryggja heims­frið. Atvikið er án efa ein allra besta stuðn­ings­yf­ir­lýs­ing sem Sand­ers gat óskað sér og svona leikur eng­inn aug­lýs­inga­brellu­maður eft­ir. Stuðn­ings­menn Sand­ers voru fljótir að setja fram­bjóð­andan í bún­ing smá­fugls­ins og rauk mynd af honum í líki fugls­ins um alla króka og kima ver­ald­ar­vefs­ins í kjöl­far­ið. Ólík­legt er að stuðn­ings­yf­ir­lýs­ing smá­fugls­ins muni hafa afger­andi áhrif þó skemmtigildið hafi verið ótví­rætt. 

Þrátt fyrir þetta ævin­týri­lega atvik þarf Sand­ers að tryggja sér um tvo þriðju atkvæða sem eru eftir til að ná að hafa útnefn­ing­una af Hill­ary Clint­on. Hann gæti einnig reynt að leggj­ast í veg­ferð að snúa elítu flokks­ins. Þó það sé fræði­lega hægt þá eru fáir sem skipta um skoðun þegar svona langt er liðið á for­val­ið. Þetta er ekki úti­lokað en yrði að telj­ast hálf­gert krafta­verk. 

Trump heldur sínu for­skoti 

Ted Cruz sigr­aði kjör­fund repúblik­ana í Utah með 69 pró­sent atkvæða og hefur nú tryggt sér 463 kjör­menn. Trump, sem sigr­aði Arizona í síð­ustu viku með 47 pró­sent atkvæða, hefur tryggt sér 738 kjör­menn, John Kasich er með 143 kjör­menn og hefur ekki fræði­legan mögu­leika á að fá útnefn­ing­una. Mikið er rætt um þann mögu­leika að á flokks­þingi repúblik­ana verði þing­inu breytt í svo­kall­að „Brokered Con­vention“ sem þýðir að ef eng­inn fram­bjóð­andi hefur tryggt sér meiri­hluta kjör­manna eða að lág­marki 1.237, þá getur fund­ur­inn hafið flókið ferli sem snýst um að ríkin beri fram atkvæði sín eftir reglum hvers ríkis og kosið er þar til ein­hver fram­bjóð­andi fær minnst 51 pró­sent atkvæða. Þetta ferli getur orðið langt og er óvíst hvort það myndi breyta nið­ur­stöð­unni ef Trump er mjög nálægt lág­mark­inu sem hann þarf til að tryggja sér útnefn­ing­una. 

Kann­anir benda til þess að Trump sé nokkuð öruggur með að verða sér út um þá kjör­menn sem að venju þarf til að tryggja sér útnefn­ingu flokks­ins með form­legum hætti á lands­fundi flokks­ins. Það er nú orðið nán­ast dag­legur við­burður að fréttir ber­ast af mót­mæl­endum sem mæta á fram­boðs­fundi Trump sé mætt með rasískum hrópum og köllum og þeir jafn­vel beittir ofbeldi af stuðn­ings­mönnum Trump. Lýs­ingar af við­burðum Trump vekja mik­inn óhug meðal margra almenna borg­ara sem almennt státa sig af fjöl­breyti­leika Banda­ríkj­anna en við­brögð sumra stuðn­ings­manna Trump bera merki um rasíska til­burði og mikla heift gagn­vart inn­flytj­end­um. 

Það er í takt við þetta sem kann­anir sýna að almennir kjós­endur hafa mikla óbeit á Trump á sama tíma og hann rakar inn atkvæðum í for­vali repúblik­ana. Elstu menn segj­ast ekki muna eftir jafn óvin­sælum stjórn­mála­manni og Trump. Könnun Gallup sýnir að 63 pró­sent kjós­enda segja hann ekki vera þeirra val (e. unfa­vora­ble), á meðan 30 pró­sent segj­ast kunna vel við hann (e. favora­ble). Hill­ary Clinton er einnig mjög óvin­sæl meðal almennra kjós­enda en 53 pró­sent kjós­enda segj­ast ekki líka við hana (e. unfa­vora­ble) en 41 pró­sent líkar við hana. 

Villtra Vestrið hjá Repúblikönum

Önnur grein stjórn­ar­skrár Banda­ríkj­anna er marg­um­rædd í stjórn­málum en hún tryggir að öllum sé heim­ilt að bera vopn. (e. A well reg­ulated Militia, being necessary to the security of a free State, the right of the people to keep and bear Arms, shall not be infr­inged.) Þessi litla klausa hefur orðið til þess að í mörgum ríkjum má ganga með vopn um allar götur og jafn­vel í opin­berum bygg­ing­um. Ár hvert deyja meira en 30.000 manns í Banda­ríkj­unum eftir að hafa verið skotnir með byssu. Þess vegna hefur verið mik­ill þrýst­ingur á stjórn­mála­menn að tak­marka þetta „frels­is­á­kvæði“ í stjórna­skránni með því að krefj­ast þess að fólk þurfi að fá metið hvort það sé hæft til þess að eiga skot­vopn. Í þeim ríkjum þar sem lögum hefur verið breytt í þessa veru er helst skoð­aður bak­grunnur fólks, með til­liti til þess hvort þau hafi gerst sek um glæpi eða séu með geð­rask­anir sem gætu sett þau eða aðra í hættu, ættu þau vopn.

Flestir repúblikanar eru alfarið á móti þessu og nú stefnir í mikil átök á lands­fundi flokks­ins sem hald­inn verður í Cleveland dag­ana 18. til 21. júlí næst­kom­andi. Þar er mögu­legt að flokksel­ítan muni láta kjósa á staðnum þeirra full­trúa til að freista þess að koma í veg fyrir að Don­ald Trump verði fram­bjóð­andi þeirra. Ein­hver hefur lagt til að flokks­mönnum verði heim­ilt að bera vopn á flokks­fund­in­um. Safn­ast hafa yfir fjör­tíu þús­und und­ir­skriftir þessu til stuðn­ings en leiða má líkur að því að um hrekk sé að ræða. Haldi und­ir­skrifta­list­inn áfram að stækka verður áhuga­vert að heyra og sjá hvernig byssuglöðu for­seta­fram­bjóð­end­urnir repúblikana­megin bregð­ast við. 

En það var í þessum anda sem vikan leið, Don­ald Trump og Ted Cruz not­uðu Twitter til að slá sjálfa sig til ridd­ara á sama tíma og þeir not­uðu konur hvers ann­ars sem vopn í sínum eigin sand­kassa­leik. Leikar hófust, eins og áður sagði, þegar stuðn­ings­hópur Cruz (e. PAC) birti djarfa mynd úr GQ-­tíma­rit­inu af Mel­aniu Trump, en hún hef­ur, eins og þekkt er, starfað lengi sem fyr­ir­sæta. Mynd­irnar sína Mel­aniu fáklædda og voru þessar myndir nýttar í aug­lýs­ingar í Utah þar sem afar íhalds­samir kjós­endur búa, undir yfir­skrift­inni, „Er þetta næsta for­seta­frú Banda­ríkj­anna?“. Trump brást hinn versti við og tví­taði að hann myndi segja frá öllu (e. Spill the beans) um eig­in­konu Cruz. Þetta leik­rit varð eins fárán­legt og hugs­ast get­ur. 

Krafan um breyt­ing­ar 

Umræða sér­fræð­inga hér vest­an­hafs er með ein­kenni­legum hætti þessa dag­ana. Á sama tíma og fjöl­miðla­menn saka sjálfa sig um að hafa leyft Trump að stýra algjör­lega umræð­unn­i ­segja aðrir að þrátt fyrir harða gagn­rýni sem Trump hefur þurft að þola frá stærstu fjöl­miðl­unum og stöðugar ábend­ingar um rang­færslur hans og lygar, hafi kjós­endur hans ákveðið að það skipti ekki máli í vali sínu á fram­bjóð­anda. 

Hver svo sem ástæðan er má vera ljóst að stór hluti kjós­enda á sér þá ósk heitasta að hin svo­kall­aða elíta í Was­hington fái ekki að ráða hver verði næsti for­seti. Á báðum vængjum stjórn­mál­anna eru þeir Sand­ers og Trump að draga að stjórn­mál­unum fjölda fólks sem hafði gefið upp alla von og sér nú fyrir sér miklar breyt­ing­ar; þar sem stjórn­mál fara að snú­ast um hluti sem varðar það sjálft. Hægt er að merkja þennan ákafa og von um breyt­ingar með því að skoða þann fjölda sem mætir til að sjá bæði Sand­ers og Trump á fram­boðs­fund­um. Báðir fylla risa­stórar ráð­stefnu­hallir á meðan bæði Cruz og Clinton láta sér næga minni sali og fámenn­ari sam­kom­ur. Vel­gengni Sand­ers þar sem kosið er með kjör­funda­leið­inni (e. caucus), þar sem allir geta haldið ræðu og gengur að hluta út á að sann­færa óákveðna kjós­endur á staðn­um, sýnir að hans kjós­endur eru til­búnir að leggja mikið á sig. 

Verði hins vegar nið­ur­staðan sú, eins og flest bendir til, að Hill­ary Clinton fái útnefn­ing­una í krafti örygg­is­ventis í kosn­inga­reglum demókrata með ofur­kjör­mönnum elít­unn­ar, og að flokks­ráð­stefna Repúblik­ana grípi til síns örygg­is­ventis og komi í veg fyrir að Trump verði þeirra for­seta­fram­bjóð­andi, má búast við að upp úr sjóði í sam­fé­lag­inu. Þó þeir Sand­ers og Trump séu að mörgu leiti afar ólíkir í fasi og skoð­unum eru kjós­endur þeirra að sumu leiti líkir og kann­anir hafa sýnt að hluti kjós­enda þeirra myndu snúa sér að hinum ef þeirra maður tap­aði útnefn­ing­unni. En krafan um að elítan fái ekki að stjórna hvern flokk­arnir velja sem for­seta­fram­bjóð­anda og að hags­munir fólks­ins fái að ráða í Was­hington er sú sem tengir hópana mest. Sú krafa hefur ger­sam­lega sett hefð­bundna for­skrift for­seta­fram­boða úr skorðum og fær­ustu spek­úlantar í kosn­inga­fræðum hér vestra vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Það er því ljóst að lands­lagið í for­seta­kosn­ingum í Banda­ríkj­unum er að taka miklum breyt­ing­um, óháð því hvort sem þessi háværi hópur sem kallar á breyt­ingar fái sinn fram­bjóð­enda í Hvíta húsið eða ekki.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar