Formenn innan BÍ standa með búvörusamningum

Formenn stærstu aðildarfélaga innan Bændasamtaka Íslands segjast allir standa með búvörusamningunum. Þeir setja spurningamerki við aðferðir stjórnsýslunnar og velta upp hvort ráðherrar hafi verið umboðslausir við undirritun.

Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda, og Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda, eru allir á einu máli um að samningar skulu standa.
Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda, og Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda, eru allir á einu máli um að samningar skulu standa.
Auglýsing

For­menn nokk­urra stærstu aðild­ar­fé­laga Bænda­sam­taka Íslands (BÍ); Lands­sam­bands kúa­bænda, sauð­fjár­bænda, garð­yrkju­bænda og kart­öflu­bænda, taka allir heils­hugar undir orð for­manns BÍ vegna harð­orðar umsagnar Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins um búvöru­samn­ing­ana. Allir und­ir­strika að samn­ing­arnir séu und­ir­rit­aðir og ekki komi til greina að end­ur­skoða veiga­mikil atriði án þess að fara aftur í samn­inga­ferli. Þeir lýsa yfir áhyggjum af stjórn­sýsl­unni og velta upp spurn­ingu um hvort fjár­mála­ráð­herra og land­bún­að­ar­ráð­herra hafi verið umboðs­lausir þegar þeir skrif­uðu und­ir. 

And­skoti hart ef samn­inga­nefnd hefur verið umboðs­laus

Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabændaArnar Árna­son, for­maður Lands­sam­bands kúa­bænda, segir und­ir­skrif­aða samn­inga liggja fyrir og nú bíði það bara Alþingis að sam­þykkja fjár­veit­ingar til þeirra, eða hafna þeim. 

„Það er ekki hægt að breyta þeim núna. Þeir hafa verið sam­þykktir á öllum víg­stöðv­um, nema á Alþing­i,“ segir hann. „Við erum með plagg, und­ir­ritað af samn­inga­nefnd rík­is­ins, og það er and­skoti hart ef maður upp­lifir að hún hafi verið umboðs­laus þegar hún skrif­aði und­ir. Það er skrýtin stjórn­sýsla.“ 

Auglýsing

Arnar segir að ef það komi í ljós að eitt­hvað hafi verið ólög­legt í samn­ing­unum þurfi að leiða það til lykta fyrir dóm­stól­u­m. „Það þarf að klára þetta eða byrja upp á nýtt. 75 pró­sent kúa­bænda sam­þykktu samn­ing­ana og ef ferlið fer af stað aftur er ýmsi­legt í upp­námi.“

Samn­ingar skulu standa 

Þór­ar­inn Ingi Pét­urs­son, for­maður Lands­sam­taka sauð­fjár­bænda, tekur í sama streng. 

Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda„Það var setið við sam­inga­borðið í langan tíma. Samn­ing­arnir eru und­ir­rit­aðir af Sig­urði Inga Jóhanns­syni, þáver­andi land­bún­að­ar­ráð­herra, og Bjarna Bene­dikts­syni fjár­mála­ráð­herra og í mínum huga er það þannig að samn­ingar skulu standa,“ segir Þór­ar­inn. Hann bætir við að samn­ing­arnir séu tengdir búvöru­lög­um, sem Alþingi þurfi að taka ákvörðun um á end­an­um, og bendir á að gagn­rýni Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins snú­ist fyrst og fremst að mjólkur­iðn­að­in­um. 

Vill ekki að búvöru­samn­ing­arnir verði kosn­inga­mál

Gunnar Þor­geirs­son, for­maður Sam­bands garð­yrkju­bænda, hefur miklar áhyggjur af því að samn­ing­arnir verði ekki stað­fest­ir. 

Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda

„Ég tek undir með Sindra. Þegar samn­ingur hefur farið í atkvæða­greiðslu og hann sam­þykktur - velti ég fyrir mér hvort ríkið ætli svo að breyta samn­ingnum ein­hliða. Ég hef áhyggjur af þessu,“ segir hann. „Menn lögðu af stað fyrir ári síðan og nið­ur­staðan var sú að leggja þennan samn­ing í atkvæða­greiðslu og undir hann rita ráð­herr­ar. Ég spyr mig í hvaða umboði voru þeir að skrifa, þegar atvinnu­vega­nefnd seg­ist ætla að koll­varpa samn­ingn­um.“

Gunnar segir stöð­una óþægi­lega. „Þetta er ekki góð stjórn­sýsla. Og ef það verður gert að kosn­inga­máli í haust hvernig reka eigi land­búnað á Íslandi, það lýst mér illa á.“ 

Gagn­rýnir Sam­keppn­is­eft­ir­litið

Berg­vin Jóhanns­son, for­maður Lands­sam­bands kart­öflu­bænda, segir ljóst að ef það eigi að umturna samn­ing­un­um, þurfi að byrja ferlið upp á nýtt. Hann gagn­rýnir vinnu­að­ferðir Sam­keppn­is­eft­ir­l­is­ins. 

„Þarf ekki að breyta vinnu­reglum þar innan dyra? Það virð­ist ekki allt vera í lagi þar,“ segir Berg­vin. Hann und­ir­strikar að hann sé sáttur við samn­ing­inn sem lúti að garð­yrkju. „Það er verið að opna þetta meira og meira og gera þetta öllum aðgengi­legt. Í nær öllum land­bún­aði. Það er mjög jákvætt.“

Félag atvinnu­rek­enda segir samn­ing­ana slæma

Búvöru­samn­ing­arnir voru ekki afgreiddir á Alþingi fyrir sum­ar­frí. For­maður Bænda­sam­tak­anna sagði í kjöl­farið að það setti samn­ing­ana í óvissu. Það kom sann­ar­lega á dag­inn. Í síð­ustu viku sendi Sam­keppn­is­eft­ir­litið harð­orða umsögn til atvinnu­vega­nefndar Alþingis þar sem sagði að samn­ing­arnir þarfn­ist gagn­gerrar end­ur­skoð­unar til að tryggja almanna­hags­muni áður en Alþingi sam­þykkir þá. Samn­ingar við mjólkur­iðn­að­inn voru gagn­rýndir hvað mest.  

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekendaÓlafur Steph­en­sen, fram­kvæmda­stjóri Félags atvinnu­rek­enda, sagði við Stöð 2 í gær að búvöru­samn­ing­arnir væru slæmir og að Alþingi ætti ekki að sam­þykkja þá. 

Sindri Sig­ur­geirs­son, for­maður Bænda­sam­tak­anna, sagði það ekki koma til greina að end­ur­skoða stór atriði í samn­ing­un­um, enda væru þeir und­ir­rit­aðir og sam­þykktir af bændum og rík­inu. Ef til þess kæmi, yrði að hefja sam­inga­ferlið upp á nýtt. Þó verði að end­ur­skoða atriði ef þau eru metin svo að þau stang­ist á við lög.  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None