„Brexit“ gæti breytt miklu fyrir Ísland

Eftir tæpa viku kjósa Bretar um aðild að Evrópusambandinu. Fari svo að Bretland fari úr ríkjabandalaginu gæti áhrifa gætt víða.

David Canmeron
Auglýsing

Fari svo að Bretar fari úr Evr­ópu­sam­band­inu (ES­B), eft­ir ­þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu 23. júní næst­kom­andi, þá gæti það haft „feyki­mik­il“ áhrif ­fyrir Ísland. Þetta segir Eiríkur Berg­mann Ein­ars­son, pró­fessor í stjórn­mála­fræði.

Ástæðan er sú, að Bretar myndu þurfa að end­ur­skoða í hvaða far­vegi við­skipta­samn­ingar og við­skipta­sam­bönd ættu að vera, í ljósi breyttr­ar­ al­þjóða­póli­tískrar stöðu. „Í fyrsta lagi fær­ist Ísland frá Evr­ópu­sam­band­inu, eða það það frá okk­ur, eftir atvikum. Grund­völlur íslensks efna­hags­lífs hefur meðal ann­ars verið að selja Bretum þorsk í Fish and chips – sjálfan þjóð­ar­rétt­inn. Við útgöngu Breta fer eflaust af ­stað umræða um stöðu Bret­lands og ann­arra nágranna­ríkja ESB. Bret­land, við [Ís­land], Norð­menn, Svis­s og slík ríki þurfa öll aðkomu að innri mark­aði ESB og við útgöngu Breta hljóta ­menn að ræða hvernig sú teng­ing sé best fyrir komið fyrir öll þessi rík­i. Þar með­ ­gæti orðið til eins­kona ytra Evr­ópu­sam­band með Íslandi, Bret­land, Nor­egi, Svis­s og ef til vill litlu örríkj­un­um, And­orra, San Mar­ino og Erma­sunds­eyj­un­um,“ ­segir Eiríkur Berg­mann.

Mikið undir

Sé mið tekið af nýj­ustu könn­unum í breskum fjöl­miðl­um, þá eru tölu­verðar líkur á því að Bretar yfir­gefi ESB, næstum hní­f­jöfn staða hefur komið út í könn­um. Um 49 ­pró­sent vilja úr sam­band­inu en 51 pró­sent vilja vera áfram, af þeim sem gefa ­upp afstöðu sína, sam­kvæmt könnun sem Sky frétta­stofan greindi frá í síðust­u viku. Kann­anir hafa sýnt tölu­verða fylg­is­sveiflu í átt að meiri and­stöðu við ESB, en greini­legt er þó að ekki hafa allir gert upp hug sinn. 

Auglýsing

Þrátt fyrir að ýmsir þjóð­ar­leið­togar og for­ystu­fólk alþjóða­sam­starfs, svo sem Barack Obama ­Banda­ríkja­for­seti og Christine Lag­ar­de, fram­kvæmda­stjóri Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins, hafi talað fyrir því að Bretar verði áfram í sam­band­inu, þá virð­ist sem það sé ekki að hafa mikil áhrif í Bret­land­i. And­stæð­ing­arnir gagn­rýna slíkt tal, og hefur Boris John­son, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri í London, sagt að ákvörð­unin sé ein­ungis mál Breta og komi öðrum ekk­ert við.

Lag­arde lét hafa eftir sér í gær, að það væri óum­deilt að þátt­taka Bret­lands í ESB hefði styrkt efna­hags­líf Bret­lands. Hún vildi ekki svara spurn­ingum bein­t um atkvæða­greiðsl­una, og bar því við að hún vildi með því votta fjöl­skyld­u bresku þing­kon­unnar Jo Cox, sem myrt var í fyrra­dag, virð­ingu sína. Hún var öt­ull bar­áttu­maður fyrir opn­ara Bret­landi, og vildi Lag­arde ekki, sökum þessi hve umræðan um þessi mál er við­kvæm, fara inn á eldimt deilu­mál. For­ystu­menn í breskum stjórn­málum hafa sam­einast, hvar í flokki sem þeir standa, um að láta hið skelfi­lega morð ekki magna upp ómál­efn­lega umræðu í Bret­landi.

Lagarde segir Bretland hafa hagnast mikið á því, efnahagslega, að vera í Evrópusambandinu. Mynd: EPA.

Lok, lok og læs

Wolf­­gang Schäu­ble, fjár­­­mála­ráð­herra Þýska­lands, sagði í við­tali við þýska viku­­rit­ið Der Spi­egel, um liðna helgi að Bret­land myndi ekki fá aðgang að inn­ri ­mark­aði ESB ef það stæði fyrir utan sam­band­ið. Stokka þyrfti spilin upp á nýtt, og það gæti reynst erfitt úrlausn­ar­efni.

Schäu­ble var spurður hvort Bretum stæði til boða að ganga í evr­­ópska efna­hags­­svæð­ið (EES) eftir útgöngu úr ESB og gera svip­aðan samn­ing og Ísland, Nor­eg­­ur, Li­echten­­stein eða Sviss hafa við sam­­band­ið. „Það mun ekki ganga,“ sagð­i hann. „Þá þyrfti landið að fylgja reglum klúbbs­ins sem það vill hætta í. Ef ­meiri­hluti kjós­­enda í Bret­landi velur að sam­­starf­inu sé slitið verður það á­kvörðun gegn sam­eig­in­­lega mark­að­in­­um. Annað hvort ertu með eða ekki.“

Ekki ­sam­mála

And­stæð­ing­ar veru Bret­lands í Evr­ópu­sam­band­inu hafa bent á að orð eins og þessi, um að inn­ri ­mark­að­ur­inn kunni að lokast, séu ekk­ert nema orðin tóm, þar sem alþjóða­vætt við­skipta­líf heims­ins opni á frjálsa samn­inga sem Bretar ættu ekki að hræð­ast. Auk þess hljót­i Bret­ar, eins og önnur ríki sem standi utan ESB, að geta samið um aðgang að innri mark­aðnum til lengdar lit­ið, þar sem í því fel­ast beinir hags­munir ESB. Bretar séu með breska pundið og sjálf­stæðan seðla­banka, Eng­lands­banka, sem geti hagað sinni stefnu að vild, og geri það nú þeg­ar. Breyt­ingin þurfi ekki að vera dramat­ísk.

Kosn­­inga­bar­átta fylk­ing­anna tveggja, með og á móti útgöngu Bret­lands, fer nú að ná hámarki sínu og hefur heldur herst á áróðr­in­um. Á vef Guar­dian er kosn­­inga­bar­áttan útskýrð á ein­fald­an hátt. Þeir sem telja Bret­landi best borgið utan ESB hafa lagt árherslu á minn­ing­una um breska heims­veld­ið, hug­­ar­far Breta á stríðs­ár­unum og Thatcher-­­tím­ann á átt­unda og níunda ára­tug síð­­­ustu ald­­ar. Auk þess sem mikið er rætt um efna­hags­legt sjálf­stæði lands­ins og mik­il­vægi punds­ins og sjálf­stæðrar pen­inga­stefnu. Fyrir þeim er ESB ofrík­­is­­full­t, ­dýrt og ólýð­ræð­is­­legt; og inn­­­flutn­ingur fólks í álf­una veldur þeim hug­­ar­angri.

Þeir sem vilja halda sam­­band­inu við ESB minna á það hversu vel Evr­­ópu­­sam­­starf­inu hef­ur ­tek­ist að stilla til friðar í heims­álfu sem log­aði áður í deil­­um. Þar er einnig lögð áhersla á hversu vel fjór­frelsið hefur komið sér fyrir alla þátt­tak­end­ur í sam­­starf­i ESB-­ríkja, og að sam­eig­in­leg stefnu­mál og mark­mið, t.d. á sviði orku- og umhverf­is­mála, muni skipta heims­byggð­ina miklu máli á næstu árum og ára­tug­um. Þar þurfi að ríkja ein­hugur og mikið sam­starf. 

Meðal þeirra sem ­sem styðja áfram­hald­andi veru Bret­lands í ESB eru allir leið­­togar allra ­stærstu stjórn­­­mála­­flokka á Bret­landi, þar með talið David Cameron for­­sæt­is­ráð­herra Í­halds­­­flokks­ins, en innan þess flokks er and­staðan mest. Allir helstu leið­­togar Evr­­ópu­­sam­­bands­­ríkj­anna hafa einnig hvatt Breta til að kjósa áfram­hald­andi aðild. Valið standi að miklu leyti um sam­stöðu og sam­starf, eða ein­angr­un­araf­stöðu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None