Ræturnar vökvaðar

Áhrifamikil uppbygging á Seattle-svæðinu er ekki síst að þakka frumkvöðlum sem ákváðu að byggja fyrirtæki sín upp á svæðinu.

Skyline
Auglýsing

Við fjöl­skyldan fluttum nýverið á vest­ur­strönd Banda­ríkj­anna. Við erum búsett í Kirkland, í útjaðri Seattle í Was­hington ­ríki. Það sveit­ar­fé­lag er oft efst á lista yfir ein­stök sveit­ar­fé­lög í Banda­ríkj­un­um, þegar kemur að því hvar best sé að búa (Fínt að vita af þessum list­um, þó erfitt sé að toppa Laug­ar­nes­ið. Það bíður eftir okkur síð­ar). Því til­heyra nú ríf­lega 87 þús­und í­bú­ar, eftir sam­ein­ingu við nágranna í fyrra. Áður en til hennar kom voru íbú­ar 49 þús­und, sem telst nú afar lít­ill fjöl­býl­is­staður á alþjóð­lega mæli­kvarða.

Staley öskr­að­i Grun­ge-­bylgj­una

Fræg­asti mað­ur­inn sem komið hefur frá Kirkland er Lay­ne Staley heit­inn, söngv­ari Alice in Chains. Ég hef öskrað með hon­um, eins og ef­laust margir aðrir (Them Bones, I Stay Away...). Ekki síst Ágúst Örn vin­ur m­inn, sem greip Alice in Chains helj­ar­g­reipum þegar Staley keyrð­i Grun­ge-­bylgj­una út frá Kirkland og yfir heim­inn allan, með félögum sínum í N­ir­vana, Pearl Jam, Sound­gar­den og fleiri sveit­um. Allar hljóm­sveit­irnar eiga rætur hér á sama svæð­in­u. Því er fagnað um þessar mundir að 25 ár eru frá því Grun­ge-­bylgjan braust fram ­með öskrum, rifnum galla­buxum og síðu hári. Og skall á mér eins og mörgum öðrum á yfir tíu ára tíma­bili milli 1990 og 2000.

Auglýsing


Hljóm­sveitin Temple of The Dog, for­veri Pearl Jam, þar sem Eddie Vedder og Chris Corn­ell syngja báð­ir,  heldur afmæl­is­tón­leika 20. og 21. nóv­em­ber, í Para­mount Theatre í Seatt­le, 2.800 manna stað þar sem Grun­ge-ið fór að heyrast einna fyrst.

Við hjónin höfum túlkað þetta sem inn­flutn­ings­partý okk­ur til heið­urs. Miða­verðið er reyndar þannig, að það má deila um hvort okkur sé boð­ið. Löngu upp­selt, en eft­ir­mark­að­ur­inn er að sýna miða á 489 Banda­ríkja­dali, um 65 þús­und krón­ur, ódýrast, en það fer hækk­andi. (Minna en dýr­ustu takka­skórnir frá Nike. Eða eitt­hvað.) Við finnum okkur kannski ein­hverjar afsak­anir fyrir því að fara í afmæl­is­veisl­una, hver veit.

Tækni og Asíu­á­hrif

Í fyrra­vetur vorum við í New York, eins og ég miðl­aði til­ les­enda Kjarn­ans í gegnum pist­la, á vef Kjarn­ans og einnig í morg­un­út­varp­inu á RÚV.

New York er gjör­ó­lík Seatt­les­væð­inu, svo ekki sé meira sag­t, ­nema hugs­an­lega þegar kemur að fólki og mannauði. Hér eins og þar, er afar áhrifa­mik­ill og magn­aður mann­lífs­suðu­pott­ur. Hin land­fræði- og menn­ing­ar­lega teng­ing aust­ur­strand­ar­innar við Evr­ópu, sem allir íbúar þar finna fyrir óbeint og beint, er ekki sýni­leg hér.



Vest­ur­ströndin er undir meiri áhrifum frá Asíu. Ekki aðeins vegna þess að sú strönd er nær Asíu (!) heldur hefur fólk frá Asíu, ekki síst Ind­landi og Kína, sett mik­inn svip á Seatt­le-­svæðið allt á und­an­förnum ára­tug­um. Það hefur verið einn af lyk­il­þáttum þess að byggst hef­ur ­upp eitt sterkasta og magn­að­asta hag­kerfi í ver­öld­inni, hvorki meira né minna.

Eitt af því sem leigusal­inn sagði okk­ur, þegar við vorum að ­ganga frá samn­ingum um ný heim­kenni, var að flestir nágrannar okkar væru ­starfs­menn Amazon og Microsoft, og margir þeirra frá Ind­landi. Það segir fólki kannski ein­hverja sögu.

Heima­hag­ar á­hrifa­manna

En af hverju að segja hag­kerfið á Seatt­le-­svæð­inu eitt það ­sterkasta í ver­öld­inni?

Sagan á bak við það er bæði löng og stutt, en þá má segja að hún teng­ist í seinni tíð ákvörð­unum þriggja frum­kvöðla. Bill Gates og Paul Allen, stofn­endur Microsoft árið 1975, og Jeff Bezos, stofn­anda Amazon. Þeir eru all­ir ­bú­settir svæð­inu, og tengj­ast því svo rót­föstum böndum að þeir hafa ákveðið að stýra sínum fjár­fest­ingum og fyr­ir­tækjum frá svæð­inu. Gates og Allen eru upp­aldir á svæð­inu og fluttu starf­semi Microsoft fljót­lega í heima­hag­ana eftir að það var ­stofnað í Nýju-­Mexíkó, en Bezos valdi svæðið sem góðan stað til að stofna Amazon. 

Það er ekk­ert annað að baki ákvörð­un­inni um að hafa höf­uð­stöðvar Microsoft og Amazon hér á svæð­inu, en þessa ramma taug þeirra við ­svæð­ið. Rök­rétt væri að hafa þau í Síli­kondaln­um, myndi ein­hver segja, en ef­laust má deila um það. Sér­stak­lega í ljósi þess hvernig úr hlut­unum hefur spil­ast. Án svæð­is­ins hefði sagan vafa­lítið orðið önn­ur.

Eftir því sem tím­inn hefur liðið hafa fyr­ir­tækin sjálf svo bein­línis orðið föst við svæðið og haft mikil áhrif til mót­unar vegna þess hve stór þau eru. Hjá Microsoft starfa 44 þús­und á Seattle svæð­inu, flestir í risa­vöxnum höf­uð­stöðv­um ­fyr­ir­tæk­is­ins í Red­mond, sem til­heyrir Seattle svæð­inu (Metropolit­an-­Seatt­le ­ar­ea). Þar búa aðeins 3,7 millj­ónir manna, sem telst lítið fyrir jafn þrótt­mikið hag­kerfi.



Amazon á land­inu hans Al­len

Amazon er með 30 þús­und starfs­menn í fullu starfi í sín­um höf­uð­stöðvum í Seatt­le, og er fyr­ir­tækið stærsti vinnu­veit­and­inn inn í borg­inn­i ­sjálfri. Þús­undir vinna einnig í hluta­störf­um. Land­eig­and­inn á svæð­inu þar sem hinar nýju risa­vöxnu höf­uð­stöðv­ar eru, er Paul nokkur Allen. Hann hefur óbeint tengt sig við ævin­týra­legan vöxt ­fyr­ir­tæk­is­ins í gegnum upp­bygg­ingu nýrra höf­uð­stöðva.

Stofn­andi Amazon, hinn 52 ára gamli Jeff Bezos, valdi svæð­ið til að stofna fyri­tæk­ið, af því að þar var að finna mikið af tækni­mennt­uðu fólki og þá var einnig rót­gróin hefð fyrir kaffi­húsum og bóka­búð­um. Þarna var sum sé skap­andi umhverfi og gott fólk (sú blanda klikkar sjaldnast). Hér var Star­bucks stofnað og er ­fyr­ir­tækið enn með höf­uð­stöðvar sínar í Seattle og kaffi­hús á hverju horni.

Upp­haf­lega var Amazon hugsað sem bóka­búð á net­inu, en flest þekkjum við fram­hald­ið. Það sem fæst ekki á Amazon er lík­lega ekki til. Bezos keypti The Was­hington Post árið 2013, er eig­andi Blue Orig­in ­geimsku­tlu­fyr­ir­tæk­is­ins, og teng­ist fjöl­mörgum nýsköp­un­ar­fjár­fest­ingum í gegn­um Bezos Expeditions. Eignir hans eru nú metnar á 67,3 millj­arða Banda­ríkja­dala og er hann í hópi áhrifa­mestu frum­kvöðla heims­ins, og jafn­framt ríkusta manna heims.

Ein­ungis í fyrra réð Amazon 3.500 nýja starfs­menn inn í höf­uð­stöðv­arn­ar, mest í tækni- og stefnu­mót­un­ar­störf. Sumir segja að Amazon eigi eftir að verða stærsta fyr­ir­tæki ver­ald­ar, þar sem heims­yf­ir­ráð á svið­i smá­sölu og net­verslun verða ekki svo langt und­an. Það kemur í ljós hvort þetta ­gengur eft­ir.

Allen og söfnin

Þó Allen hafi fljótt slitið sam­starf­inu við Bill Gates, eftir að Microsoft var stofn­að, þá  er hann vell­auð­ugur og virkur fjár­fest­ir, einkum á sviði tækni, rann­sókna og fast­eigna­starf­semi. Heild­ar­eignir hans eru metnar á 18 millj­arða ­Banda­ríkja­dala, sam­kvæmt For­bes, eða sem nemur um 2.200 millj­örðum króna.

Íslend­ingar muna kannski eftir nafn­inu frá því snekkja hans, Oct­upus, birtis út fyrir Reykja­vík. Hún er 126 metra löng, og þrett­ánda stærsta ­snekkja heims, og búin öllum helstu þæg­indum og meira til. Þar sem þyk­ir ­sér­stakt við hana, fyrir utan glæsi­legt útlit, er full­kom­inn köf­un­ar­bún­aður til­ að stunda rann­sóknir í haf­inu og á hafs­botni.

Allen er þekktur á Seatt­le-­svæð­inu fyrir að vera gjaf­mild­ur, en hann hefur komið að mörgum góð­gerð­ar­verk­efnum í gegnum tíð­ina. Einna þekkt­ust eru styrkir hans til fjöl­margra bóka­safna á svæð­inu. Þá gaf hann Seatt­le ­borg hið stór­kost­lega tón­list­ar­safn, The Experience, sem tekið var í notk­un árið 2000. Nafnið er tengt einum þekktasta tón­list­ar­manni sem komið hefur frá­ ­Seatt­le, snill­ingnum Jimi Hendrix, sem lést 27 ára gam­all árið 1970. Á stutt­u­m ­ferli sínum mark­aði hann djúp og var­an­leg spor í tón­list­ar­sög­una með ein­stök­um gít­ar­hæfi­leikum sín­um.



Fullir vasar fjár

Áhrifin af þeirri ákvörð­un, að byggja Microsoft upp hér­, eru gríð­ar­lega mikil og rætt um Microsoft-á­hrifin (Microsoft Effect) í því ­sam­hengi. Umfangs­mikil sér­fræði­þjón­usta á svæð­inu, á ýmsum sviðum – lög­fræð­i, end­ur­skoð­un, fjár­mála­þjón­ustu, stefnu­mót­un, ferða­þjón­ustu (skíði, hjól­reið­ar, flugu­veiði, klif­ur, göng­ur) og rann­sókna af ýmsu tagi – má bein­tengja við þá stað­reynd að fyr­ir­tækið er hér.

Fjár­magnið á svæð­inu er mik­ið, og fjöl­margir starf­andi fjár­fest­ar, litlir og stóri, sem hér búa. Fjár­fest­inga­banka­armur Bank of Amer­ica, Merril Lynch, er með um 25 millj­arða Banda­ríkja­dala í stýr­ingu á Seatt­le-­svæð­inu, í gegnum þrjár skrif­stofur sín­ar. Það er upp­hæð sem nemur um það bil öllu ­ís­lenska líf­eyr­is­sjóða­kerf­inu, en fyr­ir­tækið ein­blínir nær ein­göngu á auð­uga ein­stak­linga. Bara svo lítið dæmi sé nefnt, um mikið fjár­magn ­sem flæðir um hag­kerfi svæð­is­ins og merki sjást um í rekstri fyr­ir­tækja.

Fjár­hags­legur styrkur Microsoft er með ólík­ind­um, en um mitt þetta ár átti félagið rúm­lega 105 millj­arða Banda­ríkja­dala í lausu fé frá­ ­rekstri. Upp­hæð sem nemur um fimm­tíu­faldri árlegri lands­fram­leiðslu á Íslandi, um tólf þús­und millj­örð­um. Aðeins App­le, með sína rúm­lega 200 millj­arða Banda­ríkja­dala sjóði, á meira þegar horft er á þennan mæli­kvarða á meðal bandrískra fyr­ir­tækja.

Nýverið var til­kynnt um 26,2 millj­arða kaup fyr­ir­tæk­is­ins á L­in­ked-in, sem bíða sam­þykkis eft­ir­lits­að­ila, og fyrir tveimur árum keypti það Minecraft frá sænskum stof­nefndum á 2,5 millj­arð Banda­ríkja, eða rétt um 300 millj­arða króna. Það þykja í dag ein­stak­lega vel heppnuð kaup, þar sem Microsoft hef­ur um­breytt Minecraft hug­mynd­inni í tölvu­leikja­sam­fé­lag með ótal vöru­lín­um. Kaup­in hafa fyrir löngu borgað sig og heldur Minecraft-ver­öldin áfram að stækka, ekki síst í X-box heimi fyr­ir­tæk­is­ins.

Starf­semin byggir þó á gömlum merg víð­tækrar þjón­ustu við ein­stak­linga og fyr­ir­tæki. Hún mallar áfram, og vext og dafnar frá ári til árs.

Gates hjónin og há­leit mark­mið

Bill Gates er ekki lengur stjórn­ar­for­mað­ur, eða sá sem heldur þráðunum í höndum sér hjá Microsoft. En hann er í hugum margra mað­ur­inn á bak við risann Microsoft og bylt­ingu heim­il­is­tölv­unn­ar. Hann er rík­asti ein­stak­lingur heims, ­með eignir upp á ríf­lega 90 millj­arða Banda­ríkja­dala, sam­kvæmt lista For­bes. Hann hefur heitið því að ­gefa auð sinn í þró­un­ar- og rann­sókn­ar­verk­efni til að vinna gegn fátækt­, ­sjúk­dómum og félags­legum erf­ið­leik­um, einkum í Afr­íku.

Kjarn­inn í þess­ari vinnu hans og eig­in­konu hans, Melind­u Gates, er í gegnum Bill and Melinda Gates Founda­tion. Höf­uð­stoðvar þeirra ­stofn­unar og rann­sókn­ar­set­urs eru í Seatt­le, nema hvað. Starf­semin þar vex hratt og hefur Bill Gates meðal ann­ars ákveðið að auka stór­kost­lega við ­star­femi sem styður við nýsköp­un­ar­starf á sviði orku­mála. Um þetta til­kynnt­i hann á Par­ís­ar­fund­inum í des­em­ber í fyrra, þar sem sam­komu­lag náð­ist um að ­draga úr mengun með það að leið­ar­ljósi að vinna gegn hlýnun jarð­ar, sem ríki hafa verið að stað­festa end­an­lega á alls­herj­ar­þingi Sam­ein­uðu þjóð­anna, þar á meðal Ísland, þessa dag­ana. Gates hef­ur ein­sett sér að búa til breið­fylk­ingu frum­kvöðla og fjár­festa, sem ein­beita sér­ að því að auka nýt­ingu vist­vænna orku­gjafa og draga um leið úr notkun á tækn­i ­sem reiðir sig á kol og olíu.

Gates er almennt álit­inn með allra áhrifa­mestu mönnum sam­tím­ans.



Her­inn, Boeing og há­skól­arnir

Hátæknin í Seatt­le-hag­kerf­inu á sér lengri sögu en inter­netið og tölv­urnar ná til. Stærsti vinnu­veit­and­inn á svæð­inu er flug­ris­inn ­Boeing. Hjá honum vinna 78 þús­und starfs­menn, hvorki meira né minna. Í gegn­um súrt og sætt, og þekktar sveiflur í flug­iðn­aði, hefur fyr­ir­tækið byggt upp­ ­starf­semi sína á svæð­inu. Til að setja fjöld­ann í sam­hengi við íslenskan veru­leika, þá er heild­ar­fjöldi fólks á vinnu­mark­aði á Íslandi um 190 þús­und. Fyr­ir­tæk­ið varð hund­rað ára í júlí síð­ast­liðn­um, og allan tím­ann hefur hjartað í starf­sem­inni verið í Was­hington ríki.

Einn stærsti við­skipta­vinur Boeing í gegnum tíð­ina, ­Banda­ríkja­her, er næst stærsti vinnu­veit­and­inn á svæð­inu. Um 56 þús­und eru að ­störfum í einni stærstu her­stöð hers­ins í Banda­ríkj­un­um, í um klukku­tíma akst­urs­fjar­lægð frá Seattle. Þar er Lewis-McG­hord her­stöðin stað­sett. Þjón­usta við hana er bæð­i um­fangs­mik­il, og mik­il­væg fyrir Seatt­le-­svæð­ið.

Her­inn hefur meðal ann­ars rekið þar stóra ­rann­sókn­ar­skrif­stofu þar sem fjar­skipta- og flug­bún­aður hefur verið þró­að­ur. Þá kemur sér vel að vera með risa­vaxið sam­fé­lag tækni­mennt­aðs fólks og stærsta flug­tækni­fyr­ir­tæki heims í grennd.

Annað sem lík­lega hjálpar til, er öfl­ugt háskóla­sam­fé­lag. Þar sem Uni­versity of Was­hington er stærstur með 25 þús­und starfs­menn og ­nem­ene­d­ur. Hann hefur lengi verið í hópi bestu háskóla Banda­ríkj­anna, einkum á sviði raun­vís­inda og tækni­mennt­unar af ýmsu tagi. Verk­fræði­deildin er ann­áluð fyrir mikil gæði.

Íslands­teng­ingin í hrun­inu

Í febr­úar árið 2009, þegar alþjóða­mark­aðir voru í for­dæma­lausri lág­deyðu, þá ákvað SAS að leggja niður flug sitt til Seatt­le-­svæð­is­ins og binda enda á 42 ára teng­ingu félags­ins við svæð­ið. Þá stökk Icelandair til­, mitt í fjár­hags­erf­ið­leikum og end­ur­skipu­lagn­ingu eftir hrunið á Íslandi, og hóf að fljúga til borg­ar­ar­innar skömmu síð­ar. Í umfjöllun hins ágæta ferða­vefs, turist­i.is, segir að þetta hafi verið djörf ákvörðun sem hafi heppn­ast vel. Margar ferðir í viku eru nú farnar og hefur sæta­nýt­ingin verið góð frá byrj­un.

Mín til­finn­ing er þó sú, að hér sé hægt að gera enn bet­ur þegar kemur að mark­aðs­setn­ingu fyrir Ísland. Mikið af fólki með góðan kaup­mátt býr á svæð­inu og vöxt­ur­inn í kort­unum hlýtur að virka heill­andi fyrir til dæm­is­ ­fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu og tækni­geir­an­um, en einnig í öðrum geir­um.

Íslensk fyr­ir­tæki hafa lengi verið með teng­ingu eða starf­semi hér, meðal ann­ar­s Marel og Hamp­iðj­an, og einnig má nefna Greenqloud sem á dög­unum fékk nýja fjár­mögnun upp á um 500 millj­ónir frá fjár­fest­inum Kelly Ireland.



Sjáv­ar­út­veg­ur­inn ætti að geta unnið sig vel inn í Seatt­le-hag­kerf­ið, og þaðan í ýmsar átt­ir, hefði maður hald­ið. Það er meira en þegar hefur gerst. Banda­ríkja­menn eru víð­ast hvar óra­fjarri íslenskum ­fyr­ir­tækjum þegar kemur að þekk­ingu á sjáv­ar­út­vegi og hlið­ar­greinum hans, eins ó­trú­lega og það hljóm­ar. Í Seattle er stór og mikil höfn og umfang ýmiss­ar hafn­ar­sæk­innar starf­semi vex stöðugt. Kannski eru enn fleiri tæki­færi í því að byggja hér­ ­upp til fram­tíð­ar, fyrir íslenskan sjáv­ar­út­veg? Manni sýn­ist ágæt­is­byrj­un­ar­punktur vera sá, að kenna Banda­ríkja­mönnum að borða sjáv­ar­fang, annað en sus­hi. Þeir virð­ast ekki kunna það.

Ekk­ert kemur í stað­inn fyrir einka­fram­takið

Alveg sama hvað stjórn­mála­menn reyna, þá geta þeir ekki búið til jafn tær inn­spýt­ing­ar­á­hrif og djarfir og klókir frum­kvöðl­ar, þegar kemur að því að breyta hlutum og fram­þróa það sem fyrir er. Það er mín ein­læga skoð­un. Seatt­le-hag­kerfið - með Geim­nál­ina (Space Need­le) sem helsta kenni­leiti - er ágætt dæmi hvaða kraftar geta ver­ið ­leystir úr læð­ingi ef fjár­festar fylkja sér að baki snjöllu fólki, sem ­jafn­framt er með sam­fé­lags­hugsun og heil­indi í fartesk­inu. Sem er til­búið að vökva ræt­urnar í umhverfi sínu, öllum til hags­bóta, og stunda við­skipti eftir bestu mögu­legu getu.

Hér verður von­andi gott að fá lífs­reynslu, kynn­ast nýjum hlutum og tæki­færum, og segja frá því sem á vegi manns verður eða kemur  upp í hug­ann.

Næsti pist­ill héðan verður um þann geira sem vex hrað­ast á svæð­inu þessi miss­er­in. Ráð­stefnur eru haldnar um hann og fjár­festar hafa mik­inn áhuga. Það er hinn lög­legi kanna­bis­iðn­aður í Was­hington ríki. Sam­tök hags­muna­að­ila í kanna­bis­iðn­aðum (svipað og Sam­tök atvinnu­lífs­ins, bara miklu stærri) eru þar mið­punktur hags­muna­gæslu í grósku­miklum iðn­að­i. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None