Íslensku krónunni aldrei fleytt að fullu aftur

Bjarni Benediktsson segir að krónan fari líklega aldrei aftur á frjálst flot. Því verða höft aldrei afnumin að fullu. Tæki til að hindra vaxtamunaviðskipti hefur verið tekið í notkun, og virðist svínvirka.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir að íslensku krón­unni verði lík­lega aldrei fleytt aftur að fullu. Ein af helstu lær­dómum banka­hruns­ins hafi verið að tryggja að fjár­festar geti ekki hagn­ast á vaxta­muna­við­skiptum með krón­una. Bjarni segir að það inn­flæði sem nú streymir til lands­ins sé áskor­un. Þetta kemur fram í við­tali við hann á Bloomberg.

Bjarni segir einnig að þegar hann tali um stöð­ug­leika eigi hann við að feta rólegan veg að því að losa um fjár­magns­höft á sama tíma og vextir geti verið lágir, verð­bólga lít­il, atvinnu­þátt­taka mikil og Ísland sé sam­keppn­is­hæft. „Við munum ekki vera með fjár­magns­höft líkt og þau sem hafa verið hér frá árinu 2008.[...]En ég held að við verðum heldur ekki með sömu algjör­lega frjálsu fljót­andi krón­una. Það væri ekki skyn­sam­leg­t.“

Fjár­magns­höft verða því ekki afnum­in, þótt að ein­stak­lingar og flest fyr­ir­tæki muni ekki finna jafn mikið fyrir þeim og áður. Í raun munu flestir ekk­ert finna fyrir þeim að viti í sínu dag­lega amstri. En í stað hafta verða sætt tæki sem Seðla­banki Íslands getur beitt til að koma í veg fyrir að áhætta skap­ist í kerf­inu. Slíkt tæki var kynnt til leiks í sumar og bindur vissar teg­undir nýs fjár­magnsinn­streymis með sér­stakri bindi­skyldu.

Auglýsing

Búið að stöðva inn­streymi

Mark­mið tæk­is­ins er ein­falt: að koma í veg fyrir að útlenskir spá­kaup­menn gætu hagn­ast gríð­ar­lega á miklum vaxta­mun Íslands og ann­arra landa með til­heyr­andi áhættu sem getur fylgt slíku inn­flæði fjár­magns í örefna­hags­kerfi eins og okk­ar.

Í stuttu máli þá svín­virk­aði tæk­ið.

Í Pen­inga­málum Seðla­bank­ans, sem komu út í gær, segir að í kjöl­far þess að Seðla­bank­inn tók tækið í notkun hafi „er­lent inn­streymi fjár­magns á inn­lendan skulda­bréfa­markað nán­ast stöðvast.“

Vaxta­muna­við­skipti stór­sköð­uðu Ísland

Það skal eng­inn velkj­ast í vafa um hversu alvar­leg áhætta er fólgin í vaxta­muna­við­skiptum fyrir íslenskt efna­hags­kerfi. Í ein­­földu máli snú­­ast þau um að er­­lendir fjár­­­festar tóku lán í myntum þar sem vextir voru lágir og keyptu síð­­an ­ís­­lensk skulda­bréf, vegna þess að vextir á þeim eru háir í öllum alþjóð­­leg­um ­sam­an­­burði. Því gátu fjár­­­fest­­arnir hagn­­ast vel umfram þann kostnað sem þeir báru af lán­­töku sinn­­ar. Og ef þeir voru að gera við­­skipti með eigin fé þá gát­u þeir auð­vitað hagn­­ast enn meira.

Þessi vaxta­muna­við­­skipti áttu stóran þátt í að blása upp þá ­bólu sem sprakk á Íslandi haustið 2008. Það erlenda fé sem leit­aði í íslenska skulda­bréfa­­flokka var end­­ur­lánað til við­­skipta­vina íslensku bank­anna og við það ­stækk­­aði umfang þeirra gríð­­ar­­lega. Við hrun, þegar setja þurfti fjár­­­magns­höft á til að hindra útflæði gjald­eyr­is, voru vaxta­muna­fjár­­­fest­ingar vel á sjö­unda hund­rað millj­­arða króna.

Allt var komið á fullt

Vextir Seðla­­banka Íslands lækk­­uðu skarpt fyrstu árin eft­ir hrun. Und­an­farin mis­s­eri hafa þeir hins vegar hækk­­að, enda vaxta­hækk­­­anir hel­sta ­stýri­tæki bank­ans til að halda aftur að verð­­bólgu. Stýri­vextir á Íslandi vor til að mynda 5,75 pró­­sent frá nóv­em­ber í fyrra og þangað til í gær, þegar þeir voru lækk­aðir niður í 5,25 pró­sent, á sama tíma og þeir eru mjög nálægt núll­inu í mörgum öðrum lönd­­um. Þessar vaxta­hækk­­­anir hafa gert Ísland eft­ir­­sókn­­ar­verð­­ara sem fjár­­­fest­inga­­kost. Vænt­ingar um að losun hafta væri fram undan gerðu einnig mikið til að auka áhuga erlendra fjár­­­festa á því að ávaxta fé sitt á Íslandi. Losun hafta myndi enda þýða að þeir væru frjáls­ir til að flytja fé sitt aftur heim þegar skulda­bréfa­­flokk­­arnir sem þeir fjár­­­fest­u í væru á gjald­daga.

Yfir 50 millj­­arðar í rík­­is­skulda­bréf

Í fyrra­­sumar voru síðan sagðar fréttir af því að vaxta­muna­við­­skipt­i væru klár­­lega hafin að nýju. Og sam­­kvæmt svar­i sem Þor­­steinn Sæmunds­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, fékk frá­ Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra á Alþingi í febr­úar um inn­flæði gjald­eyris á árinu 2015 þá voru þau umtals­verð. Alls vor­u keypt rík­­is­skulda­bréf fyrir um 54 millj­­arða króna af erlendum aðilum í fyrra. ­Mest var keypt í skulda­bréfa­­flokki sem er á gjald­daga 2025, eða fyrir um 21 millj­­arða króna. Næst mest var keypt í flokki sem er á gjald­daga 2031, eða ­fyrir um 15,1 millj­­arð króna. Nán­­ast allar fjár­­­fest­ingar erlendra aðila í rík­­is­skulda­bréfum voru gerðar af lög­­að­il­um, ekki ein­stak­l­ing­­um.

Erlendir aðilar virð­­ast líka vera búnir að fá áhuga á ís­­lenskum hluta­bréf­­um. Þeir keyptu slík fyrir um 5,8 millj­­arða króna á síð­­asta ári. Mestur áhugi var á bréfum í Icelandair (1.031 milljón króna) og Mar­el (1.022 milljón króna). Auk þess keyptu erlendir fjár­­­festar í HB Granda, Hög­um, Eim­­skip og Reitum fyrir 820-848 millj­­ónir króna á árinu 2015.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None