Kötturinn Larry óvæntasta stjarna Brexit

Miklar hræringar hafa verið í breskum stjórnmálum eftir Brexit. Kötturinn Larry er óvæntasta stjarna þeirra hræringa, en hann verður áfram í forsætisráðuneytinu þrátt fyrir að skipt hafi verið um ráðherra.

Kötturinn Larry er víðfrægur, enda vanur að ganga um fyrir utan heimili sitt í Downingstræti, þar sem fjölmiðlar eru mjög reglulegir gestir.
Kötturinn Larry er víðfrægur, enda vanur að ganga um fyrir utan heimili sitt í Downingstræti, þar sem fjölmiðlar eru mjög reglulegir gestir.
Auglýsing

Óvæntasta stjarna umbreyt­ing­anna í breskum stjórn­málum í síð­ustu viku var lík­lega kött­ur­inn Larry. Larry er heim­il­is­kött­ur­inn í Down­ing-­stræti 10, þar sem for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands hverju sinni heldur til. Mikið var fjallað um bless­aðan kött­inn og það hvort hann myndi flytja burt með David Cameron og fjöl­skyldu hans þegar þau yfir­gáfu svæðið um miðja viku. Fljótt var til­kynnt að svo yrði ekki, Larry er ekki eign Cameron fjöl­skyld­unnar heldur emb­ætt­is­manna og þurfti því ekki að flytja burt þótt Ther­esa May og eig­in­maður hennar Philip flyttu inn. Sem dæmi um frægð katt­ar­ins not­aði Cameron meira að segja tíma í síð­asta spurn­inga­tíma sínum sem for­sæt­is­ráð­herra til að ræða kött­inn.

Feng­inn sem yfir­músa­veið­ari 

Kött­ur­inn hefur öðl­ast frægð frá því að hann kom í Down­ing-­stræti árið 2011. Hann heldur reglu­lega til fyrir utan húsið við Down­ing-­stræti, þar sem fjöl­miðlar eru mjög reglu­legir gest­ir, og hann hefur vakið þar athygli og glatt við­stadda. Eins og sjá má hér að neðan tók hann reglu­lega á móti og kvaddi með­limi rík­is­stjórn­ar­innar þegar þeir komu á rík­is­stjórn­ar­fundi að heim­ili hans. 

Larry kveður þáverandi varnarmálaráðherra og núverandi fjármálaráðherrann Philip Hammond að loknum ríkisstjórnarfundi árið 2013. Mynd: EPA

Auglýsing

Larry kom til for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins árið 2011, sem fyrr seg­ir, og var þá fjög­urra ára gam­all fyrrum villi­kött­ur. Hann var feng­inn þangað eftir að rottur sáust í og við hús­ið, meðal ann­ars í frétt­um. Hann var í dýra­at­hvarf­inu Batt­er­sea Dogs & Cats Home og athvarfið mælti með honum vegna hæfi­leika hans við músa­veið­ar. 

Larry fékk opin­bera tit­il­inn Chief Mouser, eða yfir­maður músa­veiða, og um hann er fjallað sem slíkan á vef­síðu for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins. Þar er hann sagður fyrsti kött­ur­inn í Down­ing-­stræti 10 til þess að hljóta þennan titil form­lega. 

Hins vegar er mjög löng hefð fyrir því að kettir sinni þessu hlut­verki fyrir rík­is­stjórn eða ráð­herra, enda músa- og rottu­gangur algengur í gömlum og oft lélegum húsum Bret­lands. Það er sagt að kettir hafi fylgt stjórn­völdum allt frá tímum Hin­riks átt­unda. Opin­ber gögn frá árinu 1929 sýna að þá hafi verið gefið leyfi fyrir því að verja smárri upp­hæð í uppi­hald á ketti. Larry er hins vegar ekki á fjár­lög­um, heldur hafa starfs­menn for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins borið ábyrgð á uppi­haldi hans. Hann fær hins vegar sendar gjafir og mat upp á nán­ast hvern dag eftir að hann öðl­að­ist frægð. 

Löng saga músa­veið­ara

Þrír aðrir kettir munu hafa fengið opin­bera tit­il­inn yfir­maður músa­veiða í rík­is­stjórn­inni. Þeir hétu og heita Hump­hrey, Sybil og Freya. Hump­hrey var í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu frá 1989 til 1997 og starf­aði undir for­sæti Mar­grétar Thatcher, John Major og Tony Bla­ir. Sagan segir að Cherie Blair hafi ekki kunnað að meta ketti og því hafi Hump­hrey verið settur á eft­ir­laun aðeins hálfu ári eftir að Bla­ir-hjónin fluttu inn í Down­ing-­stræti 10. Þess var meira að segja kraf­ist að stjórn­völd sönn­uðu að hann hefði ekki verið svæfð­ur. Og þá var því einnig vísað á bug að Cherie væri illa við kett­i. 

Sybil var köttur Alistair Dar­l­ing og fjöl­skyldu hans, og var fluttur í Down­ing-­stræti 11 þegar Alistair Dar­l­ing var fjár­mála­ráð­herra. Þegar Sybil kom í Down­ing-­stræti árið 2006 hafði eng­inn köttur verið þar frá því að Bla­ir-hjónin los­uðu sig við Hump­hrey. Sybil festi hins vegar aldrei rætur í London og flutti aftur til Skotlands árið 2009. Freya kom til Down­ing-­strætis með næsta fjár­mála­ráð­herra, George Osborne, og fjöl­skyldu hans. Hún og Larry eld­uðu víst grátt silfur sam­an, enda að sinna sama starf­inu um tíma. Það voru sagðar fréttir af því árið 2012 að Larry hefði verið rek­inn sökum lélegrar frammi­stöðu, en svo var víst ekki. Freya flutti hins vegar burt árið 2014 og skildi Larry eft­ir. 

Not­aði síð­asta spurn­inga­tím­ann til að sanna ást á Larry 

Cameron mætti í síð­asta sinn í spurn­inga­tíma for­sæt­is­ráð­herra, sem for­sæt­is­ráð­herra, á mið­viku­dag­inn. Það var hans síð­asta verk áður en hann fór á fund drottn­ingar og sagði af sér. Í þessum síð­asta spurn­inga­tíma ákvað hann að tala um Larry. „Slúðrið er að ég elski ekki Larry. Það geri ég. Og ég hef mynd­ræna sönnun fyrir  því,“ sagði hann við þingið og veif­aði mynd af sér að klappa kett­in­um. Hann setti mynd­ina einnig á Twitt­er, eins og sjá má hér að ofan.

Hann sagði að því miður gæti hann ekki tekið Larry með sér. „Hann til­heyrir hús­inu, og starfs­fólkið elskar hann mjög mik­ið, rétt eins og ég.“ 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None