Frambjóðendur takast á um stjórnarskránna

Sjö forsetaframbjóðendur mættu til hádegisfundar í Háskólanum í Reykjavík í dag til að ræða stjórnarskrármál. Hver lýsti sinni skoðun á málinu og Kjarninn var á staðnum.

Ástþór Magnússon, Sturla Jónsson, Halla Tómasdóttir, Guðni Th. Jóhannesson, Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Davíð Oddson og Andri Snær Magnason mættu í HR í dag.
Ástþór Magnússon, Sturla Jónsson, Halla Tómasdóttir, Guðni Th. Jóhannesson, Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Davíð Oddson og Andri Snær Magnason mættu í HR í dag.
Auglýsing

Átta for­seta­fram­bjóð­endur lýstu afstöðu sinni til stjórn­ar­skrár­innar í Háskól­anum í Reykja­vík í dag. Lög­rétta, félag laga­nema við HR, bauð öllum for­seta­fram­bjóð­endum til að ræða mál­ið. 

Hver fram­bjóð­andi fékk fimm mín­útur til að koma sínum skoð­unum sínum á fram­færi. 

Elísa­bet Kristín Jök­uls­dótt­ir, Sturla Jóns­son, Guðni Th. Jóhann­es­son, Halla Tóm­as­dótt­ir, Andri Snær Magna­son, Davíð Odds­son og Ást­þór Magn­ús­son mætt­u. Hildur Þórð­ar­dóttir mætti klukku­stund of seint og fékk að fara með sín stefnu­mál. Fram­bjóð­endur stigu í pontu í staf­rófs­röð. Guð­rún Mar­grét Páls­dóttir komst ekki á fund­inn, en hún er stödd erlend­is.   

Auglýsing

Þjóð­fund­ur­inn fal­legt átak

Andri Snær tal­aði mikið um Þjóð­fund­inn sem hald­inn var árið 2009. Hann sagði að ferlið með nýja stjórn­ar­skrá hafi byrjað með fal­legu átaki, Þjóð­fund­in­um. Skilað hafi verið af sér gild­um, sem hlegið hafi verið að á sínum tíma, en nú hafi síð­ustu vikur sýnt að það hafi verið alvara á bak við þessi gild­i. 

Lýð­ræði væri skap­andi ferli sem fólk þróar og það megi ekki staðna. Ef almenn­ingur fær ekki rödd, á það til að öskra í gegn um einn sterkan karl­mann. Það er ekki gott að breyta stjórn­ar­skrá í sjálfu sér, en það er gott að færa hana í rétta átt. Við getum sýnt að við séum til fyr­ir­myndar í heim­in­um.  

Andri Snær tal­aði um kafla stjórn­ar­skrár­innar sem fjallar um for­seta Íslands og telur brýnt að skýra hlut­verk for­seta og að færa valdið til fólks­ins í stað 26. greinar stjórn­ar­skrár­inn­ar, um þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­ur. Stjórn­ar­skráin eigi að vera skrifuð á manna­máli og sam­hæf­an­leg stjórn­ar­skrám nágranna­ríkj­anna. 

Skoð­ana­túlkun fjöl­miðla það hættu­leg­asta í íslensku sam­fé­lagi 

Ást­þór Magn­ús­son sagði að flestir könn­uð­ust senni­lega við nafn hans, en kannski ekki öll hans stefnu­mál. Hann sagði vöntun á því að stjórn­ar­skráin sé virt. Það þurfi að upp­færa hana í sam­ræmi við nútím­ann, en ekki gera hana að marklausu plaggi. Það vanti í hana refsi­á­kvæði varð­andi að fara ekki eftir henn­i. 

Ást­þór sagði að ráðskast sé með skoð­anir fólks með heima­til­búnum könn­un­um, rík­is­fjöl­miðlar taki þátt í þeim leik. For­seta­fram­bjóð­anda sé skotið á loft og ímynd­aðir turnar búnir til á milli hans og sitj­andi for­seta. Lýð­ræði sé mark­laust í því umhverfi. Það megi ekki stjórna fjöl­miðlum með Pana­ma­pen­ing­um, eins og stærsta einka­rekna fjöl­miðla­sam­steypa lands­ins sé rek­in. Nauð­syn­legt sé að kynna öll fram­boð á jafn­rétt­is­grund­velli. 

Hann tal­aði um epli og app­el­sínur og heim­færði það á ójafn­vægi í umfjöllun fjöl­miðla um for­seta­fram­bjóð­endur og fram­boð til Alþing­is. Þetta sé það hættu­leg­asta sem stafar að íslensku sam­fé­lagi í dag, hvernig ráðskast sé með skoð­anir fólks­ins.

Gagn­rýndi síð­ustu rík­is­stjórn og sitj­andi for­seta

Davíð Odds­son sagð­ist von­ast til að hann væri á réttum fundi, eftir ræðu Ást­þór­s. Hann sagð­ist einn manna á fund­inum hafa komið að því að breyta stjórn­ar­skránni. Það hafi hann gert á Alþingi. Einnig sagð­ist hann hafa haft for­gang um ýmis ákvæði í henni. Það eigi þó ekki að breyta henni oft eða mik­ið, það sé í eðli hennar að svo verði ekki gert. Skildi ekki að fall bank­anna hafi fært rök fyrir því að koll­varpa stjórn­ar­skránn­i. 

Davíð tal­aði um ár sín í lög­fræði, og minnt­ist á að mál­skots­réttur hafi þá heitið synj­un­ar­vald. Því hafi fylgt ábyrgð. Ef for­seti beitti synj­un­ar­valdi og þjóðin synj­aði lög­un­um, hafi rík­is­stjórnin átt að segja af sér, og ef þjóðin sam­þykkti lög­in, ætti for­seti að segja af sér. 

Þegar þjóðin hafn­aði mjög mik­il­vægum lög­um, Ices­a­ve, gagn­rýndi Davíð þáver­andi rík­is­stjórn sem hafi bara „látið eins og hún væri að fá sér morg­un­verð ein­hvers stað­ar,“ og upp­skar hlátur úr sal. Hann gagn­rýndi synjun for­seta á fjöl­miðla­lög­unum og sagði að vald­svið for­seta sé tví­þætt. Ann­ars vegar þau sem skráð séu í stjórn­ar­skrá, og hins vegar áhrifa­vald for­set­ans. Hið síð­ar­nefnda fari mikið eftir per­sónu for­seta. 

Davíð sagði í umræð­unum eftir kynn­ing­arnar að þó að það virð­ist sem allir fram­bjóð­endur séu hér frið­samir og sam­mála, megi samt sem áður heyra ágrein­ing ef glöggt er hlust­að. Til dæmis vilji Ást­þór virkja Bessa­staði á meðan Andri Snær vilji ekki virkja neitt. 

„Kap­ít­al­ismi“ og „Kára­hnjúkar“ dottin úr orða­forð­anum

Elísa­bet Kristín Jök­uls­dóttir sagð­ist ekki hafa verið með spurn­ing­arn­ar, en hún hafi stolið þeim frá sessu­naut sín­um, Davíð Odds­syni. Hún er á móti mál­skots­rétt­inum og lítur á hann sem tappa í bát - þegar um geð­veiki eða land­ráð sé að ræða sé hægt að beita hon­um. Ekki sé rétt að einn maður geti tekið þessa ákvörðun einn og sjálf­ur. Það þurfi að vísa því til þjóð­ar­inn­ar. Hún rifj­aði upp þau atvik sem Ólafur Ragnar beitti mál­skots­rétt­in­um, hafi henni fund­ist eitt­hvað rangt við það að einn maður hafi þetta vald þegar heil þjóð eigi að geta tekið afstöðu til henn­ar. 

Eins sé með Kára­hnjúka­virkj­un. Hún hafi beðið for­seta Íslands að beita mál­skots­rétt­in­um, en það hafi ekki verið gert. Hún vill þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu og þess vegna sé stjórn­ar­skráin - það sé í anda okkar Íslend­inga að halda þús­und manna þjóð­fund í kjöl­far Hruns­ins. 

Kap­ít­al­ismi og Kára­hnjúka­virkjun séu orð sem megi ekki nefna leng­ur, þau séu bara dottin út úr tungu­mál­inu. Elísa­bet segir Kára­hnjúka­virkjun vera ein ástæða fyrir hrun­inu. Hafa kon­urnar 18 sem drekkt var í Drekk­ing­ar­hyl sem for­seta. Nú sé hún í for­seta­fram­boði, með hár­greiðslu­konu og bíl­stjóra, en hún mundi frekar vilja hafa hóp kvenna sem for­seta. Hún vill að karl og kona skiptir á að vera for­seti og segir það sama um Jesú - að hann ætti að vera stelpa og strákur til skipt­is. 

Mundi ekki skrifa undir lög um dauða­refs­ingar

Guðni Th. Jóhann­es­son segir þjóð­ina og þing­menn vera það fólk sem breyti stjórn­ar­skránni. Hann sé bæði sáttur við núver­andi stjórn­ar­skrá, en einnig sé þörf á breyt­ing­um. Þetta sé ferli sem hófst 1944 og því ljúki ekki núna, hvernig sem fer. 

Brýnt sé að horfa sér­stak­lega til þess að fá atkvæði um til­skil­inn fjölda kjós­enda sem geti kraf­ist þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um störf þings­ins. Skoða kafla um völd og verk­svið for­seta Íslands, því hann beri þess skýr merki um að hafa verið sam­inn þegar Ísland var kon­ung­dæmi. 

Hann seg­ist myndu beita mál­skots­rétti, en getur ekki sagt fyr­ir­fram við hvaða aðstæður hann mundi gera það. For­seti eigi að geta neitað að und­ir­rita lög, gangi þau alveg gegn sann­fær­ingu hans. Hann tók dæmi um Vig­dísi Finn­boga­dótt­ur, sem sagð­ist aldrei myndu und­ir­rita lög um dauða­refs­ing­ar, og sagð­ist taka undir það. 

Póli­tískt vald­svið for­seta sé mik­ið, eins og nýleg dæmi sýni okk­ur, og því skipti miklu máli að for­seti sé ópóli­tískur í eðli sínu og megi ekki taka afstöðu til flokka. Hann segir að und­ir­skriftir 10 til 15 pró­sent þjóð­ar­innar eigi að nægja til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu.  

Vill breyta stjórn­ar­skránni í tveimur áföngum

Halla Tóm­as­dóttir sagði að það væri eins og HR væri eins og sitt fyrsta barn, þar sem hún hafi verið í skól­anum þegar hann var að mót­ast. Hún ræddi um lög­fræði­námið við HR sem að hún hafi komið að því að móta eins og það var í dag. Hún fór yfir bak­grunn sinn áður en hún ræddi um afstöðu hennar til stjórn­ar­skrár­inn­ar. 

Hún ræddi um aðkomu sína að Þjóð­fund­inum og sagði nið­ur­stöðu hans hafa verið skýra: Heið­ar­leiki, jafn­rétti, rétt­læti og virð­ing. Mik­il­vægt verk­efni sé að breyta stjórn­ar­skránni og það sé hlut­verk þings­ins. 

Brýn þörf sé á breyt­ingum og það þurfi þverpóli­tíska sátt til þess. Það eigi að gera það í tveimur áföng­um, byrja á því að taka stór mál eins og auð­linda­mál og beint lýð­ræði. Svo þurfi að koma henni á manna­mál. Beit­ing mál­skots­réttar eigi ekki að vera háð geð­þótta. Hún seg­ist treysta lög­fræð­ingum HR til að taka þátt í að end­ur­skoða stjórn­ar­skrána. 

25.000 und­ir­skriftir nægi til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu

Sturla Jóns­son sagð­ist hafa lært lög­fræði sjálfur úti á götu og þurft að standa í stappi við fólk sem hafði lært lög­fræði í skól­um. Venju­lega fólkið lesi bara text­ann og ætlist til þess að það sé farið eftir hon­um. 

Sýn hans á stjórn­ar­skránna sé sú að hún sé kjöl­ur­inn í laga­safni okk­ar. Í dag séu lög mörg sett í and­stöðu við stjórn­ar­skránna og það hafi hann sjálfur upp­lifað í dóms­kerf­inu. Það brjóti margt í bága við stjórn­ar­skránna í laga­safni Íslands. 

Varð­andi mál­skots­rétt­inn seg­ist Sturla ætla að vísa málum til þjóð­ar­innar fái hann 25.000 und­ir­skrift­ir. Það sé hans sýn til að koma á beinu lýð­ræði. Hann gagn­rýnir sölu rík­is­ins á stofn­unum og fyr­ir­tækjum og spurði hvers vegna því hafði ekki verið vísað í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. 

„Lifi bylt­ing­in!“

Hildur Þórð­ar­dóttir mætti klukku­tíma of seint, en fékk tæki­færi til að tjá sín stefnu­mál. Húns agði mjög hlynnt nýju stjórn­ar­skránni og segir það mik­il­vægan hlekk í því starfi sem þjóðin sé að fara í. Fólkið og for­seti eigi að veita þing­inu aðhald. Til­urð stjórn­ar­skrá­ar­innar sé merki­leg, með þjóð­fund­in­um. Það sé fram­tíðin og þannig verði við að finna leið til að þingið geti starf­að. 

Hún mun beita mál­skots­rétt­inum fái hún und­ir­skriftir frá 10 pró­sent þjóð­ar­inn­ar. Það sé bara þegar þingið sé að vinna á skjön við þjóð­ina sem þessu sé beitt. 

For­seti sæki vald sitt til fólks­ins og því séu skyldur hans fyrst og fremst gagn­vart því. Hún seg­ist ætla að rugga bátnum verði hún for­seti og því gæti farið svo að kerfið fari í bak­lás. Fólkið verði að breyta sam­fé­lag­inu og nauð­syn­legt sé að fá réttu tólin til þess. 

Bar­áttu­mál hennar segir hún að verði að koma frá fólk­inu sjálfu og því verði hún mikið úti meðal fólks­ins. Að mati Hildar geti allir breytt sam­fé­lag­inu, það sé hæg­fara bylt­ing sem fólkið verði að halda áfram. Vald­hafar taki stjórn­ar­skrána í gísl­ingu og breyti bara því sem þeim hent­ar. Fólk verði að sjá í gegn um kerf­ið. Hildur lauk sínum orðum með orð­un­um: „Lifi bylt­ing­in!“

Upp­fært klukkan 13:10: Hildur Þórð­ar­dóttir mætti klukkan rúm­lega eitt og fékk að segja frá sínum stefnu­mál­um. 

Sturla Jónsson, Halla Tómasdóttir og Guðni Th. Jóhannesson

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None