Umfang „Fyrstu fasteignar“ gæti orðið 13 milljarðar, ekki 50

Greining sem unnin var fyrir stjórnvöld sýnir að þátttaka í „Fyrstu Fasteign“ getur orðið mun minni en kynning þeirra á úrræðinu gaf til kynna. Greiningin sýndi einnig að heildarumfangið geti orðið mun minna og að skattaafsláttur 1/3 af því sem kynnt var.

Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson kynntu aðgerðirnar á mánudag.
Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson kynntu aðgerðirnar á mánudag.
Auglýsing

Fjöldi þeirra sem nýtir sér nýja leið rík­is­stjórn­ar­innar til að greiða sér­eign­ar­sparnað inn á fyrstu íbúð, sem kall­ast „Fyrsta Fast­eign“, gæti orðið allt niður í 4.300 manns. Umfang aðgerð­anna yrði þá ein­ungis 13 millj­arðar króna og veittur afsláttur af skatt­greiðslum um fimm millj­arðar króna. Þetta kemur fram í grein­ar­gerð með frum­varpi til laga um stuðn­ing til kaupa á fyrstu íbúð. 

Í kynn­ing­unni sem rík­is­stjórnin hélt á úrræð­inu í Hörpu á mánu­dag kom fram að hún vænti þess að 14 þús­und manns myndu taka þátt í úrræð­inu, að umfang aðgerð­anna yrði um 50 millj­arðar króna og að hið opin­bera myndi gefa eftir 15 millj­arða króna í fram­tíð­ar­skatt­tekjur vegna þeirra. 

Tekju­hærri miklu lík­legri til að eiga sér­eign­ar­sparnað

Fyr­ir­tækið Ana­lyt­ica gerði grein­ingu um vænta nýt­ingu sér­eign­ar­sparn­aðar fyrir stjórn­völd þegar vinna við frum­varpið stóð yfir. Hún byggi á gögnum úr skatt­fram­tölum fyrir tekju­árið 2015 og var úrtakið miðað við laun­þegar sem voru með launa­tekjur en áttu ekki fast­eign. Ana­lyt­ica fram­reikn­aði svo launa­tekj­urnar fram til árs­ins 2016 miðað við launa­breyt­ingar í stað­greiðslu­gögnum og flokk­aði loks eftir hjú­skap­ar­stöðu, aldri með­al­launum og með­al­fjár­hæð sparn­aðar í sér­eign og því hvort að við­kom­andi væri að greiða í sér­eign eða ekki.

Auglýsing

Úr kynningu stjórnvalda á „Fyrstu Fasteign“.Í grein­ar­gerð frum­varps­ins segir að með­al­tekjur þeirra sem spara í sér­eign er umtals­vert hærri en hjá þeim sem gera það ekki. Náms­menn voru dregnir út úr úrtak­inu þar sem þeir voru „al­mennt ekki taldir hafa sama fjár­hags­legt svig­rúm til sparn­að­ar.“

Því liggur fyr­ir, sam­kvæmt grein­ing­unni, að þeir sem geta frekar nýtt sér sér­eign­ar­leið­ina sem kynnt var fyrir fyrstu fast­eign­ar­kaup­endur eru þeir sem hafa hærri tekjur og eru þar með lík­legri til að taka þátt í sér­eign­ar­sparn­aði.

Upp­hafin mynd af úrræði kynnt í Hörpu

Í kynn­ing­unni á aðgerð­inni í Hörpu á mánu­dag var sagt að búist væri við að hún myndi skila 50 millj­örðum króna í beinar inn­greiðslur á íbúða­lán af sér­eign­ar­sparn­aði næsta ára­tug­inn. Áætlað tekju­tap hins opin­bera, rík­is­sjóðs og sveit­ar­fé­laga, var sagt vera 1,5 millj­arður króna á ári, eða 15 millj­arðar króna á næsta ára­tug á meðan að úrræðið á að gilda. Þá var einnig sagt að búist væri við að 14 þús­und manns myndu taka þátt í úrræð­inu á fyrstu árum þess og að um tvö þús­und nýir þátt­tak­endur gætu bæst við á ári.

Í grein­ar­gerð frum­varps til laga um stuðn­ing til kaupa á fyrstu íbúð kemur fram að grein­ing Ana­lyt­ica hafi ekki sýnt stöð­una svona klippta og skorna.

Þátt­taka gæti orðið mun minni

Þar segir að sé miðað við sviðs­myndir fyr­ir­tæk­is­ins, sem byggja á fjölda fólks sem nú er á ald­urs­bil­inu 20-49 ára og á ekki fast­eign (sá hópur er tal­inn lík­leg­astur til að nýta sér sér­eign­ar­sparn­að­ar­úr­ræð­ið), megi búast við því að úrræðið gæti náð til 4.300 til 15.200 laun­þega og að þeir geti sparað árlega í sér­eign 1,3 til 5,2 millj­arða króna. Það þýðir að inn­greiðslur á íbúða­lán af sér­eign­ar­sparn­aði næstu tíu árin verði á bil­inu 13 til 52 millj­arðar króna. Árlegt tekju­tap rík­is­sjóðs og sveit­ar­fé­laga yrði þá á bil­inu 500 millj­ónir króna til 2.000 millj­ónir króna, eða fimm til 20 millj­arðar króna á tíu ára tíma­bili.

Ljóst er að rík­is­stjórnin hefur því valið þær tölur sem sýndar voru í kynn­ing­unni á mánu­dag: 50 millj­arða króna nið­ur­greiðslur á lán­um, 14 þús­und manns sem myndu taka þátt og 15 millj­arða króna skatta­eft­ir­gjöf hins opin­bera, úr efri mörkum grein­ingar Ana­lyt­ica.

Ef neðstu mörk grein­ing­ar­innar yrðu að veru­leika myndu nefni­lega 4.300 manns nýta sér úrræð­ið, það myndi skila 13 millj­örðum króna inn­greiðslum á íbúða­lán af sér­eign­ar­sparn­aði næsta ára­tug­inn og skatta­eft­ir­gjöf hins opin­bera yrði fimm millj­arðar króna.

Leið­rétt­ingin verður ekki 150 millj­arðar

Þegar útfærsla Leið­rétt­ing­ar­innar var kynnt í Hörpu í mars 2014 var sagt að aðgerðin myndi leiða til þess að hús­næð­is­lán Íslend­inga myndu lækka um 150 millj­arða króna. Þar af áttu 80 millj­arðar króna að koma í beinar nið­ur­greiðslu úr rík­is­sjóði á höf­uð­stól hús­næð­is­lána þeirra sem voru með verð­tryggð hús­næð­is­lán á árunum 2008 og 2009 og höfðu ekki full­nýtt önnur skulda­úr­ræði. 70 millj­arðar króna áttu hins vegar að koma í formi þess að Íslend­ingar myndu nota sér­eign­ar­líf­eyr­is­sparnað sinn til að greiða niður hús­næð­is­lán. Þetta átti að ger­ast á þremur árum, frá miðju ári 2014 og fram á mitt næsta ár. Nú þegar ⅔ hluti þess tíma­bils er liðin hafa leið­rétt­inga­pen­ing­arnir úr rík­is­sjóði sann­ar­lega verið greiddir út. En nýt­ing á sér­eign­ar­sparn­aði til að greiða niður hús­næð­is­lán er langt frá því sem hún átti að vera.

Íslend­ingar hafa sam­tals greitt sér­­­eign­­ar­­sparnað upp á 23,3 millj­­arða króna inn á hús­næð­is­lán sín frá miðju ári 2014 og fram til júlí­mán­aðar 2016. Til við­bótar hafa 520 millj­ónir króna af sér­eign­ar­sparn­aði verið not­aðar sem útborgun vegna hús­næð­is­kaupa. Þeir sem not­færa sér  þá leið hafa reyndar til 30. júní 2019 til að nýta sér­eign­ar­sparnað sinn í fyrsta fast­eign en miðað við þátt­töku í leið­inni hingað til er ljóst að ekki er um mjög stóran hóp að ræða.

Ríkið og sveit­­ar­­fé­lög hafa veitt þeim hópi sem þetta hefur gert sam­tals 9,2 millj­arða króna í skatta­af­slátt. Sam­kvæmt grófu mati hefur sér­eign­ar­sparn­aði verið ráð­stafað inn á um 37 þús­und lán. Því er veru­lega ólík­legt er að áætlun stjórn­valda, um að 70 millj­arðar króna af sér­eign­ar­sparn­aði fari til nið­ur­greiðslu hús­næð­is­lána fyrir mitt næsta ár, gangi eft­ir. Sú tala stendur nú, þegar ⅔ hluti tíma­bils­ins er lið­inn, í sam­tals 23,8 millj­örðum króna.

Í ljósi þessa má ætla að nýt­ing yngra fólks á úrræð­inu sem kynnt var á mánu­dag geti orðið mun minni en gert var ráð fyrir í kynn­ingu stjórn­valda á því.

Athuga­semd frá Sig­urði Má Jóns­syni, upp­lýs­inga­full­trúa rík­is­stjórn­ar­inn­ar, birt klukkan 16:53:

„Í frétt Kjarn­ans í dag er því haldið fram að í kynn­ingu for­sæt­is­ráð­herra og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um sér­eign­ar­sparnað sl. mánu­dag hafi rík­is­stjórnin valið þær tölur um vænta þátt­töku í úrræð­inu sem eru í efri mörkum töl­fræði­grein­ing­ar. Þetta er rangt. Í kynn­ing­unni er not­ast við tölur úrgrunn­til­viki í töflu 1 í frum­varpi til laga um stuðn­ing til kaupa á fyrstu íbúð. Í grunn­til­viki er vænt nýt­ing þeirra laun­þega fyrir utan náms­menn sem ekki eiga fast­eign 13.830 manns. Þátt­töku­hlut­fallið í grunn­til­vik­inu er 40% af þeim sem spara nú þegar í sér­eign og 38% af þeim sem spara ekki í sér­eign eins og fram kemur í frum­varp­inu. Töl­fræði­grein­ingin er byggð á skatt­fram­tölum og núver­andi nýt­ingu sér­eign­ar­sparn­að­ar. Grunn­til­vikið er metið það lík­leg­asta en síðan eru reiknuð út frá­vik frá þessu grunn­til­vik­i. “

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None