Frjálslyndir flýja Sjálfstæðisflokkinn

Viðreisn spratt upp úr óánægju með slit á aðildarviðræðum við ESB. Flokkurinn lýsir sér sem frjálslyndum og alþjóðasinnuðum flokki breytinga, og þar með valkosti við íhaldsaman Sjálfstæðisflokk. Sögulegur klofningur hægrimanna er að eiga sér stað.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn varð til við sam­ein­ingu Íhalds­flokks­ins og Frjáls­lynda flokks­ins árið 1929. Nú, árið 2016,  mun form­lega drag­ast í sundur með frjáls­lyndum og íhalds­mönnum að nýju. Þ.e. hinir frjáls­lyndu flykkj­ast nú til liðs við nýja hægri­aflið Við­reisn en íhalds­menn­irnir sitja eftir í Sjálf­stæð­is­flokkn­um.

Mun­ur­inn á flokk­unum tveimur krist­all­ast vel í orðum sem for­víg­is­menn þeirra beggja, frænd­urnir Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, og Bene­dikt Jóhann­es­son, for­maður Við­reisn­ar, hafa látið falla að und­an­förnu. Bjarni sagði í við­tali í útvarps­þætt­inum Sprengisandi 8. maí síð­ast­lið­inn að helsta kosn­inga­mál Sjálf­stæð­is­flokks­ins í kom­andi kosn­ingum yrði að verja stöð­ug­leika á Íslandi með því að standa gegn kerf­is­breyt­ingum og nýrri stjórn­ar­skrá. Bene­dikt sagði í við­tali við Kjarn­ann 26. júlí að hann hefði tekið eftir þessum orðum Bjarna. „Okkar meg­in­­mál eru að koma í gegn rót­tækum kerf­is­breyt­ing­um,“ sagði Bene­dikt. Meg­in­á­herslur Við­reisnar yrðu mark­aðs­­leið í sjá­v­­­ar­út­­­vegi, nútíma­­leg land­­bún­­að­­ar­­stefna, að styrkja hag þeirra sem minnst fá út úr almanna­­trygg­inga­­kerf­inu og auð­vitað kosn­­ingar um fram­hald við­ræðna við Evr­­ópu­­sam­­band­ið. Síð­asta áherslu­at­riðið sem Bene­dikt nefndi er mik­il­vægt, enda má rekja stofnun Við­reisnar beint til þess.

Hófst allt með við­ræðu­slitum

21. febr­úar 2014 verður lík­lega einn örlaga­rík­asti dagur í sögu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Þá lagði Gunnar Bragi Sveins­son, þáver­andi utan­rík­is­ráð­herra í rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks, fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um að draga umsókn Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu til baka.

Fram­lagn­ing til­lög­unnar var keyrð áfram af Fram­sókn­ar­flokkn­um, sem hafði und­ir­búið hana vel. Þing­flokki Sjálf­stæð­is­flokks­ins var hins vegar ekki kynnt efni hennar fyrr en sama dag og hún var lögð fram. Samt stóð hann með til­lög­unni.

Benedikt Jóhannesson, nú formaður Viðreisnar, talaði á fjöldafundum sem haldnir voru á Austurvelli til að mótmæla ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að halda ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um áfrahald viðræðna við Evrópusambandið.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Í kjöl­far þess að til­lagan var lögð fram urðu fjölda­mót­mæli á Aust­ur­velli og hópur alþjóða­sinn­aðra sjálf­stæð­is­manna klauf sig opin­ber­lega frá flokknum sín­um.  Á meðal þeirra sem til­heyra þeim hópi má nefna fyrr­ver­andi flokks­for­mann­inn Þor­stein Páls­son, áður­nefndar Bene­dikt Jóhann­es­son, líf­eyr­is­sjóða­á­hrifa­mann­inn Helga Magn­ús­son, Þórð Magn­ús­son fjár­festi, fyrr­ver­andi borg­ar­full­trú­ann Jór­unni Frí­manns­dóttur og Vil­hjálm Egils­son rektor svo fáeinir séu nefnd­ir.  Þess utan gagn­rýndi fyrr­ver­andi vara­for­mað­ur­inn Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir stefnu flokks­ins harð­lega og sagði að hún vildi ekki að harð­lífið tæki yfir. „Við viljum ekki að svart­stakk­arnir í flokknum eigi flokk­inn meira en ég og þú,“ sagði Þor­gerður Katrín í þætti á RÚV skömmu eftir að til­lagan var sam­þykkt.

Ástæða þess að frjáls­lyndir alþjóða­sinnar voru svona reiðir var sú að þeir töldu flokks­for­yst­una hafa lofað því að aðild­ar­við­ræðum yrði ekki slitið nema að fram færi þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um það. Raunar er eng­inn vafi um að slík lof­orð voru gefin í aðdrag­anda þing­kosn­inga 2013, líkt og sjá má á mynd­band­inu hér að neð­an.



Hópur fjár­sterkra áhrifa­manna í íslensku við­skipta­lífi og víð­ar, sem hafði fylgt Sjálf­stæð­is­flokknum að málum allt sitt líf, hóf að hitt­ast reglu­lega til að ræða mögu­leik­ann á nýju fram­boði og annar hópur stofn­aði lok­aða grúppu á Face­book undir nafn­inu „Nýi Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn“.

Kjarn­inn greindi frá því í apríl 2014 að víð­tæk vinna við mótun nýs fram­boðs væri þá þegar haf­in. Hún var fjór­skipt. Í fyrsta lagi sner­ist hún um að móta stefnu þess og manna fram­boð­ið. Þar var lögð áhersla á að hinn nýi flokkur verði ekki eins­máls­flokkur utan um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu, þótt mjög skýr utan­rík­is­stefna sem taki mið af nánu sam­starfi við vest­rænar þjóðir yrði að verða fyr­ir­ferða­mik­il. Mik­ill vilji var til þess að gera það að einu af aðal­stefnu­málum flokks­ins að skera upp íslenska land­bún­að­ar­kerfið og lækka opin­bera nið­ur­greiðslu þess og vernd­ar­tolla umtals­vert. Þá var stefnt að því að vera með skýra stefnu í sjáv­ar­út­vegs­málum sem átti að snú­ast um að útgerð­ar­fyr­ir­tæki greiði meira fyrir afnot af auð­lind­inni en þau gera nú.  Það var líka stefnt að því að ná í fólk til að fara í fram­boð af báðum kynj­um, á mis­mun­andi aldri og úr mörgum stétt­um. Var þar sér­staklega horft til fólks úr heil­brigð­is- og mennta­stétt­um, frum­kvöðla og stjórn­enda úr atvinnu­líf­inu.

Í öðru lagi var lögð mikil áhersla á að skipu­lag fram­boðs­ins verði með besta móti. Tíma­setn­ing þess að ráð­ist yrði í það var talin skipta öllu máli til að hægt verði að nýta mögu­legan með­byr sem best.

Í þriðja lagi var unnið að því sem kallað var áróð­urs- og fræðslu­mál. Undir þann lið féll að koma boð­skap hins nýja fram­boðs á fram­færi, meðal ann­ars í fjöl­miðl­um.

Fjórði þátt­ur­inn, og einn sá mik­il­vægasti, sner­ist síðan um fjár­mál. Fram­boðið átti að vera gríð­ar­lega vel fjár­magnað frá byrj­un. Það átti ekki að vera vand­kvæðum bundið þar sem margir mjög fjár­sterkir aðilar höfðu þegar tengt sig við það. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans var lögð áhersla á að ein­stak­lingar myndu greiða fyrir til­vist fram­boðs­ins úr eigin vasa. Einn við­mæl­anda Kjarn­ans sagði að þar myndi ekki verða beðið „um hund­rað þús­und kalla, heldur millj­ón­ir“.

Við­reisn form­lega stofnuð

Fyrsti form­legi stefnu­mót­un­ar­fundur hins nýja stjórn­mála­afls var hald­inn 11. júní 2014. Um svipað leyti var til­kynnt að flokk­ur­inn myndi heita Við­reisn, eftir Við­reisn­ar­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks og Alþýðu­flokks sem sat við völd á Íslandi frá 1959 og fram til árs­ins 1971. Tæpu ári síð­ar, 17. mars 2015, var hald­inn fyrstu fundur stuðn­ings­manna flokks­ins. Flokk­ur­inn var loks form­lega stofn­aður á fundi í Hörpu 24. maí 2016 sem um 400 manns mættu á. Þar var Bene­dikt Jóhann­es­son kjör­inn for­maður hans. Á fund­inum var grunn­stefna flokks­ins sam­þykkt og greint frá því að flokk­ur­inn ætl­aði sér að bjóða fram lista í öllum kjör­dæmum í næstu þing­kosn­ing­um, sem þá hafði verið flýtt fram á haustið 2016 vegna Wintris-­máls­ins og afsagnar Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar sem for­sæt­is­ráð­herra í kjöl­far þess.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur ítrekað verið orðuð við framboð fyrir Viðreisn. Hún hefur ekki opinberað enn hvort hún hyggi á slíkt eður ei.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Í við­tölum við fjöl­miðla í kjöl­far fund­ar­ins lagði Bene­dikt ríka áherslu á að Við­reisn yrði frjáls­lyndur flokk­ur. Flokk­ur­inn myndi fyrst og fremst hugsa um neyt­endur og almenn­ing og standa gegn sér­hags­mun­um. Í til­kynn­ingu vegna stofn­unnar Við­reisnar sagði að grunn­stefna flokks­ins fælist í því „að byggja upp sam­fé­lag þar sem ein­stak­lingar vilji og geti nýtt hæfi­leika sína til fulls. Mik­il­vægt sé að tryggja stöð­ug­leika í efna­hags­málum og gæta þess að traust ríki í stjórn­málum og í garð stofn­ana rík­is­ins. Efla beri mál­efna­lega umræðu og góða stjórn­ar­hætti með áherslu á gegn­sæi og gott sið­ferð­i.“

Fylgið virð­ist koma frá Pírötum

Aug­ljóst er að orð­ræðan í kringum Við­reisn er valin af kost­gæfni hjá þeim sem að flokknum standa. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur burð­ast með ásak­anir um að vera flokkur sér­hags­muna og varð­stöðu um gild­andi sam­fé­lags­gerð, með réttu eða röngu. Við­reisn, og þeir sem standa að fram­boð­inu, vilja reyna að mála þá skýru mynd að flokk­ur­inn sé and­stæður póll við Sjálf­stæð­is­flokk­inn á hægri væng stjórn­mál­anna. Eins og Frjáls­lyndi flokk­ur­inn var gagn­vart Íhalds­flokknum áður en þeir sam­ein­uð­ust árið 1929.

Eftir að stofn­fundur Við­reisnar var hald­inn hefur flokk­ur­inn mælst ágæt­lega í könn­un­um. Sam­kvæmt kosn­inga­spá Kjarn­ans hefur fylgi flokks­ins farið úr um þremur pró­sentum fyrir stofn­fund­inn og hæst upp í 9,5 pró­sent í byrjun júlí. Nú mælist fylgi Við­reisnar 8,7 pró­sent, eða nákvæm­lega jafn mikið og fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, tveggja rót­gró­inna stjórn­mála­afla sem átt hafa aðild að rík­is­stjórnum á Íslandi að und­an­förnum árum.

Það vekur þó athygli að Við­reisn virð­ist ekki hafa verið að taka mikið fylgi af Sjálf­stæð­is­flokknum á und­an­förnum mán­uð­um. Þvert á móti hefur fylgi hans auk­ist lít­il­lega frá því að stofn­fundur Við­reisnar var hald­inn og mælist nú 25,4 pró­sent. Það er þó í sögu­lega sam­hengi mjög lítið fylgi fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Hann fékk 26,7 pró­sent atkvæða í síð­ustu kosn­ingum sem var næst versta útreið flokks­ins í slíkum í sögu hans. Ein­ungis í hrun­kosn­ing­unum 2009 hafði hann fengið færri atkvæði. Samt er fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins í hæstu hæðum miðað við kann­anir um þessar mundir í sam­an­burði við það hvernig það hefur verið á þessu kjör­tíma­bili. Þar hefur það á stundum farið undir 20 pró­sent. Bjarni Bene­dikts­son, sagð­ist á Hrafna­þingi á ÍNN í gær að fram­boð Við­reisnar trufli sig ekki neitt. 

Sá flokkur sem virð­ist tapa mestu eftir að Við­reisn sýndi á spilin eru Pírat­ar. Fylgi þeirra hefur verið á milli 30-40 pró­sent sam­kvæmt könn­unum nær óslitið frá byrjun síð­asta árs, en hefur dalað skarpt síð­ustu mán­uði. Nú segj­ast 25,6 pró­sent lands­manna að þeir styðji Pírata. Þessi staða bendir til þess að óánægju­fylgi alls staðar að úr hinu póli­tíska lit­rófi hafi safn­ast upp á bak við Pírata og að ný fram­boð sem skil­greina sig sem val­kosti ýmist hægra- eða vinstra megin við þá geti vel náð hluta þess fylgis til sín. Það virð­ist Við­reisn gera.

Það blasir þó við að Við­reisn vill meira og telur sig geta tekið fylgi af fleir­um. Þar er einkum horft til „gamla“ flokks­ins, Sjálf­stæð­is­flokks­ins, og Sam­fylk­ing­ar. Lík­legt verður að telj­ast að Sam­fylk­ingin sé í ein­hvers­konar botn­fylgi sem stend­ur, enda flokk­ur­inn í alvar­legri hættu á að ná ekki inn á þing í næstu kosn­ingum. Samt stendur til að bjóða fram allt sama fólkið og hefur verið í for­grunni flokks­ins í þeirri veg­ferð fylg­is­hruns sem hann hefur verið á und­an­farin ár. Það gleym­ist nefni­lega oft í umræð­unni að Sam­fylk­ingin var mjög stórt afl í íslenskum stjórn­málum framan af öld­inni. Nú virð­ast færri ætla að kjósa flokk­inn en eru skráðir í hann og fáir flokks­menn virð­ast vera að horfa inn á við í leit að skýr­ingu á stöð­unni.

Fram­boð Þor­steins reið­ar­slag

Við­reisn telur sig hins vegar hafa eftir ýmsu að slægj­ast hjá Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Margir þeirra sem hafa komið að stofnun Við­reisnar störf­uðu enda árum og ára­tugum saman innan þess flokks.

Mótun fram­boðs­lista Við­reisn­ar, sem nú er á loka­metr­un­um, ber merki þessa. Í þess­ari viku hefur verið til­kynnt um að Þor­steinn Víglunds­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins, ætli að leiða annað Reykja­vík­ur­kjör­dæmið fyrir flokk­inn. Það hefði þótt óhugs­andi að for­maður slíkra hags­muna­sam­taka í atvinnu­líf­inu færi í fram­boð fyrir annan flokk en Sjálf­stæð­is­flokk­inn und­an­farna ára­tugi. Fram­boð Þor­steins er því reið­ar­slag fyrir flokk­inn.

Bjarni Benediktsson hefur leitt Sjálfstæðisflokkinn í gegnum tvennar kosningar. Í þeim hefur flokkurinn fengist minnsta fylgi sitt frá upphafi. Nú blasir við honum klofningsframboð á hægri væng stjórnmálanna sem gæti tekið enn meira fylgi frá Sjálfstæðisflokknum.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Það er fram­boð Pawels Bar­toszekpistla­höf­undar og stærð­fræð­ings ekki síð­ur, en hann ætlar sér einnig sæti á lista flokks­ins í höf­uð­borg­inn­i. Pawel er hluti af Deiglu­hópnum svo­kall­aða, frjáls­lyndum armi sem starf­aði lengi innan ung­liða­hreyf­inga Sjálf­stæð­is­flokks­ins og sam­ein­ast í kringum vefritið Deigl­una.

Þá er ótalið mögu­legt fram­boð Þor­gerðar Katrínar Gunn­ars­dóttur fyrir Við­reisn. Fari hún fram fyrir flokk­inn mun hún leiða hann í Suð­vest­ur­kjör­dæmi og mæta þar fyrr­ver­andi sam­herja sínum og vini Bjarna Bene­dikts­syni. Það að fyrrum vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins fari fram sem odd­viti ann­ars stjórn­mála­flokks mun svíða mjög innan flokks­ins.

Jafnt kynja­hlut­fall á meðal odd­vita

Við­reisn ætlar sér að vera með jafnt kynja­hlut­fall í efstu sætum fram­boðs­lista sinna. Lík­legt verður að þykja að Bene­dikt Jóhann­es­son, for­maður flokks­ins, leiði í öðru Reykja­vík­ur­kjör­dæm­inu og að Þor­steinn Víglunds­son leiði í hinu. Ef kona leiðir í Suð­vest­ur­kjör­dæmi er ljóst að konur munu einnig leiða í tveimur af þremur lands­byggð­ar­kjör­dæm­un­um. Jóna Sól­veig Elín­ar­dótt­ir, aðjúnkt við stjórn­mála­fræði­deild Háskóla Íslands, þykir lík­leg­ust til að vera í efsta sæti á lista flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi. Í öðru sæti þar verður þá að öllum lík­indum Bjarni Hall­dór Jan­us­son, for­maður ung­liða­hreyf­ingar Við­reisn­ar. Meiri óvissa er um hverjir muni skipa efstu sætin á lista flokks­ins í Norð­vest­ur- og Norð­aust­ur­kjör­dæm­unum en Gylfi Ólafs­son heilsu­hag­fræð­ingur hefur sagt að hann sæk­ist eftir einu af efstu sæt­unum hjá flokknum í Norð­vest­ur.

End­an­legir fram­boðs­listar Við­reisnar verða kynntir á allra næstu dög­um, og allir eiga þeir að liggja fyrir áður en ágúst er úti. Þá mun fyrst koma í ljós hversu alvar­lega Við­reisn nær að höggva í til­vist Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar