druslugangan_20047521322_o.jpg
Auglýsing

Á sama tíma og skipu­lagn­ing hinnar árlegu Druslu­göngu stendur sem hæst, lýsir lög­reglan í Vest­manna­eyjum því yfir að ekki verði upp­lýst um mögu­leg kyn­ferð­is­brot sem kærð verða á Þjóð­há­tíð fyrr en lög­regla telji það tíma­bært. Nítján nauðg­anir hafa verið til­kynntar á Þjóð­há­tíð frá árinu 2004. 

Páley Borg­þórs­dótt­ir, lög­reglu­stjóri í Vest­manna­eyj­um, hefur verið harð­lega gagn­rýnd fyrir ummæli sín í Frétta­blað­inu og Stöð 2 um nauðg­anir á Þjóð­há­tíð. Páley sagði svo við Frétta­stofu RÚV síð­degis í dag að hún hafni því alfarið að um þöggun sé að ræða.  

„Við höfum upp­lifað sjálf, á eigin skinni, að það hefur sett mál í upp­nám hjá okkur þegar fjöl­miðla­um­ræða hefur farið af stað of snemma,“ sagði Páley. Þá und­ir­strikar hún að fjöl­miðlar eigi að fá upp­lýs­ingar um kyn­ferð­is­brot, bara ekki jafn óðum. Það fari eftir eðli mála og rann­sókn­ar­hags­munum hvenær það verð­i. 

Auglýsing

Mik­il­vægi fyr­ir­byggj­andi aðgerða

Druslu­gangan verður gengin í sjötta sinn á laug­ar­dag­inn næst­kom­andi, 23. júlí, klukkan 14 frá Hall­gríms­kirkju. Sér­stök áhersla er lögð á mik­il­vægi fyr­ir­byggj­andi aðgerða, for­varna og fræðslu. Yfir­lýst mark­mið göng­unnar er að útrýma kyn­ferð­is­of­beldi, styðja við þolendur kyn­ferð­is­of­beldis og ítreka að klæðn­að­ur, hegðun eða fas þolenda er aldrei afsökun fyrir slíkum glæp­um. Í ár er kast­ljós­inu sér­stak­lega beint að mik­il­vægi fyr­ir­byggj­andi aðgerða, for­vörnum og fræðslu. 

Ein­kenn­is­orð göng­unar í ár eru „Ég er ekki ofbeldið sem ég varð fyr­ir” og „Þú ert sama mann­eskjan fyrir mér”. Með þessu er tekið á algengri til­finn­ingu þolenda um breytta sýn þeirra og ann­arra á sjálf sig eftir að hafa orðið fyrir ofbeldi og ítrekað að skömmin er ekki þolenda að bera.  

„Við erum ekki að sjá þessi brot, sem betur fer“  

Páley sagði að flestar nauðg­anir ger­ist á milli fólks sem þekk­ist og fari ekki fram í almanna­rými. Því stafi ekki almannaógn af þeim sem fremji brot­in. 

„Flest þess­ara brota eiga sér stað á milli tveggja ein­stak­linga í lok­uðum rýmum þangað sem fólk fer yfir­leitt sjálf­vilj­ugt. Það er bara stað­reynd­in. Við erum ekki að sjá þessi brot, sem betur fer og von­andi munum við ekki sjá það og reynum að fyr­ir­byggja með öfl­ugri gæslu og svona, þessi almanna­fær­is­brot. Og það er nátt­úr­lega það sem sífellt er verk­efni lög­reglu. Að reyna að tryggja lög­gæslu á almanna­færi og alls staðar svo fólk sé óhult þar sem það er á gangi á ýmsum vett­vangi. En það er erf­ið­ara við að eiga, og þess vegna eru þetta svona við­kvæm brot, þau ger­ast mjög oft á milli tengdra og nátengdra aðila inni í lok­uðu rým­i.“ 

Þá sagði Páley einnig að þar sem Ísland sé svo lítið land að „um leið og það er búið að til­kynna að það hafi orðið brot þá fer fólk að leggja saman tvo og tvo.“ 

Páley sagði við RÚV síð­degis í dag að ummælin hefðu verið tekin úr sam­heng­i. 

Ummælin harð­lega gagn­rýnd

Páley var gagn­rýnd harð­lega á sam­fé­lags­miðlum í gær og dag. For­maður lands­sam­bands lög­reglu­stjóra neit­aði að tjá sig um málið við RÚV í hádeg­inu, en Frétta­blaðið birti í morgun frétt þar sem fram kom að sjö af níu umdæmum lög­reglu ætli að upp­lýsa um fjölda mögu­legra kyn­ferð­is­brota eftir versl­un­ar­manna­helg­ina.  

Vef­síðan Knúz.is og Aðgerð­ar­hóp­ur­inn Aktí­vismi gegn nauðg­un­ar­menn­ingu sendu frá sér mót­mæla­bréf þar sem fram kom að  þolendur hafi lengi, og alveg sér­stak­lega und­an­farnar vikur og mán­uði, „gert hverjum þeim sem kýs að hlusta á raddir þeirra ræki­lega ljóst, að þögnin hefur aldrei verið þeim í hag, að þögnin er í raun enn frekara ofbeldi gegn þeim. Til­mæli um að upp­lýsa ekki um kyn­ferð­is­brot, jafn­vel þótt eftir verði spurt, virð­ast í raun til­raun til að breiða yfir þá stað­reynd að á Þjóð­há­tíð er kyn­ferð­is­of­beldi við­var­andi vanda­mál og að hátíð­ar­stjórn­endur hafa aldrei gert nóg, né virst hafa áhuga á að gera nóg, til að vernda gesti sína gegn ofbeld­is­mönn­um.“

Í þessu sam­hengi má vitna í skipu­leggj­endur Druslu­göng­unn­ar: 

„Það er það ein­læg trú okkar sem skipu­leggjum göng­una að með þess­ari bar­áttu getum við ekki ein­ungis hjálpað þeim sem orðið hafa fyrir ofbeldi heldur einnig komið í veg fyrir það. Á síð­ustu árum hefur orðið gríð­ar­leg vakn­ing í sam­fé­lag­inu um kyn­ferð­is­of­beldi og afleið­ingar þess. Þögnin hefur verið rofin af þús­undum ein­stak­linga sem hafa varpað ljósi á hversu gríð­ar­lega stórt sam­fé­lags­vanda­mál kyn­ferð­is­of­beldi er,“ segir í til­kynn­ingu frá skipu­leggj­endum Druslu­göng­unn­ar.  

Þrjár nauð­gana­lausar Þjóð­há­tíðir frá 2004

Það er svo sem gömul saga og ný að und­ar­leg umræða komi upp í kring um nauðg­anir á Þjóð­há­tíð. Páll Scheving, þáver­andi for­maður Þjóð­há­tíð­ar­nefnd­ar, sagði árið 2011 að starfs­fólk Stíga­móta ættu ekki að vera sýni­leg á Þjóð­há­tíð þar sem hann teldi að það „magn­aði upp þann vanda sem nauðg­anir eru á úti­há­tíð­inn­i.“  „Það er eins og sam­tökin nær­ist á því að vanda­málið sé til staðar og það reyni frekar að ýta undir það heldur en hitt. Vanda­málin eru alltaf miklu fleiri og stærri þegar Stíga­mót eru á staðn­um," sagði Páll. Aldrei hafa fleiri nauðg­anir verið til­kynntar og þetta sama ár, en þær voru fimm. Frá árinu 2004 hafa 19 nauðg­anir verið til­kynntar til lög­reglu. Þrjár Þjóð­há­tíðir hafa verið haldnar á tíma­bil­inu án þess að nauðgun sé til­kynnt. 

„Minnum fólk á að nauðga bara heima hjá sér“

Tölu­verð umræða skap­að­ist á net- og sam­fé­lags­miðlum í morgun þegar Mar­grét Erla Maack, einn þátta­stjórn­andi Morg­un­út­varps Rásar 2, sagði í loka­orðum sínum í þætt­inum í morg­un: „Minnum fólk á að nauðga bara heima hjá sér í Vest­manna­eyj­u­m,“ þegar þátta­stjórn­endur kynntu inn Þjóð­há­tíð­ar­lagið 2016. 

Mar­grét baðst síðar afsök­unar á ummælum sínum og sagði þau hafa verið óvið­eig­andi í beinni útsend­ingu í Rík­is­út­varp­inu. Frank Hall, dag­skrár­stjóri Rásar 2, sagði í kjöl­farið að mál­inu væri lok­ið. Í sam­tali við Mbl.is sagði Mar­grét Erla að um hafi verið að ræða kald­hæðn­is­lega athuga­semd um ljótan veru­leika og að henni sé nóg boðið hvað varðar hvernig tekið er á kyn­­ferð­is­­brot­um í Vest­­manna­eyj­­um. Hún við­ur­kenndi að kald­hæðni skili sér þó illa í útvarpi. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None