Ráðamenn ráða því hvort þeir séu innherjar eða ekki

Stjórnvöld bera sjálf ábyrgð á því að meta hvort eðli og umfang starfsemi þeirra gefi tilefni til þess að reglur um innherjaupplýsingar gildi um hana. Settar voru sérstakar innherjareglur af fjármálaráðherra. Þær náðu ekki yfir forsætisráðherra.

Sigmundur Bjarni
Auglýsing

Ekki er til­greint nákvæm­lega í lögum og reglum hvern­ig inn­herja­reglur eigi við um stjórn­völd. Sam­kvæmt ákvæði laga um verð­bréfa­við­skipt­i ber stjórn­völdum sem fá reglu­lega inn­herj­a­upp­lýs­ingar í starf­semi sinni þó að ­fylgja reglum um með­ferð inn­herj­a­upp­lýs­ingar eftir því sem við á. Stjórn­völd bera hins vegar sjálf ábyrgð á því að meta hvort eðli og umfang starf­sem­i þeirra gefi til­efni til þess að reglum um með­ferð inn­herj­a­upp­lýs­inga og við­skipt­i skuli fylgt. Þetta kemur fram í svari Fjár­mála­eft­ir­lits­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um hæfi Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar for­sæt­is­ráð­herra til að kom­a að ákvörð­unum sem tengj­ast slitum föllnu bank­anna í ljósi þess að eig­in­kona hans er kröfu­hafi í bú þeirra.

Sam­kvæmt svar­inu ráða ráða­menn því sjálfir hvort til­efni sé til þess að láta reglur um með­ferð inn­herj­a­upp­lýs­ingar og við­skipti inn­herj­a ­gilda um þá.

Stjórn­völd bera sjálf ábyrgð á því að setja reglur

Fjár­mála­eft­ir­litið hélt fræðslu­fund í apríl 2013 fyr­ir­ ­stjórn­völd. Þar voru reglur eft­ir­lits­ins um með­ferð inn­herj­a­upp­lýs­inga og við­skipta inn­herja til umfjöll­unar ásamt leið­bein­andi til­mælum um fram­kvæmd regln­anna. Í kjöl­far­ið, nánar til­tekið 20. júní 2013, sendi eft­ir­lit­ið dreifi­bréf til stjórn­valda þar sem tekið var á helstu atriðum við­víkj­and­i ­stjórn­völd og regl­urn­ar. Bréfið var því sent eftir að sitj­andi rík­is­stjórn tók við völd­um.

Í bréf­inu segir meðal ann­ars að „stjórn­völd beri ábyrgð á því að meta hvort eðli og umfang starf­sem­i þeirra gefi til­efni til þess að reglum um með­ferð inn­herj­a­upp­lýs­inga og við­skipti inn­herja skuli fylgt. Ef stjórn­vald fær afhentar eða með­höndl­ar inn­herj­a­upp­lýs­ingar reglu­lega í starf­semi sinni ber því að til­efna reglu­vörð ­sem hefur umsjón með að fyrr­greindum reglum sé fram­fylg­t.”

Stjórnvöld bera sjálf ábyrgð á því að meta hvort eðli og umfang starfsemi þeirra gefi tilefni til þess að reglum um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja skuli fylgt. Þetta segir Fjármálaeftirlitið.Í til­vik­um þar sem inn­herj­a­upp­lýs­ingar verða reglu­lega til í starf­semi stjórn­valda hef­ur ­reglu­vörður mik­il­vægu hlut­verki að gegna. Hann þarf þá, að mat­i Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, fyrst og fremst að hafa yfir­sýn yfir var­færna með­ferð inn­herj­a­upp­lýs­inga þegar þær eru til stað­ar. „Fjár­mála­eft­ir­litið gerir ekki kröfu um að stjórn­völd haldi lista yfir inn­herj­a í slíkum til­vik­um, en bent er á að slíkt verk­lag stuðlar að góðri yfir­sýn yfir­ ­með­ferð inn­herj­a­upp­lýs­inga.”

Bjarni setti inn­herja­reglur

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, tald­i ­greini­lega að til­efni væri til þess setja sér­stakar inn­herja­reglur vegna að­gerða sem stjórn­völd réð­ust í vegna slita búa föllnu bank­anna og losun hafta. Hann stað­festi sér­stakar inn­herja­reglur fyrir marga þá sem að vinn­unni komu 7. októ­ber 2014 og þær tóku gildi 1. nóv­em­ber 2014. Bjarni sjálf­ur, aðstoð­ar­menn hans, ráðu­neyt­is­stjóri fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins, skrif­stofu­stjórar þess og aðrir starfs­menn sem komu að vinn­unni um losun hafta féllu undir regl­urn­ar.

Auglýsing

Þær náðu einnig til allra þeirra sér­fræð­inga sem unnu að ­á­ætlun um losun hafta, meðal ann­ars í fram­kvæmda­hópi stjórn­valda, sem und­ir­rit­uðu trún­að­ar­yf­ir­lýs­ingu vegna starfa sinna. Brot gegn við­kom­andi regl­u­m ­gat þýtt að sá sem framdi það brot ætti yfir höfði sér fang­els­is­vist.

Þeir þing­menn sem sát­u í sam­ráðs­nefnd þing­flokka um afnám fjár­magns­hafta und­ir­rit­uðu einnig allir þagn­ar­heit sem í fólst að þeir gættu „þag­mælsku um atriði sem ég kann að fá vit­neskju um í starfi mínu fyrir hóp­inn sem leynt skulu fara sam­kvæmt lög­um eða eðli máls. Þagn­ar­skyldan skal hald­ast þótt störfum hóps­ins sé lok­ið“. Þegar þing­menn­irnir skrif­uðu undir þagn­ar­heitið var þeim einnig gert ljóst að þeir kunni, í tengslum við störf hóps­ins, að fá vit­neskju um inn­herj­a­upp­lýs­ingar og telj­ist þar með inn­herjar sam­kvæmt lögum um verð­bréfa­við­skipti.

Sam­kvæmt ­trún­að­ar­yf­ir­lýs­ing­unni mátt eng­inn þeirra sem undir hana skrif­uðu nota ­upp­lýs­ing­arnar sem þeir fengu á annan hátt en til að leysa það verk­efni sem ­fyrir þeim lág. Þar segir einnig að ráð­gjaf­arnir sem skrif­uðu undir megi deila ­upp­lýs­ing­unum með öðrum sem til­heyrðu hafta­hópnum og öðrum ein­stak­lingum sem til­nefndir höfðu verið af ráð­herra­nefnd um efna­hags­mál og und­ir­nefndum henn­ar. Í þeirri ráð­herra­nefnd sitja tveir ráð­herr­ar: Sig­mundur Davíð og Bjarni.

Þær inn­herj­a­upp­lýs­ingar sem um var að ræða, og bannað var að miðla til ann­arra eða hag­nýta sér, eru til dæmis efni fyr­ir­hug­aðra laga­frum­varpa og vit­neskja um aðgerðir stjórn­valda í efna­hags­mál­um.

Sig­mundur Davíð ekki bund­inn af inn­herja­reglum

Kjarn­inn greindi frá­ því 23. mars að Sig­mundur Davíð var hefði ekki bund­inn af þessum regl­um. Það ­stað­festi fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið. Ekki hafa feng­ist skýr­ingar á því af hverju for­sæt­is­ráð­herra var ekki bund­inn af regl­un­um.

Því verður ekki til skoð­unar hvort ákvörðun for­sæt­is­ráð­herra um að leyna því að eig­in­kona hans ætti aflandseign­ar­halds­fé­lags skráð á Bresku Jóm­frú­areyj­unum og að það félag væri kröfu­hafi í slitabú föllnu bank­anna sé í and­stöðu við regl­urn­ar, en regl­urnar meina meðal inn­herjum að eiga gjald­eyr­is­við­skipti nema með leyfi reglu­varð­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None