Persónuupplýsingar milljóna Dana í höndum Kínverja

Kommentakerfi
Auglýsing

Sum­arið 2015 varð uppi fótur og fit þegar banda­ríska rann­sókn­ar­lög­reglan (FBI) komst að því að kín­verskir tölvu­þrjótar höfðu kom­ist yfir per­sónu­upp­lýs­ingar fjög­urra millj­óna opin­berra starfs­manna í Banda­ríkj­un­um. Upp­lýs­ing­arnar vörð­uðu heilsu­far,fjár­hags­lega stöðu, hjú­skap­ar­mál og ýmis­legt fleira sem flokk­ast undir við­kvæmar per­sónu­legar upp­lýs­ing­ar. Rann­sókn­ar­lög­reglan leit þetta mjög alvar­legum augum og benti á að erlendir aðilar gætu notað slíkar upp­lýs­ingar í margs­konar til­gangi. Til að þvinga fram upp­lýs­ingar var sér­stak­lega nefnt í yfir­lýs­ingum rann­sókn­ar­lög­regl­unnar vegna máls­ins.  

Þótt þetta hafi þótt stór­mál vestra, ekki síst vegna þess að málið varð­aði fjórar millj­ónir Banda­ríkja­manna er hlið­stætt mál, og hlut­falls­lega marg­falt stærra, komið upp í Dan­mörku.  Fyrir nokkrum dögum greindu danskir fjöl­miðlar frá því að skrif­stofu kín­verskra ferða­mála­yf­ir­valda í Kaup­manna­höfn hefðu snemma á árinu 2015 verið send­ar, á geisla­diskum, per­sónu­upp­lýs­ingar rúm­lega fimm millj­óna Dana. Það eru rúm­lega níu­tíu pró­sent lands­manna. Skrif­stofan sem fékk umrædda geisla­diska ann­ast einkum vega­bréfa­á­rit­anir fólks sem ætlar að ferð­ast til Kína.

Eins og í lélegri lyga­sögu

Fréttin um geisla­disk­ana með per­són­upp­lýs­ing­unum vakti mikla athygli í Dan­mörku.  „Hvernig í ósköp­unum gat þetta ger­st?“ var spurt. Svarið er ekki flók­ið: geisla­disk­arnir (tveir) voru sendir í pósti, póst­mað­ur­inn hringdi dyra­bjöllu á kín­versku ferða­mála­skrif­stof­unni, starfs­maður þar tók á móti umslag­inu og kvitt­aði fyrir mót­tök­unni. Ekki hefur feng­ist hvort heim­il­is­fangið á umslag­inu var hjá kín­versku skrif­stof­unni eða dönsku hag­stof­unni sem er þar skammt frá og átti að fá diskana, en yfir­maður hjá póst­inum sagði aug­ljóst að mann­leg mis­tök ættu sök á því sem gerð­ist. Send­and­inn var Statens Serum Institut sem er rann­sókna­stofnun danska rík­is­ins sem ann­ast alls kyns lækn­is­fræði­legar rann­sóknir og fram­leiðslu bólu­efna. Starfs­menn Serum Institut hafa full­yrt að bæði nafn við­tak­anda og heim­il­is­fang hafi verið rétt en póst­mað­ur­inn ein­fald­lega lesið rangt á umslagið og kín­verski starfs­mað­ur­inn kvittað án þess að lesa utan­á­skrift­ina. 

Auglýsing

Opn­aði umslagið og skil­aði því svo á réttan stað

Um það sem svo gerð­ist er ein­ungis einn til frá­sagn­ar. Nefni­lega hinn kín­verski starfs­maður ferða­mál­skrif­stof­unn­ar. Að hans sögn opn­aði hann umslagið og sá þá á papp­írum sem fylgdu disk­unum tveimur að umslagið átti að fara til Hag­stof­unn­ar. Hann rölti þvínæst yfir í Hag­stof­una, sem er eins og áður sagði skammt frá, og afhenti umslagið þar. Lét jafn­framt svo ummælt að hann hefði ekki tekið disk­ana úr umslag­inu, ein­ungis lesið á papp­írana sem fylgdu og strax séð að þetta væri ekki ætlað kín­versku ferða­mála­skrif­stof­unni. Þessa yfir­lýs­ingu starfs­manns­ins hefur kín­verska ferða­mála­skrif­stofan síðar stað­fest skrif­lega.

Segir hann satt? 

Það er stóra spurn­ing­in. Ef starfs­mað­ur­inn segir satt og rétt frá, semsé að hann hafi ekki einu sinni tekið geisla­disk­ana með upp­lýs­ingum um rúm­lega fimm millj­ónir Dana uppúr umslag­inu er eng­inn skaði skeð­ur, að mati danska Tölvu­eft­ir­lits­ins (Data­til­sy­net). Ekki sé ástæða til ann­ars en trúa því að kín­verski starfs­mað­ur­inn segi satt. Danskir fjöl­miðlar setja stórt spurn­ing­ar­merki við þessa yfir­lýs­ingu. Tölvu­eft­ir­litið geti ekki með nokkru móti, þrátt fyrir yfir­lýs­ingar kín­verska starfs­manns­ins, full­yrt að disk­arnir hafi ekki ann­að­hvort verið skoð­aðir eða afrit­aðir áður en þeim var komið til Hag­stof­unn­ar. 

Dag­blaðið Politi­ken sem hefur fjallað ítar­lega um geisla­diska­málið segir engan vafa á að kín­versk stjórn­völd hafi mik­inn áhuga á hvers konar upp­lýs­ingum um danska rík­is­borg­ara, rétt eins og rík­is­borg­ara ann­arra landa. Gögnin á geisla­disk­unum yrðu því, að mati Politi­ken, hval­reki á fjörur stjórn­valda í Beijing. Kín­versk stjórn­völd hafi á und­an­förnum árum aflað mik­illa upp­lýs­inga um íbúa ann­arra landa og þótt eng­inn viti hvort eða hvernig slíkar upp­lýs­ingar gagn­ist sé það afar óþægi­leg til­hugsun að kín­versk stjórn­völd hafi slík gögn undir hönd­um.

Inni­hald diskanna var ekki dulkóðað

Upp­lýst hefur verið að inni­hald geisla­diskanna tveggja var ekki dulkóð­að. Danskir tölvu­sér­fræð­ingar full­yrða að þótt Kín­verjum yrði ekki skota­skuld úr að ráða fram úr dulkóð­uðum upp­lýs­ingum af þessu tagi sé það í meira lagi und­ar­legt að stofnun eins og Serum Institut skuli senda frá sér við­kvæmar upp­lýs­ingar sem hver sem er geti les­ið, ein­fald­lega með því að stinga geisla­disk­inum í heim­il­is­tölv­una. Slíkt sé ekki í lagi. Sér­fræð­ingar í tölvu­málum hafa reyndar lengi sagt að Danir séu afar kæru­lausir varð­andi tölvu­ör­ygg­is­mál, einsog margoft hafi komið í ljós á und­an­förnum árum.

Hen­rik Krams­høj, danskur sér­fræð­ingur í örygg­is­mál­um, tekur jafn­vel svo djúpt í árinni að Kín­verjar hafi nú þegar allar þær upp­lýs­ingar  um danska rík­is­borg­ara sem þeir telji sig nokkru sinni hafa þörf fyrir og þess vegna hafi inni­hald geisla­diskanna tveggja ekki verið neinn búhnykk­ur.

Þing­menn vilja breytt vinnu­lag

Þing­menn þriggja flokka á danska þing­inu, Fol­ket­in­get, krefj­ast þess að Sophie Løhde, ráð­herra heil­brigð­is­mála, láti málið til sína taka. Þeir segja það fyrir neðan allar hellur að við­kvæmar per­sónu­upp­lýs­ingar séu sendar með póst­in­um, þær eigi starfs­maður send­anda að afhenda við­tak­anda milli­liða­laust, sé þess nokkur kost­ur. Sama gildi auð­vitað um fjöl­mörg önnur gögn. Ráð­herr­ann sagð­ist í við­tali vera jafn undr­andi og allir aðrir á „geisla­diska­frétt­inni“ og aug­ljós­lega þyrfti að finna leiðir til að tryggja að svona klúður geti ekki end­ur­tekið sig.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiErlent
None