Gamli refurinn stóð uppi sem sigurvegari

Claudio Ranieri tókst hið ómögulega, að gera Leicester City að enskum meistara í fótbolta. Hvernig fór hann að þessu? Ranieri er íhaldssamur, og trúir á einfalda markmiðasetningu. Svo setur hann hlutina í hendur leikmanna.

Ranieri2
Auglýsing

Eftir mikið sál­fræð­i­stríð, tauga­stríð og hálf­gert stríð inn á vell­inum sömu­leið­is, voru það leik­menn Leicester City sem gátu leyft sér að fagna eins og óðir væru, á heim­ili fram­herj­ans Jamie Var­dy, þegar ljóst var að liðið hafði tryggt sér sigur í ensku úrvals­deild­inni í fót­bolta þetta árið.

Árang­ur­inn þykir með allra ótrú­leg­ustu íþrótta­afrekum í seinni tíð, og aðeins sigur Nott­ing­ham Forrest, árið 1978, kemst nálægt þeim ó­lík­indum sem sigur Leicester er í sögu enska fót­bolt­ans. Fót­bolta­heim­ur­inn allur virð­ist í hálf­gerð­u „­sjokki“ því þetta átti ein­fald­lega ekki að vera hægt. Lið, þar sem sam­an­lag­t virði byrj­un­ar­liðs­ins var 22 millj­ónir punda – eða sem nemur innan við helm­ingn­um af dýrasta leik­manni Manchester City – átti ekki að geta þetta. Í 132 ára sögu félags­ins var sigur í efstu deild ekki raun­hæfur mögu­leiki. En þetta breytt­ist þegar reynslu­mik­ill Ítali mætti á æfinga­svæðið og byrj­aði að starfa með gömlum sam­starfs­manni sínum hjá Chel­sea, hinum kenn­ara­mennt­aða Steve Walsh. Hann starf­aði þá sem leik­greinir í leik­manna­vali, og náðu þeir vel sam­an. 

Rani­eri mætir á svæðið

Ítal­inn Claudio Rani­eri tók við Leicester í júlí 2015. Á undan honum hafði Nigel Pear­son verið við stjórn­völ­inn. Óhætt er að segja að þessir tveir menn séu ólík­ir, þegar kemur að stjórn­un­ar­stíl. Pear­son var fræg­ur ­fyrir að taka virkan þátt í æfing­um, og vaða í leik­menn í tæk­lingum og skalla­ein­víg­um, þrátt fyrir að hafa lítið erindi í leik­inn sökum lélegs forms og ald­urs. Skap­vonskuköst hans voru einnig fræg. Hann átti það til að ­gjör­sam­lega sturl­ast og haga sér eins og ótemja. Ástríðan var hans helsti styrkur og veik­leiki.

Auglýsing

Það sem verra var, að Pear­son náði heldur ekki góðum árangri, eftir því sem ­leið á. Hann var aðal­lega bara brjál­aður undir lok­in, og missti því eðli­lega ­starf­ið. Góður árangur í fyrstu var ekki nóg.

Rani­eri er sagður dæmi­gerður ítalskur herra­mað­ur. Róleg­ur, á­kveð­inn og talar til leik­manna með mikla reynslu í fartesk­inu. Hann setti fljót­lega ­mark sitt á liðið og ákvað að vinna þétt með Steve Walsh, sem nú er að­stoð­ar­maður hans. Frá honum komu góðar hug­myndir og góð ráð. Sum­ar hug­mynd­anna reynd­ust afdrifa­ríkar í meira lagi, eins og sú að hálf­part­inn skipa Rani­eri að kaupa N‘Golo Kanté frá Caen í Frakk­landi fyrir 5,6 millj­ónir punda. Hann var nán­ast óþekktur áður en Leicester keypti hann, en Walsh var sann­færð­ur­ um að þetta væri leik­maður sem Leicester þyrfti á að halda.

Kanté reyndist lykilmaður hjá Leicester á tímabilinu. Steve Walsh, aðstoðarmaður Ranieri, krafðist þess að hann yrði keyptur. „Kanté, Kanté, Kanté“ á hann að hafa sagt. Mynd: EPA.

Frá því að hinn 25 ára gamli Kanté kom til félags­ins hefur hann verið einn allra besti leik­maður úrvals­deild­ar­inn­ar. Dug­legur og gerir fá mis­tök. Tveggja ­manna maki í varn­ar­leik liðs­ins á miðj­unni, og oft ógn­andi fram á við ­sömu­leið­is. Hann hefur verið mik­il­vægur hlekkur í keðj­unni hjá Leicester, sem hefur staðið allt af sér.

Var ekki skrifað í skýin í upp­hafi

Rani­eri er ekki sá knatt­spyrnu­stjóri sem kemur fyrst upp í hug­ann, þegar sig­ur er til umræðu. Fram að sigrinum stór­kost­lega með Leicester, sem raun­gerð­ist í gær þegar Chel­sea og Totten­ham gerðu 2-2 jafn­tefli á Stam­ford Bridge, hafð­i Rani­eri aldrei gert lið að deild­ar­meist­ara. Hann komst nálægt því með Chel­sea árið 2004, Val­encia 1998 og Juventus 2008, en allt kom fyrir ekki. Hann var alltaf í öðru sæti, eða neð­ar. Aldrei komu deild­ar­meist­aratitl­ar.

En Rani­eri hefur samt haft á sér gott orð sem knatt­spyrnu­stjóri, og þykir þægi­legur í umgengni og mik­ill fag­mað­ur. Sjálf­ur hefur hann sagt, að besti leik­maður sem hann hafi þjálfað sé Frank Lampar­d, ­goð­sögn Chel­sea, sem er marka­hæsti miðju­maður í sögu deild­ar­inn­ar. Ekki Zola. Ekki Roberto Baggio. Ekki Totti. Heldur Lampard.

Ástæðan er ekki síst sú að Lampard end­ur­speglar þá þætti sem Rani­eri vill sjá hjá ­leik­mönn­um. Hlýðni, aga og skil­virkni. Hann vill að leik­menn leggi sig fram, en haldi ein­beit­ingu, og sinni sínu hlut­verki. Nái að hámarka eig­in­leika sína í hverjum leik.

Rani­eri á langan feril að baki en hann hefur ver­ið knatt­spyrnu­stjóri hjá atvinnu­manna­fé­lögum í efstu deild­um, á Ítal­íu, Spán­i, Frakk­landi og Englandi, frá því árið 1988. Þá stýrði hann Cagli­ari á miklu ­upp­bygg­ing­ar­skeiði, og tók svo við Napoli árið 1991 og stýrði því til 1993. Félagið var í sárum eftir að Diego Mara­dona, besti knatt­spyrnu­maður heims, var hand­tek­inn í kóka­ín­vímu, í beinni útsend­ingu í sjón­varpi, og settur í leik­bann. 

Svo tók Fior­ent­ina við (1993 til 1997), Val­encia (1997 til 1999), Atlet­ico Madrid (1999 til 2000, rek­inn 3. mars eftir afleitt geng­i), Chel­sea (2000 til 2004), aftur Val­encia (2004 til 2005), Parma (12. febr­úar til 31. maí 2007. Tíma­bund­ið ­starf), Juventus  (2007 til 2009), Rom­a (2009 til 2011), Inter (2011 til 2012) og Mónakó (2012 til 2014). Áður en Rani­eri tók við Leicester stýrði hann gríska lands­lið­inu í fjórum leikj­um, frá­ júlí 2014 og fram í nóv­em­ber sama ár. Á þessum tíma tap­aði Grikk­land þremur leikj­u­m og gerði eitt jafn­tefli. Síð­asti leik­ur­inn var nið­ur­lægj­andi tap gegn ­Fær­ey­ing­um.

Ranieri og Steve Walsh að störfum. Samvinna þeirra hefur verið afar náin. Mynd: EPA.

Rúm­lega hálfu ári seinni birt­ist hann hjá Leicester, og ­gerðu enskir fjöl­miðlar grín að þess­ari end­ur­komu Rani­eri. Rifj­uðu upp úrslit­in hjá Grikkj­um, og töldu að Rani­eri væri ekki stjóri sem gæti náð árangri með­ ­Leicest­er. Árangur á þeim bæn­um, væri að halda lið­inu í deild­inni.

Einn af þeim sem var skept­ískur á hinn 65 ára gamla Ítala var Gary Lineker, lík­lega fræg­asti leik­maður í sögu Leicester – fram að þessu ­tíma­bili. „Rani­eri? Í alvöru?“ sagði hann á Twitt­er. Hann hefur síð­an við­ur­kennt að hafa van­metið Rani­eri, og segir komu hans hafa verið það stór­kost­leg­asta sem gerst hefur hjá Leicest­er. Hann mun þurfa að standa við ­stór orð um að lýsa í sjón­varpi í nær­buxum einum fata, en það sagð­ist hann ætl­a að gera ef Leicester myndi vinna tit­il­inn. Í fyrstu útsend­ing­unni næsta haust, verður Lineker því létt­klæddur en vafa­lítið með bros á vöru, enda Leicester hans upp­eld­is­fé­lag.



Mark­miðin end­ur­skoðuð aftur og aftur og aft­ur...

Rani­eri er sagður vinna með til­tölu­lega ein­falda hug­mynda­fræði sem knatt­spyrnu­stjóri. Hann setur leik­manna­hópnum mark­mið, gef­ur til kynna hvaða leik­menn hann lítur á sem fyrstu val­kosti í byrjun tíma­bils, en end­ur­skoðar mark­miðin og val­kosti í leik­manna­málum stans­laust. Hann hef­ur ­stundum verið sagður of fjar­lægur leik­manna­hópn­um, og það geri leik­mönn­um erfitt fyr­ir. Skila­boðin ber­ist ekki nógu vel til liðs­ins.

Hjá Leicester virð­ist hann hafa lagt sig fram um að ná trún­aði leik­manna. Hann lof­aði mönnum pizzu-­veislu ef þeim tæk­ist að halda hreinu, og hann neydd­ist til að standa við það þegar Jamie Vardy rukk­aði hann um það í við­tali. Ítölsk pizzu-­veisla var óhjá­kvæmi­leg eftir það, öllum til ánægju.

Óhætt er því að segja að þetta hafi ekki verið vanda­mál hjá ­Leicester, að skila­boðin kæmust ekki til leik­manna. Steve Walsh hafði séð til þess, að helstu leik­menn liðs­ins mynd­u ­taka Rani­eri vel, og vinna eftir þeirri huga­mynda­fræði sem hann legði upp­. Allir þyrftu að skila sínu og sína sam­starfsvilja.

Strax í upp­hafi móts þóttu spek­ingar sjá merki þessi, að Rani­eri væri að inn­leiða aga og hlýðni í bar­átt­uglaðan hóp, sem stundum hefð­i farið fram úr sér. Skap­menn eins og Jamie Var­dy, Robert Huth, Danny Drinkwa­ter og fyr­ir­lið­inn Wes Morgan, sýndu allir gott for­dæmi með fag­mann­legri fram­göng­u. ­Með Kanté og hinn magn­aða Riyad Mahrez, mynd­uðu þessir leik­menn sterkan kjarna úti­leik­manna, en á milli stang­anna óx Dan­inn Kasper Sch­meichel með hverj­u­m ­leikn­um. Hann bjarg­aði lið­inu hvað eftir ann­að, og reynd­ust sjö 1-0 sigr­ar liðs­ins í deild­inni afar mik­il­vægir þegar upp var stað­ið. Faðir hans Peter var stoltur af frammi­stöð­unni, og lét hafa eftir sér í gær að árangur son­ar­ins jafn­að­ist á við alla titl­ana hjá honum sjálf­um, þegar hann varði markið í gríð­ar­lega sterku liði Manchester United.



Meist­ara­deild á næsta tíma­bili

Leicester City mun hefja leik á næsta tíma­bili sem enskur ­meist­ari og mun þurfa að stækka leik­manna­hóp­inn tölu­vert, til að stand­ast auk­ið ­leikja­á­lag sem fylgir þátt­töku í Meist­ara­deild Evr­ópu. Hver hefði trúað þessu?

Lík­lega bara leik­menn­irnir og síðan Rani­eri sjálf­ur. En það ­gerð­ist samt ekki fyrr en að líða tók á tíma­bil­ið. Í takt við aðferða­fræði sína þá ­setti hann fyrst markið á að ná 40 stig­um, svo að sætið í deild­inni væri trygg­t. ­Síðan var það 55 stig. Svo end­ur­skoð­aði hann mark­miðið í þriðja sinn og stefnd­i á sæti í Evr­ópu­keppni. Svo var það Meist­ara­deild Evr­ópu. Og þegar tit­ill­inn var í sjón­máli, brosti hann iðu­lega í við­tölum og sagði að hann væri fjar­læg­ur draum­ur. Allt þar til fimm leikir voru eft­ir, þegar enskir fjöl­miðlar fóru að ­rifja það upp, að Rani­eri hefði aldrei unnið deild­ar­meist­ara­titil á tæp­lega ­þrjá­tíu ára ferli sín­um. Þá mætti hann alvöru­gef­inn í við­tal og sagði skýrt: „Nú er þetta í höndum leik­manna minna.“

Tit­ill­inn fór til þeirra að lok­um, og það örugg­lega. Því Leicester hefur sjö ­stiga for­ystu á Totten­ham, sem er í öðru sæti, þegar tveir leikir eru eftir af ­tíma­bil­inu. Ótrú­leg­asti sigur í sögu ensku úrvals­deild­ar­inn­ar, sem stofnuð var 1992, verður seint topp­að­ur. 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None