Queens-hagkerfið

Queens var eitt sinn heimavöllur hvítra í New York. Árið 1950 voru 96,5 prósent íbúa hvítir. Árið 2013 fór hlutafallið í fyrsta skipti niður fyrir 50 prósent. Hverfið iðar af fjölbreyttu mannlífi og einkamarkaður hefur blómstrað þar undanfarin ár.

Queens
Auglýsing

Eins og les­endur hafa séð í umfjöll­unum um Harlem-hag­kerfið og Brook­lyn-hag­kefið, þá eru hverfi New York-­borgar um margt ólík inn­byrðis og hver með sína sér­stöðu. Suðu­pottur fjöl­breyti­leik­ans er einna aug­ljósastur á Man­hatt­an, þar sem búa 1,6 millj­ónir manna. Svæðið heim­sækja um 50 millj­ón­ir ­manna á ári, bæði inn­lendir og erlendir ferða­menn.

Stórt og mikið hverfi

Queens er ekki jafn ofar­lega í huga ferða­manna og Man­hatt­an, en líkt og með önnur hverfi borg­ar­innar er þar sjálf­stætt efna­hags­líf, saga og ­menn­ing sem teygir sig meira en 300 ár aftur í tím­ann, sé horft til þess tíma þegar það var orðið rót­gróið sjálf­stætt hverfi. Queens er næst stærsta hverfi New York borgar á eftir Brook­lyn, með 2,3 millj­ónir íbúa. Borgin í heild telur um 8,4 millj­ónir íbúa.

Í hverf­inu hefur menn­ing­ar­starf New York borgar verið í önd­veg­i frá því á sjö­unda ára­tug síð­ustu ald­ar, þegar borgin mark­aði sér stefnu um að Queens yrði það hverfi í borg­inni, sem legði mesta áherslu á menn­ingu af öllum hverfum borg­ar­inn­ar. Það má deila um, hvaða hverfi er mest ein­kenn­and­i ­fyrir fjöl­breytt menn­ing­ar­líf í New York – þar sem þau iða öll af ­menn­ing­ar­legum ein­kennum – en Queens er sann­ar­lega í far­ar­broddi. Söfn, stór og smá, ein­kenna hverfa­lífið og úti­mark­aðir eru víða, þar sem mat­ar­menn­ing og tíska, með áber­andi lita­dýrð, setja mark sitt á umhverf­ið.

Auglýsing



Stór­kost­legt safn

Hið stór­kost­lega Queens Museum, þar sem kraftar New York ­borgar skella saman í frá­bær­lega útfærðum sýn­ingum um sam­tíð og for­tíð, er eitt helsta djásn borg­ar­inn­ar. Það heim­sækja meira en fjórar millj­ónir manna árlega. Það er til marks um fjöl­breyti­leik­ann í safn­inu, að það spegl­ar ­mann­rétt­inda­bar­áttu Banda­ríkj­anna og New York borg­ar, og er síðan reglu­lega með­ s­mærri sýn­ingar þar sem stefnur og straumar í hönnun og afþr­ey­ingu fá mik­ið ­rými. Í apríl er til að mynda sýn­ing um áhrif rokk­ara í The Ramo­nes á tísku- og tón­list­ar­heim­inn, og upp­hafs­stef pönks­ins. 

Til­efnið er 40 ára afmæli fyrst­u ­plötu sveit­ar­inn­ar. Sýn­ingin nefn­ist Hey! Ho! Lets Go og fjallar ekki síst um ­plötu­umslögin og myndir sem hafa fylgt þeim, en þær þykja áhrifa­miklar í list­fræði­legu til­liti.

Sam­gönguæð

Það sem helst ein­kennir Queens-hag­kerfið eru meðal ann­ars stórir og miklir vinnu­staðir sem tengj­ast sam­göng­um, smá­sölu, menn­ingu og list­um. Bæði JFK flug­völl­ur­inn og La Guar­dia flug­völl­ur­inn eru í Queens, og því má segja að ­sam­göngu­æðin til New York liggi um Queens. Þar lendir fólk, og tekur svo oft­ar en ekki stöð­una niður til Man­hatt­an. Þjón­ustu­störf eru uppi­staðan í hverf­in­u, en líkt og með Brook­lyn, þá hefur hverfið mikið reynt að fá til sín frum­kvöðla og fjár­festa. Ekki síst þá sem flýja ört hækk­andi hús­næð­is­verð á Man­hatt­an. Þá eru líka rót­grónar lista­stofn­anir í Queens, meðal ann­ars Astoria Studi­os ­kvik­mynda­ver­ið. 

Einka­geir­inn ber uppi atvinnu­líf­ið, en ekk­ert hverfi í New York er með hærra hlut­fall starfa úr einka­geir­anum en Queens. Sam­tals eru þau um 440 ­þús­und, sé mið tekið af stöðu mála eins og hún var í lok árs 2014. Til sam­an­burðar eru störf á vinnu­mark­aði á Íslandi um 190 þús­und.

Atvinnu­leysi var lengi vel böl í hverf­inu, en það hef­ur breyst á und­an­förnum árum. Það mælist nú innan við sex pró­sent, en á lands­vís­u er atvinnu­leysið tæp­lega 5 pró­sent.

Ekki bara hvítir lengur

Eitt sinn var Queens frægt fyrir að vera heima­völlur hvítra í New York. Árið 1950 voru 96,5 pró­sent íbúa hverf­is­ins hvít­ir, og svartir átt­u þar erfitt upp­drátt­ar, svo ekki sé meira sagt. Þeir mættu miklu mót­læti og órétti, ekki síst á vinnu­mark­aði. Óhætt er að segja þetta hafi breyst mik­ið. Árið 2013 var fyrsta árið þar sem hvítir voru ekki í meiri­hluta í hverf­inu. Þá ­töldur 49,7 pró­sent til hvítra. Næst stærsti hóp­ur­inn var síðan fólk frá Asíu, 28 pró­sent, en af þeim eru Ind­verjar fjöl­menn­ast­ir.

Kyn­þættir í Queens

2013

 1990

 1970

 1950

Hvítir

49.7%

 57.9%

 85.3%

 96.5%

—Ekki spænsku­mæl­andi

26.7%

 48.0%

  -

  -

Svartir

20.9%

 21.7%

 13.0%

 3.3%

Spænsku­mæl­and­i/­Suð­ur­-Am­er­íka

28.0%

 19.5%

 7.7%

  - 

Fólk frá Asíu

25.2%

 12.2%

 1.1%  

-

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None