Thom Yorke tróð um á Secret Solstice ásamt Radiohead.
Mynd: EPA/Paul Bergen

Biðraðir og brjálað stuð á Secret Solstice 2016

Secret Solstice var haldin í þriðja sinn um síðustu helgi. 170 tónlistaratriði á sjö sviðum á fjórum dögum. Kristinn Haukur Guðnason fór á tónlistarhátíð.

Tón­list­ar­há­tíðin Secret Sol­stice var haldin um sein­ustu helgi í Laug­ar­dalnum eins og flestir vita. Þetta er í þriðja skiptið sem hátíðin er haldin og hún hefur vaxið umtals­vert í hvert skipti. Í þetta skipti var boðið upp á fjög­urra daga veislu með um 170 tón­list­ar­at­riðum á 7 svið­um. Þar komu fram bæði íslenskar og erlendar hljóm­sveit­ir, bæði bíl­skúrs­bönd og heims­þekktir tón­list­ar­menn. Fyrir margra hluta sakir var Secret Sol­stice 2016 ógleym­an­leg lífs­reynsla.

Fimmtu­dagur

Ekki mjög secret

Þegar mætt var á fyrsta kvöld hátíð­ar­innar var aug­ljóst að hún yrði tölu­vert fjöl­menn­ari og stærri en árið áður. Hátíð­ar­gestir voru um 15.000 tals­ins sem er fjölgun um ca. 40% frá árinu áður en þá var þetta þriggja daga hátíð en ekki fjög­urra. Vaxt­ar­verkirnir gerðu strax vart við sig á opn­un­ar­kvöld­inu þar sem mikil röð mynd­að­ist hjá fólki sem þurfti að skipta mið­unum sínum fyrir arm­bönd til að kom­ast inn á svæð­ið. Það var reyndar mögu­leiki að skipta fyrr í vik­unni en miðað við fjöld­ann í röð­inni höfðu greini­lega ekki margir áttað sig á því. Í þess­ari röð stóð maður í um klukku­tíma þar sem ein­ungis fjórir afgreiðslu­básar voru til stað­ar. Þar með missti maður af rapp­ar­anum Gísla Pálma sem gerði garð­inn frægan á hátíð­inni fyrir ári síðan með því að taka Jac­kass stjörn­una Bam Margera í karp­hús­ið. Góður rómur var gerður að frammi­stöðu hans á hátíð­inni en hvað um það. Maður mun fá ótal tæki­færi á að sjá hann í fram­tíð­inni.

Röðin langa hindr­aði mann ekki frá því að sjá „leynig­est­ina“. Leynd­inni miklu hafði reyndar verið aflétt nokkru fyrr ólíkt árinu áður þegar Busta Rhymes kom fram á tón­leikum sem verður helst minnst fyrir geð­vonsku rapp­ar­ans. Í þetta sinn voru leynig­est­irnir hinar geð­þekku Sister Sledge frá Fíla­delf­íu­borg sem hafa plægt diskóak­ur­inn í um það bil hálfa öld. Sledge syst­urnar voru upp­runa­lega fjórar (Debbie, Joni, Kim og Kathy) og á hátindi fer­ils­ins í kringum árið 1980. Nú eru aðeins Debbie og Joni eftir en með þeim mun yngri söng­kona, Tanya Ti-et. Sister Sledge voru í bana­stuði og áhorf­endur virt­ust taka þeim vel þrátt fyrir marg­falt kyn­slóða­bil. Sam­hæfðar dans­hreyf­ing­arnar voru augna­yndi og gaman að fá að heyra diskó­slag­ara á borð við He´s the Greatest Dancer og We Are Family. Syst­urnar komu manni meira að segja á óvart með því að spila ábreiðu af Chic lag­inu Good Times og splæsa því saman við Sug­ar­hill Gang smell­inn Rapp­er´s Delight sem er almennt talið fyrsta rapp­lag sög­unn­ar. Sem betur fer létu syst­urnar Tönyu um rapp­ið, annað hefði orðið vand­ræða­legt. Hljóð­færa­leik­ar­arnir sem spil­uðu undir voru allir ein­stak­lega færir og þá sér­stak­lega bassa­leik­ar­inn. Allir fengu þeir að taka löng sóló þegar þeir voru kynntir til leiks. Heilt yfir voru þetta ákaf­lega nota­legir tón­leikar sem hlýj­uðu manni um hjarta­ræt­urn­ar. Franski tölvu­popp­ar­inn St Germain átti að fylgja í kjöl­farið en hann ein­fald­lega skróp­aði í flug­ið. Dan­íel Ágúst og félagar í GusGus hlupu í skarðið fyrir hann tón­leika­gestum til mik­illar ánægju.

Föstu­dagur

Kóng­arnir í Höll­inni

Það var búið að gefa það út að stærsta hljóm­sveit hátíð­ar­inn­ar, hinir bresku Radi­ohead, myndi spila inn­an­húss í Jöt­unn­heimum (nýju Laug­ar­dals­höll­inn­i). Vegna stærðar húss­ins og örygg­is­krafna hljóm­sveit­ar­innar var því ljóst að ein­ungis um 11-12 þús­und manns myndu kom­ast á þá tón­leika, þ.e. um 80% hátíð­ar­gesta. Þegar maður mætti um sex­leytið var strax komin tölu­verð röð fyrir utan höll­ina og því ekk­ert annað í boði en að tryggja sér pláss. Þar með fuku áhuga­verðir tón­leikar með íslensku rapp­hljóm­sveit­inni Úlfi Úlfi og breska plötu­snúðnum Goldie, sem var tengda­sonur Íslands fyrir um 20 árum síð­an. Áhug­inn var aug­ljós­lega mik­ill á svæð­inu fyrir tón­leikum Radi­ohead og röðin lengd­ist og lengd­ist. Þegar fólki var hleypt inn á níunda tím­anum mátti sjá röð­ina hlykkj­ast um allt hátíð­ar­svæðið eins og Mið­garðsorm­inn. Ekki var nóg með það því að um tíma náði röðin út fyrir svæðið og inn á Reykja­braut. Aðstand­endur hátíð­ar­innar höfðu biðlað til fólks að mæta tím­an­lega en ekki urðu allir við því og mátti skynja umtals­verða reiði þeirra sem ekki komust inn eða misstu af bróð­ur­part­inum af tón­leik­un­um.

Áður en Radi­ohead stigu á svið lék íslenska rokk­hljóm­sveitin Fufanu í Jöt­unn­heim­um. Stans­laust bætt­ist í sal­inn og Fufanu liðar glaðir með það. Þetta hefur senni­lega verið þeirra stærsta stund á ferl­in­um. Eftir því sem fólkið hrann­að­ist inn jókst hit­inn í saln­um, sumir töldu hann jafn­vel óbæri­leg­an. Verð­launin fyrir röð­ina löngu og hit­ann voru þó frá­bærir tón­leikar hinnar 30 ára gömlu hljóm­sveit­ar. Einn gestur komst svo skemmti­lega að orði: “Þeir ein­fald­lega kunna þetta”. Radi­ohead voru klapp­aðir upp í tvígang og tón­leik­arnir stóðu yfir í um tvær og hálfa klukku­stund. Þetta var mikið sjón­ar­spil með flott­ari ljósa-og video sýn­ingu. Á frum­leik­ann hefur aldrei skort hjá band­inu sem gripu í ýmis hljóð­færi við ákveðin tæki­færi. Söngv­ar­inn Thom Yorke sýndi þarna að hann er einn af merki­leg­ustu tón­list­ar­mönnum sam­tím­ans. Fyrstu fimm lögin voru öll af nýj­ustu plötu sveit­ar­innar A Moon Shaped Pool. En svo fóru að heyr­ast kunn­ug­legir slag­arar eins og My Iron Lung og No Sur­prises frá tíunda ára­tugnum sem er óum­deil­an­lega þeirra mesta frama­tíma­bil. Meiri­hlut­inn af sett­inu var þó helg­aður nýrri lög­um. Rús­ín­urnar voru þó í pyslu­end­an­um. Í upp­klappi númer eitt mátti heyra meist­ara­verkið Para­noid Android og í upp­klappi númer tvö kom svo eft­ir­læti flestra, Creep.

Laug­ar­dagur

Rokk, rapp, rok og rign­ing

Hip-hop hefur verið áber­andi á Secret Sol­stice og þetta ár er engin und­an­tekn­ing. Á laug­ar­dags­kvöld­inu mátti glöggt heyra grósk­una í íslensku rappi. Þar komu m.a. fram Reykja­vík­ur­dæt­ur, Emm­sjé Gauti, Herra Hnetu­smjör og hinir gam­al­reyndu XXX Rottweiler Hund­ar. Stærsta númer kvölds­ins var þó þung­arokks­hljóm­sveitin Defto­nes frá Kali­forn­íu. Defto­nes eiga rætur sínar í hinni svoköll­uðu nu-­metal hreyf­ingu á seinni hluta tíunda ára­tug­ar­ins. Þeir höfðu þó alltaf víð­ari skírskot­un, töld­ust list­rænni og melódísk­ari en sam­ferða­menn þeirra í hreyf­ing­unni. Sú hlið hefur ein­ungis ágerst hjá hljóm­sveit­inni í seinni tíð og það hefur haldið henni á floti. Helsti styrkur hljóm­sveit­ar­innar hefur ávallt verið söngv­ar­inn og front­mað­ur­inn Chino Mor­eno. Hann er ekki ein­ungis meðal fremstu söngv­ara rokktón­list­ar­innar heldur kann hann vel þá list að halda uppi stemn­ingu á tón­leikum og vera í mik­illi nær­veru við áhorf­end­ur. Hann sýndi það glöggt á Secret Sol­stice. Mor­eno heill­aði fólk upp úr skónum og var hrein­lega allt í öllu á tón­leik­un­um. Defto­nes spil­uðu góða blöndu af eldri og nýrri lögum en þó í köfl­um, 2-3 lög af hverri plötu í röð. Það gaf tón­leik­unum nokkuð sér­stakan keim, líkt og þetta væri ferða­lag í gegnum fer­il­inn hjá þeim. Upp­lifunin af tón­leik­unum var þó ekki galla­laus. Það var hrein­lega afleitt veð­ur, mikil rign­ing og tölu­vert rok. Það orsak­aði senni­lega nokkra fækkun á tón­leik­unum þegar á leið. Einnig kvart­aði fólk yfir lélegu hljóði nálægt svið­inu, aftar var það mun betra. Þetta hafði þó engin áhrif á Chino Mor­eno sem var í ess­inu sínu. Hápunktur tón­leik­ana var þegar hann til­eink­aði hinu nýlátna popp­goði Prince lagið Prince.

Það var hálf­gerð synd að tón­leikar Defto­nes á Val­hall­ar-svið­inu hafi skar­ast að nokkru leyti við tón­leika rapp­dúós­ins M.O.P. frá Brook­lyn sem fóru fram á öllu minna sviði sem nefnd­ist Gimli. Þar var smekk­fullt af fólki í bil­uðum ham. Með­limir M.O.P., þeir Lil Fame og Billy Danze, skipt­ust á að skjalla lýð­inn og halda uppi miklu stuði. Aldrei var stoppað heldur skellti plötu­snúður þeirra á ýmsum vel þekktum smellum milli þeirra eigin laga. Það mátti heyra allt milli him­ins og jarðar eins og t.d. Three Little Birds með Bob Mar­ley, Smells Like Teen Spi­rit með Nir­vana og 99 Problems með Ice-T. M.O.P.-liðar voru ánægðir með við­tök­urnar og sögðu við áhorf­endur „Við erum hip-hop. Þið eruð hip-hop“. Svo var tón­leik­unum lokað með þeirra þekktasta lagi Ante Up og allt hrein­lega tryllt­ist. Þetta var senni­lega eitt best heppn­aða gigg hátíð­ar­inn­ar.

Sunnu­dagur

Bið­ar­innar virði

Ýmis­legt var á dag­skránni á sunnu­deg­inum en þegar maður mætti um 15:30 blöstu við manni þau tíð­indi að tón­leikar suður afrísku rapp­hljóm­sveit­ar­innar Die Antwoord myndu frest­ast vegna flug­tafa. Ekki bara það heldur neydd­ust aðstand­endur hátíð­ar­innar til að færa tón­leik­ana af Val­hall­ar-svið­inu inn á svið sem nefnd­ist Hel (gamla Laug­ar­dals­höll­in). Hel hafði hingað til verið notuð undir næt­ur­tón­leika ýmissa plötu­snúða við góðan róm en ljóst var að hún myndi aldrei geta hýst þann fjölda sem vildi sjá Die Antwoord heldur ein­ungis á bil­inu 5-6 þús­und manns. Mik­ill fjöldi hátíð­ar­gesta höfðu lýst því yfir að þessir tón­leikar væru helsta eða jafn­vel eina ástæðan fyrir komu þeirra. Því var lítið annað að gera en að ná sér í vist­ir, góðu sæti í röð­inni og eyða batt­er­í­inu í sím­anum sín­um. Fjöldi ann­arra athygl­is­verðra tón­leika voru í boði þennan dag, svo sem með krút­t-sveit­unum Ama­badama og Mammút, írsku söng­kon­unni Róisín Murphy og íslensku ofur­grúpp­unni Of Mon­sters and Men. En allt slíkt yrði að víkja ef maður ætl­aði að vera öruggur um að sjá tón­leik­ana í Hel. Þetta orsak­aði mikla kergju hjá hátíð­ar­gestum sem höfðu margir ekki lyst á margra tíma bið­röð, sér­stak­lega ekki eftir að hafa staðið lengi í áður­nefndum röð­um. Aðstand­endur Secret Sol­stice gátu hins vegar ekki fært tón­leik­ana, sem áttu að fara fram á Val­hall­ar­svið­inu, aftar vegna reglna um almanna­frið og eng­inn tími var til að byggja nýtt svið í Jöt­unn­heim­um. Að koma Die Antwoord fyrir í Hel var því ill­skársti kost­ur­inn. Húsið var opnað 21:30 en ekki hleypt inn í sal­inn fyrr en klukku­tíma síð­ar. Þetta olli mik­illi örtröð, hita og pirr­ingi í and­dyr­inu og manni stóð hrein­lega ekki á sama í ljósi þess að það voru lítil börn á svæð­inu. Svo var opnað og fólk byrj­aði að streyma inn í sal­inn og stúk­una, hver fer­senti­meter var nýtt­ur.

Tón­leik­arnir sjálfir, sem hófust loks klukkan 23:00, voru upp­lifun sem fáir munu gleyma. Síðan að tríóið var stofnað árið 2008 hefur frægð­ar­sól þeirra risið hratt og þá helst vegna frum­leika í mynd­banda­gerð og eft­ir­tekt­ar­verðrar frammi­stöðu á sviði. Mann­fjöld­inn í Hel gat varla hamið sig þegar þau stigu loks á svið, plötu­snúð­ur­inn Dj Hi-­Tek, rapp­ar­inn Ninja og eft­ir­læti flestra Yol­andi Visser með sína skræku rödd. Auk þeirra voru tveir dans­arar með í för. Sal­ur­inn hrein­lega gekk til undir teknóskotnu rapp­inu. Ninja átti í mestu basli með að halda sig inn á svið­inu og fleygði sér ítrekað út í mann­haf­ið. Yol­andi gat varla hreyft sig án þess að lýð­ur­inn ærð­ist. Þar sem bandið er mjög ungt rúm­uð­ust allir helstu smell­irnir innan tón­leik­anna, s.s. Ugly Boy, Baby´s on Fire, Fatty Boom Boom og Pit­bull Terri­er. Hljóm­sveitin flutti hins vegar ein­ungis eitt lag í upp­klappi, lag­inu sem kom þeim á kortið Enter the Ninja. Fyrir utan frammi­stöðu þeirra sjálfra voru tón­leik­arnir heil­mikið sjón­ar­spil. Ljósa og video sýn­ing­arnar voru ein­stakar og bún­inga­skipti flytj­end­anna ör. Áhorf­endur voru í skýj­unum og margir full­yrtu að þetta væru bestu tón­leikar sem þeir hefðu nokkurn tím­ann séð. Eftir á að hyggja fylli­lega þess virði að bíða í sjö klukku­tíma í röð fyrir þar sem maður hlaut ekki var­an­legan skaða af. Þegar út var komið var röðin ennþá mjög löng og reiði tölu­verð í fólk­inu. Á einum tíma­punkti þurfti lög­regla að hafa afskipti af röð­inni.

Fram­tíð Secret Sol­stice

Secret Sol­stice 2016 gekk aug­ljós­lega ekki áfalla­laust fyrir sig og gagn­rýn­is­raddir hafa verið hávær­ar. Fólk hefur kvartað undan skipu­lagi atriða, löngum bið­röð­um, mik­illi kanna­bis­neyslu á svæð­inu, fram­komu við sjálf­boða­liða, litlu upp­lýs­inga­flæði og fleiru. Sumu er vissu­lega hægt að kenna aðstand­endum um en annað er hrein­lega óvið­ráð­an­legt. Hátíðin er ung og hefur senni­lega vaxið allt of hratt. Aðstand­end­urnir við­ur­kenna það sem miður fór, hafa beðist afsök­unar á því og segj­ast munu læra af reynsl­unni. Margir hafa þó lýst yfir von­brigðum sýnum og hyggj­ast ekki sækja hátíð­ina í fram­tíð­inni.

Það hefur þó verið ein­blínt um of á það sem miður fór á hátíð­inni og minna talað um það sem var gott, þ.e. tón­list­in. Tón­leik­arnir voru flestir afbragð og sumir munu lifa með manni um ókomna tíð. Það eru for­rétt­indi að hafa svo stóra tón­leika­há­tíð á besta tíma í hjarta Reykja­víkur og á mjög við­ráð­an­legu verði. Fjöl­margir erlendir gestir sækja hátíð­ina og hún vekur eft­ir­tekt um allan heim. Umræðan hefur að mestu leyti snú­ist um þær erlendu stór­hljóm­sveitir sem hafa komið fram en ekki má gleyma þeim ótal íslensku hljóm­sveitum sem koma fram fyrir mik­inn fjölda og fá tæki­færi til að kynna sig fyrir umheim­in­um. Það yrði mikil synd ef hátíðin myndi leggj­ast af en aðstand­endur mættu draga lær­dóm af hátíð­inni í ár og mögulga smækka hana fyrir næsta ár eða end­ur­skipu­leggja hana. Secret Sol­stice þarf ekki að vera Hró­arskelda.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar